Barcelona 3 – 0 Liverpool

Liverpool heimsóttu Barcelona á Nou Camp í kvöld og þurftu að þola 3-0 tap.

Mörkin

1-0 Suárez (26. mín)
2-0 Messi (75. mín)
3-0 Messi (82. mín)

Gangur leiksins

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt, Liverpool síst minna með boltann. Það kom fljótlega í ljós að Keita var á miðjunni með Milner, Fabinho var djúpur og var sá sem fyrst og fremst passaði Messi. Það sem kom mest á óvart var að Wijnaldum fór beint í stöðuna hans Firmino, var semsagt í miðjunni í framlínunni. Skoðum það fyrirkomulag betur á eftir. Keita entist reyndar bara í 24 mínútur, hafði orðið fyrir hnjaski snemma og gat svo ekki haldið áfram eftir að hafa lent í tæklingu. En á 26. mínútu náðu Barcelona forystunni. Sending inn á teiginn frá Alba þar sem Suárez var mættur og nikkaði boltanum framhjá Alisson. Ekkert þannig að þetta mark hafi legið neitt í loftinu, það hafði allt verið í járnum fram að þessu. Leikurinn hélt áfram á svipuðum nótum eftir markið, enda vissu menn alveg að það að fara heim með 1-0 tap á bakinu var ekkert til að missa svefn yfir. Mané fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina á 37. mínútu og hefði vel getað gert betur, en skaut vel yfir.

Staðan í hálfleik var því 1-0, ekki optimal en vel hægt að vinna með það.

Í síðari hálfleik kom mun ákveðnara Liverpool lið inná, þó skipað sömu leikmönnum. Salah átti gott skot sem Ter Stegen varði vel í horn, Milner fékk opið færi af vítapunktinum en skaut nánast beint á markvörðinn. Semsagt, með aðeins meiri ögun hefðu okkar menn vel átt að geta sett eitt eða jafnvel tvö mörk, og spilamennskan var þess eðlis að það hefði verið fullkomlega sanngjarnt. En fótbolti er bara alls ekki sanngjörn íþrótt, því á 75. mínútu skoraði Lionel Messi annað mark Börsunga eftir að Suárez átti skot í þverslá. Það var ekki fyrr en eftir það mark sem Firmino kom inná í staðinn fyrir Wijnaldum, ansi seint að margra mati. Í stöðunni 2-0 var orðið talsvert mikilvægara að ná útivallamarki, en því miður voru það Barcelona – og þá í raun bara Lionel Messi – sem bættu við. Þegar 10 mínútur voru eftir voru Barca í sókn, Messi leggur af stað í þríhyrning við Suárez en hleypur á Fabinho og kýlir hann í hausinn í leiðinni. Auðvitað var það Messi sem fékk aukaspyrnu. Sanngjarnt? Svosem ekki okkar að dæma, dómarinn sér um það. Messi stillti upp boltanum, og við vitum alveg hvað hann er fær um í svona aðstæðum. Messi sendi boltan vinstra megin yfir vegginn (frá sér séð), boltinn fór reyndar aðeins í öxlina á Gomez, en það er engin leið að segja hvort Alisson hefði varið annars. Boltinn fór a.m.k. rakleiðis upp í samskeytin. 3-0, og leikurinn auðvitað búinn. Liverpool var reyndar alveg grátlega nærri því að setja þetta langþráða útivallamark örfáum mínútum síðar, en þá komust okkar menn í skyndisókn, Firmino átti skot sem var bjargað á línu en boltinn barst til Salah. Í svona 9 af hverjum 10 skiptum hefði Salah skorað, en þarna setti hann boltann í stöngina.

Á síðustu mínútu uppbótartímans voru okkar menn svo afskaplega heppnir að fá ekki á sig fjórða markið þegar Barca komst í skyndisókn en afar lélegt skot fór beint á Alisson.

