Tímabilið hefst á Anfield!

Á föstudaginn klukkan sjö hefst nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Nýjar sögulínur, ný dramatík og endalaus skemmtun þó að veðbankarnir telji líklegast að aðalsögulínan verði sú sama og í fyrra, að rauðir og ljósbláir ferðist um landið og keppist um að missa af sem allra fæstum stigum í hatrammi titilbaráttu þar sem innbyrgðis viðureignir liðanna muni skipta mestu máli.

Á morgun mæta gulu, grænu og glöðu kanarífuglarnir í Norwich sem eru komnir aftur upp í efstu deild eftir þriggja ára fjarveru. Þeir hafa verið mikið jójó lið á undanförnum árum en þeir eru að byrja sitt sjötta tímabil frá aldarmótum en þeir féllu síðast 2016 en aðeins tveir leikmenn eru eftir hjá félaginu sem spiluðu það tímabil. Tímabilið eftir að þeir féllu voru mikil vonbrigði en þeir enduðu í áttunda sæti deildarinnar og gátu hreinlega ekki varist, aðeins tvö lið fengu fleiri mörk á sig í deildinni en þeir. Þá var ákveðið að fara í miklar breytingar og var þjóðverjinn Daniel Farke það verkefni, en hann hafði áður verið þjálfari varaliðs Dortmund. Það var formula sem hafði áður virkað hjá Huddersfield sem réð David Wagner sem var einmitt maðurinn sem Farke tók við af hjá Dortmund. Það var einmitt Stuart Webber sem réð báða þessa menn til Englands en hann hefur tengsli við Liverpool þar sem hann var Director of Recruitment 2009-2012 og vann því bæði með Benítez og Dalglish.

Þegar Farke var ráðinn var lögð áhersla þolinmæði og leyfa honum að koma með sína hugmyndafræði í liðið en hann lýsir henni svona

“I don’t like my teams just to be compact and to react, I like to act. I like to have the ball – if I could choose I would have the ball for 90 minutes…To be successful you have to find a good balance between offence and defence, to work without the ball, but our main tactic is to work with the ball, to be in possession.”

Þolinmæðina höfðu þeir því fyrsta tímabil Farke gekk ekki sem skildi og endaði liðið í fjórtánda sæti langt frá allri baráttu um að komast upp og í raun aðeins þrír leikmenn sem var talað um að hefðu átt gott tímabil, James Maddison, Josh Murphy og lánsmaðurinn Angus Gunn. Það voru því fáir sem bjuggust við miklu af Norwich þegar þeir seldu Maddison og Murphy og fengu ekki Angus Gunn aftur á láni þar sem hann var seldur til Southampton. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og náðu í nokkra leikmenn í Bundersliga 2 ásamt því að fá Teemu Pukki frítt frá Bröndby og Emi Buendia kom hræódýrt frá Getafe til að leysa Maddison af hólmi.

Það gekk heldur betur upp, liðið spilaði glimmrandi sóknarbolta skoraði tæplega hundrað mörk og sigraði Championship deildina með glæsibrag og varð Teemu Pukki markahæstur í deildinni með 29 mörk í 43 leikjum. Liðið spilar 4-2-3-1 og byggir spilið sitt mikið upp á bakvörðunum Aarons og Lewis ásamt tíunni Buendia en liðið reynir að spila sig upp völlinn og reiða þeir sig á miðvörðinn Ben Godfrey eða markmanninn Tim Krul til að koma spilinu af stað og getum við því búst við því að þeir verði pressaðir hátt og gefinn lítill tími á boltanum. Vandamál Norwich er hinsvegar það að þó þeir hafi sótt vel í Championship deildinni mæta þeir nú sterkari liðum og þeir fengu 57 mörk á sig í fyrra og gætu varla fengið verri leik til að byrja tímabilið á heldur en útileik á Anfield.

Þeirra lið gæti litið svona út á morgun:

Hægt er að ýta á myndina til að sjá hana betur!

