Lokaleikurinn á sunnudag

Á sunnudaginn fer fram lokaumferðin í Úrvalsdeildinni fyrir leiktíðina 2019/2020 og þó það sé ekki það mikið undir í leiknum fyrir Englandsmeistarana í Liverpool þá gæti liðið slegið stigamet klúbbsins sem það setti í fyrra og endað í 99 stigum, einu minna en Úrvalsdeildarmetið er.

Síðastliðin miðvikudag sáum við fyrirliða Liverpool lyfta afar langþráðum bikar og virkaði stemmingin mikil hjá leikmönnum og þjálfurum liðsins þrátt fyrir heldur óhefðbundna verðlaunarathöfn. Jordan Henderson mætti með spelku um hnéð og lyfti bikarnum við ansi magnað ljósa show, flugelda, elda og ég veit ekki hvað og hvað.

Embed from Getty Images

Alheimsmeistararnir fara í heimsókn til Newcastle í lokaleiknum en lítið er undir í leiknum annað en aðallega stoltið og þrjú auka stig. Newcastle geta ekki farið upp um sæti en geta farið niður um eitt takist Crystal Palace að vinna sinn leik og Newcastle tapar svo það er öruggt að þeir muni enda í 12. eða 13.sæti þessa leiktíðina og Liverpool er ekki einu sinni nálægt því að fara niður um sæti og ekki geta þeir farið mikið ofar svo stefnan er vonandi sett á að bæta stigamet félgasins.

Leikmenn voru eitthvað að sulla í kampavíni og einhverjum drykkjum þarna í fagnaðarlátunum en líklega ekkert í nánd við það sem menn voru að fá sér þegar titillinn var tryggður svo menn ættu vonandi flestir að vera leikfærir á sunnudag.

Jordan Henderson, nýkrýndur besti leikmaður deildarinnar valinn af blaðamönnum, verður ekki með vegna meiðsla en líklega ættu flest allir aðrir að vera með. Ég reikna ekki endilega með Dejan Lovren í hóp en Liverpool hefur tekið ellefu milljóna punda tilboði í hann frá Zenit og svo virðist sem Adam Lallana hafi kvatt sem leikmaður Liverpool og verður líklega ekki heldur í hópnum en líklegt þykir að hann muni ganga í raðir Brighton á næstu dögum.

Ég ætla að giska á að Klopp muni stilla upp sama liði og í síðasta leik.

Alisson

Trent – Gomez – VVD – Robertson

Wijnaldum – Fabinho – Keita

Salah – Firmino – Mane

Ég held að enginn þessara hafi orðið fyrir einhverju hnjaski eða ættu að vera alveg óleikfærir í þennan leik. Kannski gæti Jones, Chamberlain eða Milner komið inn í stað Keita en ég reikna ekkert endilega með því.

Það eru smá meiðsli í hópi Newcastle en þeir verða án miðvarðana Fabian Schar, Ciaran Clark og Jamaal Lascelles en þeir hafa verið frá vegna meiðsla og miðjumennirnir Sean Longstaff og Isaac Hayden gætu verið 50/50 á að vera með. Steve Bruce hefur þurft að rótera aðeins liðinu sínu og spila leikmönnum út úr stöðu. Þeir hafa spilað nokkuð vel undanfarnar umferðir miðað við stöðuna sem þeir eru í varðandi meiðsli og þess háttar en hafa þó ekki verið að ná í mikið af stigum.

Vonandi verður frábær en skrítin leiktíð enduð á góðum úti sigri. Það væri alveg fáranlega flott að sjá liðið enda í 99 stigum og vonandi gefa alvöru tón á hvað þeir ætli sér að gera sem ríkjandi Englandsmeistarar.

Þetta hafa verið ansi magnaðir þrettán til fjórtán mánuðir fyrir Liverpool eins og má sjá á þessari mynd!

3 Comments

  1. Rosalega hressandi að eiga svona leik í lokaumferðinni þar sem ekkert er undir og það er ekki vegna þess að tímabilið klúðraðist fyrir löngu.

    Sammála með byrjunarliðið ef allir eru heilir frá síðasta leik en við hljótum einnig að sjá ungu stákana plús kannski Minamino fá einhverjar mínútur. Jafnvel að láta Jones byrja.

    3
  2. Sælir.

    Hvar er hægt að horfa á Liverpool í dag í Reykjavík?

Jordan Henderson FWA leikmaður ársins 2019/2020

Byrjunarliðið gegn Newcastle