Liðið gegn Napoli

Liðið er komið á hreint, það eru þrjár breytingar frá liðinu sem lagði Crystal Palace. Salah kemur inn í stað Ox, Milner á miðjuna í stað Gini og Gomez leysir TAA af hólmi í kvöld!

 

Leikurinn hefst eftir rétt rúman klukkutíma eða klukkan 20:00. Þetta Napoli lið veldur okkur alltaf vandræðum og ég held að þetta verði áfram erfitt gegn þeim, spái enn einum 2-1 sigrinum!

Koma svo!

YNWA

34 Comments

  1. Get in reds!

    Stuðningsmenn Napoli eru búnir að herja í Bítlaborginni eins og bavíanar, meira ribbaldalýðurinn… Sendum þá heim í fýlu!

    3
    • Þessi ræfill var aldrei að spá í boltann. Tók VVD út og hljóp í sókn.

      1
  2. Greinilegt hver sektargreiðslur Napoli fóru. Skítadómgæsla það sem af er leik.
    YNWA

    1
  3. Erfitt að eiga við þetta Napoli lið….við þurfum að fá Firmino og Salha inni þennan leik…

    • Mane á nú bara varla séns í þennan dómara. Vonum samt að þeir komist báðir á beinu brautina í seinni ?

  4. Við þurfum virkilega að girða okkur í brók í seinni þeir eru búnir að vera afspyrnu lélegir î fyrri örlítið lífsmark seinustu 5

    1
  5. Afhverju er Klopp að reyna sanna fyrir okkur og sjálfum sér að Gomez sé hægri bakvörður ? hann er það ekki og hann gefur aftur á bak það vantar allt flæði á hægri kanti þetta er augljóst !

    3
    • Það var alltaf vitað að ef trent eða Robinson geta ekki spilað að þá höfum við enga menn í þessar stöður sem spila eins og þeir.
      Þetta er bara partur af því hversu þunnur þessi hópur er því miður.

      1
  6. Lovren!!!

    Velti annars fyrir mér hver raun munurinn á hrindingunni hjá Lovren þarna og hrindingunni sem varð til þess að Palace markið var dæmt af um helgina.

    2
    • Bara í samræmi við brotið sem við vildum fá í þeirra marki.

      2
    • Held það hafi verið talað um no real attempt on the ball frá Napoli manninum

      1
    • ANnars finnst manni þetta stundum furðulegt hvernig sumt er dæmt og annað ekki

      1
  7. Shit hvað Klopp skeit á sig í liðsvali. Gomes, Hendo, Milner og Fabinho er ekki ávísun á leiftrandi sóknarleik og síðan Gini fyrir Fabinho. Algjört rugl á heimavelli.

    2
    • Rólegur með gagnrýnina. Kíktu á úrslit síðustu 50 leikja eða svo!

      Við vorum flatir og það er greinilegt að Ancelotti og hans ítölsku prímadonnur ná að loka á okkur og gera okkur lífið leitt en við vorum miklu, miklu betri í síðari hálfleik.

      Núna er bara að klára þetta í Salzburg, ekkert annað í boði.

      1
  8. Ef þér fannst þetta glimrandi spilamennska og úrslitin ásættanleg þá varstu að horfa á annan leik en ég.

    2
    • Eða að þið hafið ólíka skoðun og hafið báðir rétt fyrir ykkur út frá ykkar forsendum. Pældu í því #mindblow

Gullkastið – Óþolandi lið ef þú heldur ekki með því

Liverpool – Napoli 1-1