Liverpool 0-1 Burnley

0-1 Ashley Barnes 83.mín

Leikurinn

Liverpool voru grútlélegir í fyrri hálfleik fyrir utan eitt færi. Divock Origi slapp einn í gegn á móti markverði eftir mistök varnarmanns á 44.mínútu. Meistari Divock setti sitt skot samskeytin og staðan var jöfn í hálfleik.

0-0

Liverpool voru grútlélegir í seinni hálfleik og án alvöru sóknarfæra. Burnley fengu vítaspyrnu á 82.mín og skoruðu úr henni. Liverpool átti engin svör við því og töpuðu leiknum.

0-1 tap

Tölfræði

Liverpool voru mjög lélegir í kvöld og skotatalning eða boltaprósenta er blekkjandi í tölfræðinni og engin ástæða er til þess að taka mark á henni. Sanngjarnt tap.

Bestu menn

Allir það langt undir meðaltali að enginn á skilið jákvæða umfjöllun.

Vondur dagur

Allir það langt undir meðaltali að allir eiga skilið það tilkall að hafa átt vondan dag.

Umræðan

Okkar menn hafa verið fullkomin hörmung í síðustu 5 leikjum. Af hverju er erfitt að svara en þeir eru í frjálsu falli þessi stundina. Viðmiðin sem Englands- og Evrópumeistararnir hafa sett síðustu árin eru hvergi sjáanleg. Vissulega getur verið erfitt að verja titil en af hverju toppstaða um jólin endar í þessari hörmung mánuði síðar er óskiljanlegt og eitthvað sem Klopp verður að tækla og horfast í augun með. Enn er auglýst eftir kaupum á miðverði til að fylla skarð hinna meiddu VVD og Gomez og hins selda Lovren. Þó að besti maður leiktíðarinnar Fabinho sé að reyna að bjarga einhverju í vörninni þá er hans saknað á miðjunni. Og sóknarþrennan þarf að bóka sig á heilsubælið í Gervahverfi til að finna bót sinna meina því að þetta er hætt að vera fyndið.

YNWA

50 Comments

  1. Hlakka til að heyra afsakanir hjá Klopp mun eflaust tala um hversu vel þeir spiluðu.
    Mesta niðurlæging sem ég hef orðið vitni að fyrir utan skituna á móti A.villa

    Besta við þetta hófst allt saman eftir tilgangslausa leikinn í danmörku þegar Jota meiddist ..misstum manninn með neistan í löng meiðsli og allt mojoið ákvað að fylgja honum.

    14
  2. Sæl og blessuð.

    Nokkrir punktar:

    1. Gengur eitthvað upp þegar Hendó er ekki á sínum stað?
    2. Bakverðirnir eru skuggarir af sjálfum sér. Trent er með verri leikmönnum í deildinni eins og hann er að spila núna. Það munar aldeilis um minna.
    3. Origi … var hreint ekki svo afleitur og þetta slútt… æ hvað getur maður sagt?
    4. Chambo sást ekki þarna á kantinum.
    5. Salah og Firmino eru ekki þeir leikbreytendur sem þeir voru forðum.
    6. City er búið að vinna deildina (MU á ekki roð í þá)
    7. Við eigum ekki roð í CL með þessum mannskap og þurfum að setja allt kapp á bikarinn.
    8. Svona lið getur ekki haldið uppi taplausu rönni á heimavelli í svona langan tíma.
    9. Annars … af hverju dæmdu þeir ekki víti þarna þegar burnley gaurinn fékk hann í höndina???
    10. Áfram fylgist maður með sínu liði. Ef ykkur vantar að ráða starfsmann og þið sjáið að hann er búinn að vera Púlari í langan tíma – þá er það á við gott meðmælabréf.

    12
    • Góðir punktar.

      9. Við fáum aldrei víti og fáum alltaf víti á okkur. Þetta er alvitað.

      Mótið er ekki búið hjá okkur, ekkert frekar en hjá öðrum liðum en það þarf virkilega að finna neistann á nýjan leik!

      14
  3. Það þarf að senda menn í pörum í frí til Dubai.

    Greinilega þreytta í mönnum, andleg sem líkamleg, fyrsta snerting yfirleitt ömurleg, sendingarnar hlægilega lélegar og ákvörðunartakan í hlaupum og sendingum hörmuleg.

    Búið að spila of mikið á sama mannsskapnum síðustu 3 árin og það er bara farið að taka sinn toll.

    7
  4. Þvílíkir aumingjar, allir sem einn.

    Leikaðferðir þjálfarans eru ónýtar en hann þrjóskast eins og andskotinn.

    Deildin er ónýt þetta tímabilið, í janúar, eins og svo oft áður.

    Þetta er bara algjört hrun.

