Byrjunarliðið gegn Burnley á Turf Moor

Rauði herinn hefur ferðast þær 52 mílur sem liggja frá Anfield til Turf Moor og munu mæta baráttuglöðum Burnley-mönnum í dag. Jói Berg er fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla en Kópavogskappinn knái hefur verið iðinn við kolann að skora í leikjum gegn Liverpool.

Engar fréttir eru af meiðslum úr herbúðum okkar manna fyrir utan Alisson sem meiddist í fyrstu umferðinni og Naby Keita sem er tæpur. Klopp hefur því marga valkosti í liðsvalinu og hefur skilað inn skýrslunni til dómara leiksins.

Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson; Fabinho, Henderson, Wijnaldum; Salah, Mane, Firmino

Bekkurinn: Kelleher, Milner, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Shaqiri, Origi.

Í stuttu máli sagt þá breytir Klopp engu frá síðasta leik gegn Arsenal enda lítil ástæða til þar sem Liverpool spilaði ljómandi vel í þeim leik.

Burnley stilla upp í 4-4-2 með sjóðheitan Barnes í fremstu línu og Lennon á kantinum.

Image

Upphitunarlagið er grjóthart með Íslandsvinunum í Led Zeppelin og treystum við á að það verði ekkert Communication Breakdown innan vallar sem utan hjá Rauða hernum í dag.

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

12 Comments

  1. Flott byrjunarlið og bekkurinn mjög sterkur….hef trú á öruggum sigri

    2
  2. Frábær fyrri hálfleikur og yfirburðir Liverpool algjörir þrátt fyrir nokkra spretti Burnley manna þá er maður aldrei með áhyggjur af þessu.
    Vonandi heldur þetta bara áfram á sömu braut í seinni ég efast ekki um þetta og minn maður Trent skoraði þetta mark í mínum huga alveg sama þó þetta hafi verið dæmt sjálfsmark.

    3
  3. Sælir félagar.

    Miðað við stöðuna eftir fyrri hálfleik þá endar þessi 0 – 5 ef spádómsgáfan bregst mér ekki. Dálítið merkileg dómgæsla sem setur fleiri aukaspyrnur á Liverpool liðið en tuddana í Burnley. Liverpool hefur að samt spilað óvenju fast og það er örugglega dagskipunin að gefa ekkert eftir líkamlega heldur láta finna fyrir sér. Samt dæmir sauðurinn öll vafa atriði Burnley í vil líklega til að vera ekki að hjálpa stóra liðinu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  4. Þetta er einn af þessum skrítnu leikjum.

    Burnley spila svona anti Man City bolta og vilja ekkert halda honum heldur eru það langar sendingar aftur og aftur á tvo turna sem eru frami, gefa sér tíma í öll föstleikatriði og flæðið í leiknum er ekkert. Þetta er start, stop,start, stop allan tíman. Miðjan fær varla að vera með því að þeir fá bara að sjá boltanda fljúga yfir sig.

    Okkar menn hafa ekki alveg náð sér á strik í þessum leik en samt erum við 0-2 yfir. Trent með fyrirgjöf sem endar í markinu og svo skelfileg(góð fyrir okkur) varnarmisstök sem lætur heimsklassa framherja eins og okkar refsa sér.
    Við söknum Alisson mikið í þessum leik en Adrian hefur ekki náð að eigna sér teygin og er Fabinho orðinn pirraður á að Adrian sparkar mikið langar sendingar fram og lét hann einu sinni heyra það.

    Staðan er góð en við verðum að passa okkur í síðari. Ná að halda boltanum betur á jörðini og passa að gefa ekki ódýrir aukaspyrnur sem þeir eru mjög hættulegir í með turnana inn í teig.

    YNWA – Ef við höldum þessum 3 stigum þá verður maður mjög sáttur en þetta er mjög erfiður útivöllur.

    3
  5. Sammála þurfum að verjast að gefa þeim föst leikatriði þeir þrífast á því.
    kanski rétt með Adrian en hann er klárlega miklu betri en enginn og ég þakka bara Fowler fyrir það.
    Það er bara normal að sakna besta markvarðar heims en á sama tíma að vera að standa sig svona vel án hans segir ýmislegt ekki satt?

    Þetta er erfiður útvöllur og þetta Burnley lið gefur ekki þumlung eftir það er víst ég verð sáttur við stiginn 3 en þetta er auðvitað ekki búið.

    3
  6. Þvílíkur leikmaður Firmino!! Ekki sést mikið í leiknum en mættur á réttan stað til að klára hann!!!

    2

Útileikur á Turf Moor

Burnley 0 – 3 Liverpool