Frábært tímabil – Uppgjör Kop.is 2018/19

Líklega kemur það fáum á óvart að líklega hefur aldrei verið eins létt yfir pennahópi Kop.is þegar kom að uppgjöri tímabilsins. Það var ágætlega létt yfir okkur í fyrra en núna loksins landaði liðið risatitli aftur og gerði ótrúlega hluti í deildinni samhliða því. Hver og einn velur sína topp þrjá bestu leikmenn í þeim flokkum við á. Sá sem er efstur fær þrjú stig og þar sem við pennar síðunnar erum níu er mest hægt að fá 27 stig.

Besti leikmaður tímabilsins

  1. Virgil Van Dijk (26)
  2. Sadio Mané (17)
  3. Alisson (4)

Það voru allir sammála um Van Dijk og sömuleiðis Mané en þriðja sætið dreifðist meira á Salah, Robertson og Alexander-Arnold. Nokkuð mögnuð breyting frá síðasta tímabili þar sem sóknartríóið var afgerandi í efstu sætunum. Sáum líka í vetur að það er greinilea vörn sem vinnur titla.

Bestu leikmannakaupin

  1. Alisson (27)
  2. Fabinho (18)
  3. Shaqiri (8)

Magnað eftir rosalega bið að loksins þegar Liverpool kaupir heimsklassa varnartengilið sem augljóslega styrkir liðið gríðarlega er ekki hægt að velja hann einu sem bestu leikmannakaup tímabilsins. Líklega hefur Liverpool aldrei bætt markmannsstöðuna eins hressilega milli ára og núna. Magnað líka að Keita skori ekki eftir alla biðina eftir honum, eigum hann ennþá inni. Síðasta tímabil var samt ennþá öflugra með Salah, Van Dijk og Robertson sem að setur svolítið standardinn.

Mestar framfarir

  1. Trent Alexander-Arnold (15)
  2. Joel Matip (14)
  3. Joe Gomez / D1v0ck Origi (8)

Bakverðirnir voru báðir efstir í þessum flokki fyrir ári síðan og eiga skilið að vera það aftur núna. Robertson var kannski stabílli í vetur eftir frábært fyrsta tímabil á meðan TAA hélt áfram að bæta sig. Joel Matip náði loksins að spila meira en 7 leiki án þess að meiðast og viti menn þetta er hörkuleikmaður sem varð bara betri eftir því sem leið á lokakaflann. Joe Gomez var á góðri leið með að rústa þessum flokki í vetur þar til hann meiddist og Divock Origi ætti auðvitað að toppa alla lista í vetur.

Besti leikur tímabilsins

  1. Liverpool – Barcelona 4-0 (27)
  2. FC Bayern – Liverpool 1-3 (10)
  3. Liverpool – Tottenham 2-0 – Madríd (8)

Kannski ekki jafn margar flugeldasýningar og á síðasta tímabili en í efstu sætin núna raðast þrír af flottari/mikilvægari sigrum Liverpool á þessari öld. Barcelona leikurinn er besta kvöld sem Anfield hefur upplifað. Öll frægu Evrópukvöldin á Anfield falla í skuggann á þessum sigri. Hann er svo risastór á svo marga ólíka vegu. Auðvelt fullt hús auðvitað.

Að vinna FC Bayern úti er jafnframt einn af flottari sigrum Liverpool í Evrópu. Þá erum við ekki aðeins að tala um þetta tímabil. Rosalegt statement eftir mjög lélegar frammistöður á útivelli í Evrópu fram að þessum leik.

Madríd verður svo auðvitað aldrei flokkaður sem einn besti leikur tímabilsins og spurningin líklega ekki alveg nógu vel orðuð. Auðvitað er alltaf stærst að vinna Úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og skítt með leikinn sjálfan, þessi sigur er á blaði hjá okkur yfir einn af bestu leikjum tímabilsins. Næst á eftir kom svo 5-1 burstið gegn Arsenal.

Versti leikur tímabilsins

  1. Rauða Stjarnan – Liverpool 2-0 (19)
  2. Napoli – Liverpool 1-0 (8)
  3. Man Utd – Liverpool 0-0 (8)

Hér komu nokkrir mismunandi leikir til greina eins og sjá má á stigagjöfinni en það segir kannski margt um tímabilið að margir þeirra voru ekki tapleikir. Leicester, West Ham, Man City og Wolves leikirnir komust einnig á blað, allir á þessum janúar-febrúar kafla rétt eins og United leikurinn. Hér hefur samt aldrei verið eins lítið úrval lélegra leikja.