    Þvílíkir aumingjar, allir sem einn.

    PS. Auglýsi eftir pollýönnum og öðrum sem telja sig betri stuðningsmenn.

    7
    • Ég er þessi helvítis pollýanna,
      Og er bara allsekki á því að við séum að spila svo ýlla þjörmuðum að Jóa Berg og félögum allann leikinn en með tíu andstæðinga að verja markið inn í teig og markmanninn þeirra í banastuði er nánast vonlaust að skora.
      Að vísu er Pollýanna aðeins farinn að láta a sjá hvað Trent varðar.
      Þú varst að gagnrýna Klopp en ég sé ekki hvað hann getur gert annað en hann gerði.
      Þú fræðir mig/okkur kannski á því hverju hann getur breytt svo úrslitin fari að falla með okkur.
      YNWA.

      14
  5. Já leggja áherslu á FA Cup Æ neiii við þurfum að fara á gamla kamarinn á sunnudag.

    1
  6. Jurgen Klopp a að biðja okkur stuðningsmenn afsokunar. Miðað við mannskap er Klopp einfaldlega lelegasti stjorinn i ensku urvaldsdeildinni nu um stundir.

    8
  7. Þeir segja að það sé gott að spyrna sér upp frá botninum.
    Honum er náð svo nú er tækifærið.

    Þetta var nú með eindæmum þessi leikur.
    ?g verð klár í næsta leik, þarf bara aðeins að slökkva ljósin í smá stund.

    YNWA

    2
  8. Sælir félagar

    Ég tók þá afstöðu að spá engu fyrir þennan leik. Það var hárrétt af mér því ég get ekki spáð Liverpool tapi. Niðurstaðan var tap á heimavelli gegn einu af neðstu liðum deildarinnar. Þetta er með þeim fádæmum að engum dylst að eitthvað mikið er að. Ef til vill hefði þetta aldrei komið til ef búið væri að drullast til að kaupa miðvörð, ef Divok Origi hefði ekki verið inná og ef leikmenn væru fljótari og beinskeittari í aðgerðum sínum.
    Leikmenn klappa boltanum alltaf, hraðar sóknir með fáum snertingum sjást ekki lengur og leikmenn sem ættu að vera ógnandi virðast ekki gera sér grein fyrir hvað þeir eru lélegir og einskis nýtir til að sækja hratt á andstæðinginn. Það segir líka hver örvænting og hugmyndaleysi stjórans er að setja Origi í byrjunarliðið. En hvað sem því líður þá er árangur liðsins á síðustu tveimur mánuðum með þeim hætti að allir sem að honum koma eiga að skammast og það niður fyrir allr hellur.

    Það er nú þannig

    12
  9. Þetta er nú orðið meira draslliðið, ætli að þeir viti ekki hvernig á að vinna leik. Endalaus spilamennska til og frá á milli kanta fram og til baka og Thiago passar bara ekki í þetta lið, hægir á leiknum og með afleitar sendingar. Klopp verður bara að skamma þá almennilega.

    5
  10. Þarf ekki neyðar pod núna?
    Andlega sálfræði.

    Hvernig er hægt að detta í sama farið leik eftir leik?
    Ég trúi ekki öðru en að Klopp og hans lið setjist niður og ræði hlutina og finni lausnir.
    Og liðið fari að spila á eðlilegri getu.
    YNWA
    Skulum ekki byrja að drulla yfir liðið.
    Nú þarf að styðja

    13
    • Sammála. Ég verð aldrei harðari stuðningsmaður en þegar á móti blæs og það er einmitt núna. Stöndum keikir og stoltir því það er stutt í formið okkar. Þetta mun fara að detta inn hjá okkur.

      14
  11. 5 leikir í röð í deildinni hvað getur maður sagt? maður reynir að verja suma enn Trent er að verða besti 12 maður fyrir hina með þessum sendingum á mótherja á 1-2 mins fresti. Firminho er horfin gjörsamlega sprunginn tankurinn hjá honum Mane kann varla að skora lengur….Það sem er kannski ótrúlegast við þetta allt saman að Salah er enn markahæstur í deildinni þrátt fyrir 5 leiki af ég veit ekki hvað. Boltinn sem liverpool er að spila þessa stundinna er leiðinlegur fyrirsjánlegur og ekkert að frétta. Enn þetta ætti ekkert að koma á óvart Liverpool hefur ekki spilað af sömu getu síðustu 4-6 mánuði eins og 3 árin þar á undan. Eina jákvæða við þetta tímabil so far er JOTA enn kannski ekki skrýtið að gengið hjá okkur afleitt eftir að hann fór á meiðslalistan. Kannski var þetta sem þessir leikmenn þurftu að upplifa vandræðilegt tap á heimavelli eftir næstum 4 ára ódrepandi vígi hjá okkur.

