Liverpool 2-3 Atletico Madrid

Mörkin

1-0   Georginio Wijnaldum 43. mín
2-0   Roberto Firmino 94. mín
2-1   Marcos Llorente 97. mín
2-2   Marcos Llorente 105. mín
2-3   Alvaro Morata 121. mín

Leikurinn

Hraðinn í leiknum var gríðarlegur frá byrjun. Atletico pressuðu ofarlega á vellinum frá upphafsflauti og fengu færi á fyrstu mínútu er Costa komst í gegn en skaut framhjá. Eftir um 10 mínútna leik hörfuðu gestirnir í varnarstöðu og heimamenn fóru að herja hraustlega. Engu skipti þó hvað Liverpool reyndi, annað hvort var varnarlínan til bjargar eða hinn magnaði Oblak í markinu að bjarga.

Þemað var þannig alveg fram undir lok fyrri hálfleiks er Liverpool tókst loks að brjóta ísinn. Hinn öflugi Oxlade-Chamberlain átti geggjaða fyrirgjöf sem Wijnaldum skallaði glæsilega í netið. 1-0 fyrir Liverpool og stemmning á Anfield.

1-0 fyrir Liverpool

Seinni hálfleikur

Sama upplegg var í seinni hálfleik er Atletico pressuðu fyrstu mínúturnar en stuttu síðar tóku heimamenn öll völd. Orrahríðin var stanslaust og Oblak einstakur í markinu. Fyrir utan markvörslur og varnartilþrif þá komst Robertson næst því að skora er hann skallað boltann í slánna á 66.mínútu.

Hafa mætti fleiri orð um flott sóknartilþrif Liverpool en fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma

1-0 að loknum venjulegum leiktíma

Framlengingin hófst eins frábærlega og hugsast gat. Við héldum áfram látlausri sóknarlotu og eftir að hafa sett boltann í stöngina þá skoraði señor Firmino flott mark á 94.mínútu. Anfield í sigurstemmningu yfir enn einu knattspyrnukraftaverkinu.

Ólukkan beið þó því að nokkrum mínútum síðar gerði Adrian mistök í hreinsun, boltinn skilaði sér til Llorente sem skoraði með skoti framhjá samlanda sínum. Sigurvíman á Anfield breyttist hratt í skelþynnku er sami leikmaður skoraði með sambærilegu skoti á 105.mínútu.

2-2 í hálfleik í framlengingu

Verkefnið var orðið ansi erfitt fyrir Klopp og co. Stemmningin var að fjara út þó að Anfield hefði verið í fullri raust allan leikinn og leikmenn gefið sig allan í leikinn. Pirrandi fjörun út á leiknum endaði með því að Morata tókst að setja mark á lokamínútu leiksins.

Lokaniðurstaða 2-3 fyrir Atletico

Bestu leikmenn Liverpool

Megnið af liðinu átti stórfína frammistöðu og lagði mikla orku í leikinn sem hefði átt að skila sigurniðurstöðu. Wijnaldum setti glæsilegt mark, Salah var sérlega skeinuhættur og Oxlade-Chamberlain var síógnandi. Mané var á köflum mistækur en frábær einnig og sama mátti segja um Firmino sem loks setti mark á Anfield. Minn maður leiksins var Gini Wijnaldum sem var frábær allar sínar mínútur og toppaði það með marki.

Vondur leikur

Það er augljóst hver fær hlutverk skúrksins eftir þennan leik en mistök Adrian á slæmum tímapunkti í leiknum voru afar afdrifarík. Sorglegt fyrir alla Púlara en við kunnum að standa með okkar manni sem að vann fyrir okkur Super Cup fyrr á tímabilinu og hefur lagt sitt af mörkum í átt að Englandsmeistaratitlinum væntanlega.

Umræðan

Evrópumeistararnir eru dottnir út og það er sorglegt miðað við frábæra frammistöðu á Anfield. Þetta voru tvö frábær lið sem háðu taktíska baráttu í geggjuðum stemmningum og á endanum þurfti eitthvað að gefa eftir. Það hefði það verið frábært ef okkar menn hefðu enn og aftur sigrað á Anfield í klassískum sigurleik en svona er fótboltinn stundum. Við þurfum að sigra og tapa með reisn.

