Gullkastið – 2020

Svekkjandi jafnteflistap gegn Allardyce fótbolta kom ekki í veg fyrir að við gerðum árið upp í lokaþætti fyrir áramót. 2020 var þrátt fyrir allt árið okkar, loksins loksins. Spáið í hversu ömurlegt ár þetta var fyrir þá sem halda alls ekki með Liverpool?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 317

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

8 Comments

  1. Það eru ansi margir á samning til 2023.

    Í forgangi virðast vera að endurnýja við VVD og Fabinho.

    Næstir koma væntanlega Salah og Mane en það gæti orðið öllu erfiðara að ná samning þar. Takist það ekki verður mögulega skoðað að selja annan þeirra í stað þess að hleypa þeim inn í síðustu 2 árin. Ég spái að Salah verði erfiður.

    Henderson verður 33 ára 2023 og býst ég við að samningur hans muni renna inn í síðasta árið.

    Firmino er á háum launum, hann verður 30 ára á næsta ári og hefur ekki sama endursöluvirði og Mane/Salah. Ég gæti trúað að samningur hans verði líka látinn renna inn í síðasta árið.

    Svo eru það meiðslapésarnir: Keita, Shaq og OX.

    Væntanlega er eftirspurnin eftir hálaunuðum mönnum sem eru sífellt meiddir, takmörkuð. Það vantar ekki að þetta eru allt frábærir leikmenn á sínum degi, en eru FSG að fara endurnýja dýra samninga við leikmenn sem virðast ekki hafa skrokk í að leika 2-3 leiki í röð?

    20 milljón pund ættu að duga fyrir Keita og OX og 10 fyrir Shaq en ég er ekki viss um hvort eitthvert lið sé tilbúið að taka áhættuna með þá

    3
    • Við náðum jafntefli, það er rannsóknarefni. Við eigum grenilega erfitt með að gíra okkur upp í leiki við lið í neðri hlutanum.

      1
  2. Ótrúlegt að sjá Leeds valta yfir þetta drasl wba lið, lið sem við gátum ekki unnið á heimavelli, tvö töpuð stig sem eiga eftir að skipta miklu máli í lok tímabilsins, sjáiði til. Leedsarar eru að skjóta fyrir utan teig og skora, eitthvað sem við gerðum ekki, upplag okkar var að senda háa bolta fyrir. Það er rannsóknarefni að við höfum ekki gengið frá þessu liði. Klopp með miðjuuppstillingu kolranga. Man utd getur komist í annað sætið með sigri á Wolves í kvöld ! Það er ótrúlegt ! Áfram Wolves, vonandi hvílir Klopp ENGAN á morgun.

    1
  3. Fokk! Munaði tveim mínútum að MU fengi bara eitt stig á móti Wolves. Grrrr! Nú þurfa rauðliðar Liverpoolborgar að girða sig í brók.

  4. Þetta snýst bara um að klára okkar program og þá er gaman að fylgjast með hinum leikjunum. Hef fulla trú á að við sýnum klærnar á móti newcastle.

    3
  5. Mig grunaði að þeir myndu skora heppnismark á 90+. Það rættist því miður. Eru heppnir bæði á vellinum og î VAR herberginu.

    1
  6. Frábær þáttur að vanda. 100% sammála Magga um að það þarf að sækja miðvörð í janúar – helst einhvern heimsklassa mann en ef það er ekki hægt þá a.m.k. eitthvað backup “Klavan” style frekar en ekkert. Ekki bara að Fabinho geti meiðst eins og bent er á heldur hefur t.d. Rhys Williams þegar misst úr vegna meiðsla. Ég er reyndar sannfærður um að það verður keypt í janúar og vip verðum meistarar í vor.

    1

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool 1 – WBA 1

Newcastle – Liverpool (Upphitun)