Nike 1 – New Balance 0 (Liverpool $$$)

Fyrr í dag var kveðin upp dómur í máli New Balance gegn Liverpool/Nike. Með þessum dómi er endanlega staðfest að Nike mun sjá um framleiða og selja treyjur Liverpool næstu árin.

Afhverju varð þetta dómsmál?

Þegar Liverpool voru komnir í alvalega klípu árið 2012 kaus Adidas að endurnýja ekki styrktarsamning sinn við liðið. Liverpool voru þá engan vegin risinn sem við eigum að venjast og fá merki um að félagið kæmi sér á fyrri stall. Nýlegir eigendur Liverpool, FSG, kusu að semja við frekar lítið íþróttavörufyrirtæki, Warrior. Það hefur væntanlega hjálpað að fyrirtækið var frá Boston líkt og FSG. Þeir voru helst þekktir fyrir að framleiða hokkí og lacrosse búnað en voru að reyna að koma sér inn á fótboltamarkaðinn.

Myndaniðurstaða fyrir warrior liverpool kit gerrard
Flottasta Liverpool treyja síðustu tíu ár

Warrior treyjurnar höfðu þann stærsta kost að vera öðruvísi en flestar treyjur í ensku deildinni. Þær voru satt best að segja drulluflottar og ég var sjálfur hundfúll þegar móðurfyrirtæki Warror, New Balance, tók yfir samninginn. New Balance og FSG höfðu áður unnið saman og var hafði samstarfið verið nokkuð gott. Þeir hafa helst unnið sér frægð fyrir hlaupaskó. FSG kaus svo að endurnýja samninginn við New Balance. Þá var sett klásúla í samninginn um að New Balance mætti jafna öll boð í næsta samning, þann sem Nike vann að lokum. Það var um þessa klásúla sem dómsmálið snerist.

Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu betri samningsstöðu Liverpool eru árið 2019 en 2015. Það þarf líka ekki nema að skoða hvaða önnur lið New Balance eru með samninga við til að sjá hví Liverpool vildi frekar fara til Nike. Eina liðið á Englandi sem New Balance er með á sínum bókum er Leyton Orient.

Réttarhöldin snerust fyrst og fremst um það að dreifingarkerfi New Balance er ekki í sömu deild og Nike. Í dag eru Liverpool treyjur seldar í um það bil 4.000 verslunum um allan heim. Nike eru búnir að skuldbinda sig til að koma Liverpool varningi í um það bil 6.000 verslunir, þar af 500. Í viðleitni sinni til að halda samningnum lofuðu New Balance að koma varningnum í 40.000 plús búðir. Þetta kallaði lögfræðingur Liverpool “utterly fanciful.” (Lauslegt þýðing úr ofurkurteisri ensku: Algjört kjaftæði.) Einnig töldu Liverpool að þeir fengju mun betri markaðsetningu hjá Nike, sem er líklegt en það var ekki alveg einséð að rétturinn tæki tillit til þess.

Liverpool virðast hafa verið aðeins klaufalegir í þessu máli. Þeir til dæmis létu New Balance bjóða hér um bil blint í samninginn og fulltrúi Liverpool kom nokkrum sinnum upp um að vera ekki með allar klásúlur samningingsins á hreinu. Dómarinn mat svo að New Balance hefðu jafnað boð Nike um dreifingu á varningnum, allavega í augum laganna.

Niðurstaðan var enga síður að málið vannst og á næsta ári mun Liverpool spila í Nike. Lykillinn reyndist að Nike lofaði að nota stjörnur eins og Drake, Lebron James og Serenu Williams til að auglýsa varninginn, nokkuð sem New Balance getur ekki jafnað. Við lifum á öld áhrifavalda, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Hvað þýðir þetta?

Það það eru margir punktar eftir þetta mál:

  • Ólíkt risa samningnum sem United gerði við Adidas 2014, þá er gert ráð fyrir að stór hluti peningsins verði í formi söluþóknunar. Liverpool mun fá 20% af hverju pundi sem Nike selur Liverpool-varning fyrir. FSG eru að veðja á að uppgangnur liðsins verði áframhaldandi, ef það reynist rétt gæti þessi samningurinn verið einn sá stærsti sem fótboltafélag hefur skrifað undir.
  • New Balance áætlar að sala verði 59% hærri á þessu tímabili en síðasta. Það er þrátt fyrir fræga erfiðleika við að finna treyjuna í búðum og á netinu. Hverjir eru vaxtamöguleikarnar nú þegar Liverpool eru komnir til stærsta íþróttavörufyrirtækis í heimi?
  • Svo virðist sem Liverpooln hafi verið á bilinu 7-8% af heildarveltu New Balance, ekki skrýtið að þeir hefi verið tilbúnir að berjast um þennan samning.
  • Nike hafa réttilega verið gagnrýndir fyrir að nota svipaðar treyjur fyrir öll lið sín. Það verða mikil vonbrigði ef Liverpool endar bara í rauðri útgáfu af Chelsea treyjunni.
Myndaniðurstaða fyrir similar nike kits
Nike menn eru ekkert að missa sig í fjölbreytri hönnun.
  • Síðustu ár hafa Adidas verið í mikilli sókn í kalda stríðinu eilífa milli þeirra og Nike. Kanarnir munu vonandi vilja gera vel við Evrópumeistaranna og snúa vörn í sókn þar.
  • Hjá PSG hafa Nike gert ýmislegt áhugavert, til dæmis framleidd PSG-Air Jordan skó. PSG vörumerkið hefur náð að verða stærra en bara fótboltaliðið og sumir halda að það verði markmiðið í samstarfi Liverpool og Nike. Það þarf að bara að líta til hvernig Yankees logoið er komið langt út fyrir að vera bara merki hafnarboltaliðs, það gæti verið framtíð Liverfuglsins.
  • Frá sjónarhorni Liverpool er auðvitað jákvætt að fyrirtæki eru farinn að slást svona um að vinna með þeim.