Umhugsunarefni

Auðvitað er grátlegt að vera fallnir út úr Meistaradeildinni en það er augljóst að þreyta er komin í aðalkjarna liðsins sem hefur verið á rosalegri keyrslu síðustu rúm 2 ár. Litlar styrkingar síðasta sumar skiluðu frábærum árangri í því að hraðlestin hélt áfram sinni göngu á sömu mönnum en ljóst er að pústið er að verða búið í ofurkeyrðum ofurhetjum. Það verður að finna öfluga íhlaupamenn í lykilstöðum áður en eitt besta lið enskrar og evrópskrar knattspyrnusögu brennur upp á yfirkeyrslu. Klopp og co. verða að blása til sóknar á markaðnum í sumar og sæta færis á því að gera gott lið ennþá betra.

Að sama skapi má renna huga til þess hvernig ástandið verður á Meistaradeildinni á næstu mánuðum vegna COVID-19. Það er huggun harmi gegn að LFC þurfi ekki að takast á við þau vandræði eða að spila toppleiki á tómum Anfield sem er með sorglegri fótboltalegum hugsunum. Við vildum allir að Liverpool væri komið í 8-liða úrslitin en það verður í það minnsta ekki í verkahring LFC að vinna í kringum þau vandkvæði.

Við óskum öllum sem bestri heilsu á válegum tímum og að Liverpool ljúki fljótlega sínu frábæra verki að reka smiðshöggið á Englandsmeistaratitilinn. Þrjátíu ára þorstinn verður vel slökktur með kampavíninu við fyrsta hugsanlega tækifæri. Tímabilið hefur verið magnað og ekki gleyma því þrátt fyrir bömmer kvöldsins.

YNWA

58 Comments

  1. Stolltur af liðinu. Allir voru frábærir nema Adrian sem kostaði okkur sigurinn því miður. Grátlegt ?

    7
  2. Þá er tímabilið búið…

    Deildin komin í hús og í raun ekkert annað eftir en að taka korkinn úr flöskunni!

    Maður getur nú varla kvartað yfir þessu en það hefði vissulega verið gaman að berjast í deild þeirra bestu allt til endaloka.

    2
  3. Vissulega vonbrigði en mér er þakklæti efst í huga. Takk Liverpool og takk Klopp fyrir tvo úrslitaleiki á þremur árum. Já og takk fyrir Englandsmeistaratitil á þessu tímabili. Það værifrekja að fara fram á meira.

    11
  4. Þetta lið er einn stór brandari eftir þetta rosalega mikilvæga vetrarfrí. Klopp að falla á öðru prófinu á stuttum tíma FA cup út og CL . Ætli deildinn verði ekki bara flautuð af og þá er þetta handónýtt tímabil í boði Klopp. Hellvítis fokking drasl.

    4
    • Takk kærlega fyrir þetta komment. Ekki bara skrifar þú tóma þvælu um ábyrgð Klopp hvað varðar meiðsli leikmanna (Adrian kemur inn) heldur ertu líka að mála skrattann á vegginn varðandi covid-19. Kúdos.

      9
      • Glötuð ?rslit og allt… Verð að leggja þau á Klop, sorry.

        2
      • Er það ekki Klopp sem stillir upp hálfgerðu varaliði í FA cup? Er það ekki Klopp sem stjórnar leikmannakaupum Liverpool? Þetta endalausa tal um að leikmenn séu svo þreyttir hlýtur að vera út af því að Klopp lætur þá spila þannig kerfi. Kenna Adrian um þetta tap er ekkert voðalega sanngjarnt. Adrian gerði ein mistök í leiknum á meðan sóknarmenn Liverpool klúðruðu endalaust fyrir framan mark AM. Klopp þarf að kaupa mjög góðan sóknamann sem þarf ekki 10 skot til að skora eitt mark. Klopp fær hrós þegar hann á það skilið en það má alveg gagnrýna hann þegar hann á það skilið.

        1
      • Hvaða rugl er í gangi. Tvíeykið Mané og Salah eru komnir með 30 mörk í deildinni sem er meira en nokkur annar sóknardúett og þar að auki þrisvar sinnum fleiri stoðsendingar en næstu. Og er svo Klopp orðinn einhver auli vegna þess að hann lætur menn verða of þreytta?
        Vitleysa er þetta

    • Athugasemd ársins komin. Brandaraliðið og fallistinn Klopp að skila aðeins heimsmeistarartitli, ofurbikar Evrópu og deildinni með óheyrðum yfirburðum.

