Liverpool 1 – Shrewsbury 0

Ungt lið Liverpool mætti Shrewsbury á Anfield í dag þar sem Neil Critchley stýrði liðinu í fjarveru Klopp. Þrátt fyrir að það vantaði aðallið Liverpool var liðið að spila sambærilegan stíl og við höfum séð undir Klopp og í fyrri hálfleik stýrði liðið algjörlega umferðinni í leiknum. Hvorugt liðið náði skoti á markið en ungu Liverpool mennirnir voru með öll völd á vellinum. Neco Williams var mjög hættulegur úr hægri bakverðinum átti skot rétt framhjá markinu og fiskaði aukaspyrnu á hættulegum stað. Shrewsbury mættu þó aðeins hættulegri inn í seinni hálfleikinn án þess að koma skoti á rammann fyrr en eftir klukkutíma leik þegar komu boltanum upp vinstri kantinn og gáfu fyrir þar sem þeir áttu sitt fyrsta skot á markið en Kelleher varði en boltinn barst til Walley sem setti boltann í autt markið og þrátt fyrir að hafa verið betri virtust við vera marki undir. Þar sem leikurinn var á Úrvalsdeildarvelli var VAR á leiknum og það kom í ljós að það var rangstæða í aðdraganda marksins og enn jafnt.

Eftir 75.mínútna leik átti Neco Williams frábæran bolta af hægri kantinum og Ro-Shaun Williams skallaði boltann laglega yfir markmann Shrewsbury en því miður fyrir Ro-Shaun er hann ekki einn af okkar ungu strákum heldur ungur strákur frá Manchester sem samdi við Shrewsbury fyrir síðustu leiktíð. Ekki markið sem hann vildi skora á Anfield!

Liverpool fengu svo dauðafæri til að gera út um leikinn þegar Shrewsbury sendi nánast alla upp í hornspyrnu sem var hreinsuð á Harvey Elliot sem var sloppinn í gegn ásamt Hardy á okkar vallarhelmingi en reyndi sendingu yfir á Hardy sem reyndist aðeins of föst og markmaður Shrewsbury mætti boltanum vel. Undir lokinn sýndu strákarnir mikinn þroska og héldu boltanum vel innan liðsins og fóru mikið með hann upp í hornfána og héldu Shrewsbury nánast alveg út úr leiknum sem við unnum sanngjarnt 1-0.

 

Bestu menn Liverpool

Neco Williams var bestur okkar manna og sýndi að hann er hrikalega efnilegur og gæti reynst góð varaskeifa fyrir Trent Alexander-Arnold á næstu árum. Hann átti þó nokkur skot, sem vissulega hefðu mátt vera betri en var alls ekki feiminn við að reyna, og krossar boltann vel. Curtis Jones var fyrirliði í kvöld og átti góðan leik. Var flottur á boltanum og var óheppinn að skora ekki þegar hann hitti boltann ekki eftir frábæra sendingu frá Chirivella. Clarkeson flottur á miðjunni. Hafsentarnir Hoever og Van der Berg áttu báðir fínan leik aftast og gott að sjá Van der Berg spila vel eftir vafasamar frammistöður í deildarbikarnum. Annars er erfitt að velja í kvöld þessir strákar eiga allir hrós skilið!

Umræðupunktar

 • Identity það er klárlega eitthvað sem við höfum í ár. Bæði í þessum leik og gegn Villa, misjöfn úrslit en klárt að liðið var að spila Klopp-leikstílinn
 • Aðalliðið fékk frí búið að vera mikil umræða um það og hún mun halda áfram hjá andstæðingum Liverpool en Klopp, ásamt félaginu, tekur þessa ákvörðun og stendur við hana en áfram komust við samt.
 • Talað um að Liverpool hafi sýnt vanvirðingu með að mæta ekki til leiks með aðalliðið en hversu mikið ætli Shrewsbury tapi á ákvörðun FA um að sýna ekki leikinn í kvöld, það er ekki ákvörðun frá Liveprool og við sjáum það á mætingunni á völlinn að það er áhugi á þessu liði sama hverjir spila.
 • Hugrekki – þessir ungu strákar mæta til leiks eftir að hafa tapað 5-0 gegn Villa og ekki gengið vel í EFL-bikarnum gegn liðum á sambærilegu leveli og þeir voru hvergi hræddir og eiga allt hrós skilið.

Næsta verkefni er gegn Norwich eftir tæpar tvær vikur og því fylgir svo Meistaradeildin. Vonandi að þetta frí skili sér í þeim leikjum.

19 Comments

 1. Rosalega var þetta flott. Án þess að halla á neinn sérstakan, langar mig að nefna Neco Williams. Hann er ekki alveg hæfileikalaus…

  5
  • Hann var drullu flottur. Hann og C. Jones ekki smeykir við að taka mann og annan á hátt uppi á vellinum þegar boltanum var haldið þar í lokin. Hefði með smá reynslu einnig skorað mark í seinni hálfleik.

   3
 2. Stórkostlegur sigur hjá unga liðinu okkar! Þetta fer í sögubækurnar.

  6
 3. Þvílíkt hjarta hjá ungu mönnunum okkar, maður er bara stoltur.
  Áttu leikinn frá fyrstu mín.
  Stuðningsmenn Shrewsbury sungu til sinna manna að láta börnin finna fyrir sér, bully-a þá, en það dæmi snérist heldur betur við.

  Verður gaman að lesa fréttir frá þeim sem eru búnir að vera að skíta yfir ákvörðun Klopp að spila þetta svona.