Leikurinn endaði því 3-0, sem eru bara alls ekki sanngjörn úrslit en eins og áður sagði, en það er ekki spurt um sanngirni í þessum leik.

Frammistaða leikmanna

Það er erfitt að velja mann leiksins eftir svona úrslit. Var einhver að spila vel ef lið tapar 3-0? Jú reyndar. T.d fannst mér Robertson vera sívinnandi, og sýna þarna enn og aftur af hverju hann er besti vinstri bakvörðurinn í deildinni. Að mínu mati á hann líklega einna helst skilið að hljóta nafnbótina maður leiksins.

Var einhver sem átti slæman dag? Tja, maður spyr sig með uppstillinguna. Var Wijnaldum rétti maðurinn til að leiða framlínuna? Reynslan af leiknum segir að svo hafi ekki verið. Persónulega hefði ég frekar viljað hafa Origi þarna frammi, svona fyrst Firmino var ekki tilbúinn til að spila allan leikinn. Að vísu sagði Klopp fyrir leik að hann hafi fengið grænt ljós frá Firmino sjálfum sem og læknateyminu, en kaus að nota hann aðeins síðasta korterið eða svo. Nú þekkjum við ekki öll smáatriði varðandi heilsufar leikmanna, sem og hvert planið er fyrir leikina tvo sem framundan eru á næstu 7 dögum, en eftirá að hyggja hefði maður viljað sjá Firmino eiga stærri hlut í leiknum, þó ekki nema að leyfa honum að koma inná korteri fyrr. Þá fannst manni Gomez vera í vandræðum, og vafasamt að hann hafi haft þol til að spila allan leikinn.

Svo er eitt sem við verðum að ræða, og það er þessi “fair-play” stefna liðsins. Nú er ég sjálfur afskaplega hlynntur því að liðið spili á eins heiðarlegan hátt og mögulegt er. Dýfur eiga ekki að sjást, og liðið á að einbeita sér að því að spila fótbolta frekar en að henda sér í grasið eða djöflast í dómaranum. Og Klopp leggur vissulega upp með að láta menn spila heiðarlega. En svo mætir liði eins og þessu Barca liði, og eins og það gat nú verið gaman að hafa Suárez okkar megin var það alveg jafn pirrandi að hafa hann á móti sér, sérstaklega þegar hann var að henda sér niður við minnstu snertingar eða sífellt að væla í dómaranum. Nú ef hann hefði verið einn um þetta hefði hugsanlega mátt þola við, en gallinn var bara sá að megnið af Barcelona liðinu var að spila leiðinlegan – en um leið afskaplega áhrifaríkan, því miður – fótbolta. Ætti Klopp að segja við sína menn: “Spilið jafn heiðarlega eins og andstæðingurinn gerir”? Hann vill það greinilega ekki, og er maður prinsippa. Líklega verður maður að virða hann fyrir það, þó það sé sérlega pirrandi eftir leik eins og þennan.

Næstu leikir

Framundan er leikur við Newcastle með Rafa Benitez í deildinni. Leikur sem er “must win”, jafnvel þó svo líkurnar á því að Brendan Rodgers geri City skráveifu séu ekkert gríðarlegar þá eru þær engu að síður samt til staðar. Og þá verður Liverpool einfaldlega að vera tilbúið að grípa gæsina.

Nú og svo er það heimaleikurinn gegn Barcelona á þriðjudag eftir viku.

Eigum við séns?

Við höfum örugglega mörg okkar spurt nákvæmlega sömu spurningar í hálfleik í Istanbul. Mörg okkar hafa þá örugglega svarað “Nei”, undirritaður þar á meðal (ég var að smíða í fyrri hálfleik og ætlaði að horfa á seinni, en þegar ég heyrði stöðuna ákvað ég að halda áfram að smíða. Kærið mig). Við vitum öll hvernig það fór. En við vitum líka að sá leikur var algjörlega einstakur, og að svona lagað gerist ekki nema örsjaldan. Hvað þá á móti liði eins og Barcelona. Munum samt að ef það á einhverntímann að vera hægt að vinna upp þriggja marka forskot gegn Barcelona, þá er líklega besti möguleikinn á Anfield. Liverpool með bakið upp við vegg með seinni leikinn á heimavelli? Munum bara hvernig Dortmund ævintýrið fór. Semsagt, ekki útilokað, en klárlega afskaplega erfitt.

