Leikdagur: Barcelona – Liverpool

UPPFÆRT: búið að tilkynna liðin. Svona stillir Klopp upp:

Bekkur: Mignolet, Firmino, Lovren, Alexander-Arnold, Henderson, Shaqiri, Origi

Firmino þykir semsagt ekki nógu hress til að byrja leikinn, en er þó það leikfær að hann er hafður á bekknum. Klopp ákveður að gefa Trent smá hvíld og setur Gomez í hægri bak, vonandi er hann í nægri leikæfingu til að klára það. Þá vill Pearce meina að Keita verði vinstra megin í framlínunni, en það gæti líka alveg verið að liðið svissi yfir í tígulmiðju með Mané og Salah frammi. Þá kemur líka ögn á óvart að Henderson sé á bekk, en þar getur aftur spilað inn í að liðið þarf að spila 3 leiki á næstu 7 dögum.

Látum þetta allt koma í ljós. Ég er nokkuð viss um að Klopp viti hvað hann er að gera.


Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 19:00 í kvöld, leikurinn er á Camp Nou en undanfarna daga höfum við heldur betur kynnt okkur andstæðinginn.

Upphitun 1Samanburður á Liverpool og Barcelona 

Upphitun 2Barcelona á Franco tímanum, Johan Cruyff, La Masia og undanfari Guardiola liðsins.

Aukaefni Upphitun fyrir Real Madríd leik árið 2014.

Snúum okkur núna að leiknum í kvöld. Staðfest byrjunarlið koma inn í þessa færslu á hefðbundnum tíma klukkutíma fyrir leik.

Bobby Firmino og Fabinho eru báðir leikfærir og ættu að koma inn í byrjunarliðið. Mesta óvissuatriðið er því hvort Wijnaldum eða Keita byrjar leikinn, aðrir ættu að velja sig sjálfir. Keita hefur verið í mun betra formi undanfarið, hann hefur komið gríðarlega sterkur inn og ætti að henta mjög vel gegn andstæðingi eins og Barcelona. Hann og Firmino eru okkar bestu leikmenn þegar kemur að pressu. Það er mjög ólíklegt að Barcelona pakki í vörn eins og nánast öll lið sem við höfum mætt á þessu tímabili og vonandi opnar það á gegenpressing, okkar sterkasta vopn.

Wijnaldum er engu að síður líklegri að mínu mati enda verið lykilmaður hjá Klopp allt tímabilið og lengst af staðið sig mjög vel. Hann er samt búinn að missa “sína stöðu” til Henderson sem verður að byrja þennan leik í box-to-box stöðunni sem hann hefur verið að spila undanfarið. Liverpool þarf að þora að sækja á þetta Barca lið og því vill ég frekar Keita.

WhoScored stillir líklegum byrjunarliðum upp svona:

Liverpool liðið er töluvert yngra og hafa verið á uppleið undanfarin ár. Það er ekki hægt að segja að Barcelona hafi verið á niðurleið enda voru þeir að vinna deildina á Spáni og eru komnir þetta langt í Meistaradeildinni. Mögulega er Liverpool samt sterkasta liðið sem þeir hafa mætt í einhvern tíma.

Það eru ekki margar sóknarlínur sterkari á pappír en okkar, þetta er ein þeirra og sú besta af þeim öllum. Dembele er svo á bekknum og Malcom sem Barca keypti fyrir tímabilið hefur varla komið inná í vetur. Það er töluvert sterkara en Shaqiri, Origi og Sturridge sem við erum að vinna með.

Liverpool var mjög ósannfærandi í riðlakeppninni en hefur fundið taktinn eftir áramót. Barcelona vann sinn riðil með Inter og Tottenham og er búið að rústa báðum viðureignum núna eftir áramót gegn Lyon og Man Utd. Þetta Lyon lið sem þeir rústuðu er eitt af fáum sem er búið að vinna Man City á þessu tímabili.

Hér er blaðamannafundur Klopp fyrir leikinn


Hin viðureignin hófst svo í kvöld þegar magnað lið Ajax lagði Tottenham á Wembley. Son var í banni og auk hans vantaði Kane og Lamela sem gætu allir náð seinni leiknum. Tottenham núna minnir óneitanlega töluvert á Liverpool á síðasta tímabili sem var í miklum vandræðum síðustu vikurnar þegar langt tímabil og lítill hópur fór að taka sinn toll. Tottenham er engu að síður langt frá því að vera úr leik, þeir geta sannarlega unnið Ajax liðið úti.