Bjartasta vonin

  1. Ki-Jana Hoever (14)
  2. Rhian Brewster (14)
  3. Bobby Duncan (5)

Tveir leikmenn skara hressilega frammúr í yngri liðum Liverpool og ætti að teljast nokkuð öruggt að þeir koma til með að fá séns í aðalliði Liverpool í náinni framtíð. Meiri óvissa er um Bobby Duncan og Paul Glatzel sem slógu í gegn í U17 ára liðinu í vetur.

Þetta er aðeins erfiður flokkur að skilgreina, hér reynum við að miða við leikmenn sem eru ekki nú þegar orðnir fastamenn. Hér falla því atkvæði til TAA og Gomez niður sem annars væru augljóslega í toppsætunum.

Hvaða einkunn fær tímabilið í heild (hjá Liverpool)

9,31

Allir með einkunn á milli 9 og 10

Hvaða einkunn fær þjálfarateymið 

9,32

Við erum að tala um að það vantaði 2 stig til að hér væri um fullt hús að ræða sem er vissulega ansi hressileg krafa.

Hvaða leikmaður olli mestu vonbrigðum í vetur

Hér var eiginlega ekki hægt að taka neinn sérstaklega fyrir en eðlilega var þetta tímabil ekki frábært hjá öllum leikmönnum liðsins.

Dejan Lovren var búinn að festa sig í sessi undir lok síðasta tímabils og fór alla leið í úrslit á HM í sumar. Hann kom meiddur inn í þetta mót eftir að hafa ekki verið alveg hreinskilin við læknateymi Liverpool og meiddist fljótlega eftir að hann komst í liðið aftur. Klár fjórði kostur í sinni stöðu núna sem er mögnuð en jákvæð breyting fyrir Liverpool á einu ári.

Væntingarnar til Naby Keita voru einnig töluvert meiri en hann náði að sýna. Hann var óheppinn með meiðsli og var lengi að finna taktinn hjá Liverpool í stöðu sem liðið þurfti hvað mest að styrkja. Hann sýndi samt nóg til að halda okkur vel spenntum fyrir næsta tímabili.

Tímabilið var einnig sérstakt hjá Shaqiri sem var settur í kælinn ansi lengi, aldrei hægt að tala um hann sem mikil vonbrigði samt.

Hver voru mestu vonbrigði tímabilsins almennt

Það er svo galið að vinna ekki deildina með 97 stigum. Ekkert annað komast á blað hjá neinum okkar.

Besti pundit tímabilsins (innan- eða utanlands)

Ingimar –  Carra

Daníel – No comment

Hannes – Tómas Þór Þórðarson er maður sem ég hef gríðarlega gaman af því að hlusta á hér heima fyrir. Erlendis fylgist ég mest með podcöstum og verð þaðan að nefna Luke Moore í Football Ramble en einnig eru Carra og Neville skemmtilegir saman

Maggi – Það sem ég hef heyrt þá finnst mér Jói Kalli flottastur á Íslandi. Í Englandi finnst mér Jamie Redknapp heilt yfir bestur þó auðvitað sé frábært að hlusta á Carra tala um LFC.

Óli Haukur – Höddi Magg og Gummi Ben eru þeir bestu á Íslandi finnst mér og Neil Atkinson á TAW sem sá besti erlendi.

Eyþór – Gummi Ben, no contest. Hef gaman af comboinu Carra/Garry.

SSteinn – Jói Kalli – Stephen Warnock

Maggi Þórarins – Gummi Ben, Jói Kalli og Jamie Carragher.

Einar Matthías – Gummi Ben hér heima. Hef svo fulla trú á að Tom geri gott sjónvarp úr enska boltanum næsta vetur. Erlendis ber Neil Atkinsson af í því sem hann gerir (TAW), vona bara að hann verði ekki plataður yfir á stærri fjölmiðil. Af sjónvarpsfólki finnst mér því miður Gary Neville bera af. Sérstaklega gaman reyndar í vetur enda Liverpool svipað gott og United var lélegt.

Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

Hver og einn setur kannski sitt lið í ummæli við þessa færslu en það magnaða var að enginn okkar setti nýjan leikmann í raunhæft byrjunarlið fyrir næsta tímabil nema Maggi Þórarins sem var búinn að kaupa De Ligt. Markið og vörnin er nokkuð gefin. Keita, Fabinho, Ox og Wijnaldum fá allir séns með Henderson sem fasta punktinn á miðjunni og enginn ætlar að hrófla við sóknarlínunni.

Allir viljum við samt auðvitað styrkja hópinn með leikmönnum sem gætu komið inn í liðið seinna.

Álit þitt á FSG í dag?

Látum álit Daníels tala fyrir okkur alla

Sé ekki að við gætum verið með betri eigendur. Þeir hafa lýst því yfir að Klopp fái að kaupa hvern þann leikmann sem hann telur bæta hópinn. Hann er nú þegar búinn að fá að kaupa dýrasta varnarmanninn og dýrasta markvörðinn, svo peningar eru greinilega ekkert issue ef leikmaðurinn er réttur. Kirby uppbygging á fullu skriði, og lítur svakalega vel út. Talað um að það verði sótt um næstu stækkun á Anfield í haust. Mæta á mikilvæga leiki og láta sér annt um liðið.

Næsta tímabil verður…

Ingimar – Löng og harkalega barátta við City sem lýkur með sigri hins góða.

Daníel – …okkar tímabil! Djók (samt ekki (samt)).

En það kæmi mér reyndar ekkert á óvart þó það bættust a.m.k. tveir bikarar við safnið á næsta ári. Sé bara ekki alveg hvaða nafn er á þeim bikurum.

Hannes – Spennandi, býst aftur við harðri baráttu milli okkar og City um titilinn. Hvorugt liðið mun ná stigafjöldanum sem þeir voru með í ár en verða samt enn í sérflokki og vonandi verður það tímabil, okkar tímabil

Maggi – Árið sem við tökum enska titilinn.  Liðið og stjórinn búið að sýna það að menn eru að læra og bæta sig stöðugt milli ára.  Menn verða tilbúnir frá fyrsta degi og ég er jafnviss um það að það muni fleiri lið bæta sig í Englandi, það mun duga að ná 92 stigum á næsta ári sem meistarar og LFC tekst það.

Vinnum Super Cup og verðum heimsmeistarar félagsliða en held þó að við náum ekki nr. 7 fyrr en vorið 2021.  Geri mér von um annan ensku bikaranna líka.  3 – 4 titlar on the way.

Óli Haukur – Vonandi aðeins betra en það síðasta sem setti nú ansi háan standard!

Eyþór – Ekki sömu vonbrigði og við eigum að venjast árið eftir að við lendum í öðru sæti. Ég held að félagið bæti við sig bikurum á næsta tímabili – hef líklega minnstu trúna á deildinni, þrátt fyrir að við höfum verið svona nálægt henni þetta tímabilið. Við sáum það bara í bikarúrslitaleiknum að þetta City lið er bara svindllið. Öll lið eru skíthrædd við að mæta þeim og þeir gætu vel farið taplausir í gegnum tímabil. Við getum alveg vel unnið þá í 1-2 leikja einvígi en höfum ekki sömu gæði í breiddinni þegar kemur að því að berjast á öllum vígstöðum.

SSteinn – Vonandi beint framhald af þessu sem var að klárast, bæta við bikarasafnið og skila þeim gamla góða loksins heim á ný.  Hópurinn með meiri breidd og meiri vegferð í bikurum.  Förum áfram langt í CL, þó svo að hún vinnist ekki strax aftur.

Maggi Þórarins – Geggjað!! Áframhald af stemningu og gleði! Sjálfstraustið í liðinu, skipulagið og getan er í hæstu hæðum. Verður skemmtilegt að spila um Super Cup og World Club Cup (titill sem LFC hefur ekki enn unnið). Gætu verið margir bjórar í boði fyrir Klopp aftast í einhverjum strætó ef allt gengur eftir. Vil samt sjá okkur nota meðvindinn sem er í boði þetta sumarið til að landa 2-3 öflugum leikmönnum til að tryggja áframhaldandi velgengni. En stærstu „kaupin“ í sumar eru vonandi framlenging á samning Klopp og þá er ég sultuslakur með framtíðina.