Þá að okkar mönnum, eftir slakt undirbúningstímabil mættu rauðliðar til þess að spila á Wembley gegn Man City og var hrikalega svekkjandi að Kyle Walker hetjulega björgun á loka mínútunni enda hefði verið gaman að hefja tímabilið með titli. Liverpool hefur aðeins einu sinni mætt Norwich í opnunarleik tímabilsins en það var 1976/77. Þá unnu Liverpool 1-0 sigur á Anfield en Liverpool urðu meistarar það tímabil, einu stigi á undan Manchester City vonum að það verði svipað uppá teningnum í ár.

Mané er nýkominn tilbaka til æfinga og því er talið ólíklegt að hann byrji leikinn en vonandi fær hann að koma inná þar sem hann hefur skorað í í fyrsta leik síðustu þriggja ára en hann getur jafnað met Teddy Sheringham að skora í fjórum opnunnardagsleikjum í röð! Auk Mané er ólíklegt að Milner byrji leikinn þar sem hann er tæpur annars eru allir til staðar af aðalliðsmönnum fyrir utan Nathaniel Clyne sem er lengi frá en hefði líklega annars verið farinn frá félaginu.

Í síðustu fimm leikjum gegn Norwich hefur Liverpool þrisvar skorað fimm mörk, síðast í 5-4 leik þar sem Adam Lallana skoraði sigurmark í uppbótatíma. Norwich stuðningsmenn eru hinsvegar alsælir að Luis Suarez er ekki að fara spila þennan leik á morgun þar sem hann skoraði 12 mörk í 6 leikjum gegn þeim gulu, en þó er líklega ekkert skárra að mæta Salah ef hann verður í sama gír og gegn City um síðustu helgi.

Ég ætla að skjóta á að okkar lið verði svipað og í leiknum gegn City eina breytingin sem ég geri ráð fyrir er að Matip komi aftur inn í liðið fyrir Joe Gomez þó það sé alls ekkert víst.

Mín spá

Ég held að við fáum flugelda sýningu í byrjun móts. Alvöru statement sem segir City að við séum mættir frá fyrstu mínútu og við vinum 4-0 þar sem Salah setur þrennu og tekur strax forrustu í keppninni um markakóng deildarinnar og taki við af Suarez að hrella kanarífuglanna.

YNWA

13 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég verð á Anfield og hlakka mikið til að vera á opnunarleik deildarinnar. Ég verð illa svikinn ef það verður ekki geggjuð stemming og brjálað fjör. Vonandi rætist spá Hannesar Daða og í fínni upphitun hans. 4 mörk í fyrsta leik yrði magnað.

    Það er nú þannig

    YNWA

    23
  2. Fínasta upphitun hjá þér.

    Afl leik Man city að dæma, þá spái ég því að Matip komi inn og Trent fari út og Gomez fari í bakvörðinn. Mér fanst vörnin styrkjast þónokkuð þegar Gomez fór í bakvörðinn.

    Ég spái því að byrjunarliðið verði svona

    Origi – Firmino- Salah
    WInaldum. Fabinho- Henderson
    Robertson- Van Dijk- Matip – Gomez
    Alison.

    Annars verður örugglega mikið um róteringar á miðjunni í vetur og ég hef það á tilfinningunni að bæði Ox og Keita vinni sér sæti inn í byrjunarliðið í næstu leikjum og ef það gerist verður liðið okkar orðið firnasterkt. Mér sýnist Keita vera hægt og bítandi að komast í takt við ensku úrvalsdeildina og er sannfærður að þetta verði tímabilið hans ef hann helst frá meiðslum. Breiddin er rosalega mikil og mér finnst kominn alvöru stórliðabragur á Liverpool. T.d stóðu allir 5 leikmennirnir sig rosalega vel sem komu inn á gegn Man City. Stór nöfn komast oft ekki einu sinni í hóp.

    Ég er samt alltaf smá lítill í mér í byrjun tímabils og finnst hæfilegt að stefna á meistaradeildarsæti, þó ég viti vel að liðið á að hafa alla burði að geta verið í titilbaráttu þetta árið. Samt best að slá væntingum í hóf svo ég verði ekki fyrir algjörum vonbrigðum ef eitthvað fer úrskeiðis.

