Klopp og Alisson bestir í sínu fagi hjá FIFA

Messi valin frammyfir Van Dijk

Liverpool var með þrjá fulltrúa í La Scala höllinn í Milan þar sem verðlaunaafhending FIFA fór fram. Liverpool og ekki síst Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp stendur fyrst og fremst fyrir öfluga liðsheild umfram einstaklinga en auðvitað standa alltaf einhverjir uppúr og var gaman að sjá Liverpool eiga fulltrúa að þessu sinni þó maður getur sett spurningamerki við að þeir hafi ekki verið fleiri.

Jurgen Klopp var valinn besti þjálfari í heimi sem eru auðvitað ekki fréttir fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool en hann var í kjöri með Guardiola og nokkuð ljóst að báðir hefðu verið vel að þessu komnir. Pochettino var einnig tilnefndur. Liverpool sem lið vann stærstu félagsliðakeppni í heimi og var hársbreidd frá því að vinna heimafyrir einnig og því vonlaust að gagnrýna kjörið á Klopp og hann tók að sjálfsögðu við því fyrir hönd alls liðsins. Það sem Klopp er að gerði í vetur hjá Liverpool er þar fyrir utan miklu stærra afrek en það sem Guardiola náði hjá City, munurinn er nokkurnvegin í sömu hlutföllum og munurinn á kaupverði liðanna og launakostnaði þeirra.

Klopp nýtt tækifærið jafnframt í þakkarræðunni og tilkynnti að hann ætlar að ganga til liðs við CommonGoal samtök Juan Mata og gefa 1% af laununum sínum í gott málefni. Ekki að hann hafi ekki við nógu mikill toppmaður fyrir.

Alisson Becker var valin besti markmaður í heimi en hann var í álíka harðri samkeppni við Ederson hjá City. Þvílíkt fyrsta tímabil hjá Alisson hjá Liverpool.

Þessi veriðlaun FIFA eru ekki (lengur) samtengd hinum virtu Ballon d´Or verðlaunum France Football en fyrirliðar og þjálfarar taka þátt í þessu kjöri og svör sumra ansi skrautleg enda öll sambandsríki FIFA með atkvæðisrétt. Þessi verðlaun FIFA og Ballon d´Or voru samhangandi frá 2010-2015 en þá skildu leiðir á ný.

Sigurvegari kvöldsins karlamegin var Lionel Messi sem var valinn besti leikmaður í heimi framyfir Virgil Van Dijk sem var kjörinn sá besti hjá UEFA. Ronaldo kom einnig til greina og fékk alveg 26 atkvæði sem væri fróðegt að heyra hvernig eru útskýrð. Það er vonlaust að gagnrýna eitthvað sérstaklega kosningu Messi nema þá kannski fyrir það að hann vann ekki í fyrra. Þá vann Luka Modric sem var aldrei í grend það tímabil í samanburði við Van Dijk á síðasta tímabili. Hlutlaust mat og já ég veit að Krótatía fór í úrslit HM. Messi skoraði 51 mark og lagði upp 22 sem er fullkomlega galið en engu að síður má Van Dijk vera smá svekktur enda er hann Messi varnarmannanna um þessar mundir.

FIFA lið ársins
Að lokum var svo tilkynnt lið ársins sem er satt að segja erfitt að taka mikið mark á. Það er eins og menn hafi verið að horfa til síðustu 2-3 ára, ekki síðasta tímabils.

Markmaður – Alisson, að sjálfsögðu.

Hægri bakvörður – Ramos!!! Hvernig er bara hægt að setja Ramos sem átti fyrir það fyrsta slæmt ár og hefur ekki spilað hægri bakvörð í áratug þarna framyfir Trent Alexander-Arnold eða t.d. Kyle Walker. Fullkomlega galið og gjaldfellir þetta lið strax.

Miðverðir – Van Dijk og De Ligt. Svekkjandi fyrir Laporte sem dæmi enda betri miðvörður en De Ligt og gerði stærri hluti en stemmingin og nýjabrumið er með De Ligt sem var auðvitað frábær líka.

Vinstri bakvörður – Hvernig er bara hægt að velja ekki Andy Robertson? Real Madríd átti afleitt tímabil á Spáni og var hent sannfærandi út úr Meistaradeildinni. Fullkomlega galið, verra en kjörið á Ramos. Ég meina í alvöru, spáið í þessu!

Miðjumenn
– Luka Modric: Það er bara í alvöru eins og þeir hafi ekki áttað sig á að þetta var kjör fyrir 2018/19, ekki 2017/18. Ennþá er engin leikmaður Man City kominn á blað eða t.d. Barcelona.
– De Jong: Hann er klárlega vel að þessu kominn, engin spurning með hann.
– Edin Hazard: En bara Mané og Salah úr því hann er þarna sem miðjumaður? Já eða einhver af miðjunönnum City, Fernandinho og Bernardo Silva sérstaklega.

