Genk í kvöld

Af tæknilegum orsökum fórst aðeins fyrir að koma með upphitun fyrir þennan seinni leik okkar manna gegn Genk, en leikurinn fer fram í kvöld kl. 20:00 að íslenskum tíma.

Það vill sem betur fer þannig til að Einar Matthías var búinn að tiltaka allt það sem yfirhöfuð var vert að minnast á varðandi borgina og liðið í fyrri upphituninni. Við erum því ekki að missa af miklu!

Klopp er aðeins búinn að vera í fjölmiðlum síðustu daga, reyndar minnst til að tala um Genk leikinn heldur meira til að svara um eitthvað City rugl. Það var mjög við hæfi að hann segðist “ekki vilja hella olíu á eldinn” og lofaði jafnframt að minnast ekki á “tactical fouls”. Og ekki orð um það meir.

Hvað varðar liðsuppstillinguna, þá er sterkasta liðið jú nýbúið að mæta Aston Villa á útivelli, og því er ekki útilokað að það verði eitthvað aðeins róterað, sérstaklega á miðjunni enda mesta svigrúmið til breytinga þar. Origi gæti svosem alveg komið inn í framlínuna, t.d. kæmi ekki á óvart að Salah þyrfti e.t.v. að jafna sig betur á ökklameiðslunum. Þá spyr maður sig hvort Gomez komi inn í öftustu línuna til að létta aðeins álaginu þar.

Kjúklingarnir okkar eru að spila við Genk í dag, þar eru strákar eins og Neco Williams, Sepp van der Berg, Harvey Elliott og Rhian Brewster í eldlínunni, en Curtis Jones er hvergi sjáanlegur og því ekki loku fyrir það skotið að hann verði á bekk í kvöld.

Prófum að stilla þessu upp svona:

Alisson

Trent – Lovren – VVD – Robertson

Milner – Fabinho – Oxlade-Chamberlain

Mané – Firmino – Origi

Við gætum svo vel séð eitthvað annað lið, Keita gæti t.d. vel gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu. Set Fabinho þarna fyrst hann spilaði ekki um helgina, og Milner spilaði heldur ekkert, finnst líklegt að hann sé allt að því fyrsta nafn á blað. Mögulega þarf Mané að pústa smávegis. Kemur allt í ljós kl. 18:45 í kvöld.

Spáum öruggum 3-0 sigri, það væri óskandi að klára sæti í 16 liða úrslitum CL áður en kemur að síðasta leiknum í riðlakeppninni, og geta þá mögulega róterað meira þá. En til að það gangi eftir verður einfaldlega að vinna í kvöld!

6 Comments

  1. Babú, ertu ekki til í nokkurskonar deildarbikarlið í kvöld?

    Adrian, Milner, Gomez, De Berg, Robertson(útaf e.60m), Lallana, Keita, Chambo, Origi, Jones, Brewster. Mane og Firmiono klárir á bekknum ef þess þarf.

    1
  2. Um að gera að rótera mikið, okkar sterkustu menn þurfa að vera 100% fit á sunnudaginn því að sá leikur skiptir miklu meira máli. Okkar lið er orðið það sterkt að það ætti að gera róterað 8-9 leikmönnum frá síðasta leik án þess að lenda í vandræðum gegn Genk, með fullri virðingu fyrir þeim.

    Ef að Genk kemur þannig stemmt til leiks að þeir stríði Liverpool, þá mundu þeir hvort sem er stríða aðalliðinu líka, eða þannig horfi ég á þetta.

    Ég er bjartsýnn á hreint lak og 3 stig.

    1
  3. Slir félagar

    Takk Daníel fyrir upphitun og umræðu. Ég hefi svo sem ekki miklar skoðanir á uppstillingu fyrir þennan leik. Tel að Klopp muni leggja leikinn upp með lágmarks álagi í öruggum 3 stigum og treysti honum fullkomlega til þess.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  4. Segji bara in Klopp I trust, hann vill vinna þennan leik til þess að vera á öruggu nótunum í riðlakeppnini, hverjir spila who knows, Salah spilar ekki, nokkuð ljóst en sjáum tiæ.

    YNWA

  5. Ég býst við að Klopp stilli upp mjög sterku liði, enda leikurinn gegn City eftir 5 daga.
    Alisson
    Trent Lovren Virgil Robbo
    Hendo Fabinho Milner
    Mane Firmino Origi

    Ég myndi reyndar vilja sjá Chamberlain og Keita á miðjunni með Fabinho, og Gomez í vörninni með Virgil.

    1
  6. Liðið er komið… það er mjög skrítið !

    Mane og Bobby á bekknum….

    1

Gullkastið (TV) – Októberuppgjörið

LFC spilar leiki með dags millibili í desember!