Ef liðið á að ná að komast í úrslitin í Madrid í lok mánaðarins, þá verður t.d. að stoppa Lionel Messi. Mjög einfalt. Þessi maður er algjör svindlkall þegar kemur að knattspyrnu, og hann sýndi það svo um munaði í kvöld. Hann má ekki fá annan svona séns á þriðjudaginn. Því miður hjálpar það okkar mönnum ekki að Barcelona eru búnir að vinna deildina, og geta því þess vegna spilað varaliðinu um helgina ef þeir vilja, á meðan okkar menn geta lítið leyft sér að hvíla. Það verður eitthvað róterað um helgina, og svo er spurning hvernig Klopp stillir upp eftir viku.

Möguleikarnir á því að liðið nái í dollu þetta tímabilið virðast ekki miklir í augnablikinu. En þetta er ekki búið fyrr en dómarinn flautar leikinn af.

48 Comments

  1. Það vantar alla hreyfingu í þessa framlínu, engin hlaup inn fyrir vörnina og þá sjaldan sem þau koma er gefið aftur á markvörðinn.

    Sjáið bara Barca, það er hvert færið á fætur öðru vegna svona hlaupa, líka hjá manc Í deildinni!!

    Hvað eru komnar margar sendingar á Gomez uppí hægra hornið??!!

    Eins góður og Klopp er eru til fleiri leiðir en hans til að vinna leiki, eins og berlega kom í ljós í kvöld!

    3
  2. Stefnir í enn eitt vonbrigða tímabil – Virðumst ekki hafa mannskap til að klára nokkurn skapaðan hlut.

    8
    • Já einmitt, stöngin út og hreinsad burt, sláin út og og beint i mark hjá theim….

      4
  3. Vá andsk…..sjokk var thetta, nánast allann leikinn á pari vid Barcelona og hvad gerdist svo??????? Langar ekki i vinnuna á morgun eda bara neitt yfirhöfud, já nú dökknadi heldur betur yfir manni sem Poolara?

  4. Því miður vorum við ekki á sama leveli og Barca í kvöld og náðum aldrei að sýna okkar takta í þessum leik. Var ekki sammála uppstillinguni að hafa Keita þarna og Gomez í hægri bak. Það þýðir ekkert að vera með meiri varnarstillingu á móti liði eins og Barca þaes Gomez , Matip , VVD þeir Barca þrífast á því að lið reyni að spila varfærnislega á móti þeim.

    Áttum að fara með byrjunarliðið sem við notum venjulega heima þaes Firmino fremstan og TAA í hægri bak ég veit vel að það er auðvelt fyrir mig að segja þetta eftir á en þegar ég sá uppstillinguna þá leist mér ekki á hana en engu að síður þá gáfu menn sig þetta og voru góðir jafnvel eftir fyrsta markið eftir annað markið þá slokknaði á okkur.

    Þýðir ekki að gráta Björn bónda nú skal hefna og það í næstu viðureign við leggjumst ekki svona aftur fyrir þeim!

    8
    • Ekki á sama leveli ? Á hvaða leik varst þú að horfa vinur ? Við vorum með tögl og haldir í þessum leik að stórum hluta. Stöngin inn, stöngin út var eini munurinn í þessum leik.

      23
  5. Jæja. En eitt titlalausa tímabilið á leiðinni. Klopp stillti þessu liði upp eins lítill krakki sem veit ekkert um fótbolta. Því miður er Klopp ekki rétti maðurinn í að vinna titla fyrir okkur

    10
    • Hvar ert þú búinn að vera undanfarin þrjú ár, lagsmaður?