    Veit ekki af hverju enn mér líður eins og ég hafi verið að jarða góðan vin

    1
  12. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Magnús, hún er betri en við var að búast. Þú ert ef til vill fulljákvæður í umfjöllun þinni um beztu menn leiksins og þarft ekki að taka svona djúpt í árinni í umfjöllun þinni um þá fáu sem þér fannst standa sig ílla. Óþarfi að vera taka einstaka leikmenn fyrir, ekki satt. 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  13. Þvílíkt þrot. mufc á toppnum og við að berjast um Wenger bikarinn er eitthvað sem ég var að vonast til að mundi ekki gerast næstu árin eða ártugi. Af hverju var ekki fenginn miðvörður fyrir Lovren? Ef efniviðurinn hjá klúbbnum er svo góður að þess þurfti ekki afhverju eru þeir ekki þá að spila og okkar mikilvæustu miðjumenn að spila í sínum stöðum???

    3
  14. Já þetta er alveg ömurleg staða að vera í og margir leikmenn langt undir pari þessa dagana en ég er samt ekki alveg búinn að missa trúna á þessu liði. Við erum búnir að vera miklu betra liðið í öllum leikjunum okkar fyrir utan Man City og Aston Villa en náum bara ekki að klára þessa leiki. Þetta er allt annað en þegar liðin þeirra Rodgers og Benitez náðu næstum að vinna titilinn og svo hrundi allt árið eftir. þá gátum við ekki neitt.. Ég er á því að við séum enn með besta liðið í deildinni en erum bara í einhverri fáránlegri lægð þar sem ekkert gengur upp..YNWA

    6
    • Algjörlega. Það hjálpar ekkert að bölva öllu og öllum. Við erum að ganga í gegnum þurra tíð og hún mun ganga yfir eins og allt annað slæmt. Svo er hinn handleggurinn að 98 stig og 97 stig eru fáránlega góð tímabil. Kannski hefði verið betra fyrir sálartetrið að vinna deildina með 86 stigum í fyrra því hrapið er meira núna fyrir vikið. Hlutirnir falla ekkert með okkur, þeir falla allir á móti okkur. Allir! Það mun ekkert verða þannig mikið lengur. Get in!

      8
  15. Held að menn ættu að bursta sig með grænsápu og taka nokkrar bleikar. Klopp er besti stjórinn á markaðnum. Leikmennirnir eru að bregðast.

    20
  16. Að lesa þessi ummæli minnir mig á þegar ég var á Anfield og fyrir framan mig var heitur stuðningsmaður sem kallaði alla leikmenn öllum illum nöfnum í hvert skipti sem þeir áttu misheppnaða sendingu eða misstu boltann. Aldrei kynnst annarri eins neikvæðni. Þangað til ég las þennan þráð.

    Sá ekki betur en allir væru að reyna og reyna.

    23
    • Einmitt. Mér fannst liðið virka orkumikið og með viljann til að gera vel í þessum leik. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hversu illa það gengur að skora, andsk. hafi það. Það er eins og ekkert gangi upp þessa dagana og vikurnar. Sláarskotið há Origi átti auðvitað að verða mark og við áttum að fá víti þegar varnarmaðurinn fær boltann í höndina. Við fáum svo víti á okkur án þess að það sé skoðað hjá VAR. Bara fastir liðir eins og venjulega.

      Ég nenni ekki og vil ekki neikvæðni. Fyrsta heimatapið okkar í 68 leikjum!! Auðvitað kom að því núna í þessari krísu sem við erum í og þannig er það bara. Þetta mun fara að smella hjá okkur og það mun byrja á sunnudaginn á móti mest hæpaða liði tímabilsins.

      12
  17. Liðið gæti ekki keypt sér mark þessa daga, ekki einu sinni fyrir 140 milljónirnar sem fengust fyrir Coutinho. Einhver óskiljanleg örvænting í gangi hjá liðinu, sást svo greinilega í andlitinu á Firmino eftir að hann hafði klúðrað fantafínu færi í leiknum. Eins og menn hafi hvorki orku né nennu til að halda áfram og enga trú á verkefninu. Það er verk að vinna fyrir Klopp og sálfræðingateymi hans.

    4
  18. Mikið meira pirrandi verða fótboltaleikir ekki.
    Held að það sé engin ástæða til að fara á taugum strax samt, þetta er fyrsti alvöru slæmi kaflinn í slatti langan tíma og að einhverju leiti þarf hann ekki að koma svo mikið á óvart. Það er nota bene alls ekkert langt síðan þeir komu mjög reglulega hjá Liverpool.

