Liverpool (u23) mætir Shrewsbury í FA bikarnum

Annað kvöld fer fram leikur Liverpool og Shrewsbury á Anfield. Liðin mættust fyrir nokkrum dögum og skildu jöfn í 5.umferð FA bikarsins þar sem Liverpool komst í 2-0 með mjög blönduðu liði en neðri deildarliðið jafnaði í 2-2 og fá tækifæri til að spila á Anfield.

Klopp var nú ansi fljótur að greina alheminum frá því að hann og aðallið hans ætluðu sér í langþrátt vetrarfrí sem þeim hafi verið lofað og var ekki par sáttur með enn eitt klúðrið í niðurröðun leikja af knattspyrnusamböndunum.

Neil Critchley mun því stýra liðinu líkt og gegn Aston Villa í deildarbikarnum og mun leikmannahópurinn vera skipaður leikmönnun í yngri liðum félagsins. Líklega verða Curtis Jones, Neco Williams og Harvey Elliot í liðinu.

Liðið hefði klárlega átt að klára verkefnið í hinum leiknum og skandall að það hafi ekki verið gert. Vissulega rótering á liðinu og menn að koma upp úr meiðslum að spila en reynslan og gæðin í “hryggsúlunni” í liðinu var það mikil að þeir áttu að klára þetta. Fabinho, Lovren, Adrian, Matip, Origi og Minamino byrjuðu allir leikinn og það er nokkuð sterkur hópur.

Í staðinn fá ungir leikmenn tækifæri til að láta ljós sitt skína í kvöldleik á Anfield. Fyrir suma verður þetta skemmtileg og ný upplifun en ákveðinn prófsteinn fyrir aðra eins og Chirivella, Curtis Jones, Harvey Elliott og Neco Williams sem allir hafa verið í kringum aðalliðið undanfarið og þurfa að sýna að þeir geti stigið upp og leitt liðið áfram í leiknum.

Fyrir Shrewsbury er þetta kannski tækifæri sem þeir fá ekki aftur og skiptir þessi leikur félagið miklu máli því komist þeir áfram fá þeir útileik gegn Chelsea sem mun skila meiri pening í kassan hjá þeim og annað stórt tækifæri skapast fyrir þá. Það má því alveg búast við baráttu leik tveggja mjög ólíkra liða.

Þá er að giska á byrjunarliðið en það er ansi strembið að ætla að gera það. Eigum við ekki bara að giska á eitthvað svona:

Kelleher

Williams – Hoever – van den Berg – Lewis

Cain – Chirivella – Clarkson

Elliott – Hardy – Jones

Gæti svo sem verið að Jones fari á miðjuna og einhver annar færi þá framar. Sömuleiðis gæti Boyce komið inn í miðvörðinn. Hver veit?!?

Höfum við ekki fulla trú á guttunum og að þeir sigli þessu heim annað kvöld? Segjum að þeir standi sig í stykkinu og komi liðinu í næstu umferð. Forvitnilegur leikur framundan sem enginn á að geta séð þar sem sjónvarpstöðvarnar eru að sýna FA bikarnum óvirðingu og munu ekki hafa leikinn í beinni!

7 Comments

  1. Það er gríðarleg togstreyta í mér hvort að ég vilji fá sigur eða tap (ömurlegt að segja það)
    Ef við dettum út úr bikarnum og vinnum okkar leiki í deildinni þá getum við tryggt okkur sigur í deildinni á móti Palace og ég verð þar í stúkunni til að fagna eftir 30 ára bið og fyrir mig persónulega þá gæti það ekki verið betra að fá það tækifæri.
    Þannig að á morgun held ég með Shrewsbury.

    1
  2. Er alveg pottþétt að ekki verði hægt að horfa á leikinn?

  3. Liverpool – Shrewsbury Town International Coverage
    Verified International TV Listings by country for this match

    Albania SuperSport 2 Digitalb
    Brunei beIN Sports Connect
    Cambodia beIN Sports Connect
    China PPTV Sport China

    ***International LFCTV GO ***

    Japan SKY PerfecTV LIVE, Sukachan 0
    Kazakhstan Setanta Sports Kazakhstan
    Laos beIN Sports Connect
    Malta GO TV Anywhere, TSN2 Malta
    Netherlands Ziggo Sport Voetbal
    Sweden Eurosport Player Sweden
    Thailand beIN Sports Connect

    2
  4. Jú, ég hef fulla trú á því að við siglum þessu heim með unga liðinu okkar. Auðvitað vilja strákarnir okkar ekki gefa þumlung eftir. Sigurhugarfarið hjá LFC er bara orðið svo djúpt innstimplað í kjarnann okkar að það smitast til allra í þessari stærstu og flottustu fjölskyldu veraldar.

    Segjum að við tökum þetta 3-2 í stórskemmtilegum leik.

    1
    • Er alveg sammála þér Svavar, ungu strákarnir okkar eru bara flottir. Þetta er einungis mín skoðun, ég hefði viljað sjá Adrian í markinu, bara vegna reynslunar sem hann hefur og segja stákunum til. En svo má auðvitað segja að hvers vegna ekki að leyfa ungum markverði að taka slaginn. En eitt er næsta víst, Adrían er kannski ekki i guðatölu hjá okkur stuðningsmönnum, en við berum mikinn hlíhug til hans að eilífu, segjum að hann á sitt sæti á Anfield, ég nefnilega virði hans hugrekki. Við verðum að vera rausæir, og Maggi ekki taka þetta til þín:), góður markmaður er gulls ígildi, þeir eru bara einn, engin sem bakkar upp, ja nema kannski VvD.

      YNWA

  5. Verður hvergi sýndur…búið að taka hann af beIN Sport meiru jólasveinarnir

    1

Liverpool 4 – Southampton 0 (Skýrsla)

Gullkastið/Innkastið – Hvenær fáum við (Staðfest)?