      12
      • Ok þurfið ekki að vera sammála en. Þið getið ekki neitað því að þetta er enn eitt titlalausa tímabilið. Deildin er í höndum City sem vinna leiki án þess að svitna og við erum aldrei að fara skora 3 gegn þessu frábæra barcelona liði. Ef við gerum það þá erum við mjög líklega að fara fá á okkur eitt mark sem mun enda þessa viðureign eins og skot.

        6
      • Viltu gera mér einn greiða Gunnar ef LFC vinnur deildina vilt þú þá hætta að koma hér inn og skrifa ?

        8
      • Er nú pínu sammála Gunnari … það má alveg vera gagnrýnin á Klopp og félaga þannig helst pressa á að menn skili árangri. Árangur í dag er mældur með titlum hjá Liverpool. Þannig á það líka vera. Klopp er búinn að vera í nokkur ár og hefur ekki enn skilað titli. En hann hefur fært okkur frábært tímabil og skemmtilegan fótbolta. Liverpool er stöngin inn frá því að vinna tilta á þessu tímabili. Nú reynir á að menn haldi fókus og Klopp sigli þessu heim. En ég er á því að Klopp hafi gert mistök í uppstillingunni í dag og líklega er ástæðan að við skoruðum ekki í dag af því að hann notaði Winjaldum sem fremsta mann. Hefðum verið mun ógnandi hefði Klopp byrjað með Firmino sem fremsta mann … allavegana líklegri til að skora. Var að vonast eftir því að Klopp hefði sett hann inn á strax í seinni hálfleik. Að sjálfsögðu megum við gagnrýna Klopp og félaga. Mín skoðun er að Klopp skaðaði okkur í þessum leik með því an nota Winjaldum þarna fremst. Við megum ekki klikka sem leikmenn á þessum tíma og STJÓRINN okkar má ekki klikka heldur. Held því miður að hann hafi tekið ranga ákvörðun þarna.

        5
    • Það er allt í lagi að vera svekktur….en ekki tala alveg með rassgatinu…

      9
    • Einhverra hluta vegna þá er Klopp ekki “Sieger” sem sannast á því að honum tekst sjaldan að ná inn dollum. En samt frábær þjálfari og notar frábæra sálfræði, glaðlegur, jákvæður og skemmtilegur. Flottur gæi.

      2
  6. Ótrúlegt hvað allir bikarar virðast fjarlægir fyrir þetta lið. Þó það hafi verið að spila frábærlega upp á síðkastið. Stefnir í enn eitt titlalausa tímabilið.

    4
  7. Þetta er ekki búið! Hef orðið vitni af mörgum Evrópukraftaverkum á Anfield í gegnum árin og ætla leyfa mér að halda í vonina meðan hún er til staðar.

    17
  8. Sæl og blessuð.

    Keita stóð sig mjög vel í byrjun og við áttum fyrsta kortérið. Svo þegar hann hann, postulínsdrengurinn, hnígur niður og getur ekki meira (veit auðvitað ekkert hvað kom fyrir … en hann er ekki þjakaður af álagi amk) þá er allt í uppnámi. Þetta hefur áður komið fyrir og það er eins og klopp fallist hendur. Hendó komst aldrei inn í leikinn og átti þátt í fyrsta markinu þeirra. Mjög ólíkir leikmenn.

    Ég var hissa þegar ég sá uppstillinguna en þeir sannfærðu mig í byrjun. Þessi breyting tók úr þeim taktinn. Svo í seinni hálfleik var eins og þeir væru komnir í gang að nýju en þá urðu hamfarirnar.

    Mark nr. tvö var svo dæmigerð óheppni og mark nr. 3…. hvað getur maður sagt? Salah gerði nánast út um vonir okkar með þessu klúðri þarna í lokin. En kraftaverk gerast. Barca hefur áður tapað niður svona mun og Liverpool hefur áður unnið upp svona mun.