    Það er ekkert eitt ákveðið að hjá liðinu sem skýrir allan vandann heldur er þetta að ég held sambland af mörgum atriðum sem saman mynda eina allsherjar krísu sem ég held að félagið nái sér nú alveg útúr aftur.

    Þetta tímabil verður samt áfram þungt ef það á ekkert að bregðast við meiðslum VVD og Gomez, hvað þá ef við bætum öllum hinum meiðslunum við. Engin kjarneðlisfræði á bakvið það. Það er vel hægt að komast í gegnum leik og leik og jafnvel einhverja kafla þar sem fjarvera þeirra skiptir ekki máli en ekki heilt tímabil. Meiðsli Matip í ofanálag voru svo rothögg. Það að hringla með menn þvers og kruss úr stöðum hefur tekið rythmann ennfrekar úr leik liðsins.

    Miðjan er vel mönnuð á pappír en ef að Thiago, Keita, Ox og Shaq eru ekki með hálft tímabilið vegna meiðsla er lítið gagn af þeim. Núna er einn þeirra enn meiddur og hinir að spila sig í leikæfingu. Enginn nálægt sínu besta.

    Origi og Minamino eru ekki í þeim gæðum sem þarf til hjá Liverpool en eru þess vegna líka valkostir númer 5 og 6 í sínum stöðum.
    Liverpool kaupir alvöru sóknarmann í sumar og hann byrjar frábærlega en meiðist auðvitað í 2-3 mánuði. Það var líklegt til að kosta á einhverjum tímapunkti.

    Ofan á allt saman er færanýting allra leikmannaliðsins fullkomlega að klára okkur þessa dagana. Ekki bara Mané, Firmino og Salah sem eru í innbyrgðiskeppni hver þeirra getur spilað verst heldur allra leikmanna liðsins sem taka þátt í sóknarleiknum. Trent sem dæmi hefur ekki einu sinni spilað svona illa í yngri flokkum.
    The last month:
    462 minutes
    87 shots
    51 shots in the box
    8 big chances
    7.1 XG
    Zero goals
    This will go down in history as one of the coldest cold streaks for any team in any league

    Þegar kemur að dómgæslu hefur nákvæmlega ekkert fallið með Liverpool í vetur, níu VAR dómum held ég verri en næsta lið í þeirri deild. Þetta er ekki ástæðan fyrir gegn Liverpool heilt yfir en partur af mörgum atriðum sem vinna gegn okkar mönnum.

    Tímablið er núna hálfnað, sem er reyndar ótrúlegt, manni finnst það nú þegar hafa verið 9 mánuðir. Liðið er 6-7 stigum frá toppliðunum með 34 stig sem gera 68 stig yfir heilt tímabil. Liverpool var með 55 stig á saman tímapunti í fyrra, stigasöfnun í fyrra var svona svipað fáránleg og hún er núna bara á kolröngum forsendum. 21 stig í súginn og megnið af þeim gegn svona skítaliðum og svona skítafótbolta. Andstæðingum sem pakka í vörn og vona það besta og skora úr þessu eina færi sem þau fá.

    Sannarlega ömurleg titilvörn enn sem komið er og miðað við spilamennsku og stand á hópnum er að verða ljóst að tímabilið fer að snúast um Meistaradeildarsæti mjög fljótlega.

    Klopp snýr liðið í gang aftur með hækkandi sól, treystum á það.

    28
  19. Enginn heimsendir. Liðið lék á köflum vel og við hefðum getað náð stigi, sem hefðu fyrirfram verið næstum því ásættanlegt. Vörðumst vel í leiknum en ekki alveg að ganga í sókninni. Tökum Utd á sunnudag og vinnum FA-bikarinn!

    4
    • hverjum er ekki sama um þennann fa bikar.

      væri brandari að missa allt frá sér á þessari leiktíð og vinna það rusl.

      1
    • Ég vil að liðið vinni ManU bara til að snúa blaðinu og komast á run aftur ekkert annað getur hjálpað liðinu að komast á rétt ról aftur en sigur í þeim leik.

  20. Gini í viðtali eftir leik: “we just need to do what we normally do”

    Þetta er vandamálið og meðan menn halda að þeir séu bara í áskrift af titlum, þá geta menn áfram ekki skít.

    “How do you make millionaires sweat?” svaraði gamall stjóri Man.Utd einu sinni þegar hann var spurður hver galdurinn væri í sínu starfi. Einhver þarf að spyrja Klopp.

    1
  21. Manni er eiginlega orða vant. Liðið virðist rúið sjálfstrausti – það sást vel á skoti Firmino í leiknum. Klopp bendir sjálfur á að ákvörðunartökur séu rangar en leikmennirnir að berjast. Skaflinn er ívið stærri en ég bjóst við og það þarf væntanlega stórvirkar vinnuvélar til að vinna á honum. Klopp getur ekki r barið hausnum við stein mikið lengur; miðvörð vantar og miðvörð þarf að kaupa til að koma Fabinho aftur á miðsvæðið til að liðið fái sitt eðlilega flæði á ný. Virgil kemur ekki aftur á þessu tímabili, sama hversu margar myndir hann birtir á samfélagsmiðlum.

