Upphitun fyrir Liverpool – Arsenal á Anfield!

Eftir tvo deildarleiki, tvo úrslitaleiki, ferðalög til London, Southampton og útjaðars Asíu þá fékk Liverpool kærkomna vikuhvíld fyrir leikinn á morgun. Á meðan við stuðningsmenn höfum verið að fá fráhvarfseinkenni þá hefur Klopp verið að njóta fyrstu almennilegu vikurnar með hópnum í allt of langan tíma, vonandi að fara yfir varnarleikinn aðeins og undirbúa komu rauðliðanna frá Norður-Lundúnum. Já Arsenal er á leiðinni á Anfield, leikur sem síðustu ár hefur verið hrein unun fyrir alla nema gestina.

Liverpool, Arsenal. Spáð er markaregni.

“For us we don’t want to play against Liverpool ever”- Unai Emery, þjálfari Arsenal

Ef þú er einn af þeim sem hefur áhyggjur af jinxi, skaltu sleppa þessum hluta. Þessi heimsókn Arsenal er afsökun til að rifja nokkra af skemmtilegustu leikjum Liverpool síðustu árin. Fyrst ber að nefna leikinn þegar þessi lið mættust síðast á toppi deildarinnar. Fyrir leik var talað um að hér væri uppgjör bestu liða deildarinnar og spennan gríðarleg. En Liverpool byrjaði leikinn á bestu tuttugu mínútum af knattspyrnu í manna minnum:

Það er líka hægt að fara aðeins lengra aftur í tímann til að brosa yfir þessum leik. Árið 1994 skráði ungur leikmaður sig á spjöld sögurnar með því að skora þrennu á fjórum mínútum og 33 sekúndum gegn einni frægustu vörn allra tíma. Ég er að sjálfsögðu að tala um Guð okkar Robbie Fowler. Honum hafði víst verið sagt fyrir leik að Liverpool yrði að byrja leikinn hratt.

Svo er það síðasta tímabil þegar hann Maggi okkar var í stúkunni. Um leikinn sagði hann einfaldlega: Veislustemming innan vallar sem utan

Það má líka minnast á 4-0 leikinn 2017 og kexruglað 3-3 jafntefli 2016. Sú staðreynd að Bobby, Mane og Salah hafa allir skorað í öllum sínum leikjum á Anfield gegn skyttunum. Að Jurgen Klopp hefur aldrei tapað fyrir Arsenal sem þjálfari Liverpool. Já það er af nægu að taka í þessum leik, megum búast við flugeldum á morgun.

Mótherjinn – Arsenal Unai Emery

Myndaniðurstaða fyrir unai emery

Það er rúmt ár síðan Arsenal hófu nýtt skeið í sögu sinni og Emery steig inn í eitt erfiðasta starfið í fótboltaheiminum. Væntingar voru ekki neitt gífurlegar til liðsins í fyrra en þeim tókst að komast í úrslitaleik Evrópu og nú þegar Unai hefur fengið þriðja gluggann mun hann þurfa að sýna framfarir.

Nokkuð óvænt voru Arsenal eitt virkasta liðið á markaðnum í sumar. Þeir keyptu sex leikmenn, þar með talið Nicolas Pépe sem var einn af heitari bitum markaðarins og svo David Luiz. Þrátt fyrir að gamli sé ekki sá best, þá bætir hann vörn Arsenal. Það var ekki vanþörf á því.

Nallarnir byrjuðu tímabilið á seiglusigri á Newcastle og svo 2-1 seiglusigir á Burnley. Arsenal miðlarnir sem ég hef kíkt á síðustu daga tala um leikinn á Anfield sem stóra prófið fyrir liðið. Eru þeir í alvöru búnir að taka skref upp á við eða var það heppni sem kláraði leikina á undan. Lang stærsti styrkleiki Arsenal er sóknarlínan. Lacazette, Aubameyang og Pepe (ég finn svo til með blaðamönnunum sem textalýsa leikjum liðsins) eru allir frábærir fram á við. Sumir bjartsýnir Arsenal menn eru farnir að segja að þeir séu besta sóknarþríeyki deildarinnar (HAHA). Þeir eru allir sem einn öskufljótir og rangstöðugildra Liverpool verður að vera upp á tíu komma tíu til að eiga við þá.

Á miðjunni eru margir meiddir, en stuðningsmenn Arsenal virðast telja að Dani Ceballos sé mikilvægasti maðurinn fyrir leikinn. Torreira er líklegur til að byrja með honum til að hjálpa vörninni þegar bakverðirnir fara fram. Síðan er líklegt að Guendozi verði með þeim á miðjunni. Ég held að David Luiz verði í miðverðinum og Sokratis Papastathopoulos (grey, grey textalýsendur) með honum. Hugsuninn að sitja reynslubolta á völlinn, menn sem hafa oft áður keppt á Anfield. Held að og Monreal verði sitthvorum megin við þá.

Okkar menn

Það eru margir að spyrja sig hvers vegna vörnin okkar hefur verið aðeins opnari í fyrstu leikjum tímabilsins en í fyrra. Vörnin er klárlega að spila ofar á vellinum en í fyrra og þess að auki hefur aðeins vantað upp á taktinn í hápressunni. Að mínu mati er Matip búin að vinna sér inn að vera fastur byrjunarliðsmaður við hlið Van Dijk. Bakverðirnir verða okkar bestu menn, Andy og Trent.

Ég held að Fabinho komi aftur inn í byrjunarliðið og fyrir framan hann verði Gini og Hendo. Ef allir eiga góðan dag er þetta einfaldlega sterkasta miðjan okkar. Framlínan er svo (alvöru) sterkasta sóknarþríeyki í heimi.

Spá

Eftir fáránlegt leikjaálag í byrjun tímabils koma okkar menn eldhressir eftir alvöru hvíld. Ég held að hraði Arsenal verði aðeins of mikill til að halda hreinu laki en sóknin okkar mun sjá um leikinn. Þetta fer 4-2 fyrir Liverpool, þar sem Mané, Salah, Firmino og Hendo skora allir.

KOMA SVO!

YNWA

 

4 Comments

 1. Sæl og blessuð og takk fyrir góða upphitun.

  Það væri vel til fundið að klæða okkar menn í rétta búninga.

  Þetta verður einstefna og miðjan okkar mun ekki gefa neinn afslátt.

  Rosalegur leikur er framundan og ég veit að okkar menn mæta rétt stemmdir á völlinn eftir að hafa gefið ,,This is Anfield” góða fimmu.

  Já – fimm mörk skoruð á morgun. Það munar um það.

  2
 2. Flottu upphitun

  Er ég einn í því að hafa miklar áhyggjur fyrir þessum leik? Allt tal er dálítið á þann veg að við vinnum alltaf Arsenal og þetta verður ekkert stórmál.

  Ég held að þessi leikur verður alveg stál í stál. Arsenal liðið mun beita skyndisóknum og verjast mjög þétt. Spái 2-1 sigri með marki úr víti á 88 mín.

  YNWA

 3. Sælir félagar

  Þetta verður stál í stál leikur og það verður erfitt að knýja fram sigur en mun hafast. Ég held að Gomes komi inn fyrir Matip því hann er töluvert fljótari og er líklega fljótasti miðvörður deildarinnar. Spái 3 – 1 í hörkuleik. Þar af verður eitt rautt spjald og víti á Luiz. Granit Xhaka mun fá fyrsta spjaldið í leiknum og allt eðlilegt.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2

FSG stefna á að stækka Anfield

Liðið gegn Arsenal