Liðið gegn Tottenham

Þá er um klukkustund í að Liverpool spili sinn fyrsta leik á Tottenham vellinum nýja og hefur Klopp ákveðið að velja eftirfarandi byrjunarlið.

Bekkur: Adrian, Minamino, Lallana, Shaqiri, Origi, Phillips, Williams

Mourinho tók hinsvegar óvænta stefnu í sínu byrjunarliði þar sem hin tvítugi Tanganga á kostnað Vertongen. Hans lið er svona.

Gazzaniga

Sanchez – Alderweireld – Tanganga

Aurier – Winks – Eriksen – Rose

Moura – Son – Alli

Pennar kop.is verða á Sport og Grill að horfa á leikinn vonumst til að sjá sem flesta!

24 Comments

  1. Flott lið og sterkur bekkur þrátt fyrir mikil meiðsli í hópnum, þetta verður gríðarlega erfiður leikur enda elskar Mourinho að spila svona leiki og skemma þá. En ég held að við merjum þetta 1-2.
    Svo var Danny Ings að gera okkur greiða með sigurmarki á móti Leicester.

    7
  2. Það er komin fínasta breidd í margar stöður. Ekki amalegt að vera með leikmenn eins og Minamino, Lallana. Shaqiri og Origi á bekknum. Þó Willams og Phillips séu kannski stór nöfn, þá sýndu þeir gegn Everton að þeir geta skilað sínu og vel það og því er ég ekki eins stressaður að sjá þá á bekknum eins og oft áður þegar breiddin hjá liðinu er farinn að þynnast.

    Megi okkar menn, Liverpool FC vinna þennan leik, helst öruggt.

    YNWA

    2
  3. Sæl og blessuð.

    Ætla að vera bjartsýnn en tek það samt fram að Son og Moora eru að mínu mati mun hættulegri frammi en það sem Spurs gátu boðið upp á með heilan Kane. Þeim gekk aldrei betur í fyrra en þegar Kane var meiddur. Í úrslitaleiknum í vor þakkaði ég mínum sæla fyrir að Kane væri inn á en ekki Lucas Moora. Það verður miklu verra að eiga við þá hvítklæddu með þessa tvo frammi.

    Vera samt bjartsýnn…

    1
  4. Getur einhver sagt mér hvort það sé rétt að Mane sé með 100 þús pund á viku eins og maður er að lesa núna? Gerði hann ekki nýjan samning á síðasta ári og fór þá í svipuð laun og salah og firmino eða 180 til 200 þús pund á viku ?
    Einnig kemur fram þar að van dijk sé með 180 þús pund, hann er ekki buin að gera nýjan samning, er þetta ekki eitthvað skrytin listi sem var birtur í morgun? Hélt að van dijk væri bara með 90 eða 100 þús pund á samningnum sem hann gerði þegar hann kom. Er einhver með þetta á hreinu ???

    Annars komnir yfir og með boltann 75 prósent, eins og við séum að spila á heimavelli gegn norwich, þvílíkt djok þetta tottenham lið.

    1
    • Flestir þessir listar sem eru í gangi með laun leikmanna er vart hægt að taka mark á. Mane hefur fengið 2 kauphækkanir síðan hann var með 100þúsund pund á viku. Fyrst í 150þ í sept 2018 220þ nóv 2019. Það þarf ekki mikin sérfræðing til átta sig á því að þessir listar eru ekki að sýna réttar tölur. Til gamans má geta að bæði Trent og Robertson eru báðir komnir yfir 100þ á viku.. Virgil fékk þrususamning þegar hann kom til liðsins það er kannski eina rétta sem er á þessum lista haha! Þannig þessar tölur sem eru á þessum launalista áttu við Sumarið 2018 og það er komið meira enn 18 mánuðir síðan og við höfum verið ansi duglegir að endurnýja samninga við leikmenn eins og Mane – Firminho – Trent – Robertson – Matip – Origi – Klopp.

      Það verður ekki tekið af Liverpool ef leikmenn eru að standa sig og sýna það leik eftir leik á vellinum þá er þeim umbunað! Suarez fékk geggjaðan samning. Sturridge fékk geggjaðan 150þ Samning eftir ótrúlega tímabilið okkar. Coutinho fékk geggjaðan samning á sínum tíma. Það besta við alla okkar samninga sem við gerum við leikmenn að það eru ekki klásúlur! Hefur Coutinho sýnd að hann var 142 milljón punda virði fyrri Barcelona? Þegar maður hugsar til þess að ein af ástæðum af hverju Emre Can vildi ekki semja við okkur var að við neituðum honum um Klásúlu að hann gæti farið fyrir 30m Er hann þess virði í dag?