  5. Skita ! Það hentar ekki LFC að fara í frí. Það tekur allt bit úr okkur og rithma úr leik okkar. Eftir fríið erum við ekki búnir að geta neitt. Dettum úr tveimur keppnum, vinnum deildina vonandi 😉 Guð hvað okkur vantar Werner og Havertz. Næst er það everton, maður er bara stressaður fyrir þeim leik.

    2
    • Hentar ekki Liverpool að fara í frí? Þetta er frábær Liverpool leikur og við vorum að slátra þeim með krafti og dugnaði en eina sem vantaði var að klára færinn. Þetta frí var ekki ástæðan fyrir því að við fórum ekki áfram heldur heitir ástæðan Adrian.

      15
      • Hjartanlega sammála þér. Liverpool var frábært í þessum leik en því miður þá hleyptu mistök Adrian, Atletico aftur inn í leikinn

        2
      • Það á sér ekki stað nein slátrun ef mörkin eru ekki skoruð. Sóknarmenn Liverpool eru vafalítið jafn svekktir með sig eins og Adrian.

        1
    • Það er heill mánuður síðan liðið tók frí. Hversu lengi ætlum við að hanga á þessu roði?

      1
      • Hvað er liðið búið að spila marga góða leiki frá þessu fríi?

        2
      • Hvernig getur þetta verið fríinu að kenna? Hvers vegna spiluðum við svona vel eftir sumarfrí?
        Þú segir annars vegar að Klopp sé að þreyta mennina of mikið, svo skammastu út í hann fyrir að spila varaliði í FA og að taka vetrarfrí.

  6. Þetta var ömurlegt … sko mestur hluti framlengingarinnar. Við vorum óheppnir að skora ekki 10 mörk um það bil í venjulegum leiktíma og við fáum svo á okkur þrjú “skitumörk” … Adrian átti að gera betur, en þið munið hvað hann var frábær í byrjun móts þegar stóð vaktina. Off leikir … so fokking be it.

    Blótum í kvöld og lífið heldur áfram. Ég er stoltur púllari.

    16
  7. Algjörir yfirburðir í kvöld en færanýting og skelfileg mistök aftast á vellinum voru kostnaðarsöm í meira lagi. Fjandi svekkjandi á móti óendanlega leiðinlegu liði sem kann öll skítatrixin í bókinni.

    Svo er spurning hvort veiruváin muni ekki leiða til (í minnsta lagi) frestunar á CL og EL. Það kæmi lítið á óvart eins og málin eru að þróast.

    2
  8. Frábært að hafa farið í úrslit í CL tvö ár í röð og landa sjöta tillinum og vera hérumbil orðnir englandsmeistarar. Jú svekktur að detta út í leik þar sem heppnin var ekki með okkur, oðum í færum osfrv.

    Spurning er hins vegar að hvernig á þessi keppni að ná að spilast alveg fram í May, með þessa blessuðu veiru hangandi í loftinu yfir Evrópu.

    Takk fyrir mig Kopp í Cl þettra árið.

    5
  9. Hörku leikur og áttum svo sannanlega skilið að vinna. En úps Adrian ákvað bara að gefa mörk úr því við gátum ekki skorað ……halló Adrian fótbolti virkar ekki svona. Svo mun vírusinn fara með deildina og þá er óheppnin, klaufaskapurinn og álögin fullkomnuð. En annars bara góður og fullur tilhlökkunar fyrir næsta leik með Milner á milli stanganna.
    YNWA

  10. Við spiluðum virkilega vel í þessum leik í c.a 100 mín. Við vorum að yfirspila þá, pressa þá alveg inn í sitt mark allan leikinn og fengum fullt af færum til að skora. Það er rannsóknarefni að við náðum ekki að klára þetta í venjulegum leiktíma.
    Svo komust við í 2-0 og þá fannst manni eins og þetta væri búið en Adrian langar ekki mikið að spila í Liverpool búning á næsta tímabili og klúðraði þessum leik gjörsamlega einsamall.

    Ætla samt að hrósa strákunum fyrir frábæran leik og þarna sá maður aftur þetta kraftmikla lið sem maður er búinn að bíða eftir. Adrian tók Karius á þetta og því fór sem fór.

