Engin fótbolti í hálft ár?

Þetta draumatímabil stefnir í að enda sem algjör martröð, jafnvel ennþá meiri en áður var talið og ensk stjórnvöld voru ekkert að hjálpa ástandinu með því að leyfa áhrofendur um helgina. Sjá það núna!!!

Þarna segir að mögulega verði ekki spilað fótbolta aftur í Evrópu fyrr en í september ef spár um að Covid-19 nái ekki hátindi fyrr en í sumar ganga eftir. Það ætti auðvitað öllum að vera ljóst að boltinn byrjar ekki að rúlla aftur í byrjun apríl þó að núverandi frestun sé dagsett þá.

Það virðast vera þrír kostir í stöðunni og alveg gríðarleg vandamál sem fylgja hverjum og einum.
1. Klára tímabilið þegar hægt verður að spila fótbolta á nýjan leik
2. Enda tímabilið núna og miða við stöðuna í deildinni eins og hún er núna.
3. Þurrka tímabilið 2019/20 út og byrja upp á nýtt í haust.

Það er augljóst að kostir 2. og 3. koma eiginlega ekki til greina, bæði vegna þess hversu ósanngjarnt það er að slaufa móti þegar búið er að spila 3/4 og helstu niðurstöður liggja sæmilega ljósar fyrir. Eins er talið að þetta myndi leiða af sér fjölmörg dómsmál enda gríðarlegir fjármunir í húfi.

Kostur einn ætti auðvitað að vera viðmiðið og þá sníða næsta tímabil á eftir útfrá aðstæðum þar sem allir sitja við sama borð frá byrjun.

Það er samt ekkert hægt að stoppa bara fótbolta í sex mánuði án þess að það hafi gríðarlegar afleiðingar. Úrvalsdeildarliðin ráða kannski flest við það en líklega eru ekki mörg lið í neðri deildinum sem ráða við tekjutap í sex mánuði með starfsliðið á fullum launum. Hvað gerist með stjónvarpssamninga og aðra styrktarsamninga?

Hvað með leikmenn sem eru að renna út á samningi í júní ef að mótið klárast ekki fyrir þann tíma? Það er væntanlega minna mál að aðlaga leikmannagluggan að nýjum aðstæðum.

UEFA fundar í næstu viku og verður vægast sagt spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim fundi. Það er föstudagurinn 13. og miðað við hvernig 2020 hefur byrjað er alveg eftir því að kostur 3 verði tekin og titillinn sem Liverpool er svo gott sem búið að vinna verði tekin af okkur.

Verði það niðurstaðan er ég ekki viss um að ég nenni þessu sporti mikið lengur.

38 Comments

  1. Langeðlilegast að fara eftir kosti númer 1.
    .
    Kostur númer 2 er alltof ósanngjarn gagnvart liðum í fallbaráttu og þeim liðum sem eru í baráttu að fara upp um deildir. Verður aldrei gert.
    .
    Ef að deildin þarf að vera á hold þangað til í haust þarf mögulega að fara eftir kosti númer 3. En þá er það alltaf næsta tímabil.

    1
  2. Klára þetta tímabil fyrir áramót. Spila síðan hálft tímabil jan-maí 2021 og byrja síðan á venjulegu móti og evrópukeppnum haustið 2021

    1
  3. Gjörsamlega óþolandi að hafa slátrað þessari deild en fá svo mögulega engan titil eða bikar skráðan útaf einhverri veiru. Ljóst að LFC verður aðhlátursefni og að stuðningsmenn annarra liða geri grín að þessu tímabili um ókomin ár ef tímabilið verður þurrkað út.

    4
    • Ætla að vera ósamála því að það verður hlegið af Liverpool ef það fær ekki bikarinn skráðan í restina. Það vita það allir að þetta er árið sem Liverpool slátraði deildinni og já deildinn kannski klárast ekki en við bendum á að það voru aðrir hlutir mikilvægari en fótbolti á þessum tíma og þurfti heilan heimsfaraldur til að stopa Liverpool því að önnur fótboltalið á Englandi réðu ekki við það.

      14
      • Ég ætla að vera ósamála þér Sigrður Einar, því þetta er hárrétt sem hann Krulli er að benda á.
        Ef Liverpool missir af titlinum núna þ.e. ef allt fer á versta veg þá er það alveg á hreinu að það verða sungnir Corona söngvar um liverpool af stuðnings mönnum ManU og annar liða um ókomna tíð.
        Breskir stuðningsmenn er ekki að láta viðkvæm mál stoppa sig þegar sungið er um ófarir annara liða.