    Þetta er jú sterkasta deild í heimi. T.d. finnst mér fáranlegt að tala um skildusigra. Fyrir mér er enginn leikur þannig að það er hægt að fullyrða að hann vinnst fyrirfram eða eigi að vinnast. Mér finnst öll ensk úrvalsdeildalið það góð að þau geta unnið öll þessi sex stóru á sínum allra besta degi og tala nú ekki um ef heppnin gengur til liðs með þeim á meðan leik stendur og því verður Liverpool að bera þá virðingu fyrir Norvich að mæta þeim af fullum þunga. Eitt rautt spjald, ein varnarmistök geta þýtt tap eða jafntefli. Tala nú ekki um dómaraskandal. Það hefur sagan marg oft sýnt sig.

    Ég veit reyndar að þessi hroki er meira hjá aðhangendum en hjá leikmönnum. Enginn atvinnumaður hjá stórliði fer í leik með því hugarfari að þetta sé skildusigur. Þeir vita að eina leiðin til sigurs er að leggja sál sína og líkama í leikinn. Sérstaklega ef leikmaðurinn spilar fyrir Jurgen Klopp. Hann krefst hundrað prósend hungurs og algjöra einbeitingu í svona leiki og allir leikmenn mæta með það hugarfar að deyja fyrir málstaðinn.

    Ég spái því liðinu okkar sigri en fenginn reynsla af fyrstu leikjum er sú að hann verður ekkert mikið fyrir augað. 3-0

    11
  3. Sæl öll

    Það hefur alltaf verið erfitt að mæta nýliðum í byrjun móts. Vonandi er þetta ekki bananahýði.

  4. Er skíthræddur við þetta gula bananahýði en vona að okkar menn séu tilbúnir frá fyrstu sekúndu. Treysti á að Sigkarl keyri þremur stigum í hús.
    1-0 nægir mér. Vil bara þrjú stig!

    2
  5. Sælir,

    Ég tók það að mér að búa til fantasy deild fyrir Kop.is,ef þeim er sama að ég hafi notað nafnið þeirra? Ef slík deild er þegar til þá tek ég þessa aftur út.

    Er ekki svo viss um að þessir heiðursmenn sem stýra þessari síðu séu í leiknum.

    Kóðinn er : 7o0apm

    Endilega skráið ykkur inn og höfum gaman saman í vetur.

    Mín spá í kvöld er 3-1…..

    3
  6. GAME DAY
    Ég á mjög sterka minningu af Norwich á móti Liverpool en afi átti lengi vel leik Norwitch – Liverpool sem var spilaður 20.okt 1990 í 11.umferðinni á VHS og fór maður margoft til hans að horfa á stjörnurnar spila(Bjarni Fel að lýsa classic)
    Liverpool voru búnir að vinna 10 leiki í röð og áttu Norwich ekki að vera svakalega fyrirstaða en leiknum lauk 1-1 og var þetta tímabilið sem Daglish hætti og við misstum niður forustuna í lokinn.

    Það mun taka liðið okkar nokkra leiki að komast á flug og eru leikir í byrjun oft taktlausir og þarf að sigra þá oftar en ekki án þess að eiga einhvern glansleik.
    Ég spái að það takist 2-1

    YNWA

    1
  7. 5:0 .. vísu dreimdi mig í nótt að við værum komnir í 12:0 og það væri verið að skipta mane inn á.

    2
  8. Spennan að verða óbærileg.
    Ég vonast til þess að Keita verði í byrjunarliðinu í kvöld á miðjunni með Henderson og Fabinho.
    Vörnin verði Robbo, Van Dijk, Matip og Trent.
    Frammi verða svo Origi, Firmino og Salah.
    Skellum 3-0 á þetta.

    2
  9. Ég spái rólegri byrjun hjá okkur , en samt sigri 3-1, Pukki íshokkíleikmaður Norwich með mark þeirra, en Firmino og Salah með mörk okkar.

    Áfram Liverpool !

One Ping

  1. Pingback:

Spá Kop.is – leiktímabilið 2019 – 2020.

Fantasy deild