    6
  22. Þetta lið er bara ráðþrota, framlínan er ekki svipur hjá sjón. það verður bara erfitt að ná 4ja sætinu.

    3
  23. Kvartað hefur verið yfir leikjaálagi af herr Klopp. Samt eru þó nokkrir leikmenn sem lítið hafa verið nýttir. Mætti segja mér að nú loks þegar farið að draga þá fram að of seint sé í rassinn gripið. Leikmenn þurfa að fá að spila til að geta verið í formi.

    4
  24. Léleg skýrsla, Liverpool var mun betri aðilinn í leiknum og a venjulegum degi hefðu þeir nýtt eitthvað af þessum færum sem þeir fengu. Sjálfstraustið er hins vegar farið í augnablikinu og akvarðatakanir oft rangar. Það breytir því ekki að við spiluðum betur og fengum færi til að klára þennan leik.
    Mæli með að láta renna af sér reiðin áður en menn tjá sig.

    15
    • Sammála að Liverpool voru miklu betri aðilinn í leiknum en núna virðist það ekki skipta nokkru máli því fólk er orðið örvæntingarfullt á að fá mörk og stig. Ég skil það líka en við erum enginn mótor sem hægt er að kveikja á og slökkva eftir behag. Það eru margir vinklar á málinu og einn þeirra er sá að það hefur vantað drifkraftinn og græðgina til að klára dæmin.

      Þegar lið er á heimavelli á móti botnliði og tekur 27 skot og heldur boltanum í plús 80% að þá ætlast maður til þess að hlutirnir gangi upp. Þannig hefur það ekki verið hjá okkur að undanförnu, því miður en það mun koma. Ég er bara pínu hræddur um að við séum að renna á tíma hvað shittý varðar en sjáum til.

      6
    • Sammála þér. Leikskýrslan léleg. Liverpool var mun betri og áttu að klára þennan leik eins og síðustu 4 leiki. Hins vegar virðist ekkert ganga upp fyrir framan markið, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Það geta verið margar ástæður fyrir því og búið að nefna margar hér fyrir framan.Við megum hins vegar ekki missa trúna á liðið. Stíflan mun bresta, það er bara spurning hvenær. Þó svo að við náum ekki að verja titilinn þá eru tveir stórir í boði til viðbótar. Vinnum United á sunnudaginn og lækkum í þeim rostann.

      3
    • Leikskýrslan mun verri en leikurinn. Þegar Man Utd gekk sem verst fyrir c.a. ári síðan skrifaði einn púllari hérna inn og sagði mönnum að fara inn á spjallið þeirra og lesa vælið sem þar væri skrifað. Djöfull held ég að Man Utd. stuðningsmenn skemmta sér konunglega við að koma hingað og lesa vælið í ykkur þegar við lendum í smá mótvindi.

      4
  25. Kæru stuðningsmenn. Sumir ykkar megið alveg anda einu sinni eða tvisvar áður en þið ausið úr skálum reiði ykkar yfir allt og alla. Að hrauna yfir liðið er engum til hagsbóta. Vissulega er eitthvað að og hefur verið, ef betur er að gáð, alveg því sl vor eftir að deildin tók að rúlla eftir kovid hléið…
    …menn missa það ekki allt í einu
    …meiðsli lykilmanna vega þyngra en okkur grunar
    …hlaupabolti Klopp of erfiður?
    …plan B?
    …mikilvægi Hendo í sinni réttu stöðu
    …eftirstöðvar kovid
    …TAA?
    …hvað er liðið búið að skora af mörkum þær mínútur sem Thiago hefur spilað?
    …skapið hjá Klopp???
    …leikjaálag er ekkert meira hjá okkar liði heldur en öðrum toppklúbbum
    …við erum með frábært lið
    Nú er um að gera að senda góða og uppbyggilega strauma á Anfield. Áfram Liverpool.

