Gullkastið – Fari það í kolbölvað!

Hlóðum í þátt strax í kjölfarið á þessum hræðilegu úrslitum í Barcelona.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 236

18 Comments

  1. Við byrjuðum þennan leik mjög vel og gátum auðveldlega sett boltann í netið, það hefði breytt öllu. Ég skil ekki þessar plammeringar á Klopp. Mér leið vel þangað til að mark númer númer tvö kom en auðvitað snýst þetta um að nýta færin.

    16
  2. Óskiljanleg gagnrýni á Klopp að skipta ekki fyrr. Hann fær leikmennina í korter og þar er séns að gera breytingar. Klopp gefur þessu smá tíma til að virka og við erum hreinlega betri en Barca fram að seinna markinu, meira með boltann sköpum okkur meira og erum að komast í færi. Hvaða þjálfari í heiminum færi að breyta liðinu í þessari stöðu á nou camp? Við fáum á okkur mark og Klopp skiptir um leið.
    Það var ekki upplegg eða skiptingar Klopp sem tapar þessu, tölfræðin og færin sýna það.

    17
  3. Þetta voru ein mest pirrandi úrslit síðari ára. Liverpool lék mjög góðan leik og átti að fá meira út úr leiknum. Hinsvegar réð Liverpool ekki við náttúruleg gæði Messi, Suarez og Ter Stegen, auk þess að lukkan var alls ekki með LFC í liði. Það er ekkert við því að gera annað en að sætta sig við að fótboltinn er ekki alltaf sanngjarn.

    4
  4. Grobbelaar, also nicknamed “Jungleman”, is at the heart of a fearsome plot, a conspiracy that never ends. Liverpool has not won the Premier League for twenty-nine years and is both the instigator and the key. At least, that’s what he believes. He shows a picture on his smartphone, taken in the early 90s. “Do you see the marabout here?” On the lawn of Anfield, the Liverpool stadium, a little man poses at the guardian’s side, his body stunted, his black skin painted white. “It’s because of him that Liverpool has not been champion since all this time, swear Grobbelaar. He said, “If Jungleman does not work at the club, then you will not win the title anymore.” Well, Grobbelaar got a representation job last year. “To break the spell, I also had to piss on the four goal posts. I urinated on one of the two cages but I got caught. It was 2014, we came in second. ”

    https://www.archyworldys.com/premier-league-liverpool-chess-and-myths/

    5
  5. Aðdáunarvert að horfa á liðið okkar spila hvort sem það eru góð úrslit eða vond úrslit get ekki sagt það sama um andstæðinginn í gær því miður hann vildi ekki spila fótbolta heldur falla rúlla Íþrótt sem ég hef ekki mikla þekkingu á enda ekki verið að fylgjast mikið með liðum sem eru í þeirri Íþrótt.
    En þrátt fyrir allt þá kemur dagur eftir þennan dag og framtíðin er björt.
    Og eitt að lokum ef einhverjir ManU skrípalingar eru að plammera eitthvað á ykkur bara glotta og spyrja þá hvort það eigi að nota bróður Karíusar í markinu út tímabilið eða eitthvað álíka ruggl.

    YNWA.

    2
  6. Seinni leikurinn er eftir, Roma tapaði 4-1 í Barcelona í fyrra, en vann seinni leikinn 3-0 þannig að þetta er ekki búið nema síður sé. Við vorum síst verri, málið var bara að dauðafæri voru ekki nýtt.

    YNWA

    4
  7. Mikið er ég feginn að fleiri en ég skilja ekki þessa gagnrýni á Klopp. Við vorum í fínum málum í þessum leik og maður beið bara eftir markinu. Ef við keyrum á þessar ofdekruðu prímadonnur á Anfield og leyfum þeim ekki að ná andanum, þá geta þær hæglega brotnað niður. Vonandi fáum við dómara sem þorir að dæma á þennan fjandans leikaraskap hjá þeim.

    Ömurlegt að missa Keita út þetta tímabil en þá er bara að gefa honum góðan tíma til að byggja sig upp fyrir næsta tímabil.

    12
    • Hárrétt hjá þér Svavar Station. Barcelona geta svo sannarlega verið brothættir og sýndu það heldur betur í Rómar-borg í fyrra. Auðvitað verður þetta drulluerfitt og frekar langsótt, en alls ekki útilokað.

      5
  8. Messi með eitt af flottari mörkum ársins og svo fylgdi hann vel eftir og skoraði því tvö mörk. Messi er fyrir mér besti fótboltamaður allra tíma en mér fannst samt okkar menn hafa gott tak á honum í þessum leik úr opnum leik.
    Hann var orðinn mjög pirraður því að það gekk lítið hjá honum, hann ógnaði ekki mikið og komst í mjög fáa spretti og þegar hann tók spretti þá lenti hann oftast á liverpool varnarmúr.
    s.s stórglæsileg aukaspyrna, réttu maður á réttum stað í fylgja eftir og svo átti hann flottan sprett á 95 mín þegar nánast allir okkar kallar voru farnir fram og Barca kallar keyrðu á okkur 3 á 1.

    1
  9. Pælið í þessu… Er þetta hægt?

    @VirgilvDijk still hasn’t been dribble past even after facing the likes of Messi & Suarez.

  10. Dapurt að sjá Messi kýla Fabinho. Held að við sjáum Anfield taka mjög vel á móti honum.

    2
  11. Ef menn skilja ekki Gini move-id uppá topp tha skilja menn ekki fotbolta/taktik.

    Horfid a leikinn aftur. Barca reyndu ad spila sig i gegnum hapressu Liverpool en gafust svo upp! Gafust upp og foru ad negla boltanum yfir fyrstu og jafnvel adra linu – hence, thad for allt flædi ur theirra leik og their gatu ekki byggt neitt upp.

    Ef menn hefdu tekid færin sin tha væru allir ad hrosa Klopp. Taktik hefur ekkert ad gera med hvort færi seu tekin eda ekki. Vid fengum fullt af færum og vorum betri adilinn, hefdum allavega att ad setja 2 mörk. Hvad viljid thid meira?

    1
  12. “Minnkar likurnar a ad skora thegar thu ert med verri menn fram a vid…”

    Gini var ekki ad kludra neinum færum. Hans hlutverk var ekki ad stinga ser eda koma ser i færi, cmon Steini. Their sem hefdu matt skora ur sinum færum voru Salah(!!!), Milner og Mane.

    Med Gini inna i stadinn fyrir Origi eda Shaq, tha voru Barca einmitt ad negla boltanum fram og vona thad besta og fengu ekki ad stjorna leiknum.

  13. Anskotans helvíti, lengi gat vont versnað, núna er það staðfest að Liverpool verður án bæði Bobby Firmino og Mo Salah á móti Bacelona. þá held ég að þetta sé endanlega búið.

Barcelona 3 – 0 Liverpool

Áfram gakk, Newcastle á laugardag