Ajax sá um Juventus og Real Mardríd. Liverpool afgreiddi Bayern og vann einn leik gegn PSG. Næst er að klára Barcelona og þá hafa þessi lið unnið öll risaliðin utan Englands.

Spá: 

Segjum 0-2 rosalegt kvöld á Camp Nou. Þetta er samt sannarlega leikur sem getur vel farið 4-0 fyrir hvoru liði. Mané og Henderson skora.

65 Comments

  1. Takk fyrir þetta, ég spái 1-1. það yrðu góð úrslit fyrir okkur. Er einhvern veginn ekkert stressaður fyrir þennan leik.

    3
  2. Svo framarlega sem vid naum utivallarmarki, og ad Barca setji ekki meira en 2 mork, tha er eg sattur.
    Thad aetti ad duga fyrir seinni leikinn a Anfield.

    Drauma-scenario er ad their finni ad their hafi ekki thessa Liverpool-orku og missi hausinn (i.e. gefist upp).

    1
  3. Þvílíkur risaleikur þetta er að mæta Barca í undanúrstlitum meistaradeildarinnar það gerist varla betra fyrir alla fótboltaáhugamenn….

    1
  4. Sælir félagar

    Spái 1 – 2 og ræði þeð ekkert frekar. Afram Liverpool og svo er bara að vona að stuðningsmenninrnir í borginni hagi sér eins og menn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  5. Því miður Sigtryggur þá eru fávitar í öllum hópum líka hópi stuðningsmanna Liverpool, Ég vona að þessir rasshausar sem haga sér svona fái bann og þeim sem urðu fyrir barðinu á þeim verði boðið á leikinn á Anfield eða eitthvað álíka, skömm að þessu.
    https://twitter.com/LFC/status/1123538934242398210

    8
  6. Sammála þér Auðunn og Sigtryggur, þetta er til háborinar skammar, þessa aðila á að útiloka frá öllum leikjum LFC forever, svona framkoma er ekki undir nokkrum kringumstæðum liðin.

    YNWA

    2
  7. Þetta verður rosalegur leikur og mjög erfitt að spá fyrir hvernig Klopp mun leggja leikinn upp.
    Við vitum hvernig Barcelona spilar en Klopp þarf að ákveða hvort að hann færir okkur aftur og við beitum skyndisóknum með hraða Mane/Salah en að verjast skyndisóknum er veikleiki Barca eða við förum bara all inn í þetta og setjum hápressu á þá og gerum þeim lífið leit.
    Já Barcelona eru snillingar að spila sig í gegnum hápressu en þeir hafa aldrei fengið Liverpool hápressuna á sig sem er allt annað skrímsli en þeir hafa átt að venjast.

    Ég spái því að Klopp prófar báðar útfærslur í þessum leik.

    2-1 fyrir Barcelona en það er veganesti sem maður er sáttur við að taka á Anfield.

    YNWA – Allez, Allez og síðast en ekki síðst Allez

    2
  8. þetta fer 1-3 fyrir okkur lið 3 fremstu skipta mörkum fyrir okkur og Kötturinn setur 1 Barca og fagnar ekki ??

    2
  9. Eg held ad Klopp muni byrja leikinn varfaernislega og leyfi Barca ad koma a sig og beyti svo skyndisoknum. Thad er algjor otharfi ad hleypa leiknum upp og galopna thetta med hapressu fra fyrsta flauti. Hann getur att thad inni en eg hef ekki tru a thvi ad hann byrji thannig. Thad getur sprungid i andlitid a honum mjog fljott og latid hann lita illa ut. Conservative fyrstu minuturnar, sja hvernig Barca kemur a okkur, og sprengja svo a tha thegar faeri gefst og refsa fyrir oll mistok.

    Barca mun vera meira med boltann a heimavelli. Eg vona bara ad vid leggjumst ekki of nedarlega thvi tha gaetum vid lent i sma basli.

    1
  10. Einhverjar sögusagnir um að Bobby sé ekki klár ,það væri hroðalegt.

