Byrjunarliðið gegn Barcelona á Anfield

Gerast kraftaverkin ennþá?

Þá er komið að seinni undanúrslitarimmu Meistaradeildarinnar milli hinna tveggja Evrópurisa frá Englandi og Spáni. Rauði herinn tapaði fyrri orustunni á Nývangi á afar ósanngjarnan máta þrátt fyrir hetjulega frammistöðu en er nú kominn á sinn heimavöll með veika von um að vinna stríðið. Það er þó aldrei hægt að segja aldrei með Liverpool og ef einhverjir geta galdrað fram kraftaverk gegn öllum líkindum þá eru það rauðliðarnir okkar.

Til að gera verkefnið enn erfiðara þá vantar okkur tvo af okkar vöskustu vígamönnum í kvöld en Mo Salah og Bobby Firmino verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Til að fylla þeirra skarð mæta bjargvættirnir sem sköpuðu sigurmarkið í síðasta leik en Origi og Shaqiri eru komnir í framlínuna. Í vörnina er Matip mættur á svæðið og Milner inn á miðsvæðið. Þá fá ungliðarnir Brewster og Woodburn sæti á tréverkinu. Að öðru leyti stillir Klopp liðinu upp svona:

Bekkurinn: Mignolet, Wijnaldum, Lovren, Gomez, Sturridge, Brewster, Woodburn.

Mótherjarnir í Barcelona stilla sínu liðið svona upp með fyrrum liðsmenn Liverpool, Suarez og Coutinho, á sínum stað ásamt ágætis öldungi að nafni Lionel í framlínunni.

Enn er þó klukkutími í leik og þeir sem vilja stytta sér stundina fram að byrjunarflautinu geta horft á blaðamannafund Klopp frá því í gær en að vanda var Þjóðverjinn kátur og kankvís:

Oft var þörf en nú er nauðsyn á að Liverpool skrifi sig enn og aftur í sögubækurnar fyrir stórbrotna endurkomu. Kraftaverk rauðliða þarf til og því sjá rauðklæddir Kraftwerk um upphitunarlagið að þessu sinni:

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

83 Comments

  1. Horfðu til himins með höfuðið hátt
    horfðu til heimsins úr höfuð átt

    Ég er stoltur Poolari – YNWA

    5-1

    13
  2. Þessi uppstilling sýnir svart á hvítu hversu ofboðslega litla breidd við höfum. Búnir að vera fáránlega heppnir með meiðsli á lykilmönnum í vetur, eitthvað sem við getum ekki treyst á næsta vetur.

    2
  3. Guð minn góður þetta verður blóðbað spái 1-6 Fyrir Barcelona og þetta eina mark sem Liverpool skorar verður sjálfsmarki frá Continio.

    3
  4. 1:1 jafntefli.

    þessi leiktíð hjá klopp er búin að vera ein alsherjar vonbrigði.

    1
    • Já, gríðarleg vonbrigði að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar og vera komnir með 94 stig í deildinni fyrir lokaumferðina. Ein allsherjar vonbrigði…..

      40
      • borgar sig að vera neikvæður.. við unnum þetta.. fokk hvernig, er þetta hægt?.. kraftaverk?

        2
  5. Þetta er fuck it leikur.

    Leikmenn eiga að drekka í sig andrúmsloftið og keyra á þetta í 90 mín. Barca hafa meiri hæfileika en við getum svo sannarlega gert þeim lífið erfitt.
    Það verður Hápressa í öðru veldi í kvöld og ég er viss um að strákarnir munu selja sig dýrt. Þetta hefur verið mjög góð leiktíð og hver veit nema að við getum gert hana frábæra.

    YNWA – sjáum hvernig þessi leikur þróast og hvort að við getum ekki skorað eitt mark fyrir hálfleik og látið þá svitna aðeins. Liverpool er síðasta liðið í sögu fótboltans sem ætti að trúa því að leikur væri tapaður fyrirfram.

    10
  6. Ef Roma gat unnið þá í fyrra 3-0 á heimavelli í fyrra þá ættu okkar menn að geta það líka.

    2
    • Persónulega fannst mér það ekki fannst hann geta staðið þetta af sér og gert eitthvað betra við þessa stöðu sem að hann var kominn í

  7. haha Fabinho með tæklingu dauðans á Suarez og Owen sagði að það var ekkert á þetta. Ánægður með drenginn

    3
  8. Sæl og blessuð.

    Það er alltaf stuð að halda með Liverpool.

    3
  9. 35 mínútur liðnar og ÉG er úrvinda.

    Hvernig ætli leikmönnum líði?

    5
  10. Staðfest. Suarez er drullusokkur. Þetta hælspark í Robertson er viðbjóður.

    8
  11. Er skíthræddur að fabinho spili ekki allan leikinn í dag hann á eftir að fjúka útaf ef klopp tekur hann ekki útaf og við megum alls ekki við því að fabinho spili ekki allan leikinn. Shaqiri er búinn að eiga nokkrar sendingar sem hafa verið arfaslakar annars er ég mjög sáttur með þennan fyrsta hálfleik.

  12. stórbrotin frammistaða.

    Ég hef það á tilfinningunni að feilskotið hjá Börsungum í blálokin á Camp Nou eigi eftir að reynast afdrifaríkt.

    Shaquiri er með klaufasendingar en hann átti þó meistaralega gjöf sem hefði getað endað fyrir fætur Mane ef Pique hefði ekki náð að slæma fæti í boltann.

