Liverpool 5-3 Chelsea

Allur fókusinn fyrir síðasta heimaleik Englandsmeistarana í kvöld var á langþráða bikarafhendingu og beið fólk ansi spennt eftir því stóra augnabliki sem hófst rétt eftir klukkan hálf tíu en fram að því fengum við ansi líflegan og skemmtilegan fótboltaleik.

Mörkin
1-0 Naby Keita 23.mín
2-0 Trent Alexander Arnold 38.mín
3-0 Gini Wijnaldum 43.mín
3-1 Oliver Giroud 45.mín
4-1 Roberto Firmino 55.mín
4-2 Tammy Abraham 61.mín
4-3 Christian Pulisic 73.mín
5-3 Alex Oxlade-Chamberlain 84.mín

Embed from Getty Images

Það er afar falleg sjón að sjá fyrirliða Heims-, Evrópu- og Englandsmeistarana halda þessum á lofti!

Leikurinn
Það var mikið líf og fjör í þessum leik. Bæði liðin reyndu að spila hátt og nokkuð hratt en Liverpool tók ansi fljótt völdin á vellinum og tóku yfir miðsvæðið. Naby Keita kom Liverpool verðskuldað yfir með geggjuðu langskoti sem söng í slánni og inn. Nokkru seinna fékk Liverpool aukaspyrnu á fínum stað fyrir Trent sem beygði boltann framhjá varnarveggnum og upp í bláhornið á markinu. Geggjuð spyrna og geggjað mark en hann skoraði einmitt úr annari frábærri aukaspyrnu í fyrri leik liðana á leiktíðinni. Gini Wijnaldum þrumaði svo boltanum upp í þaknetið af frekar stuttu færi eftir að boltinn barst til hans í vítateignum eftir hornspyrnu og Oliver Giroud minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik.

Roberto Firmino skoraði svo fyrsta deildarmark sitt á Anfield á leiktíðinni þegar hann stangaði hnitmaðaða fyrirgjöf frá Trent í markið. Chelsea gerðu svo þrefalda skiptingu í kjölfar þessa og skiptu út framlínunni sinni og það átti heldur betur eftir að kveikja lífi í leikinn. Því Chelsea skoruðu tvö næstu mörk á nokkuð skömmum tíma og komu allir þrír skiptimennirnir við sögu í þeim mörkum. Chelsea ógnuðu og freistuðu þess að jafna metin og næla sér í gríðarlega mikilvægt stig en eftir frábæra skyndisókn gaf Robertson boltann fyrir markið þar sem Chamberlain mætti boltanum og skoraði með góðu skoti og gulltryggði sigurinn.

Liverpool kom sér því í 96 stig og er það ansi táknrænt að sá stigafjöldi er á töflunni þegar Liverpool lyfti langþráðum Englandsmeistaratitli.

Bestu menn Liverpool
Miðjan var mjög góð og þeir Fabinho, Keita og Wijnaldum fannst mér mjög góðir, þá sérstaklega Keita og Fabinho. Firmino var líflegur og skoraði glæsilegt mark, Mane var mjög flottur og Salah heldur áfram að komast í ansi góðar stöður en boltinn ætlaði bara ekki að falla rétt fyrir hann í kvöld.

Bakverðirnir voru frábærir, þeir lögðu báðir upp með frábærum fyrirgjöfum og Trent skoraði mark. Varnarnlega voru gerð ákveðin mistök og þá sérstaklega í tveimur seinustu mörkum Chelsea en við nennum ekki að hella okkur of djúpt í það í kvöld!

Eitt sem er ansi flott samt fannst mér að Liverpool skorar fimm mjög góð mörk í kvöld og tveir helstu markaskorarar liðsins voru ekki á meðal markaskorara. Fimm mismunandi og kannski smá “ólíklegir” markaskorarar sem sýnir þann gífurlega styrk sem er í þessum leikmannahópi.

Embed from Getty Images

Embed from Getty Images

Embed from Getty Images

15 Comments

 1. Mér finnst einhvernveginn að ég sé að yngjast um 30 ár í kvöld.

  15
 2. Ljúft að sjá dolluna fara á loft í kvöld. Til hamingju öll! Verst að við gerðum Varchester greiða með þessum úrslitum.
  Trent og Fab litu illa út í markinu hjá Abraham.
  Nú er bara langt frí hjá okkur fram að næsta tímabili. Hljótum að geta keypt Werner af Chelsea fyrir 5. október!
  YNWA

  4
  • Hverjum er ekki sk*tsama um aðra klúbba á svona augnabliki? Sem stuðningsmenn klúbbs sem er ríkjandi Englands-, Evrópu-, og heimsmeistari (ergo: besta lið í heimi) ættum við að vera rækilega yfir það hafin að spá í hvað önnur félög eru að gera. Lifum í núinu og fögnum glæstum afrekum okkar manna og leyfum hinum að hafa áhyggjur af okkur en ekki öfugt!

   6
 3. Innilega til hamingju með þennan magnaða árangur hjá okkar ástsæla fótboltaliði! Maður er að rifna úr stolti og mikið svakalega er þetta sanngjarnt.

  14
 4. Bara þakka markaðsteymi Chelsea fyrir að motivera lið Liverpool sem hafði að engu að keppa á móti liði sem er í harðri baráttu um meistaradeildarsæti. Efast um að Lampard hafi verið sáttur við þetta útspil og gæti reynst ansi dýrkeypt ef liðið tapar á sunnudag.

  Annars bara geggjað. Þó svo maður vilji sigur í síðasta leik þá væri mjög viðeigandi og eiginlega skrifað í skýin að liðið endi þetta árið í 96 stigum.

  3
 5. Væri nú nær að klóna Milner en þetta hundkvikindi frá Bessastöðum ?

  15
 6. Geggjað tímabil, það er algjör lúxus að vera Liverpool maður í dag.

  5
 7. Stórkostleg stund að sjá og upplifa titilinn afhentann eftir 30 ár.
  Til lukku öll.

  5
 8. Sælir félagar

  Eftir fyrstu 10 mín leiksins tók bezta lið á Englandi algerlega völdin á vellinum og leit aldrei til baka. Barátta bláa olíuliðsins var mikil og þeir reyndu allt sem þeir höfðu uppá að bjóða. En það var anzi langt frá að duga til. Yfirburðir Liverpool voru miklir og þó þeir bláu hafi skorað þrjú mörk var það frekar kæruleysi Liverpool manna en það að þeir bláu væru svona hættulegir. Afburðaliðið frá LIverpool tók svo á móti þeim eyrnastóra enda búið að vinna deildina fyrir löngu.

  Þrátt fyrir þessa frábæru frammistöðu er ljóst að Barnes hefur rétt fyrir sér. Það þarf að styrkja liðið með alvöru leikmannakaupum. Það öskraði á mann í gær að menn eins og Origi hafa ekki það sem til þarf til að leysa af í framlínunni. Ég trúi ekki öðru en Klopp og félagar séu búnir að spotta út leikmenn sem munu koma inn í liðið tilbúnir (Kai Havertz) þegar glugginn opnar.

  Það er nú þannig

  Til hamingju Púllarar um allt universið og víðar.

  YNWA

  4
 9. Lífið er gott sem Heims, Evrópu og Englandsmeistari.
  Til hamingju við öll sem lifum fyrir klúbbinn okkar.
  YNWA ?

  4

Byrjunarliðið gegn Chelsea

Jordan Henderson FWA leikmaður ársins 2019/2020