  5. Það er bara einn maður sem getur eyðilegt þessa frábæru frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Það er Martin Atkinson Svo því sé haldið til haga þá þoli ég hann ekki og tek undir allt sem SStein sagði fyrr í vikunni í podcastinu

    3
    • Það verða fleiri gul spjöld í leiknum ef hann heldur sig við línuna sem hann lagði þegar hann spjaldaði okkar menn.

      1
  6. Frábært að sjá liðið mitt að spila úthvílt. Hvað þennan hálfleik varðar þá erum við klárlega búinn að vera sterkari aðilinn. Tottenham beitir svipuðum aðferðum og minni liðin gera gegn Liverpool, liggja aftarlega og bíða eftir því að Liverpool geri mistök. Þessi aðferð þeirra var ekki alslæm því Tottenham hefur fengið sín færi og ég get ekki sagt að þetta sé sami hundleiðinlegi parkarútu boltinn og ég sá hjá Man Und þegar Mourinho stjórnaði þar en sem betur fer hefur Liverpool tekist að brjóta ísin og skora mark sem þýðir að Tottenham er komið í erfiða stöðu. þeir vita að það er hættulegt að sækja vegna gæða Liverpool og verða því halda sig að einhverju leiti við sitt plan. Ég er því brattur á framhaldið og vona að við bætum í seinni hálfleik um leið og Tottenham fer að taka meiri áhættur í sókninni.

    Annars eru mistök okkar leikmanna sem hafa farið smá í taugarnar á mér. Jordan Henderson hefur misst tvisvar bolta á hættusvæði er hann lét hlaupa sig uppi og Joe Gomez hefur þrívegis gerst sekur varnarmistök sem gátu valdið mikillri hættu. Kannski er ég bara svona góðu vanur að það er þetta sem pirraði mig meira við fyrri hálfleik en að við séum að sigra leikinn.

    Stoltur af okkar mönnum og það er frábær tilhugsun ef við séum kominn með 16 stiga forskot ef við sigrum þennan leik.

    3
  7. Miðað við þróunina í seinni hálfleik þá verður það kraftaverk ef við löndum öllum þremur punktunum í dag.

    2
  8. Ha ha eins og ég vildi, 0-1 og Móri getur tuðað ævina á enda um aðdragandann að markinu.

    4
  9. 14 stig og leikur inni ef ManC vinnur á morgun jesssssss. 6 leikurinn í röð með hreint lak nýtt met slegið.

    YNWA.

    3
  10. menn segja að það sé kalt á toppnum.. þetta er búið að vera heilt helvítis veðravíti á landinu í vetur 😀

    1
  11. Þvílíkur sigur! Þvílíkt lið! Þvílík vörn og markvarsla! Þvílík miðja og þvílík sókn! Þvílíkur þjálfari og stjórn. Er hægt að efast um þetta lið? Það var mjög skrítið en mér leið einhvern veginn vel yfir þessum leik og það er nú ekki alltaf þannig. Við erum bara komnir með svo svakalegt vinningshugarfar.

    Mikið rosalega langar mig að við kjöldrögum manhjúd í næsta leik! Keyrum yfir þá og bökkum líka!

    Svo langar mig að fá Ings í lokapartýíið ef allt endar vel! Sá er búinn að stimpla sig inn á móti okkar andstæðingum.

    9
  12. Klopp eftir leikinn:

    ,,Þetta var spennuþrungið fyrir okkur. Þú gast búist við að þeir myndiu verjast en þeir stilltu upp 4-6-0 í fyrri hálfleik. Ef það væri auðvelt að vinna hérna þá myndu fleiri lið gera það.“

    Mikið til í þessu með upplagið hjá Jose í fyrri hálfleik

    2
  13. Stórkostlegt, skrítinn leikur samt, ef ég man rétt þá braut Tottenham á okkar mönnum fyrst eftir 80 mínútur, pínu galið eða hvað!!

Heimsókn til Spurs! Upphitun

Gullkastið – Hvellsprungið á rútunni