Gullkastið – Óþolandi lið ef þú heldur ekki með því

Fótboltaleikur er 90 mínútur plús uppbótartími og til að fá eitthvað gegn Liverpool um þessar mundir þarf að halda einbeitingu allan þennan tíma. Enn einn hugarfarssigurinn niðurstaðan um helgina með sigurmarki á lokamínútunum, dásamlegt. Framundan er eina liðið sem hefur unnið Liverpool á leiktíðinni og strax í kjölfarið heimaleikur gegn Brighton til að slútta nóvember.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 264

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

4 Comments

  1. Takk fyrir mig.

    Frá byrjuninni á síðasta tímabilinu að þá höfum við rakað inn 134 stig af 153 mögulegum.
    Við höfum aðeins misst af tveimur stigum af síðustu 66 stigum mögulegum.
    Aðeins eitt tap af síðustu 53 leikjum.

    Á sama tíma erum við að tala um að við séum ekki komnir í þriðja gírinn, sem er alveg rétt að vissu leiti.

    Eru menn ekki að grínast með þetta lið okkar?!?

    21
  2. Eg er að fara a fimmtudag til Liverpool og se um að öskra inn næstu sex stig gegn Brighton og Everton. Tek 8 daga i borginni. Er handviss um að við vinnum loksins öðruvísi en 2-1 gegn Brighton og spái 5-0 og svo klarum við Everton svona 3-0.

    Recordið mitt a anfield er 9 sigrar og eitt jafntefli svo þetta er ekkert að fara klikka

    13
  3. Færirðu okkur 6 stig þá mun ég leggja það til við samfélagið okkar að halda þér úti í Liverpool, aukalega 1000 pund á unninn heimaleik en 2000 pund á útileik, uppihald og limó innifalið. En hafðu það sem allra best og stattu þig drengur:)

    YNWA

    1

Napoli- Dökka hliðin

Liðið gegn Napoli