Gullkastið – Hvellsprungið á rútunni

Það hjálpaði Motormouth ekkert að pakka í vörn á heimavelli gegn þeirri vél sem þetta Liverpool lið er orðið. Þáttur strax eftir leik og meirihluti pennanna samankomin í miðborg Sódómu. Einar og SSteinn sátu hjá á meðan Maggi tók stjórnvölin og fór yfir leikinn með pennum síðunnar.

Stjórnandi: Maggi
Viðmælendur: Maggi Þórarins (Beardsley), Eyþór, Daníel og Hannes.

MP3: Þáttur 272

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

16 Comments

  1. Flottir! Eins og liðið. 85 stig af síðustu 87 mögulegum í deildinni. Þvílík kjarnorka.

    7
  2. Snilld að fá podcast til að sofna yfir núna.

    Þessir 6 bjora sem til voru fyrir leik löngu búnir enda tók ég ísland- danmörk á sama tíma..

    En guð minn góður þetta lið okkar er ekkert að grínast. HVAÐA RUGL ER Í GANGI ???

    3
  3. Slúðrið: að Barcelona skuldi okkur enn svo mikinn pening fyrir Coutinho að liðin séu að ræða möguleikann á að Ousmane Dembélé fari til LFC á næstu vikum eða næsta sumar. Gaurinn er reyndar meiddur en áætlað er að hann byrji að æfa fljótlega í febrúar.

    8
    • Ég held að þetta með peningana sé allveg pottþétt rétt en hitt að Ousmane er stórt spurningamerki. Það er allveg ljóst að þegar Klopp var í viðtali síðasta sumar og hann spurður afhverju þessi og hinn væri ekki keyptur þá sagði hann einfaldlega að öll lið væru með há reikninga sem þeim bæri að borga ! Hann var ekki eingöngu að ræða um laun og kostnað almennt sem fylgir því að reka fótboltafélag þó að kanski einhverjir hafi haldið því fram? Hann var aðallega að skjóta fast á Barca, og engöngu þess vegna er ég viss um að þetta með skuldina sé hárrétt.

      YNWA

      3
  4. Tölum hreint út eftir þennan leik. Geggjuð 3 stig en svakaleg heppni að missa þetta ekki í jafntefli.

    6
    • kallast stórmeistara heppni, en klárlega vann betra liðið því Tot náði varla að spila fótbolta að neinu viti, verðum líka að taka mið af því á hvaða velli við vorum og hver dæmdi leikinn.

      8
  5. Sæl og blessuð.

    Nú horfum við upp á merkilegt heilkenni sem við púlarar höfum ekki haft kynni af í háa herrans tíð. Við erum komin á þetta líka sigur-skrið – skriðþunginn ýtir okkur áfram í rétta átt og það fer að verða þannig að engin fyrirstaða getur hægt á okkur hvað þá stöðvað.

    Þetta sigur-mentalítet mótar ekki bara okkar menn, heldur ekki síður andstæðingana. Það var fyndið, þegar liðinn var klukkutími af leiknum, við yfir og þeir fóru ekki yfir miðju. Svo mikill er óttinn. Svo þegar þeir fóru að pressa þá er ótta-faktorinn slíkur með Alison í markinu að sóknarmenn andstæðinganna reyna að klístra honum sem lengst út í hornið sem eykur líkurnar á því að boltinn fari framhjá – eins og gerðist í gær. Gleymum því ekki að Tottenham átti sitt besta skeið í fyrra einmitt þegar Lukas og Son stýrðu sókninni, þegar Kane var fjarri góðu gamni.

    Svo var það náttúrulega rugl hvað þeir fóru illa með færin í leiknum – mögulega er skýringin sú hversu þeir fjölmenntu í teignum en samt hefði átt að koma tveimur mörkum til viðbótar miðað við skotfærin sem þeir fengu. En meðan við höldum hreinu og potum inn einu marki þá kemur það ekki að sök!

    Takk svo fyrir skemmtilegar umræður! Þegar Klopp hyggst kveðja okkar ástæla lið einhvern tímann í lok áratutugarins, þá bíður hans ekkert betra í heimi fótboltans. Ætli hann verði ekki bara settur yfir Sameinuðu þjóðirnar!

    8
  6. Er að hlusta á Jón Ólafs á Rás2, þar var hann að uppfræða um aldur íslensku sumra leikmanna Íslands, Alexander Patterson 39 ára, Kári Árnason línumaður 35 ára og Guðjón Valur 85 ára, voru bara að vinna Heims-og Olimpíumeistara DANEMARKE. Grínið skín í gegn, eins og þegar Maggi okkar tilkynnti auglýsingarhlé, hvissssssss og þá er auglýsingarhléið búið, þetta er sannkallað eðal grín.