    YNWA – Nú er bara að láta þessa gremju bitna á Everton í næsta leik

    15
  11. Ótrúlega svekkjandi að hrynja úr FA og CL. Lið á borð við City og Utd eiga séns á fleiri titlum en við þegar uppi er staðið.

    2
    • Liverpool 2019-2020:
      *Heimsmeistarar
      *Ofurbikarmeistarar Evrópu
      *Englandsmeistarar

      10
  12. Rannsóknarverkefni já……. að við skulum ekki vera með betri varamarkvörð er eitthvað sem þarfnast skoðunar – Adrian búinn að kosta okkar áframhald í FA bikarnum og aftur hér í kvöld – það þarf ekkert að ræða það frekar!

    Svo má Klopp alveg skoða það í sumar að fá til okkar alvöru markastkorara ala Torres, Suarez, Rush, Fowler……..

    5
    • Jahérna… Vantar virkilega alvöru markaskorara í Liverpool að þínu mati? Við erum með markarskorara síðastliðna tveggja tímabila innanborðs eins og sakir standa.

      Svo má læra að nota úrfellingarpunkta áður en reynt er að nota þá…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………….

      2
      • Kristján 13.1

        Af hverju ertu að leggja öðrum orð í munn? Souness sagði að það mætti skorða að fá alvöru markaskorara. Er sammála því. Gætum bætt Werner eða einhverjum öðrum í hópinn þar sem breidd skortir í framlínuna.

        2
  13. Góðir hálsar, þessi vörn okkar og þessi svokallaði markmaður, fengu á sig þrjú mörk í framlengingu, á heimavelli.

    En auðvitað gjörbreyttist allt þegar Adrian gaf þeim fyrsta markið. Fjandinn, hann hefði líka átt að verja í öðru og þriðja markinu. Stórkostlega léleg fótavinna og staðsetning.

    Versta frammistaða markmanns síðan Karius í úrslitaleiknum 2018.

    Vill sjá Lonergan í markinu í næstu leikjum á meðan Alisson er meiddur.

    Sóknarmenn okkar voru frábærir og skoruðu tvö mörk á móti erfiðasta varnarliði heims. Þeir geta lítið gert í því að Adrian, sem hafði ekkert að gera allan leikinn, skeit upp á bak og gaf Atletico sigurinn.

    Ólýsanlega svekkjandi, að liðið okkar, langbesta lið keppninnar, þurfi að falla út í 16-liða úrslitum, með þessum hætti.

    Hörmung.

    6
  14. Svo sorglegt … einn besti leikur Liverpool á tímabilinu og enn drullar markvörður upp á bak … annars frábær leikur …..

    5
  15. Leiðinlegt að falla út
    Mörgum færum brent og það er það erfiðasta í fótbolta að skora næstum því gerðum mikið af því í þessum leik
    Búið að mæra Liverpool það mikið af andstæðingum okkar að það er farið að hafa áhrif leikmenn og hausin á leikmönnum búinn að missa einbeitingu .
    En það er bara næsti leikur sem getur skipt màli þessi er búinn.
    Það er ekki nóg að vera betri ekki einu sinni miklu betri ef maður klàrar ekki færin.

  16. Það átti bara löngu verið búið að klára þennan leik í venjulegum leiktíma!!

    9
  17. Erfitt að kyngja þessu, vorum svo miklu betri þangað til að Adrian skeit á sig. Oblak sýndi það hvað markvarðastaðan er mikilvæg og Adrian sýndi hvað hún getur kostað mikið. Ég hélt við hefðum fengið nóg af svona mistökum fyrir lífstíð með Karius og Mignolet. En deildin er okkar, hefði svosem tekið það í byrjun tímabils.

    1
  18. Þessi leikur sýnir á einfaldan hvað það skiptir miklu máli að haf góðan markvörð. Með Alisson í markinu hefðum við unnið þennan leik og það var honum að þakka að við unnum Meistaradeildina í fyrra. Svo einfalt er það. Takk Liverpool og Klopp.

    6
  19. Annars hef ég það sterklega á tilfinningunni að Meistaradeildin verði blásin af út af Coronavirusnum.

    1
  20. Að menn hafi einhverntímann haldið því fram að Adrian væri besti varamarkmaður deildarinnar… Gaurinn er djók.

    3
  21. Hrikalega sorglegt og ósanngjarnt en svona er fótboltinn. Mars er ekki einu sinni hálfnaður en tímabilið er búið fyrir okkur Poolara. Deildin er done deal og var síðast spennandi um miðjan desember.

