Kvennaliðið mætir Sheffield í deildarbikarnum

Það er leikdagur hjá báðum aðalliðunum okkar, við bíðum auðvitað öll eftir að strákarnir okkar hefji leik á Stamford Bridge kl. 16:30, en stelpurnar okkar spila í millitíðinni í ContiCup. Þær fá Sheffield United í heimsókn á Prenton Park, leikurinn hófst núna kl. 11 og okkar konur stilla svona upp:

Preuss

Jane – Bradley-Auckland – Robe – Purfield

Roberts – Bailey – Lawley

Babajide – Hodson – Clarke

Bekkur: Kitching, Sweetman-Kirk, Linnett, Charles, Rodgers, Kearns

Hjá andstæðingunum mætum við tveim kunnuglegum nöfnum: Becky Flaherty markvörður sem var hjá Liverpool þar til á síðasta ári en var alltaf fyrir aftan aðra markverði í goggunarröðinni, og svo er Leandra Little þarna líka.

Af einhverjum ástæðum er leikurinn ekki á FA Player síðunni, sem gerir okkur ögn erfiðara fyrir með að fylgjast með leiknum. En við uppfærum færsluna að leik loknum með úrslitum engu að síður.


Leik lokið með tapi, 2-3 fyrir Sheffield United. Leikurinn byrjaði ágætlega með marki frá Ashley Hodson á 31. mínútu, Sheffield jafnaði þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en skömmu síðar kom Niamh Charles okkar konum í 2-1. Þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jöfnuðu Sheffield aftur, tveim mínútum síðar fékk Jade Bailey sitt seinna gula spjald og var því rekin útaf. Sheffield náðu svo að skora í uppbótartíma.

Semsagt, þriðji tapleikurinn í röð. Engin sérstök ánægja með það. Næsti leikur er í deildinni um næstu helgi, og eins og kom fram í leikskýrslunni um síðasta leik þá verður sá leikur gegn United. Þær töpuðu líka fyrstu tveim leikjunum í deildinni, en reyndar gegn líklega tveim bestu liðunum í deildinni, svo það má reikna með erfiðum leik.

2 Comments

  1. Sheffield jöfnuðu á 58. mínútu. Þá ákvað Vicky Jepson að skipta Jess Clarke útaf og setja Niamh Charles inná í staðinn, og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mínútum síðar. Staðan núna er 2-1

    1

Chelsea á morgun

Liðið gegn Chelsea