Liðið gegn Everton

Búið að tilkynna liðið sem mætir Everton í bikarnum eftir rétt tæpa klukkustund, eða kl. 16:01 að staðartíma:

Bekkur: Kelleher, Mane, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Brewster, Hoever, Larouci.

Ómerkti karlinn á teikningunni er Chirivella, en hann hefur ekki ennþá fengið úthlutað mynd á Thisisanfield. Afar jákvætt að Ox sé metinn hæfur til að vera á bekknum. Annars gætum við alveg séð hann, Mané eða Henderson fá mínútur ef það hallar eitthvað á okkar menn. Þess má geta að Everton stilla upp nánast sínu sterkasta liði:

Pickford

Coleman – Holgate – Mina – Digne

Sidibé – Gylfi – Schneiderlin – Walcott

Calvert-Lewin – Richarlison

Það verður því áhugavert að sjá hvort að B-lið Liverpool sé líka umtalsvert betra en A-lið Everton.

KOMA SVO!!!

50 Comments

  1. Ég vona það svo sannarlega að Liverpool taki þennan leik en ég er ekki sammála Klopp með þetta liðsval, mér finnst þetta of veikt lið með Pedro Chirivella og Curtis Jones þarna á miðjunni.
    Þetta er FA bikar sem allir vilja vinna og þetta er Everton sem væri ömurlegt að tapa fyrir á Anfield.

    6
  2. Fullkomlega galið. Hann gat vel hvilt leikmenn en spilað samt blöndu af A og B liðinu en ekki blöndu af B og C liðinu. Greinilega slétt sama um þennan bikar og auðvitað tipiskt að liverpool vinni í dag með þetta lið en það breytir þá engu þvi að Klopp mun þá halda áfram að spila þessum mönnum þar til hann dettur út. Allavega augljóst að hann hefur engan áhuga á að vinna þennan bikar. Það er enn langt í meistara deildina og dottnir út úr litla bikarnum og ættum alveg að geta farið meira inní þessa keppni og reynt að vinna hana.

    Þetta verður auðvitað allt fyrirgefið ef við vinnum deildina en samt maður vill meira og ég tel að við hefðum vel getað hvilt menn í dag en samt spilað mun sterkara liði en er raunin.

    En fólk hefur misjafnar skoðanir en þetta er allavega mín. Finnst Klopp algjörlega vera að gefa skit í þessa keppni og hann veit það sennilega best sjálfur þótt hann myndi aldrei viðurkenna það .höfum átt erfiða jan og feb undir klopp og finnst ekkert sniðigt ef illa fer í dag að vera í byrjun janúar að tapa fyrir EVERTON á anfield sem ekki hefur unnið þar síðan 99. Yrði sennilega mest gott á Klopp ef þetta væri jafntefli í dag og hann fengi auka leikinn held hann yrði mest brjálaður með það.

    En allavega skal hætta að tuða núna þetta er mín skoðun og veit að ansi margir eru sammála mér enda stoppar ekki siminnn hjá mér núna af mjög pirruðum félögum mínum. Og ja ekki skjota a mig ef Liverpool vinnur i dag þvi það getur alveg gerst en það breytir ekki þessari skoðun fyrir því.

    6
    • Þetta var hárrétt ákvörðun hjá honum sem lukkaðist vel.
      Á engan hátt galið – það hefði ekki verið gott ef fleiri hefðu meiðst, hópurinn orðinn það þunnskipaður !

      og “mest gott á Klopp ….”, einmitt. Við styðjum Liverpool hér – og þá Klopp.

      margir sammála …, kannski – líka margir ósammála.

      en að sjálfsögðu máttu hafa þína skoðun.

  3. Þetta snýst um að vinna EPL ! og reyna vinna CL líka ef að Klopp telur við verðum að hvíla og fórna þessari keppni þá bara fjandinn hafi það maður styður Klopp og okkar klúbb í því það er bara þannig !
    Ef við vinnum þetta þá er það bara frábært og meiri reynsla fyrir yngri leikmenn að fá fleiri leiki.

    Ég skil vel að Klopp vilji hvíla er bara sáttur við þetta liðsval !

    YNWA

    17
    • Nkl allt sem þarf að segja um þetta liðsval RH…Það er ekki hægt að kvarta yfir miklu leikjálagi og keyra svo menn í klessu….

      3
  4. Mér líst ekkert á þetta lið, við vinnum ekki þetta everton lið með svona slappt lið. Samt er ég alveg til í sokk eftir leik 🙂

    2
  5. Við vitum auðvitað ekkert um hversu þreyttir menn eru; VVD, Robertson, TAA, framlínan o.s.frv.
    Ekki þýðir að kvarta undan því t.d. að Robertson sé þreyttur og lélegur ef hann fær svo ekki hvíld…
    Það eru leikir framundan sem ég fyrir mitt leyti myndi miklu frekar vilja vinna en tapa, þ.e. Tot og ManU, þar af annar á útivelli. Þoli frekar að tapa gegn Everton á Anfield í þessari keppni með b-liðið heldur en að tapa fyrir hinum tveimur með þreyttu aðalliði. Svo ekki sé minnst á hina kokhraustu stjóra þeirra liða.
    Verði sem vill…
    In Klopp we trust.

    9
  6. Sorrí krakkar en þetta er nánast uppgjöf!

    Maður sér alveg hvar áherslan liggur. En gæfudísirnar mega vera rauðklæddar frá toppi til táar ef þetta verður ekki önnur Aston Villa útreið…

    1
  7. Eitt sem mér finnst stórkostlega skrítið að Everton séu að spila á móti nánast unglingalidi liverpool og þeir spila með ekkert nema kýlingar fram ekkert spil hjá þeim.