    1
  11. Sælir félagar

    amkoma stuðningsmanna Liverpool í Barcelona er með öllu ólíðandi. Ég krefst þess sem stuðningmaður liðsins að allir þeir sem hægt er að þekkja á myndum þarna verði útilokaðir frá öllum viðburðum á vegum klubbsins ævilangt. Andstyggð að horfa uppá þetta. Einnig birt á Facebook.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  12. Spái 2-2, sem væri ágætt veganesti í hið ógnvænlega virki okkar.

    “We’ve been to PSG and Napoli, Belgrade, Germany.”
    “And then we went the Allianz, and Liverpool scored three.”
    “Porto, Barcelona, who the fuck you trying to kid?”
    “‘Cos we’re the mighty Liverpool, we’re going to Madrid.”

    Öll pressan er á Barca og það mun telja töluvert í þessum leik. Ég get ekki beðið eftir þessari veislu!

    2
  13. liverpool vinnur barcelona í kvöld, við erum bara einfaldlega of góðir fyrir þá.

    4
  14. Erfitt að spá í hann þennan.
    Það er næsta víst að leikurinn verður fótboltaleg veisla og gæsahúðartilþrif á báða bóga.
    Ég hendi 2-2 á þetta og þrjú smella í rammanum.
    Bíð spenntur eftir byrjunarliðunum og reyni að taka djúpöndun fram að leik.
    YNWA

  15. Veit einhver hvort leikurinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport?

  16. Liðið er komið. Trent, Hendó og Firmino allir á bekknum. Gomez í hægri bak. Veri hann velkominn í slaginn!

  17. Þetta barcelona lið er samt allt annað lið enn fyrir 2-3 árum. Þjálfarinn þeirra valverde spilar allt annað enn tikitaki fótbolta og sá ég að barcelona er það lið sem hefur átt flestar skyndisóknir í meistaradeildinni eða 16 talsins. Liverpool eru búnir að eiga 9 skyndisóknir enn mun fleiri snertingar inná teig andstæðingsins. Svo ég held þetta verði Liverpool mun meira með boltann enn Barca í þessum leik. Spái 2-1 fyrir barcelona þar sem þessi gerir einhvað sturlað og seinni leikurinn verði einn sá besti í sögu fótboltans

    2
    • Mér fannst “þessi” eiga jafnvel betur við, hægt að skeyta nokkrum vel völdum orðum þar fyrir aftan !

      1
  18. Mín spá.
    Barselóna 1
    Liverpool 2

    Liverpool mun leika við
    lið frá Barselóna.
    Við leikum þá á lífsins svið
    og leggjum þessa dóna.

    1
  19. Vàà þvìlìkur fàviti sem hann suarez er a? fagna svona gegn klùbbnum sem ger?i hann. Missti alla vir?ingu fyrir honum.

    3
  20. Djöfull er Suarez að fara vel í taugarnar á mér í þessum leik. Vælandi yfir öllu og með almenn leiðindi sem maður hefði ekki búist við af fyrrverandi Liverpoolmanni.

    1
  21. Sýnist Suarez ætla að verða leikmaður sem liverpool stuðningsmenn byrja að líka mun verr við en áður hann er að rifast i öllum og vill ég að leikmenn liverpool reddi honum eins og einu rauðu spjaldi fljótlega því hann virðist eitthvað tæpur á geði i leiknum

    1
  22. Mætti halda að allt Liverpool liðið hafi sofið hjá konunni hans Suarez. Það má ekki anda á kallinn þá er hann brjálaður. Annars væri nú gaman að sjá eins og 1 eða 3 Liverpool mörk í seinni.

    2
  23. Comentator: Suarez could have an argument with himself in a phone booth. Lýsir honum svolítið,blessuðum.

    3
  24. Hvað er að ykkur, Suarez var nákvæmlega svona þegar hann var hjá okkur. Stríðsmaður inná vellinum.

    7
  25. Rosalegur fyrri hálfleikur.

    hrikalegt að missa Keita út af og þar með riðlast allt spilið hjá okkur.

    Suárez er fáviti. Maður fagnar ekki gegn sínum gamla klúbbi. Fer að skipta um nafn.

    Robertson alveg skínandi, Mané hársbreidd frá því að skora og átti að fá víti snemma leiks. Salah lætur varnarmenn líta illa út en þeir eru líka ansi erfiðir við hann. Fabinho vinnur vel úr erfiðum stöðum.

    Hendó kemur inn á áður en hann var tilbúinn í þetta. Alba fór oft illa með hann.