    Origi hefur verið frábær, Fabinho, geggjaður, Hendó eins og kóngur, Milner traustur, vörnin spot free, þ.m.t. Alison.

    Svakaleg rimma.

    6
  13. Shaqiri þarf að pikka það aðeins upp samt væri gott ef drengurinn kæmi ferskari í seinni.
    Ánægður með Fabinho lætur þessa vælukjóa Suarez og fleiri heyra það gott hjá honum hann má samt ekki láta senda sig útaf : )

    2
  14. Hvernig er ekki hægt að að dást að okkar liði eftir svona fyrirhálfleik. Skít með leikaratilþrif gestana og Suarez að rottast(eins og Phil Thompson sagði) þá er það krafturinn og dugnaðurinn í okkar mönnum sem er að skila því að við erum enþá inn í þessu einvígi.

    Það væri fróðlegt að sjá hlaupatölurnar eftir fyrirhálfleik en ég tel að þetta séu með því betra sem við höfum séð og er þá mikið sagt.

    Shaqiri virkar gjörsamlega sprungin og sést það á stuttum sendingum hans aftur og aftur en hann er hættulegur. Henderson var stórkostlegur fyrstu 30 mín(held að hann hafi ekki stopað í sprettum) en meiðslin hægðu aðeins á honum, Fabinho er að láta þá hafa fyrir sér og Mane er að sýna að hann er heimklassa en það er reyndar eitthvað sem við vissum.

    Ég veit ekki hvort að við höfum orku í meiri svona læti en sjáum hvort að Klopp og strákanir nái ekki að skora eitt í viðbót og búa til óþægilegar loka mín hjá Barcelona

    YNWA – Ég er á því að við áttum að fá vítaspyrnu þegar brotið var á Mane(er reyndar á þvi að við áttum líka að fá það í fyrrileiknum)

    4
  15. Fínar 45 mín. Shaqiri slakastur en hann setur bara eitt og leggur upp annað í seinni. Suarez er meiri drullusokkur en hinn venjulegi drullusokkur og þá er nú mikið sagt. Dómarinn ber full mikla virðingu fyrir Barcelona, en kannski er ég ekki hlutlaus. Við eigum enn von en þetta á eftir að opnast meira hjá okkur þegar líður á leikinn og eftir því bíður anstæðingurinn. En ég trúi….
    YNWA

    2
  16. Úff, me? Mo og Bobby í li?inu væri þetta actually séns:/

  17. Hvernig sem þetta fer þá var þessi fyrri hálfleikur okkar það verður ekki tekið af Liverpool þeir voru með yfirburði vantaði bara smá heppni í síðustu touchin eftir sendingar en hvað er að frétta af Origi djufull er ég ánægður að það var ekki búið að gefa hann uppá bátinn!

    3
  18. Frábært hjá þeim, við sáum að Barcelona var sprungið eftir fyrri leikinn, ekki vanir að elta.
    Þeir verða þreittir í seinni og þá kemur Brewster inná.
    blabbi er inni : http://blabseal.org/frodo/ fyrir þá sem vantar link.

    1
  19. Barcelona þora ekki að skora, þeir vita að Liverpool munu segja fokk it og fara fótbrjóta þá.

  20. Gininininininiiiii!!!

    TAA með enn eina stoðsendinguna!!!

    Nú finn ég lyktina af ótta katalónanna. Rómablúsinn er farinn að hljóma í eyrum þeirra.

    2
  21. Maður skelfur af taugatitringi hérna, ég trúi varla hvað er að gerast hérna! Koma svo og klára þetta takk fyrir!

    YNWA

    4
  22. Verum að klára þetta í seinni.
    Barca gat hvílt alla sína menn í spænsku Coca Puffs deildinni um helgina meðan við vorum keyrandi á öllum okkar mönnum

    5
  23. Vantar hjartatöflur og stuðtæki eftir þennan leik ligg hérna í fósturstellinguni með 112 stimplað á símann

    8
  24. Ætla Everton stuðningsmenn að selja Gini eða Origi trefla núna;) Ole ole ole!

    1
  25. ÞVÍLÍKT LIÐ ÞVÍLÍKUR CHARACTER hvernig er ekki hægt nema dást af þessu hvað er í gangi ..Liverpool er í gangi félagar LIVERPOOOOOOOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    8
  26. Mér finnst vanta fleirri mörk hjá Wijnaldum 🙂

    Þetta er einu orði sagt DÁSAMLEGT í 790 VELDI:

    Þetta er einn goðsagnakenndasti sigur sögunnar á anfielld.

    BÆ SUAREZ OG COUTINHO…… Þið eruð kannski farnir að sakna okkar 🙂

    13
  27. vá vá vá ég á ekki eitt aukatekið orð! Ég er grátandi hérna í sófanum heima!

    YNWA!!!

    8
  28. Ég er Orðlaus……

    Trúa Trúa og Trúa…. og TRÚA……. YNWA

    6
  29. Ég sem var að reyna að læra fyrir próf, það er ekki búið að ganga vel. Ætla að læra fyrir próf þegar úrslitaleikurinn verður jafnvel þó ég sé ekki að fara í neitt próf.

    15
  30. eruð þið að dreyma sama drauminn og ég, ekki vakna, ég vil ekki vakna…..YNWA

    2
  31. Þetta er alveg stórkostlegt, við töluðum um að við værum ekki með nógu mikla breidd.

    Bang !

    Við erum með hann, þeir heita bara ekki Demble og Jesus.

    Þeir heita eitthvað allt annað og spila með Liverpool

    3

Áheit

Liverpool 4-0 Barcelona