Liðið gegn Chelsea

Klukkutími í leik, og liðið hefur verið kunngjört:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Milner, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Shaqiri, Brewster

Semsagt: sterkasta liðið sem völ er á. Áhugaverðast er kannski að Brewster er á bekk, ég man ekki hvort hann hafi áður verið á bekk í deildarleik, þó hann hafi klárlega verið á bekk í öðrum leikjum, t.d. úrslitaleiknum um meistaradeildina í vor. Það væri nú gaman ef hann fengi einhverjar mínútur á eftir, og jafnvel enn skemmtilegra ef hann næði að skora.

En við skulum fyrst og fremst vona að liðið haldi sigurgöngunni áfram, og að menn sleppi heilir úr þessari rimmu.

Minnum auðvitað á spjallið með færslunni, sem og #kopis myllumerkið í umræðunni á Twitter.

KOMA SVO!!!

33 Comments

  1. Sterkt lið og miðjan mun hafa nóg að gera fyrst að Kante byrjar hinum megin, hefði alveg viljað sjá hann i stúkunni.
    Þetta verður rosalega erfiður leikur og 3 stig væru virkilega stórt statement

    2
  2. Uss Lexi dúndrar tuðrunni upp í hornið á markinu! geggjað mark hjá stráksa!

    YNWA

  3. Svaka varsla hjá Adrian ég hélt að þetta yrði að marki.

    1
  4. Hjúkket VAR kom í veg fyrir þetta trúðslega mark sem Chelsea skoraði

    1
  5. Elska VAR. En asskoti erum við tæpir varnarlega.

    Og já, þessi aukaspyrna hjá okkur var gúrme.

    3
  6. Frábær fyrri hálfleikur.
    Geggjað mark hjá mínum manni Trent
    Adrian búinn að vera frábær
    Halda þessu áfram í seinni takk fyrir.

    1
  7. Langt frá því að vera búið en þriðja markið mun trúlega slátra þessu, ef þeir bláklæddu skora ekki.

    Núna vil ég bara leyfa þeim að koma aðeins upp og opna sig, það er draumastaðan okkar.

    YNWA!!

    2
  8. Sælir félagar

    Frábær staða í hálfleik enn ekkert fast í hendi ennþá. Eitt mark frá olíuliðinu setur allt í uppnám og þeir komnir með leik aftur. Mark frá okkar mönnum slátrar að líkindum leiknum og brýtur þá bláklæddu niður í svörðinn. Vonum að svo fari.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Las hér í sumar stórmerkilegan pistil eftir að ég held Einar Matthías þar sem skrifað var um tölfræðigreiningu mannana á bakvið tjöldin hjá Liverpool…. Í þessum leik hefur Liverpool framkvæmd föst leikatriði (aukaspyrnur/horn) með stuttri sendingu og svo fyrirgjöf eða skot og afraksturinn tvö mörk…Fór að hugsa hvort tölfræðigreinendurnir hafi greint það að Chelsea leikmenn væru oft á hælunum eftir að föst leikatriði væru framkvæmd á þennan hátt á móti þeim!!

    1
  10. Héldu okkar menn að Kante væri Messi eða hvað, það þorði enginn að fara í hann. Það er farið að fara aðeins um mann hérna.

  11. Þriðja markið breytir leikjum og nú eru áhorfendur og bláliðar alt í einu í banastuði.

    Hvernig hefði nú verið að fara fyrir skotið?

    Væri rosalega vel þegið ef við myndum skora eitt mark núna…

  12. Chelski gæti hæglega jafnað þetta come on rífa sig upp af rassgatinu.

  13. Uhhh… lallana inn á í þessum mikilvæga leik…

    Er það skynsamlegt???

  14. Man ekki eftir svona mikill nauðvörn hjá okkar mönnum… í seinni tið.

  15. úff… gómesinn. Annar ryðgaður leikmaður. Salah hefur ekki sýnt neinn í þeim seinni hálfleik sem ég hef fylgst með.

Kvennaliðið mætir Sheffield í deildarbikarnum

Chelsea 1 – Liverpool 2