    2
    • Mark tvö var ekki óheppni, Messi gerði ráð fyrir því að Suarez myndi klikka, ekki Van D.(hann fraus og er örugglega með verðlaunin ennþá á sér, sem hann fékk fyrir PFA)

      2
  9. Það sem við læruð á þessum leik:

    Van D er mannlegur, hann getur gert stór mistök.(fyrsta og annað markið)
    Suarez er orðin feitur og hefur misst það sem hann var með(nefna leiðindinn)
    Gene á ekki að vera í framlínunni, sem hann var allan tímann.( hefðum átt að skipa Shaqiri inná)
    Klopp gerir skiptingar alltof seint og ekki tilbúinn með plan B.
    Messi getur séð um undanúrslit í meistaradeildi bara einn.

    5
  10. Skulum vera róleg með að kalla þetta vonbrigðar tímabil.
    Stærstu vonbrigðin eru að enda með 91 plús stig og spila og vera frábært lið en enda í semi finals og 2 sæti í deild .
    Það er alltaf sárt að þessi árangur okkar hafi ekki skilað meira. En auðvitað er smá von sú feita er en að syngja.
    YNWA.

    4
  11. Mér fannst Liverpool hafa fín tök á þessu framan af og þó svo að staðan hefði orðið 1-0 að þá var það engin krísa, bara ef við myndum setja á þá! En því miður þá féll þetta alls ekki fyrir okkur í kvöld. Stöngin hjá Salah súmmaði þetta upp. Mané gat alveg fengið víti í byrjun leiksins og það með réttu, það hefði breytt öllu heila klabbinu!

    Svo er annað, seinni leikurinn er eftir, á Anfield og Klopp hefur aldrei tapað tvíhöfða með okkar frábæra lið.

    12
  12. Minn maður herr Klopp gerði nokkur mistök í kvöld og í aðdraganda leiksins. Hann talaði niður mikilvægi Nou Camp sem leikvangs og fékk heldur betur að heyra það frá 99.000 manns give or take. Hann hélt Milner inná alveg þangað til Verthongen gubbaði á stuttbuxurnar sínar. Hann setti síðan Firminho inná fyrir kolrangann mann og endanlega setti lort í buxurnar sínar. Hinsvegar er engin skömm að tapa fyrir þessu Barca liði en betra að gera það á réttum forsendum og með góðri frammistöðu. ?

    3
  13. Hvernig menn geta komið hérna eftir svona leik og gagnrínt Klopp eða strákana.

    Úrslitinn eru ömurleg en framistaðan var til fyrirmyndar.

    Ég bara mann ekki eftir því hvenær lið kom síðast á þennan völl og stjórnuðu leiknum nánast allan tíman.
    Skoðum aðeins þennan leik.

    1. Liverpool byrjar mun betur og hefðu jafnvel átt að fá víti.
    2. Liverpool missir Keita af velli sem var áfall
    3. Barcelona skorar á 26 mín og fram af því voru þeir lítið búinir að ógna. Frábær sending innfyrir og þeir pota boltanum inn.
    4. Fyrstu 30 mín í síðarhálfleik gjörsamlega slátruðu okkar menn Barcelona út á vellinum. Barcelona náðu ekki 2-3 sendingum á milli sín og lágum við í sókn og fengum fullt af færum til aðskora.
    Þarna hélt maður að það væri bara tímaspursmál hvenær við næðum að skora en þeir ógnuðu ekkert.
    5. Barcelona skorar eiginilega í fyrsta skipti sem þeir fara yfir miðsvæðið og það mark skopaði af varnarmönnum okkur og svo í þverslá og alltaf lenti boltinn fyri fæturnar á Barcelona leikmanni
    6. Messi skorar stórglæsilegt mark 30 metrum fyrir utan.
    7. Við fáum tvö dauðafæri til að minnka muninn
    8. Barcelona fær dauðafæri í restina.