    7
  26. Getum ekki keypt okkur mörk þessa dagana, hvað veldur veit ég ekki frekar en þjálfarateymi Liverpool en það er nokkuð ljóst að það þarf eitthvað að stokka upp í þessu. Það var vitað fyrirfram að Burnley myndi parkera rútunni og treysta á að nýta eina færið sem þeir myndu fá sem þeir svo sannarlega gerðu. Uppleggið hjá Herr Klopp virðist alltaf það sama leik eftir leik þó engu skili þessa dagana. Hvar er gamla góða leikgleðin og baráttuviljinn og ekki síst sigurviljinn, það virðist eins og leikmenn hafi fengið þá flugu í höfuðið að þeir hreinlega geti ekki skorað mörk eða skapað almennileg færi. Jú vissulega vorum við meira með boltann í þessum leik eins og flestum öðrum leikjum en það skilaði engu núna frekar en síðasta mánuðinn. Kannski er svarið að hætta þessu dútli með boltann , leyfa andstæðingunum að koma á okkur og treysta á skyndisóknir eða eitt gott færi úr föstu leikatriði eins og flestir andstæðingar okkar eru að gera móti okkur með fínum árangri ? En hvað veit ég svo sem sófakartaflan sem ég er ?Keep on rocking tökum því sem að höndum ber og mætum í næsta leik það er víst lítið annað að gera !

  27. Meðan á leiknum stóð hugsaði maður að Burnley yrði heppið að ná jafntefli hvað þá að vinna leikinn.
    Þeir fengu víti og nýttu það, erfitt að segja að þetta hafi ekki verið víti en það var brotið svipað á Mane rétt áður inn í teig, eftir að hann skaut boltanum framhjá markinu. Sé ekki mikin mun á þessum brotum.
    Liðin eru búinn að læra hvernig á að verjast Liverpool, þau pakka saman inn í teig og leyfa þeim að gefa bolta eftir bolta fyrir eða leika inn á miðjuna þar sem 10 manna varnar múr stendur fyrir boltanum. Litlir sóknarmen og slakir skotmenn Liverpool eiga bara ekki séns. Ég veit ekki hvort menn muna eftir leik Frakka og Íslendinga á Evrópumótinu á sínum tíma. Við spiluðum við þá eftir að hafa unnið Englendinga 2-1 með sömu aðferð og öll lið nema city nota á móti Liverpool. Í þeim leik leyfðu Frakkar Íslendingum að vera með boltan og uppskáru 3 mörk í fyrri hálfleik úr m.a hröðum sóknum. Bestu færin okkar á móti Burnley komu eftir að þeir höfðu misst boltan frammi. Dauðafærið frá Origi og þegar wijnaldum skeiðaði upp völlinn. Við verðum að setjast aðeins aftar á völlinn og planta okkar ferrari bílum á teigin og sækja svo hratt upp völlin. Ég nenni ekki að horfa á fleiri svona rútubílaleiki, þetta er alveg að drepa mann úr leiðindum og greinilega að ná að svæfa leikmenn Liverpool líka. Þurfum að ná upp stemmningu og gleði og byrja á því að pakka í vörn á móti þessum liðum.

    7
  28. okkur vantar x factor fyrir utan teig.

    coutinho myndi klárlega laga það, getur liverpool ekki bara hent 50-60m punda í að kaupa hann í janúar?

    wyjnaldum er að fara, losna launakostnaður þar, meira sem við getum látið fara t.d origi og shaqiri

    2
  29. Hversu týpiskt var það að fá loks Matip inn í vörnina og missa Henderson út í meiðsli á sama tíma! Haugryðgaðir Shaqiri, Ox og Origi í engri leikæfingu og Thiago litlu skárri.

    Meiðslalistinn og meiðsli einstakra leikmanna þetta tímabilið með eindæmum og sett allt flæði í liðinu úr skorðum.

    Svo má velta fyrir sér hvort þetta Covid ástand og engir áhorfendur séu ekki að taka sinn toll og rúmlega það! Við náðum ekki að fagna almennilega Englandsmeistaratitilinum með stuðningsmönnum, tómar götur Liverpool borgar, fögnuður á “silent”! Engir áhorfendur á Anfield þetta tímabilið – þetta tekur á og er orðið langþreytt!

    ps. ef við höfum ekki efni á miðverði fyrir 1 febrúar, höfum við efni á miðverði eða öðrum leikmönnum án Meistardeildar næsta tímabil?!

    YNWA

    2
  30. Ég hreinlega man ekki hvenær mér leið svona illa eftir Liverpool-leik … sem ef til vill undirstrikar velgengni okkar manna undanfarin ár.

    Gleymum samt ekki þessu:

    Walk on, walk on, with hope in your heart!

    YNWA!!!

    3
  31. Ég átti afmæli og varð 11.ára 17 ágúst 1964 daginn sem KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta evrópuleik í Reykjavík, síðan þá hefur Liverpool verið liðið mitt.
    Og satt best að segja hefur þetta knattspyrnulið frá Liverpool borg verið hluti af mínu lífi í marga áratugi, maður stendur með sínu liði í gegnum súrt og sætt, þannig á það að vera. Og þegar á móti blæs þá kemur í ljós hverjir eru alvöru stuðningsmenn, alvöru Púllarar…
    Að mínu áliti eru mörg ummæli hér á þessari frábæri síðu eftir tapið fyrir Burnley ekki Púllurum sæmandi.
    Við erum með einn besta knattspyrnustjóra í heimi, sem hefur búið til frábært lið, og þó að allt gangi ekki upp þessa dagana þá eiga þeir eftir að koma sterkir til baka, styðjum bara okkar menn YNWA.