  4
 4. Williams og Curtis djöfull flottir. Williams klárlega nógu góður backup fyrir Trent. Chirivella á einnig stóran þátt í að landað þessum sigri, alls ekki slæmur leikmaður þó hann eigi nú líklega ekki eftir að festast sig í sessi hjá Liverpool. Elliot á eitthvað í land, svolítið villtur en kornungur og verður spennandi að fylgjast með honum.

  5
 5. Sælir félagar

  Flottur leikur hjá flottum strákum. Sá bara seinni hálfleikinn en mér fannst krakkarnir betri í honum svo það hefur verið afgerandi í fyrri. Greinileg betri á boltann og spiluðu skynsamlega. Þarna eru greinileg efni og framtíðarmöguleikar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 6. Við vinnum með sama hvaða lið sem er! Gaman að sjá hæfileikana hjá þessum ungu leikmönnum sem spila sama bolta og aðalliðið. Kannski var maður heppinn með þær 17 mínútur sem maður sá af leiknum. Fannst þetta ómótuð útgáfa af nákvæmlega sama bolta og hjá liðinu sem er að rústa deildinni. Komið, hugsuðu þeir, spila bara langt inn á miðjuna og á milli kanta og nýta okkar hæfileika sem eru meiri en annarra liða. Það er eitthvað rétt að gerast hjá öllu þjálfaraliði Liverpool, ekki bara Klopp. Hann hefur áhrif á alla í kringum sig. Enginn er þó eyland. Eitthvað magnað í vændum hjá okkar liði næstu ár. Hef aldrei séð svona hjá fótboltaliði frekar en þið. Ekki hjá AC Milan upp á sitt besta. Ekki hjá besta þýska eða brasilíska landsliðinu. Þetta er einstakt. Og strákarnir sem eru aldir upp við sama eþos skilja og spila bara eins og þeir hafi alltaf kunnað þetta. Alveg frábært. Enginn afsláttur. Einhverntíma hljótum við að tapa. En ekki núna.Þangað til. Viva.

  6
 7. Viðhorf mitt til ensku bikarkeppnana hefur ekkert breyst. Þær skipta litlu máli í samanburði við árangur í deildinni og í meistaradeildinni og eiga að vera spilaðar af leikmönnum úr unglingaakademiunni eða þeim leikmönnum sem eru varaskífur fyrir aðallið eða eru að koma sér af stað eftir meiðsli.

  Þessi leikur var kærkomið tækifæri fyrir leikmenn úr unlingastarfi Liverpool til að sanna sig og fá dýrðmæta leikreynslu. Næst fá þeir verðugri andstæðing, Chelsea og þá er hægt stilla upp meira af leikmönnum sem eru í kringum byrjunarlið eins og Matip, Lallana, Lovren, Minamino, Origi og svo að sjálfsögðu rjómanum úr unglingastarfinu. Liðið á að spila sinn sóknarbolta og vera hvergi bangið. Falla annað hvort út með sæmd eða komast áfram á sínum styrkleikum.

  Framtíðin er björt hjá okkar mönnum.

  4
  • Sammála. Critchley talaði skýrt um það að í 16-liða úrslitum að Klopp verði með liðið og vonandi verða einhverjir þarna úr þessu liði með.

   3
 8. Milner bað um að fá að vera í kring um strákana í gær og hélt ræðu í hálfleik þvílíkur leikmaður og character sem þessi meistari er.

  Vona að Milner fái hlutverk hjá Liverpool í sambandi við þjálfunarteymi þegar hann leggur skóna á hilluna hann hefur allt mikla leiðtoga hæfileika og meiri reynslu er erfitt að finna. Topp náungi.

  23
 9. Var að rekast á áhugaverða tölfræði varðandi hlutfall af mörkum fengnum á sig per leik.
  Rosalegar tölur hjá Joe Gomez og Alisson.

  Joe Gomez: 0.18
  Virgil van Dijk: 0.60
  Andrew Robertson: 0.62
  Trent Alexander-Arnold: 0.62
  Joel Matip: 0.71
  Dejan Lovren: 1.07

  Alisson Becker: 0.37
  Adrián: 1.03

  12
 10. Er mögulegt að sjá einhvers staðar tölfræðina úr leiknum hjá strákunum? Ég er nokkuð viss um að tölfræðin sýni vel þá yfirburði sem drengirnir höfðu í leiknum.

  1
 11. Er bara með svona basic tölfræði yfir leikinn en já það er rétt hjá þér strákarnir voru með mikla yfirburði þannig það segir manni margt þeir voru miklu betri.

  Liverpool voru með 70% Ball possession
  14 total skot og 7 chances accurate passes 488 og 80% pass success
  Shrews voru með 30% ball total skot 4 og 2 chances 153 acc pass og 59%

  það er mikill munur þarna.

  4
  • Vel gert RH

   Þessar tölur segja allt sem segja þarf.

   Persónulega finnst mér FA vera bótaskylt gagnvart báðum liður og þá sérstaklega Shrewsbury.

   1
   • Sammála algjör skandall FA fór í fýlu við Liverpool en kom í raun verst fram við Shrewsbury.

    1
 12. Þvílíkt hvað við tókum FA í bakaríið í þessu máli! Hlakka mikið til að hlusta á næsta hlaðvarp.

  3
  • Ójá. Klopp lætur ekki hagga sér og það er það sem maður elskar við þennan besta þjálfara heims hann stendur við sitt og trúðarnir í FA eru ekki að fara breyta honum eða Liverpool.

   2

Byrjunarliðið gegn Shrewsbury

Meðlimir samfélagsins