Byrjunarliðið gegn Shrewsbury

Neil Critchley er búinn að velja hópinn sem mætir Shrewsbury eftir tæpan klukkutíma og er byrjunarliðið svona.

Kelleher

Williams – Hoever – van den Berg – Lewis

Cain – Chirivella – Clarkson

Elliott – Millar – Jones

Bekkur: Jaros, Boyes, Gallacher, Norris, Dixon-Bonner, Bearne, Hardy
Eina breytingin frá spá Ólafs er sú að Hardy er á bekknum og Liam Millar sem var að koma tilbaka af láni hjá Kilmarnock er fremsti maður. Verður áhugavert að sjá hvernig þessir ungu leikmenn standa sig í alvöru leik þó það verði erfitt að finna leiðir til að horfa á leikinn enda fáar stöðvar sem sýna hann á heimsvísu.
Minnum á Twitter og Facebook síðu kop.is þar sem er upplagt að ræða leikinn!

43 Comments

  1. Sérdeilis skemmtilegt að Curtis Jones verði með þessum leik yngsti fyrirliði Liverpool í sögu félagsins.

    Ekki eins skemmtilegt að FA ætli að neita okkur um gleðina við að horfa á leikinn.

    3
  2. Þarf áskrift af LFC TV GO til að hlusta á leiklýsinguna?

    Veit einhver hvort það er annar vettvangur þar sem er útvarpslýsing á leiknum?

  3. Kick-off delayed

    Kick off delayed until 8pm due to a road closure on the M62.

    Liverpool stay out for what will be a rather long warm-up while Shrewsbury Town have returned to the dressing room.

    1
  4. Slappt að sýna þennan leik ekki á enskum stöðvum. Er FA kannski alveg sama um þennan bikar, þegar allt kemur til alls?

    1
  5. Það er verið að sýna leikinn á bein sport 1 með arabískum þuli.

    5
  6. Ja hérna hér.
    Það er ekki að sjá að krakkarnir séu smeikir.
    10 mín búnar og Shrewsbury hafa varla snert boltann.
    Flottir.

    1
  7. Afhverju er Stöð2Sport ekki að sýna þennan leik, fyrir hvap er év að borga??

    1
  8. 19,5 ár er meðalaldur liðsins í kvöld.
    Aldrei áður hefur Liverpool teflt fram svo ungu liði á efsta leveli.
    Það er ekki að sjá að þeir séu svona ungir.

    2
    • Hvernig getur maður horft á bein sports? Hef reynd að kaupa áskrift nokkru sinnum en það er ekki hægt

  9. Geggjað vel spilaður leikur hjá strákunum, hátt tempó og þeir eru að stjórna þessum leik

    4
  10. Frábært lið hjá okkur!

    Djöfull ætla ég að vona að við vinnum þetta svo við getum gefið FA fingurinn aftur!

    5
  11. Þeir eru að halda boltanum vel. Vinna boltann vel til baka þegar Shrewsbury kemst í boltann en vantar bara aðeins uppá lokahnykkinn og testa markmanninn meira.
    Stjórna þessu algerlega. Markið kemur fljótlega í seinni.
    YNWA

    3
  12. Hahaha, hvada rugl dómur var þetta! Curtis Jones spilaði markaskorarann svona meter réttstæðan 😀 En engu að síður, takk VAR.

    • Þetta VAR réttur dómur.
      Gaurinn var rangstæður þegar fyrra skotið kom og græddi á því í frákastinu.

  13. Er að horfa á arabísku útsendinguna á beIN. Get svarið að þulurinn kallar liðin LiVARpool og Strawberry town.

    3
    • Var þar líka og hafði bara gaman af þulinum og heyrði þetta sama. Broskall…..

  14. Vel gert hjá strákunum. Nú tökum við bara alla bikara sem eru í boði ?

    2
  15. Endalaust flott! Átti von á því að nú myndu útveggir fortress anfield fara að molna … en þvílík frammistaða og þvílíkur skóli hjá þessum drengjum. Það er margt mjög spennandi í gangi þarna í yngri flokkunum, Jones, Elliot, Williams… og svo sér maður prospektið í restinni – allir tilbúnir að gefa sig 100% í verkefnið!

    Alveg eftir bókinni!

    5
    • Þessir strákar hafa heldur betur staðið sig vel í meistaraflokksleikjum. Skil í raun ekki af hverju yngri lið Liverpool eru ekki að rúlla sínum deildarkeppnum upp í keppni við sína jafnaldra.

      3
      • Þeir kanski byrja á því núna eftir alla þá reynslu sem þeir eru að öðlast upp á síðkastið ?

        1
  16. Það hlýtur að fara ískaldur hrollur um öll ensku liðin. Brexit skollið á, enski leikmannamarkaðurinn gæti mögulega verið læstur inni. En Liverpool er nú þegar tilbúið í þann scenario.

    1
  17. Það langar engu liði að koma á Anfield lengur vitandi það að liðið sitt þarf að leggja meira en 100% á sig til að fá eitthvað út úr leikjum en er síðan niður brotið að leik loknum. Ég skal veðja við ykkur að Shrewsbury fer niður í D deildina eftir þetta áfall.

    YNWA.

    1

Gullkastið/Innkastið – Hvenær fáum við (Staðfest)?

Liverpool 1 – Shrewsbury 0