    Markið var ferlegt. Vörnin vitlaust uppstillt – Virgill of aftarlega og Matip átti að gera betur. Hendó líka.

    Er ekki VAR í þessum leik annars? Fullt af vafaatriðum…

    Hvað í veröldinni gerist í seinni hálfleik??? Hvenær fáum við Firmino inn á?

    Dæmigert fyrir okkar menn. Frábærir á köflum en nú þarf að setja alla orku í þetta og leikurinn gegn Rafa og co. er í uppnámi.

  26. Erum einfaldlega ekki nægjanlega góðir vill sjá Firmino og TAA koma inná strax okkur vantar að skora mark getum ekki leyft þeim að koma á Anfield með sigur í fyrri!

    1
  27. Stórfurðulegt að andskotast í Suarez fyrir að fagna marki.
    Hann er grjótharður keppnismaður og við elskuðum hann einmitt fyrir það.
    Hitt er annað mál að það má alveg bullsjóða á honum og kallinn komi sér í vandræði.
    Vont að missa Keita. Hann var frábær og Hendó ekki náð taktinum almennilega.
    Við fáum færi og nú þarf að nýta þau.
    YNWA

    6
  28. Liðið okkar að spila frábærlega þó við séum undir. Hve mörg lið hafa komið á þennan völl og stjórnað stórum hluta leiknum. Ég er allavega stoltur að halda með þessu liði.

    2
  29. Erum búnir að vera flottir fyrstu 20 i seinni en færin verðum við að nýta sérstaklega Milner þarna úr svona stuttu færi að láta markvörðinn grípa boltann er lélegt

  30. Stoltur af mínum mönnum þeir hafa gefið allt í þetta so far hefði viljað sjá Firmino og TAA inná þar sem ég er mikill aðdáandi af þeim og sakna þeirra í þessum leik.
    YNWA !

    2
  31. Þetta verður erfitt á annfield, verðum að koma inn einu marki það myndi gera svo mikið fyrir okkur

    1
  32. Gersamlega ömurleg óheppni sem eltir okkur í þessum leik og allt leikur við Barcelona alveg orðlaus að Becker er ekki búinn að verja nokkuð búinn að fá á sig 3 mörk og samt er ekki hægt að segja að hann sé búinn að vera lélegur fyrir utan að varnarveggurinn var lélegur i síðasta markinu þar sem boltinn fór utfyrir vegginn

    1
  33. hrikalegt.

    Salah að skora ekki þarna. Mark sem hefði breytt öllu.

    3
  34. 3-0, Engin bikar en eitt foucking árið . Djöfull er ég orðin þreyttur á þessu endalausu vonbrigðum ár eftir ár.

    3
  35. Það væri svo gott ef Liverpool væri með einn hreinræktaðan sóknamann í liðinu sínu en ekki miðjumenn sem Klopp vill hafa sem sóknamenn.

    2
  36. Að hugsa sér að Arsenal, Chelsea og Spurs eigi öll möguleika á betra tímabili en Liverpool er ótrúlegt.

    4
  37. Hvað var þessi Joe Gomez að gera í dag í liðinu. Hann færir sig frá í þriðja markinu og skapaði alls konar vandræði allan leikinn fyrir liðið. 2 markið verður til upp úr einhverju rugli hjá honum.

    3
  38. Jæja þá er bara að eiga liðið upp fyrir Newcastle, yrði svo skrifað í skýin að tapa stigum þar.

  39. Það er bara hálfleikur ef við nýtum færin okkar á anfield þá er möguleiki þetta er ekki búið,baca hafa ekki verið neitt sérstaklega góðir á útivöllum.

  40. Flottur leikur Liverpool. Aldrei séð Barca yfirspilað eins og Liverpool gerðu í seinni hálfleik. Messi sást ekki mikið. Fékk boltann á silfurfati og góð aukaspyrna hans af öxl Gomez og skrúfast þaðan í netið. Van Dijk missti einveitingu í fyrsta markinu. Liverpool nýtti ekki færin sín en Barca eiginlega öll sín þar til í viðbótartíma. 1-1. 2-1. 2-2. Hefði allt verið sanngjarnt. 3 0 alls ekki. Var ánægður með spilamennskuna og flest í leiknum nema Joe Gomez

    1

Barcelona – Mes que un club

Barcelona 3 – 0 Liverpool