        5
      • Það er alltaf sungið hnýðisöngva hvort sem er það sem ég er að benda á er að innistæðan fyrir því er engin.
        Er hægt að gagnrína Liverpool fyrir að það kom heimsfaraldur? Liverpool gerðu ekkert rangt nema að gera deildina að mest óspennandi deildarkeppni Evrópu í ár.

        Þeir mega syngja corona söngva sem er reyndar ósmeklegt útaf dauðsföllum sem fylgdu en það hefur samt ekkert með Liverpool að gera.

        4
      • Ég er alveg sammála þér þarna, ég bara tók undir það sem Krulli hafði áhyggjur af og hann er ekki sá einni.

        Auðvitað yrð það ósmekklegt ef menn færu að syngja corona söngva sem eyðilegaði gleðina og titill fyrir okkur. Mér hefur bara sýnst að það eru engin takmörk hjá þessum ensku stuðningmönnum um það hvað er sungið um.

        Vona að sjálfsögðu að svo verði ekki.

  4. Allt sem er verið að tala um núna eru auðvita bara getgátur og eru nokkrir möguleikar í boði um útkomu á þessu tímabili, því miður þá verðum við einfaldlega að bíða og sjá hvernig staðan verður.

    Þetta eru svo margar breytur í þessu og tengjast þær allar þessari veiru. Við þurfum að sjá hvernig baráttan við þetta helvíti gengur og þurfum að setja manslíf ofar fótbolta.

    Ég væri til að sjá þetta samt svona.
    1. Fresta öllum landsleikjum, meistaradeild, evrópudeild og EM. Löndin þurfa að sjá um sína heimadeild alveg sjálf og fer eftir baráttu við veiruna hvernig gengur í hverju landi.
    2. Reyna að klára deildina á tímabilinu maí – júlí og er það þarf að gera það á tómum völlum þá bara fuck it, það er miklu betra að klára deildina heldur en að stopa hana alveg.
    3. Byrja næsta tímabil í okt og sleppa deildarbikar og jafnvel FA Cup.

    Maður er pirraður, sár, reiður og leiður með að Liverpool fær ekki alvöru tímabil til að klára þessa 30 ára bið og ef titilinn sem er 99,99% okkar verður tekinn af okkur þá er maður pínu á svipuðum stað og Einar að maður nennir varla að fylgjast með þessu lengur.

    Maður þarf samt að hugsa í stæra samhengi á þetta og maður veit að baráttan við veiruna er mikilvægari en fótbolti en maður veit líka að það er hægt að setja þetta upp ef viljin er fyrir hendi að klára tímabilið með allskonar aðferðum og ætti sú síðasta að vera að slá af tímabilið og er maður eiginlega á því að þá ætti frekar að slá út 2020/21 tímabilið.

    Nú þarf maður að fara að gera eitthvað annað en að horfa á bolta eða fylgjast með sporti(hef líka gaman af handbolta, NBA , F1 og nánast öllu sem er spennandi) og er þetta í fyrsta skipti á ævinni sem þessi staða er kominn upp og er það staða sem maður líkar mjög illa við.

    Nú þarf maður að kúpla sig úr þessu eins og Liverpool og bíða eftir fréttum 3.apríl sem verða líka á þá leið að deildin verður frestuð í mánuð í viðbót en maður veit að sem Liverpool aðdáandi þá á slagorðið YNWA vel við .

    6
  5. … og að öðru. Hvaða áhrif hefur það á deildina að Liverpool verði krýndir? Eina liðið sem á tölfræðilega möguleika er City og stóð ekki til að refsa þeim? Það er ekki eins og að önnur lið á Englandi verði af tekjutapi ef Liverpool fái þennan titil afhentan á verðskuldaðan hátt.

    5
  6. Hvað með þau lið sem eiga leik til góða? Ef SheffU vinnur leikinn sem þeir eiga til góða fara þeir yfir ManU í deildinni

    3
  7. Bölvað.
    Hvað sem gerist þá erum við meistarar.
    Alltaf.
    Héðan í frá til næsta tímabils mun ég lyfta glasi þegar eitthvað gott er í því og skála fyrir meisturunum.
    YNWA

    4
  8. Þetta mót verður klárað við fyrsta tækifæri hvenar það verður veit enginn einsog staðan er

  9. Er alveg ógeðslega fúll og pirraður yfir þessi öllu saman en vitið þið hvað, þetta er bara fotbolti. Ég er ekki í vinnu hjá liverpool, ég er bara eins og þú (venjulegur gaur). Ég (vonandi) því ekkert er öruggt í þessu Corona dæmi fæ að lifa lengur, aðeins lengur en margir aðrir sem smitast af þessari veiru. Liverpool FC eru ekkert hættir, við höldum bara áfram seinna og fáum vonandi að njóta fótboltans sem þeir bjóða upp á. Titillinn kemur! Við þurfum bara að bíða aðeins lengur.