Einar Matthías – Erfiðara en þetta tímabil en vonandi ekkert í líkingu við síðastu tímabil sem Liverpool hefur endað í öðru sæti í deildinni. Það eru mörg dæmi þess að lið lendi í öðru sæti áður en lokastökkuð er tekið og vonandi hefst það loksins næsta vetur. Houllier, Benitez og Rodgers mistókst öllum hrikalega árið eftir voru líka í mun veikari stöðu en Klopp er með liðið núna.

Sigurinn í Madríd opnar vonandi fyrir flóðgáttir hjá Klopp í bikarkeppnum enda hefur hann margsannað að hann á í litlum vandræðum að komast alla leið í úrslit. Það eru þrír titlar í boði aukalega næsta vetur sem þarf aðeins fjóra leiki til að vinna. Ef að Liverpool ætlar í úrslit Meistaradeildarinnar í þriðja skipti og vinna deildina með þessu aukna leikjaálagi þarf alveg klárlega að styrkja hópinn. Ekki bara til að jafna Man City liðið síðasta vetur heldur Man City næsta vetur sem verður líklega ennþá betra. Eins sjáum við hvað Real og Barcelona eru að gera í sumar. Þetta er benchmark-ið hjá liði sem fer tvö ár í röð í úrslit Meistaradeildarinnar.

14 Comments

  1. Góðan daginn meistarar… Evrópumeistarar!

    Stórkostlegt að lesa yfir þetta allt saman og það verður erfitt að toppa næsta tímabil en með Klopp í brúnni þá er allt hægt.

    Svo er yndislegt að sjá að við erum búnir að skipta um hlutverk við barcelona, ekki nóg með að við keyrðum yfir þá og bökkuðum heldur erum við að þukla á stjörnunum þeirra (þjálfaraklám?).

    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-transfer-rumours-news-live-16439025

    Nú mega leikmennirnir fara að koma inn til okkar, þ.e.a.s. þeir sem Klopp vill fá þetta sumarið.

    5
  2. Sælir félagar

    Ég er nokkuð sammála niðurstöðum Kop-ara um flest nema bestu leikmenn tímabilsins. Mo Salah er á undan Mané hjá mér. Þrátt fyrir að Mané hafi átt frábært tímabil, sérstaklega seinni hlutann og skorað öll sín mörk úr opnum leik þá vantar anzi mikið upp á stoðsendingahlutfallið miðað við Salah. En þetta er svo sem ekki mikill ágreiningur og þó allir tali um Mané og lítið hafi heyrst um hvað Salah var góður þá er þetta mitt álit. Ég geri ekki ágreining um annað en þakka fyrir skemmtunina sem ég hefi af þessu sem öðru hér á kop.is

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
    • Tek undir þetta og hafði Salah nokkuð afgerandi í öðru sæti á eftir Van Dijk. Hann komst samt bara tvisvar á blað hjá okkur en auðvitað jákvætt hvað það komu margir til greina. Mané dró t.a.m. vagninn á mikilvægum augnablikum eftir áramót.

      3
  3. Besti leikmaður : 1. Dijk 2. Mane 3. Alisson

    Bestu kaup: 1. Alisson 2. Fabinho 3. Keita(bíðiði bara)

    Mestu framfarir: 1. Trent 2. Winjaldum 3. Mane (var frábær en er orðinn algjörlega heimsklassa og þetta stökk)

    Besti leikur: 1. Barcelona H 2. Bayern Ú 3. Arsenal H
    – Tottenham úrslitaleikurinn var samt sá mikilvægasti en við höfum spilað betur(er samt drullu sama)

    Versti leikur: 1. Rauða Stjarna Ú 2. Napoli Ú 3. Hudersfield Ú (já við unnum 0-1 en liðið var í hlutlausum allan tíman)

    Bjartasta von: 1. Trent 2. Brewster 3. Ben

    Einkunn tímabils: 9,5 – get ekki gefið 10 fyrr en deildinn klárast en þetta er besta tímabilið okkar í áratugi

    Þjálfarateymið: 10 – Það er varla hægt að byðja um meira.

    Vonbriði með leikmenn: Að Clyne hafði ekki verið tilbúinn að berjast fyrir sætinu, að Lallana meiddist en og aftur, Að Keita og Shaqiri náðu ekki að stimpla sig eins mikið inn og maður vonaðist

    Mestu vonbrigði: 97 stig en enginn titil

    Raunhæft draumalið fyrir næsta tímabil: Alisson, Andy, Dijk, Gomez, Trent, Fabinho, Winjaldum, OX, Salah, Firmino, Mane = Það gerist ekki meira raunhæfara en allir heilir og liðið sem fyrr er.