    Leikskýrslan er ekki góð hún segir eiginlega ekkert um leikinn, og er reyndar eins og hún hafi verið skifuð af krakka í miklu frekjukasti, róum okkur.
    Liverpoolmenn og konur við skulum muna það að ef þú getur ekki tekið tapi þá átt þú ekki skilið að vera sigurvegari..
    Áfram LIVERPOOL.

    13
  32. Það er áhugavert að horfa til baka til apríl 2019, fyrir tæplega tveim árum síðan, þegar Barcelona kom í heimsókn á Anfield.

    Hverjir voru í byrjunarliðinu fyrir Liverpool það kvöld?

    Alisson, Trent, Robbo, Matip, VVD, Hendo, Fab, Milner, Shaq, Mané, Origi.

    Og hverjir spiluðu í gær á móti Burnley?

    Alisson, Trent, Robbo, Matip, Fab, Shaq, Mané, Origi, Thiago. Gini, Ox.

    Semsagt 8 af 11 voru þeir sömu. Í gær vantaði VVD, Hendo og Milner, en í staðinn vorum við með Gini, Thiago og Ox. Gini kom jú inná í hálfleik á móti Barca, og Thiago er í heimsliði áratugarins.

    Ég fullyrði að munurinn á þessum þrem leikmönnum inn og út réttlæti ekki einn og sér sveiflu frá því að vinna Barcelona 4-0 annars vegar, eða tapa fyrir Burnley 0-1 hins vegar. Þetta eru ekki leikmenn sem gleymdu allt í einu hvernig á að spila fótbolta.

    Fyrir mér er þetta algjörlega sálfræðilegt vandamál. Skoðum bara færið sem Origi fékk í gær einn á móti markmanni vs. “Corner taken quickly”. Hvort hefðum við haldið að væri líklegra til að skila af sér marki svona fyrirfram?

    Er vörnin aðal vandamálið? Varla. Liðið er búið að fá á sig 3 mörk í síðustu 5 leikjum (gegn Burnley, Saints og WBA). Vandamálið finnst mér vera tvíþætt: sóknarmenn ná ekki að skora þó þeir komist í gott færi, og liðið er ekki eins hreyfanlegt og það þarf að vera, menn eru ekki að “bjóða sig”. Mér fannst mjög dæmigert í leiknum í gær að í uppbótartíma sendi Alisson boltann á Matip, Matip sendi á Fab, Fab til baka á Matip, og þannig gekk þetta í einhverjar 6-8 snertingar þangað til að boltinn barst loksins til Thiago. Það var eins og þeir miðverðirnir sæju enga leið til að koma boltanum framar á völlinn. Munum að völlurinn er 68 metra breiður! En þetta finnst mér allt of oft vera vandamál, boltinn berst eitthvað fram á við og menn sjá engan sendingarmöguleika og þurfa að gefa hann til hliðar eða til baka aftur.

    Það voru nokkur augnablik þar sem mér fannst glitta í að menn væru að reyna aðra hluti. Eitt þeirra var þegar Gini fékk boltann aðeins fyrir utan okkar vítateig, og hljóp í gegnum Burley liðið upp að þeirra vítateig. Þar gaf hann á Salah sem lét verja frá sér. En þarna var Gini að taka séns sem mætti gera ennþá meira af. Eins hefur mér fundist full ragir við að skjóta fyrir utan teig í síðustu leikjum, en í þessum leik sáum við skot frá Shaq, Ox og Origi (og kannski fleirum sem ég er búinn að gleyma). Mér finnst það jákvætt að menn séu að reyna mismunandi leiðir. Ekki voru krossarnir að virka, og nógu oft reyndi liðið að spila sig í gegnum múrinn í teignum.

    Að lokum finnst mér gagnrýnin á það þegar Klopp reynir nýja hluti oft vera skrýtin. Maður heyrir gagnrýni á að það hafi verið að spila leikmönnum sem hafa lítið spilað, og svo er 11 sekúndum síðar kvartað yfir því að það sé alltaf verið að spila á sömu leikmönnunum. Klopp mátti eiga það með uppstillingunni í gær að hann var að reyna nýja hluti í sókninni, og Origi kom mér á óvart með því að vera óvenju líflegur. Ef hann hefði nú bara skorað úr þessu dauðafæri…

    13
    • Góða pælingar og mikið rétt hjá þér Daníel. Ég veit ekki hversu oft upp á síðkastið ég hef röflað yfir því fyrir framan imbann hversu erfitt það hefur verið fyrir okkar menn að láta vaða fyrir utan teig. Of mikið klapp á boltanum og menn ætla helst að spila sig í gegnum menn (Salah) og eða bara alla leið inn í markið. Þess vegna var ánægjulegt að sjá þrátt fyrir allt að þarna voru “skotmenn” eins og Shag og Ox að reyna. Gini hefði sjálfur mátt láta vaða áður en hann sendi á Salah.