Sóknarmenn
– Ronaldo
– Messi
– Mbappe
Þannig að bara enginn af Salah, Mané, Firmino, Aguero eða Sterling var í liði ársins hjá FIFA, ok.

Það er nokkuð ljóst að það skiptir rosalega miklu máli að spila fyrir annaðhvort Real Madríd eða Barcelona þegar kemur að þessi kjöri FIFA, of miklu.

Gaman engu að síður að Liverpool sé með fulltrúa í öllum helstu flokkunum, ennþá skemmtilegra að Liverpool sem lið eru ríkjandi Evrópumeistarar. Það er öllum satt að segja drullusama um verðlaunaafhendingu FIFA í samanburði við það.

14 Comments

  1. Virkilega vel af þessu staðið, hversu geggjað væri það ef öll verðlaunin færu til Liverpool í kvöld. Klopp, Van Dijk og Alisson.

    2
    • Þetta er vitlausara en twitterkosningin hjá skysports sem valdi Vidic besta varnarmann í sögu úrvalsdeildarinnar.

      1
  2. Messi bestur en hann var auðvita frábær á síðustu leiktíð 50 leikir og 51 mark.

    Dijk var samt sá sem maður hefði valið fyrir að vera leiðtogi Liverpool sem náði 97 stigum í deild og unnu meistaradeild þar sem við kláruðum Messi og félaga.

    3
  3. Epli og appelsínur. Messi yrði aldrei með 51 mörk i 50 leik spilandi í EPL.

    VVD klárlega leikmaður ársins í mínum huga en það er bara min skoðun.

    2
  4. Ekkert hægt að gagnrýna val á Messi þannig séð, hann var frekar rændur árið 2018. En valið á liði ársins er gjörsamlega kostulegt. Salah og Mané sem voru í 4. og 5. sæti í kjöri á leikmanni ársins komast t.d. ekki i liðið. Hvorugur af TAA og Robertson eru þar og ekki nokkur maður frá Man City.

    Ronaldo skoraði svo 7 mörk úr open play árið 2019 í ofurliði Juventus sem er semi svindllið á Ítalíu.

    2
  5. Fullkomlega galið að þrír leikmenn Real Madrid Sem gerði ekki rassgat á síðasta tímabili séu í liði ársins! City hefur átt sturlað 2 tímabil og það telur ekki neitt.. Enn Madrid vann síðast alvöru titil í evrópu fyrir meira enn 15 mánuðum enn samt með 3 menn í liði ársins! Alveg skiljanlegt að verðlauna Ajax gæjanna fyrir geggjaðan árangur á síðasta tímabili….Enn Að Engin frá City sé í liði ársins eða Mane eða Salah í staðin fyrir Ronaldu er galið.. Lykta eins og Katar scandal…

    1
  6. Það er spurning hvort er verið að velja lið ársins 2018 eða tímabilsins 2018- 2019 en real var Evrópumeistari vorið 2018 varla er verið að velja lið ársins 2019 þar sem töluvert er eftir af því ári. Liverpool ætti þá að hirða öll verðlaun næsta haust.

  7. Maður er aðeins farinn að spá í leikinn á morgun. Origi og Shaq meiddir when most needed, en Keita líklega klár. Verður þetta því ekki einhvern veginn svona:

    Kelleher
    Gomez – Lovren – Matip – Robertson
    Wijnaldum – Fabinho – Milner
    Keita – Chamberlain
    Brewster

    Mér finnst allavega að það eigi ekki að taka neinn séns á byrjunarliðsmönnum sem nauðsynlega þurfa ekki að spila þennan leik. Viljum áfram en það er samt ákveðið aukaatriði miðað við hitt.

    1
  8. Þetta verður spennandi en ég vona innilega að við munum hvíla eins mikið og hægt verður, amk í fyrri hálfleik.

    Eru Spurs að fara að reka Pochettino í kvöld? Þetta gengi þeirra er algjörlega óásættanlegt, frá þeirra bæjardyrum séð, ekki mínum 🙂

  9. Magnificent goods from you, man. I have understand
    your stuff previous to and you are just extremely excellent.
    I really luke what you’ve acquired here, really like what you arre stating and the wayy in which
    you say it. You make it ejoyable and you still care for to keep it smart.
    I can’t wait to read far more frlm you. This is actually a terrific
    site.

  10. Hey I know th?? is off topic but ? ?as wondering iif you
    knew of any widgets ? could addd to m? blog t??t automatically tweet my new??t twitter updates.
    ?’ve b?en looking ffor ? plug-in lik? this f?r q?ite ?ome time and was hoping m?ybe ?ou would h?ve some experience ?ith ?omething like
    th?s. Please let me know if y?u run nto anything. ? tr?ly enjoy reading yo?r blog and I look
    forward t? your new updates.

Chelsea 1 – Liverpool 2

Upphitun: Milton Keynes Dons í deildarbikarnum