    Því er ömurlegt að vera dottnir úr fa cup og cl á þessum tímapunkti. Fokking ömurlegt. Gæti farið að grenja, Nenni ekki einhverju tuði með áhersluleysi yfir fa cup því Klopp á það bara ekki skilið.

    Einar kóngur Babú Matt kom með pistil um daginn um kaup á sóknarmanni. Hvað með almennilega breidd heilt yfir? Svo liðið geti keppt líka um bikartitla á Englandi. Klopp hefur gefið skít í þessar keppnir og mér finnst það hreinlega lélegt. Ok, byrjaður að tuða yfir Klopp og bikarkeppnum…ég hljóma eins og biluð plata en hópurinn á að vera það sterkur að markmiðið sé að vinna allar keppnir sem liðið tekur þátt í, punktur. Fokking Adrian!!!

    4
  22. Jæja svona fór með þessa sjóferð. Ef það eitthvað til huggunar þá hafa fá lið varið evróputitillinn.
    Real tókst það nýlega en við þurfum fara til 1990 til sá annað lið gera þetta.
    Jú þetta skrífast einhverju leiti á Adrian, en Simone bara skákaði og mátaði Klopp i fyrri leiknum. Liverpool gerðu þó nóg klára leikinn i venjulega leiktími. Þetta útileikamark á bara ekki gilda i framlengingu því Atletico fær 120 min skora þetta útileikamark sem gildir 2falt meðan Liverpool fengu 90 min i Madrid. Núna er það vinna deild og slá einhver met á leiðinni.

    1
  23. Þetta fáránlega tap fer alveg á top 3 yfir mestu svekkelsin undanfarin þrjú tímabil.
    1. Kiev
    2. Etihad 2019 (eftirá að hyggja)
    3. Þetta helvíti.
    Væri til í að endurtaka 1 og 3 með Alisson í marki.

    Erfitt að gagnrýna frammistöðu liðsins mjög mikið eftir leik enda heilt yfir frábær frammistaða, fyrir utan auðvitað Adrian sem sýndi afhverju hann er ekki Meistaradeildarmarkmaður. Hann á risastóra sök á því að Liverpool er úr leik í tveimur keppnum á viku og spilar vonandi ekki mikið meira fyrir Liverpool. Komnir 18 leikir og hann á sinn þátt auðvitað í titlinum en munurinn á honum og Alisson er næstum meiri en á Mignolet og Alisson.

    Atletico Mardíd er ekkert nema fínpússað Stoke lið og algjör viðbjóður að henda þeim ekki úr keppni þetta mikið betri en gleymum ekki að Liverpool hefur varla tapað Evrópueinvígi í þau þrjú skipti sem Klopp hefur verið með liðið í keppninni. Skítur skeður og hann skeði heldur betur í kvöld, eftir að Liverpool var búið að gera allt það erfiða til að afgreiða þá og var með Atletico gjörsamlega í köðlunum. Agalegt.

    Sóknarlínan var samt í krummafót mest allan leikinn og við sjáum það núna undanfarið að það þarf meiri gæði á bekkinn til að koma með eitthvað nýtt. Origi hefur ekki getað blautan undanfarið. Minamino er augljóslega ekki tilbúinn og mögulega verður hann ekkert nógu góður. Guð má svo vita hvar Shaqiri er.

    Deildin er hinsvegar fínasta sárabót og það hjálpar helling að hafa unnið þessa keppni í fyrra.

    13
    • Sjaldan eða aldrei hefur jafn neikvætt lið náð jafn góðum úrslitum á Anfield í CL eins og Atletico náði í kvöld.
      Ég man ekki eftir að hafa haft jafn mikla yfirburði gagnvart andstæðingi í tveggja leikja rimmu og í kvöld en samt tapað.
      Annars tel ég þó óliklegt sé að nokkur sigurvegari verði meistaradeildinni þetta árið vegna vírusins alræmda og þessi ósigur verði grafinn djúpt í sögubókunum sem eitthvað sem engu skipti.

  24. Frábær leikur hjá okkur og við megum vera stoltir af liðinu okkar. Getum því miður ekki alltaf unnið en samt gerum við það nánast alltaf. Næsta verkefni er að klára deildina og þá er ég í skýjunum.