      Ég sakna Steven Gerrard þegar svona er komið.

      2
  33. Ég stend með mínum mönnum í blíðu og stríðu, alltaf, alltaf og meira alltaf.

    4
  34. Sælir félagar

    Mér finnst það sem Daníel er að segja hér fyrir ofan vera að mörgu leyti skynsamlegt. Það er augljóst hvað Klopp var að reyna með Origi í byrjunarliði. Hugmynd hans var að mínu viti að reyna að hækka sóknarlínuna um svona 10 sentimetra og ná inn krossum á hausinn á Origi. Það er hinsvegar tvennt sem gerir að verkum að þetta virkaði ekki. Í fyrsta lagi er Origi afar hæfileikasnauður framherji og fékk ekki einn einasta skalla í leiknum. Í annan stað eru krossarnir frá hægri ekki til staðar þar sem TAA er fullkomlega úti á túni ennþá. Þó fannst mér ég sjá örlítil batamerki á honum.

    Klopp var líka með menn í byrjunarliðinu sem eiga að geta skotið utan teigs, Ox og Saq. Ox var hinsvegar algerlega úr sambandi í leiknum og Saq skaut yfirleitt ekki nema af vítateigs línunni og þá var 10 manna pakki fyrir framan hann og öll skot blokkeruð.

    Ég fer hinsvegar ekki ofan af því að miðvarðarkrísan er að hefta sóknaraðgerðir liðsins. Bakverðirnir eru þess vegna of aftarlega og hinar hröðu einnar snertinga sóknir sjást ekki lengur. Andstæðingurinn var nánast alltaf kominn í varnarstöður sínar (5-5) þegar sóknin kom á vallarhelmig Burnley og sama hjakkið byrjaði aftur og aftur. Liðið var að reyns að draga Burnley menn framar á völlinn en þeir höfðu engan áhuga á því meðan Liverpool var með boltann. Þá vantaði að senda, 50/50 möguleika, sendingar fram í varnarpakkann til að brjóta leikinn upp og vera viðbunir breiki á liðið í framhaldinu. Í þeirri stöðu er mögulegt að vinna boltann á eigin vallarhelmingi og komast í hraða skyndisókn.

    Það er alveg ljóst að liðið okkar vinnur ekki leiki með þeirri leikaðferð að vera að dúlla fyrir framan 11 varnarmenn andstæðinganna þó það sé 70% með boltann. Það verður að gefa andstæðingnum færi á að vera með boltann og fá hann þannig framar á völlinn og sækja svo hratt á hann þegar boltinn vinnst. En með miðvarðarekluna svona eins og hún er núna þá gerist það einfaldlega ekki. Óöryggið vegna hræðslunnar um að fá á sig skyndisókn og mark gerir það að verkium að liðið tekur enga áhættu og þetta dúll heldur áfram án árangurs endalaust.

    PS. Ég vil taka fram að ég styð Klopp og félaga algerlega og treysti engum betur til að leysa vandann. En það þýðir ekki að ég getir ekki gagnrýnt hann og liðið þegar frammistaðan er með þeim hætti sem verið hefur undanfarið.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  35. Það sem er horfið með fremstu 3 er að þeir vita ekki hvað 1-2 er lengur, þurfa allir 4-5 snertingar og allir standa og bíða eftir hvað gerist í stað þess að hreyfa sig.
    Það er það sem Jota kom með 1-2 eða geggjuð hlaup á réttum tímum, hinir 3 eru hættir þessu.
    Svo skil ég ekki hvernig er hægt að ætlast til að Trent troði boltanum inn í teig á sóknarmenn sem standa á bakvið varnarmenn, það fóru margir bolta í opin svæði inn á teig sem engum datt í hug að hreyfa sig.

    3
  36. Vandamálið með vörnina er ekki í sjálfu sér að verjast. Vandamálið liggur í einmitt uppspili varnarinnar. Þar hefur VDK vision, sendingargetu og cover fyrir uppsbili TAA og Robertson.

    Þegar þetta er farið erum við stöðugt í hálffærum og reitarbolta.

    3

Byrjunarliðið gegn Burnley á Anfield

Upphitun: Bikarleikur gegn Manchester United