Þessir samningar eru auðvitað að miklu leyti trúnaðarmál. Næstu vikur munu menn leggjast yfir yfir dómsgögninn og sjá hvað er hægt að álykta af þeim. Ég mun ekki sakna New Balance neitt sérstaklega en skil vel að menn hafi efasemdir um Nike. Hvað finnst mönnum um þetta mál allt saman? Orðið er laust.

9 Comments

  1. Frábær pistill.

    Svo sammála öllu. Hversu oft hefur maður séð knattspyrnuvörur allra hinna “stærstu” félaganna en ekki LFC út af einmitt dreifingar vandamálum framleiðandanna.

    Spennandi tímar framundan og tekjur fyrir klúbbinn auðvitað.

    3
  2. Peningalega séð ætti Liverpool að græða mikið á þessu og ég held að það sé mjög góður leikur hjá FSG að semja um prósenduhluta af peysusölu. 20% af peysusölu er væn summa ef vinsældir Liverpool halda áfram að dafna. Liverpool ætti út af þónokkrum ástæðum að vera orðinn mjög vinsæll klúbbur, t.d út persónuþokka framkvæmdarsjórans, skemmtilegrar spilamennsku og síðast en ekki síðst vegna bætts árangurs í bæði deild og í meistaradeild Evrópu..

    1
  3. NFrábært að græða meira á þessu en smá áhyggjur yfir hvernig búningurinn mun líta út(NB að standa sig þar) og svo eru NIKE vörur mun dýrari en NB og verður fróðlegt að sjá hvor að Liverpool varningurinn fer hækkandi.

    1
  4. Langar að benda á einn lítinn punkt. En það er sú staðreynd að einn af þeim sem eiga hlut í Liverpool er Lebron James. Hann hefur lítið auglýst það, ekki síst vegna þess að hann er samningsbundinn Nike. Meira segja hvatti hann gegnum Nike að Coutinho myndi semja við Barcelona. Með þessum samnigi tel ég augljót að hann verði meira áberandi í tengslum við LIverpool og sölu á varningi þess.

    4
  5. Langar að bæta við að ég hef verið mjög ánægður með einmitt hönnun síðustu búninga hjá bæði Warrior og NB. Warrior með kraganum og núverandi rauða eru með flottari búningum ever. Ég hef fulla trú á að NIKE standi sig með LFC.

    Áfram við.

    1
  6. Ekki sammala greinarhöfundi, fannst Warrior alltaf viðbjóður en New balance med mjog flottar treyjur. En útlitið skiptir litlu i stora samhenginu. Geggjad ad fa ad fara i Nike og vonandi munu þeir leggja sig adeins fram og bua til geggjadar treyjur.

    En hversu mikid fær Liverpool fyrir tetta, engin virðist vita það. Madur hafdi heyrt 75-80 mills a ari sem er meira en man utd frá Adidas en núna talad um prósentur. Hvað er rett i tessu og ef tetta eru prósentur hljóta okkar menn að vera ad lágmarki med tad a hreinu ad tetta verdur alltaf meira a ari en man utd fær, okkar menn eru engir vitleysingar tegar kemur ad markaðsmálum i dag en voru það fyrir tiu arum sidan hinsvegar med Rick parry og fleiri fávita vid stjórn. En hvad raunverulega erum vod ad fa utur þessu væri eg til i ad vita.

    1
  7. Klopp er stjarna. Hann er með báða fæddur niðri á jörðinni og nennir ekki einhverju kjaftæði. Vonandi fer Nike ekki að pína hann í einhverja markaðsferð sem hann er á móti. Þá getur hann einfaldlega farið á önnur mið og það væri slæmt.

    Klopp er einstakur og leiðinlegt að missa hann frá Liverpool.

    1
  8. Sæl og blessuð.

    Breytingin frá NB yfir í Nike þýðir væntanlega tekjur að andvirði efnilegs leikmanns á hverju ári. Það munar um minna. Annars hefur mér þótt fyrirtækið mistækt í hönnun sinni. Búningarnir á 2016 voru einkar ljótir með þessum ermum sem voru í öðrum lit. Svo dettur þetta niður í algera flatneskju án nokkurrar skapandi hugsunar. En þeir eru stílhreinir og hafa miklu meiri dreifingu en hefur verið. Ég var t.a.m. í sumar að leita að svarta útibúningnum handa stráknum mínum og þótt ég hafi endað í nb búðinni greip ég í tómt. Þeir tímar eru þá væntanlega liðnir.

    Svo: huglægt mat á búningahönnun – eru þetta ekki góð bítti
    hlutlægt mat á tekjum og dreifingu – þá er þetta skref í rétta átt.

    Að öðru: nú VERÐUR liverpool að nýta meiðslahremmingar City. Makalaust hvað vörnin þeirra er orðin þunn – þvílíkt tækifæri!

    2
  9. Myndin af Stevie G. YES! Ég klæddi mig strax í flottustu Warrior-treyjuna og ætla að vera í henni þangað til leikurinn er búinn á morgun!

KRC Genk 1-4 Liverpool

Spurs heimsækja Anfield