    3
  10. Klára tímabilið. Það ætti að sjálfsögðu að gera og þó svo að það verði ekki fyrr en í mars á næsta ári þá er það eina rétta leiðin. Það á auðvitað ekki að stroka út þessa spilaða leiki, það yrði algjörlega galið. Annars er Kári kominn í málið, hann reddar þessu.

    Hugsum um hvert annað núna. YNWA!

    4
  11. Ég vona að Deildir viðkomandi landa verði í aljgörum forgangi í að klára og Meiastara og Evrópu deildinn blásinn af. Liðin sem unnu í fyrra halda bara titlinum (bætist ekkert við 7 titill hjá lfc t.d). Skiptir engu máli, lfc verður bara áfram evrópumeistari bara af nafninu til.

    Það verður að leggja ofur áherslu að deildir nái að klárast og þá sitja allir þar við sama borð, hverjir falla hverjir fara upp osfrv. Þó að það yrði í juní eða júlí. Byrja bara deildir aðeins seinna osfrv.

    Em og Olympiu leikjum frestað, það er óumflýjanlegt.

  12. Alveg sultuslakur því ég man fyrri óhamingjutíma.

    Núna eru óvissutímar sem við þurfum að takast á við með æðruleysi huga og ást í hjarta til okkar nánustu.

    Fótboltinn bíður og hver sem niðurstaðan verður þá er ég þakklátur og hamingjusamur fyrir nokkra hluti.

    Klopp, (þakklætistár á hvarmi, snökt ).
    CL dollunni, (YESSSSSSSSSSSSS).
    Stórkostlegur fótbolti hjá Liverpool leikmönnum, ( bara 25 stig í næsta lið….. 🙂 )
    FSG, ( þeir eiga inni hjá mér eina fimmu )

    YNWA elskurnar mínar og farið vel með ykkur og fólkið ykkar á allt gott skilið.

    7
  13. Það verður byrjað að spila aftur í apríl ekki þessa svartsýni við komumst í gegnum þetta eins og bankahrunskreppuna og svínaflensu og allt þetta helvítis drasl. Höfum trú á þetta alla leið kæru félagar er að fara á Arsenal vs Liverpool í maí og það bara skal gerast.

    YNWA.

    1
  14. Eh punktar frá SKY sports

    1. Liverpool fær afhentan titilinn en ekkert lið fellur. Á næsta tímabili verða 22 lið í Ensku Úrvalsdeildinni og Leeds og West Brom fara upp.

    2. Tímabilið verður dæmt ógilt og sömu 20 lið verða í deildinni á næsta tímabili. Þetta þykir ólíklegt þar sem Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og er svo gott sem búið að vinna deildina eftir 29. umferðir.

    3. Taflan eins og hún er núna verður látin gilda. Þetta þykir líka ólíklegt þar sem það væri ósanngjarnt gagnvart liðum eins og Aston Villa, Bournemouth og Norwich að þau myndu falla þegar aðeins eru spilaðar 29 af 38 umferðum.

    hmm interesting

  15. Sælir félagar

    Það er auðvitað leiðindahögg séra Benzi að ekki skuli vera hægt að klára deildina eins og til var sáð. En það sem skiptir máli er eftirfarandi:

    Liverpool er langbezta lið á Englandi hvað sem öllu líður.

    Klopp er ekki bara beztur heldur langbeztur

    Einn Heimsmeistaratitill í höfn.

    Liverpoll er ennþá Evópumeistari meistaraliða.

    Við erum í raun Englandsmeistarar hvernig sem einhverjir aular reyna að snúa uppá það.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Verðum áfram Evrópumeistarar ef ekki tekst að klára CL.
      City áfram Englandsmeistarar ef ekki tekst að klára PL.
      Ef tekst að klára allt verðum við Englandsmeistarar en ekki Evrópumeistarar.

      1
  16. ég held að deildin verði látin enda eins og hún er.

    ekkert lið fellur og ekkert lið fer upp, sama með hinar deildirnar fyrir neðan.

  17. Besti kosturinn er að Liverpool verði meistari og ekkert lið fellur 2 lið koma upp og 5 lið falla næsta ár

    1
    • Þá eru lið eins og Fulham og Nottingham forest að fara að kæra FA og önnur lið sem eiga möguleika á umspilssæti

      Það er mikilvægara að klára þetta tímabil en að byrja á nýju.

      2
  18. Mjög góður pistill og áhugaverðar pælingar. Held samt að það sé ansi augljóst að það þarf að klára þetta tímabil, þó seint verði. Sé ekki annan kost í stöðinni því gríðarlega miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi sem myndu enda með endalusum málferlum og leiðindum ef kostir 2 og 3 yrðu fyrir valinu.