    YNWA

    6
  7. Mikið finnst mér það magnað að ef við og City vinnum alla leiki fram að 32 umferð að þá getum við tryggt okkur titilinn á útivelli gegn…..City! Djöfull sem þetta er skrifað í skýin. 🙂

    5
  8. Sælir félagar

    Svona lumfjöllun er algjört nýnæmi sem skýrsla um fótboltaleik, amk á Íslandi. Alger snilld og takk fyrir það kop-arar. Þetta lið okkar er ekkert grín enda fá öll lið í hnéin þegar Liverpool mætir til leiks. Mótorkjafturinn “auðmjúki” er enn svo sár yfir tapinu að hann jagjast eins og gamalmenni (uhu hvað er ég?) útaf einhverju og huggar sig við það að Mané og Salah viti núna hver einhver 20 ára krakki er. Það vissi raunar enginn hver þessi strákur var og er og hann skiptir engu máli lengur í samhenginu.

    Ótrúleg frammistða okkar manna er þegar farin að rita nýja kafla í sögubækurnar. Met eftir met fellur í hverjum leik og ekkert lát virðist á. Ef við vinnum MU í næsta leik og svo WH þar á eftir þá erum við komnir með 9 fingur á þann stóra. Þá erum við líka búnir að skrifa enn einn kaflann í metabækurnar og ekkert fær stöðvað “tímans þúnga nið.” Það eru forréttindi að vera stuðningsmaður Liverpool en það er ég búinn að vera í 55 til 60 ár og man tímana tvenna.

    Það er nú þannig

    YNWA

    16
  9. Flott umfjöllun.
    Sérstök umræða þarna úti um gríðarlega heppni okkar manna af því að Spurs klúðraði EINA dauðafærinu sínu í leiknum. Hvað misnotuðu okkar menn mörk dauðafæri í leiknum – fimm?

    8
  10. Sælir félagar,

    ein lauflétt spurning. EEEF við verðum meistarar hvenær er þá hægt að gera ráð fyrir að skrúðgangan verði í Liverpool? Er einhver sem veit það svona ca.

    3
  11. Þetta er ekki flókið að sjá. Gomez gerir Dijk-aran betri. Einfalt. Dijk fær miklu meira frelsi til að mæta ofar og éta þar leikmenn í loftinu og á jörðinni, vitandi að hraðasti hafsent heims (Liklega hægari en Varane en þokkalega hraður) er fyrir aftan hann að hreinsa upp það litla sem fer framhjá Dijk. Það er enginn tilviljun að Gomez er ekki settur fram í föstum leikatriðum. Við fáum ekki mark á okkkur uppúr skyndisóknum og er það bara einum manni að þakka. Á meðan við skorum nóg úr hornum og aukaspyrnum er enginn þörf á að bæta við öðrum hávöxnum manni í teiginn.. mér líður aldrei illa þegar lið breika á okkur og þurfa að mæta Gomez.

    Þetta er líklega það sem Gomez hefur framyfir Matip og Lovren. Við fáum algert beast í Dijk þegar hann er hlið hans en mér finnst hann vera aðeins passívari þegar hægari hafsent er með honum..

    Lewis Dunk og Harry Maguire væru heimsklassa hafsentar með Gomez sér við hlið. Hraðinn hans skiptir leikskipulaginu okkar mjög miklu máli.

    9
  12. Takk fyrir þetta nú sem endranær. Ekkert sterkara en 2,25 prósent á borðinu.
    Þetta tímabil, 21 leikur 61 stig. Tímabilið 2015-16, 38 leikir 60 stig. Er hægt að kalla þessar framfarir að spyrna sér frá botni. Árangur liðsins núna er að verða eitthvað sem erfitt verður að toppa í framtíðinni og því um að gera að setja markið sem hæst á leiktíðinni.
    Klóra mér örlítið í kollinum og nú beinist það að sóknartríóinu okkar sem er það besta í heimi. Í vetur hafa þeir skorað 38 mörk eða 0,43 mark á mann per leik, sl vetur skoruðu þeir 69 mörk sem er 0,46 á mann per leik. Veturinn 2017-18 var markaskorið í nýjum óþekktum hæðum og enduðu þeir félagarnir með 91 mark eða 0,61 mark á mann per leik. Þetta er svolítið merkilegt, heldur dregur úr markaskori okkar helstu markaskorara á sama tíma og árangurinn batnar ár frá ári. Sennilega, og nokkuð örugglega, er þetta jákvætt að mörgu leiti enda geta greinilega fleiri skorað mörk. Dreifing í markaskori er jákvætt. Mér fannst alltaf að Liverpool þyrfti að hafa minnst einn 20 marka skorara til að ná einhverjum árangri. Kannski skiptir það ekki öllu bara svo fremi að einhver skori. Uppskriftin með 25+ hjá senter (Rush, Fowler, Suarez) og 10+ miðjumanni (Gerrard) er ekkert endilega heilög eða ávísun á topp árangur þó vissulega hafi það oft gefið topp árangur.

    4

Liðið gegn Tottenham

Liverpool er líka á siglingu utan vallar