Liðið gegn City

Klukkutími í leik og hafi taugarnar ekki verið þandar fyrri hluta dags, þá er óhætt að segja að það sé að breytast.

Búið að tilkynna lið okkar manna, og það lítur svona út:

Bekkur: Adrian, Gomez, Milner, Origi, Keita, Lallana, Oxlade-Chamberlain

Semsagt, Klopp stillir upp “iðnaðarmiðjunni”, eða a.m.k. þeirri útgáfu sem hann hefur verið hvað hrifnastur af á síðustu mánuðum. Ox og/eða Keita hafa örugglega verið valkostir, en Ox er jú búinn að spila mikið síðustu daga og gæti vel verið sterkari inn af bekknum í kringum 60. mínútu. Annars er þetta einfaldlega sterkasta liðið sem Klopp getur stillt upp, og í raun vantar bara Matip. En það styttist í hann.

Lið City lítur svona út:

Bravo

Walker – Stones – Fernandinho – Angelino

De Bruyne – Rodri – Gundogan

B Silva – Aguero – Sterling

Rodri byrjar þrátt fyrir að hafa átt að vera meiddur í miðri viku, og David Silva er á bekk. Eina sem mögulega kemur á óvart er að Ederson er hvergi sjáanlegur, en spurning hvort það breyti miklu.

Minnum á umræðuna hér fyrir neðan, sem og á Twitter undir #kopis myllumerkinu.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð. 

KOMA SVO!!!

39 Comments

  1. Þetta er nú bara liðið í 4. Sæti. Við erum búin með sæti 2 og 3 nú þegar.

    5
  2. Móri segir ef Liverpool vinnur i dag þá vinna þeir deildina….svona STÓR er þessi leikur…

    2
  3. Nú er bara eitt sem vantar uppá til a? fullkomna gle?ina, og þa? er skemmtilegur linkur á leikinn? Er einhver sem lumar á þannig upplýsingum?

  4. Kemur á óvart að City eru taldir sigurstranglegri í leiknum á Anfield. Aguero skorar náttúrulega sitt mark, virðist alltaf vera á eldi á móti okkur. Sadio setur eitt og svo skorar Ox eða Wijnaldum eitt upp í samskeytin. 2-1 and the crowd goes wild.

    2
    • Aguero hefur víst aldrei skorað á Anfield og Sterling hefur aldrei skorað á móti Liverpool. 7-9-45

  5. Þvílík geðveiki! Þessir bakverðir eru ekkert eðlilega góðir, ekkert lið í heimi með þær stöður betur mannaðar og það er ekki einu sinni tæpt.

    7
    • Thanks a bunch for sharing this with all of us you actually know
      what you’re talking approximately! Bookmarked.
      Please additionally discuss with my site =). We will have a hyperlink exchange arrangement between us

  6. Frábær fyrri hálfleikur mjög skemmtilegur! Þetta er leikurinn á Englandi í dag og síðustu ár reyndar.

    YNWA

    1
  7. Geggjuðum fyrri hálfleik lokið það er ekki hægt að kvarta yfir neinu.

    3
  8. Ég bara spyr, hvað með það þegar boltinn fer FYRST í hendina á Silva. Er það ekki hendi. Flottur leikur hjá Liverpool

    7
  9. Sæl og blessuð.

    Þetta er sögulegur fyrri hálfleikur. Nokkrir punktar:

    1. Eigum löng tímabil í leiknum þar sem við höldum boltanum vel og lengi. Þannig á það að vera.
    2. ,,Hendin” á TAA átti aldrei að vera tilefni vítaspyrnudóms, fyrst fór hann í hönd B.Silva og svo hefur okkar lið margsinnis farið á mis við vítadóma af svona tilefni.
    3.Engin ógn frá þeim fölbláu en baneitraðar skyndisóknir okkar manna. Bakverðir með 10 í einkunn, so far.
    4. Á 75-85 mínútu má taka út Salah, Hendo og Mané (í þessari röð) og setja inn Millner, Keita og Chambo (í þessari röð).
    5. Þeir eiga Mahrenz inni og svo er spurning um formið á D Silva. Jesus er sjálfgefinn ef staðan helst óbreytt.

    Besti hálfleikur hingað til í vetur, er á pari við Barcelona leikinn í vor.

    3
  10. Snilld virkilega vel gert hjá Henderson með fyrirgjöfina og snilld að vera komnir í 3-0

    3
  11. Hendo eh tæpur afhverju að skipta honum út á 60 mín ? búinn að vera frábær

    1
  12. Takk Captain Fantastic. Frábærar 60 mínútur þrátt fyrir veikindi alla síðustu viku.

    4
  13. Úff þetta er alls ekki búið. Maður er orðinn dálítið stressaður núna

  14. snilld að vera með 8 stiga forskot eftir 12 umferðir algerlega geðveikt

    2
  15. Yndislegt frábær leikur og veit ekki hver var bestur ? bara allt liðið og Klopp

    2
  16. ef það á að velja mann leiksins eftir svona leik þá myndi ég segja að Fabinho sé maður leiksins brýtur ísinn og er alltaf tilbúinn í spil og að brjóta sóknir á bak aftur hjá city

    2
  17. I’m now not certain the place you are getting your information, but great topic.
    I must spend a while finding out more or understanding more.
    Thanks for magnificent information I used to be on the lookout for this info for
    my mission.

Upphitun: Titilslagur á Anfield

Liverpool 3 – 1 City