    10
  25. Kristján Aðal: commentið hjá honum hérna í fyrri færslu að tímabilið væri þvílík vonbrigði eftir þessi úrslit þegar Liverpool er að fara að vinna deildina eftir 30 ár eru jafn gáfuleg og segja að Donald Trump sé hæfasti maðurinn til að vera forseti Bandaríkjanna. Guð minn almáttugur hvað sumir eru heimskir á þessu spjalli.
    Við töpuðum vissulega í kvöld en við vorum miklu betri og áttum að klára þetta í fyrri hálfleik.
    Að tímabil með sigri í deildinni sé vonbrigði er vægast sagt heimskulegt comment. Kristján er líklega 12 ára bólugrafinn ofdekraður aumingi úr Garðabæ. Bara ágiskun.

    3
  26. Daniele Rugani, varnarmaður Juventus er með COVID-19.
    Nú er maður bara orðinn skíthræddur að stærstu deildir Evrópu verði blásnar af fyrr en síðar.
    Hvað varðar leikinn, þá er allavega þúsund sinnum betra að detta út með reisn, eins og við gerðum. Hélt þetta væri komið þegar Bobby skoraði en þeir refsuðu okkur fyrir meiðsli Adrian.

  27. Sæl og blessuð.

    1. Sársauki, vonbrigði, mistök, klúður – ekkert er betri hvati til að breytast og færast frá einu plani yfir á annað. Þessir leikir sem við höfum verið að tapa núna undanfarið eru eitt dýrmætasta tækifæri fyrir lið að líta í eigin barm og fara í gagngera endurskoðun. Þurfum:
    a. Varamarkmann
    b. Markaskorara. Já, ég tuðaði yfir Firmino sem skoraði svo í leiknum, en þessi sóknarlína okkar er ekki plan A, B og C. Við þurfum miklu öflugri leikmenn.
    2. Þurfum að endurnýja haug af leikmönnum. Sokkinn kostnaður er lykilhugtakið og það versta sem hægt er að gera er að sýta fyrri fjárfestingar og neita að losa þær út
    a. Keita
    b. Lallana og fleiri vintage leikmenn
    c. Origi – hefur engu bætt við síðan einhvern tímann í okt/nóv
    d. Adrian
    e. Shaquiri
    3. Auðmýkt er forsendan fyrir því að sársauki verði lærdómsferli. Þessi árangur er bilaður, geggjaður – en svo fáum við þessar gusur í andlitið og nú þarf að viðurkenna að liðið getur orðið svo miklu miklu betra.
    4. Það er ömurlegt að þetta ,,stoke-delux” lið skyldi ýta okkur út – en svona er þetta. Fullt, fullt af mistök af okkar hálfu – beinskeyttari leikmenn hefðu verið búnir að gera úr um leikinn.
    5. Vonum að leiktíðin klárist með ,,eðlilegum” hætti – eða amk að okkur takist að landa þessu áður en allt verður sett í kví kví.

    3
  28. Ég er ekki reiður eins og eftir marga undanfarna leiki en rosalega sár lýsir best hvernig manni er innan brjósts eftir svona leik. Um leið og ég sá hvernig Adrian skaut boltanum frá markinu, vissi ég að þeir myndu refsa okkur en fuck it við verðum Englandsmeistarar og það gleður mitt litla Liverpool hjarta meira enn orð fá lýst. Og nú verða ekki lengur áhorfendur á leikjunum var að sjá það poppa upp hjá Liverpool Echo, andskotans helvítis Kórónuveiru djöfull frá Kína rassgati.

    YNWA

    3
  29. Ég verð nú bara að skrifa þetta á Jurgen Klopp. Gini Wijnaldum var yfirburðar á vellinum í dag, kemur að báðum mörkum liðsins og eftir að hann var tekinn útaf sáum við ekki til sólar. En áfram gakk, vona innilega að Adrian fái þann stuðning sem hann á skilið, því miður gera allir mistök.
    You’ll Never Walk Alone.

  30. Leikurinn í gær tapaðist ekki á mistökum markvarðarins heldur vegna þess að áður en þau komu hafði Liverpool aðeins skorað tvö mörk úr 16 færum sem þeir sköpuðu.

    Það er 13% nýting, sem er alsekki ásættanlegt!!

    2
  31. Skemmtilegur leikur í hefðbundnum leiktíma sem er góð tilbreyting frá síðustu leikjum. Loks sá ég liðið í réttum ham. Skítur skeður og fátt að gera við því. Liðið þarf að versla markmann í sumar og auka breiddin.