    Álit á FSG = Hafi staðið við sitt og eru ekki fyrir framförum heldur eru ástæðan fyrir framförum liðsins.

    Næsta tímabil= Ég held að það verður mjög erfitt að fylgja eftir deildarárangrinum og spái ég fleiri töpum og færri stigum en samt í baráttu við Man City um titilinn(vonandi setja þeir meistaradeildina algjörlega í forgang og gleyma sér smá í deildinni).
    Við munu samt fagna bikurum(jebb fleirtala) á leiktíðinni og liðið okkar heldur áfram að gefa okkur ógleymalegar stundir.

    YNWA

    4
  4. Einhver sagði sóknin vinnur leiki, en vörnin titla. Margt til í þessu, getum raunar tekið heilshugar undir þessi orð. Nú er auðvitað verið að spá yfir heilt tímabil, hver var bestur ofl. Svo er hægt að spyrja, hvor er betri Salah eða Mane, Vinjaldum eða Fabiniho. Svo er spurningin, hver var bestur af bekknum? sú spurning gleymdist LOL. Nokkuð ljóst svar eftir 4-0. etc. En svona úttekt er bara skemmtileg og megi Koparar hafa ómælda þökk fyrir uppástungurnar, sem fá okkur til að leita leiða til ósamþykkis, sem á flestum sviðum er torsótt, ef ekki ómögulegt.

    YNWA

    4
  5. Gaman ad tessu og madur er sammala flestu en einnig sammala Sigkarli og Einari um ad Salah a audvitad ad Vera I odru sæti yfir bestu menn timabilsins, tad virdist Vera ad blekkja bædi ta sem kusu lid timabilsins a Englandi og ta sem kusu Inna tessari sidu hversu sturlad timabil Salah atti timabilid 17/18. Mer finnst hann afgerandi næst bestue okkar manna a timabilinu SEM var ad enda tott hann hafi ekki att jafn sturlad timabil og timabilid tar a undan. Hann lagdi upp mun meira en Mane og var einnig mun duglegri ad sækja mikilvægar vitaspyrnur Mane var samt frabær og bara ad bæta Sig og vonandi heldur hann tvi bara afram. Myndi setja Mane I 3 sætid og svo I sætunum tar fyrir ofan sennilega Wijnaldum og svo Bakverdina og Allison.

    2
  6. Hlakka til að sjá hvort komi ekki sóknarmaður. Tríóið okkar allir á stórmótum í sumar.

  7. “Ole Gunnar Solskjær fær aðeins 100 milljónir punda til þess að eyða í félagsskiptaglugganum í sumar, nema leikmenn verði seldir” Stendur í vísi.

    Það getur ekki annað verið en Man Und hafi oferdósað á sínum tíma þegar þeir ætluðu að uppfæra liðið að hætti Real Madrid og eru núna að súpa seiðið af því, þar að segja ef þessi frétt er sönn. Enn ein staðfesting á að fjármálastefna FSG var alltaf mjög rökrétt, þó hafi tekið þá tíma að fínslípa sig og finna réttu menn í réttu stöðurnar eins og Jurgen Klopp og Michael Edwards.

    Ég man á sínum tíma voru ansi margir sem vildu að Liverpool færi sömu leið og Man Und. Núna skilja þeir vonandi út af hverju það var aldrei skynsamlegt að fara þá leið. Það er betra að fara ekki fram úr sér í leikmannakaupum og fjárfesta alltaf í týpum sem henta leikkerfinu og ekki á uppsprengdu verði.

    10
  8. Þessi hornspyrna þarna á móti Barcelona, eru fleiri en ég búin að horfa á endurtekninguna mjög oft?

    Með þessu er ég að benda á að það vantar “augnablik tímabilsins” í uppgjörið.

    11
    • Sammála, ég fór í tilfinningarúss og steinlá grenjandi af gleði á eldhúsgólfinu þegar lokaflautið gall í kjölfarið á þessu stórkostlega mómenti.

      2
  9. Augnablik tímabilsins: Svipurinn á Messi þegar staðan var orðin 4-0 á Anfield.

    7
    • Einmitt og ekki var angistarsvipurinn á Suarez minni heldur hahhahaha…

      3

Sheyi Ojo lánaður til Glasgow Rangers (Staðfest)

Breiddin hjá Liverpool og Man City