Byrjunarliðið gegn Bournemouth

Eftir slaka göngu í síðustu leikjum fáum við leik gegn Bournemouth til að koma okkur í gang fyrir seinni leikinn gegn At. Madrid. Einhver skakkaföll eru enn á liðinu en það eina sem er óvænt er að Robertson er ekki í leikmannahópnum í dag. Fengum að vita á blaðamannafundi Klopp að bæði Henderson og Alisson væru frá vegna meiðsla og liðið er svona

Bekkur: Lonergan, Williams, Matip, Lallana, Keita, Minamino, Origi

Áhugavert lið og skemmtileg tölfræði sem blaðamaðurinn Richard Jolly kom með á Twitter að Liverpool hefur aldrei tapað í úrvalsdeildinni þegar Joe Gomez byrjar í miðverði og vonandi byrjar það ekki í dag.

Minnum á umræður um leikinn á Facebook síðu kop.is og á Twitter

YNWA

24 Comments

  1. Sterkt lið að vanda gott að hvíla Robertsson sem hefur ekki verið uppá sitt besta undafarið vonandi fær Keita tíma í dag og fer að sýna sitt besta aftur…

    2
  2. Sammála varðandi Robertsson Börkur, fínt að gefa honum smá pásu en því miður mun hann vera smá meiddur.

    Koma svo drengir, taka einn góðan leik fyrir sjálfstraustið og afgreiða svo madrid næst.

    2
  3. Vel byrjar það. Hvað er að hjá þessu liði. Vörnin og varnarvinnan er skelfileg.

  4. Hvaða djöfulsins andskotans kjaftæði er þetta er allt í einu allt í lagi að hrinda leikmönnum í burtu með bakhrindingu er orðinn svo hrikalega þreyttur á að geta ekki spilað fótbolta með sömu reglum í öllum leikjum einfaldlega skammarlegt

    2
  5. VAR er svo handónýtt, hefði Joe Gomez látið sig falla þá hefði alltaf verið flautað.

    og að öðru, hvaða óþolandi náungi er að lýsa þessu á Síminn Sport??

    4
  6. Útaf með fabino hann er búinn að vera hræðilegur marga leiki í röð

    3
  7. Dapur leikur hjá okkar mönnum. Einhver óskiljanlegur doði yfir mönnum. Ónákvæmar sendingar og enginn rythmi. Get ekki sagt að ég sé bjartsýnn fyrir leikinn gegn Atletico

    3

Hádegisleikur gegn Bournemouth – Upphitun

Liverpool 2 – Bournemouth 1