    2
  32. Kæru aðdáendur. Við skulum ekki fara yfirum út af þessu. AM var og er hörkugott lið og eitt af tveimur til þremur liðum sem Liverpool á sérstaklega erfitt með. Fyrir minn smekk er ég meira svekktur yfir að liðið okkar er fallið úr FA bikarnum sem er verulegt skúffelsi. Umhugsunarefnin eru þónokkur……
    … vetrarfríið fór ekki vel í menn
    … staða manna sem nýkomnir eru úr meiðslum td Fabhino
    … hugarfarið
    … jákvætt að Firmino skoraði á heimavelli
    … leikjaálagið fram á vor er þægilegt svo Klopp getur ekki kvartað yfir því
    … mikilvægt að rífa sig sem fyrst upp úr þessu og vinna deildinni helst strax ef allt fer í stopp í deildinni í vor
    … veturinn heilt yfir búinn að vera frábær en uppskeran verður rýrnar en efni standa til
    Áfram svo Liverpool

    3
  33. Það er ekkert annað en sorglegt að horfa upp á þá hörmungarleiki sem Liverpool hefur boðið upp á eftir þetta frí sem þeir hafa hreinlega ekki skilað sér úr og já, þjálfari Atletico Madrid niðurlægði okkar heittelskaða Jurgen Klopp í þessum tveimur leikjum. Þetta hörmungartímabil setur svartan blett á bikarinn langþráða sem liðið er að fara að vinna, ekki síður en Coronaveiran.

    4
  34. Sælir félagar

    Með Alisson í markinu hefði Liverpool unnið þennan leik. Svo einfalt er það. Frammistaða leikmanna eftir 90 mínútur átti auðvitað að vera búin að klára leikinn og vel það. Það að framlínan skori ekki nema tvö mörk á 90 mín. úr óteljandi færum er einfaldleg ótrúlegt. En skítur skeður og þetta segir eins og bent er á hér einhverstaðar fyrir ofan að okkur vantar einn heimsklassa framlínuna, mann sem getur hvílt einhvern að þrem fremstu án þess að veikja liðið. Það tel ég mest áríðandi núna. En takk fyrir góðan leik Klopp og leikmenn. Meira hefi ég ekki um þetta að segja í bili amk.

    Það er nú þannig
    YNWA

    4
  35. Það mætti halda að liðið hefði verið að skíta uppá bak miðað við kommentin (mörg hver) hér að ofan, vissulega áttum við að vinna þennan leik og það stórt. En þetta er niðurstaðan. Að mínu mati skrifast þetta á fyrri leikinn sem var því miður eins og oft áður lagður upp til að halda hreinu, lítið bit í sókninni í þeim leik, í gær skildist mér (sá ekki leikinn en náði umræðunni á eftir) voru liverpool með yfirburði og eini sem kom í veg fyrir að við erum ekki komnir áfram er Oblak (og Adrian hinu megin) Þetta er ekki heimsendir og ég átti frekar von á að þetta yrði niðurstaðan eftir fyrri leikinn enda Athletico með hörku varnarlið sem getur einnig refsað á hinum enda vallarins eins og sást. Keep on rocking, nú er einn titill í boði í vor og það er sá sem mig hefur lengi dreymt um .

  36. haha..

    töpuðum og núna er verið að blása af meistaradeildina og evrópudeildina… verður enginn sigurvegari í meistaradeildinni þetta árið.

    3
  37. Úr í öllum keppnum eftir vetrarfrí og tapið gegn Watford gerir það að verkum að ekkert lið sigrar PL í ár.

    5
  38. Þetta hangir a blaðræði að verða Englandsmeistarar.
    Verðum að vinna 2 næstu leiki svo að ekki fari a mikli mala hverjir eru meistarar.
    Þeir eru að fara að festa öllu, þetta er bara daga kannski viku spursmal.
    Hversu typiskt er þessi faraldur a arinu sem lfc er buið að biða eftir i 30 ar

    1
    • … og ef við verðum krýndir. Þá er stórfurðulegt að vera eina liðið sem vann deildartitil á þessu veirutímabili og titlinum líklega fagnað án stuðningsmanna.

Byrjunarliðið vs. Atletico Madrid á Anfield Road!

Covid-19: Hvað er að gerast?