    5
  8. Einhver sem getur frætt mig um afhverju það er púað svona mikið á Pickford?

  9. Sæl og blessuð.

    Hinir sígildu leikhléspunktar LS:

    1. Liverpool eiga völlinn og þá einkum miðjuna. Frábær barátta og oft á tíðum geggjað spil. Gylfinn okkar má sín lítils og þeir fara oft á tíðum illa með hann.
    2. Þrátt fyrir miðjuyfirburði og yfirráð yfir bolta – þá hafa blástakkar fengið hættulegri færi. Mátti minnstu muna að þeir hefðu skorað og það oftar en einu sinni.
    3. Minamino er ekki alveg kominn með taktinn en maður sér prospektið í pilti.
    4. Gómesinn er monster og vörnin er bara verulega góð (fyrst þeim tókst ekki að skora úr dauðafærum #2). Okkar ágæta varamarkmannskeifa hlýtur að vera uppgötvun ársins í boltanum! Adrian Adrian!
    5. Origi er sjálfum sér líkur… hann er álappalegur á köflum en svo þegar maður snýr sér við er hann búinn að gera eitthvað verulega hættulegur!
    6. Lallanalallanallalana … hvað er að frétta af þessari upprisu??? Hann þarf að fara að laga miðið í skotunum (það er eins og hann vilji ekki skora) en að öðru leyti er hann búinn að vera stórbrotinn í leiknum. Þvílík barátta!
    7. Ef við fáum Chambo (í heilu lagi) inn á þá gætum við náð að skora úr einu langskoti. Þá ætti þetta að vera komið.
    8. Í stuttu máli – unga fólkið kemur á óvart. Alveg frábært framtak og ég er búinn með annan sokkinn.

    12
  10. SPurning hvort hann hendi Mané og Ox eða Hendo inná í seinni það myndi strax valda mikilli ógn fyrir Everton en það var mjög slæmt að missa Milner út strax á 7ndu mín klárlega það neikvæða í þessum leik.
    Annars finnst mér bara strákarnir búnir að vera standa sig vel gegn aðaliði Everton.

    3
  11. Sælir félagar

    Ég er fullkomlega sáttur við liðsvalið og frammistöðu krakkanna. Mino kemur flott inn og þetta verður spurning um úthald sýnist mér. Jafntefli flott því þá fá krakkarnir annan leik sem þeir vinna. En best væri fyrir þá að vinna leikinn og fá svo lið a la M. City I næstu umferð

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  12. Engin þörf á að spila A liðinu þegar við spilum á móti liðum í B flokki.

    6
  13. Auglýsingin á skyrtuermi þeirra bláklæddu er orðin óþægilega viðeigandi.

    6
  14. Ég skal glaður borða sokka ef þetta vinnst en verð þá samt jafn pirraður ef hann fer í næsta leik í þessari keppni ef það er gott lið með algjört varalið. Vona þá frekar að við fáum svona city drætti á næstunni og komumst sem lengst á þessu liði og helst vinnum þessa keppni. Minn pirringur er sá að mér finnst liðið okkar nógu gott til að vinna 2 til 3 stóra titla á þessu tímabili þótt deildin sé nr eitt. Man utd tok þrennuna 99 sem dæmi og við eigum að geta gert atlögu að því sama með þetta lið.

    1
  15. Forvitni dagsins, hvaða gaur er þetta fyrir aftan Klopp í hvítum eða ljósum síðum jakka eða frakka, sé ekki betur en að hann sitji á varamannabekk okkar eða í svæði leikmanna og þjálfara.

    2
  16. Þeir sem þurfa að éta sokk eru vinsamlegast beðnir um að gera það núna haha geggjað!

    5
  17. Vona að við fáum einhvern krúttlegan drátt eins og Man$$$$ester $hitty fékk í gær þar sem að andstæðingurinn fer inní klefa að byja um bolamyndir og þjálfararnir fá sér steik og rauðvín eftir leik

    2
  18. Pælið í því hvað Everton er rosalega lítill bróðir þegar þeir eiga ekki einu sinni séns í litlu börn stóra bróðurins. Fràbær sigur og heimsklassa frammistaða af Curtis Jones síðustu 20 mínúturnar.

    3
  19. Merkilegt að segja að liðsval dagsins hafi verið “fullkomlega galið” og pirrast óendanlega út í taktík Klopp. Í liðinu voru stólpar eins og Milner, Gomez, Lallana og Origi. Meiðsli Milner voru ekki plönuð sko. Og ef fólk ætlar að vitna í þrennu ManU 1999 sem einhvers konar viðmið, má þá spyrja hvort þar hafi alltaf sama sterka liðið hafa spilað og hvort leikjaálag hafi verið eins? Vil helst fá myndir hér á kop.is af sokkaáti.

    Burtséð frá þessu, þá var þetta ekki meira B og C lið en svo að það vannst fullkomlega öruggur og sanngjarn sigur. Gaman væri að heyra hvað Klopp sagði við Curtis eftir markið en hugsið ykkur gæðin og framtíðina í þessu liði. Með öll meiðslin bankandi á dyrnar hjá okkur, þá er gott að geta yljað sér við svona sigra með svona menn. Gæði Everton voru svo ofboðslega lítil í dag og það hlýtur að vera skrítið verkefni Carlo að fara frá Napoli yfir í þetta lið. En það eru ekki mínar áhyggjur. Ég er bara ógó stoltur af liðinu sem vann leik í dag – og Klopp … treysti honum 100%

    6
  20. Dugði Carlo lítið í dag að “vera vanur að vinna Liverpool” eða hvað hann sagði, bla, bla, bla…

    5

Kvennaliðið mætir Brighton, U23 mætir City

Liverpool 1 – 0 Everton