    Við skulum heldur ekki gleyma því að allar líkur eru á því að EURO 2020 mun að öllum líkindum breytast í EURO 2021, þar af leiðandi er hægt að finna tíma til að lengja tímabilið

    Hins vegar til að minnka álagið á næsta tímabil eftir langt og strangt 2019/2020 tímabil yrði að sleppa bæði FA Cup og deildarbikarnum á næsta tímabili sem myndi sennilega byrja í sept-okt. í staðinn.

    Þetta er ömurleg staða en það þarf samt að tækla þetta. Hef reyndar lesið víða að önnur lið í deildinni eru tilbúin til að samþykkja að Liverpool verði “úrskurðað” Englandsmeistari. Það leysir samt ekki vandamálið hvernig á að ákveða meistaradeildarsætin þrjú.

    4
  19. Hægt að klára allar deildir i Evrópu á einni helgi ef menn eru að falla á tíma með vítaspyrnukeppnum á milli liða…td á þjóðarleikvöngum hvers lands…það yrði spennuþrungið andrúmsloft þennan dag…

    8
  20. Hvað með LFC byrjaði með 10 stig. Fall líðin -10 stig.
    Skil ekki af hverju það eru allir rolegir yfir þessu annar staðar (Ítalía,Þýskland)
    Á Ítaliu munar einu stigi Juve er með 63 stig Lazio 62 stig.
    Þýskalandi 4 stig.
    Frakklandi 12 stig PSG eru efstir.
    Hollandi eru efstu tvö liðin með 56 stig.
    Spáni munar tveimur stigum ( Barca,Real M)
    Svo er verið að tala um að færi EM á næsta ár. ( Sé það ekki gerist)

    1
    • Eða bara klára þetta tímabil og smiða svo bara næsta tímabil í takti við aðstæður. Galið að tímabil sem er ekki byrjað hafi forgang yfir tímabil sem er búið að spila 75%

      Líka ósanngjart að skemma næsta tímabil með svona +10 og -10 stiga hundakúnstum.

      Ef að það verður hægt að byrja að spila fótbolta aftur í sumar ætti fyrsta lausnin að vera fækkun bikarleikja og landsleikja. Jafnvel fækkun bikarkeppna.

      12
  21. Við skulum líka athuga að ef þetta tímabil verður afskrifað, og svo byrjað á næsta tímabili, að það er engin trygging fyrir því að það takist að klára það tímabil eitthvað frekar. Möguleikinn á því að vírusinn taki sig aftur upp næsta vetur er > 0. Þá gæti staðan verið orðin sú að við stöndum uppi með tvö tímabil sem hafa verið spiluð að hluta.

    Eins og aðrir hafa sagt: alltaf að klára að spila þetta tímabil, þó það gerist í sumar eða jafnvel í haust.

    1
  22. Shearer vill ógilda tímabilið. Fjandmenn LFC að leggjast ansi lágt ?

    1
  23. https://fotbolti.net/news/16-03-2020/west-ham-gaeti-lent-i-vandraedum-med-vollinn-ef-motid-frestast
    sem og önnur líð.
    Meira segja lenda íslensu félögin líka í vandræðum ef covid 19 heldur áfram.
    https://fotbolti.net/news/16-03-2020/koronuveiran-hefur-gridarleg-ahrif-islensk-felog-gaetu-lent-i-vandraedum
    Meina er ekki jafn mikið búið annarstaðar og á Englandi. Ef 75 % er búið af tímabilinu. Ef við tökum NBA þá er talað um að fyrst færu leikirnir fram í juni. https://www.mbl.is/sport/korfubolti/2020/03/16/nba_snyr_aftur_i_fyrsta_lagi_i_juni/
    Ég tel raunhæfast að ógilda tímabilið ef það verður ekki spilað 4. apríl.

    1
  24. Góðar fréttir að berast okkur frá fundi UEFA. Euro 2020 verður Eruro 2021. Þetta þýðir auðvitað að svigrúm skapast til að klára deildarkeppnir í Evrópu þó seint verði á þessu ári. Teldi líka skynsamlegt að sleppa bæði FA cup og deildarbikarnum á næsta tímabili til að minnka álagið á leikmenn.

    Allar hugmyndir um að “ógilda” þetta tímabil eru fráleitar. Myndi enda með lögsóknum og leiðindum sem tækju mörg ár. Myndi hvíla eins og mara yfir næsta tímabili. Þetta snýst ekki bara um Liverpool heldur líka meistaradeildarsætin, fallbaráttuna og aðrar deildir í Englandi…….og auðvitað allri Evrópu.

    3

Covid-19: Hvað er að gerast?

Það sem hann sagði…