    Leikplannið hjá Klopp gekk 100% upp með Winjaldum fremstan. Barcelona réðu lítið við hápressuna, sköpuðu lítið af færum á meðan að við stjórnuðum miðsvæðinu, náðum oftar en ekki boltanum á hættulegum stað og fengum nokkur mjög góð færi.
    Það sem klikkaði var einfaldlega að við nýttum ekki færinn okkar á meðan að heppninn var með þeim í liði.
    Það er ógeðslega fúlt og maður er brjálaður við niðurstöðuna en samt fannst manni liðið selja sig dýrt og spila heilt yfir fínan fótbolta á þessum erfiða útivelli.
    Einvígið er nánast búið en ekki alveg. Okkar menn munu selja sig aftur dýrt og kannski spurning um hvort að lukkudýsirnar falla ekki með okkur í næsta leik.

    YNWA –

    53
    • Algerlega sammála þessu. Momentið var þeirra. Ótrúlegt að ná ekki að skora í þessum leik miðað við færin hefði 2-3 eða 3-3 verið réttlát niðurstaða.

      5
    • Líklega ástæðan að við skoruðum ekki í dag af því að hann notaði Winjaldum sem fremsta mann. Hefðum verið mun ógnandi hefði Klopp byrjað með Firmino frammi … allavegana líklegri til að skora. Var að vonast eftir því að Klopp hefði sett hann inn á strax í seinni hálfleik. Að sjálfsögðu megum við gagnrýna Klopp og félaga. Mín skoðun er að Klopp skaðaði okkur í þessum leik með því an nota winjaldum þarna fremst.

      2
    • Já ég sá þetta svona, þetta var stöngin út hjá okkur en inn hjá þeim, sorglega stórt tap miðað við gang leiksins.

  14. Veit ekki með þriðja markið…
    Hefði Alison ekki átt að hafa betri vegg? Það var ekkert brjálæðislegur snúningur á þessu og alveg í þekktri getu Messi.

    2
  15. Guillem Balague – Sérfræðingur um Spænska fótboltan.

    I haven’t seen Barcelona this unsettled in ages. Liverpool did everything you need to do against them. We should be talking about something else.
    Messi looked frustrated, not liking being rushed and being surrounded by Liverpool.
    Barcelona had to defend deep and play long balls.
    But, then Messi changed everything.

    Þetta var nefnilega nákvæmlega svona. Hvenær höfum við séð Barcelona pakka í vörn og náð ekki að halda bolta og vera að spila löngum boltum fram? Svar: Ekki síðustu 20 ár.

    29
  16. Sorry við erum bara ekki betri en þetta, en hey við bara höldum áfram að bíða eins og við höfum gert síðustu árin og allir eru voða sáttir við hérna inni. Og svo byrjar sama gamla tuggan að Klopp er nú að búa til gott lið og gefum honum nú smá tíma og bíðum í nokkur ár í viðbót og missum svo okkar bestu menn í önnur lið og svo kaupum við nýja menn og Klopp gerir þá líka rosa góða til þess eins að missa þá í önnur lið. Úff get bara þetta lið ekki lengur sorry og get ekki Klopp lengur.

    1
    • Við erum í undanúrslitum CL annað árið í röð og með 91 stig í deildinni með tvo leiki eftir. Þú hlýtur bara að vera að grínast eða trolla, ég trúi ekki öðru.

      8
    • Then go support another team, we don’t need cry babies like you anyways ?

      3
  17. Ég verð nú að segja að ég hef aldrei verið jafn stoltur af mínum mönnum eftir 3-0 tap eins og núna þetta var bara einn af þessum leikjum sem allt fellur með mótherjanum, Liverpool voru með yfirburðum betri í seinni hálfleik þótt svo a úrslitin sýni það ekki, þetta einvígi er líklega búið en kanski gerist annað eins heppnis kraftaverk á Anfield eins og barca fékk í dag.

    YNWA!!!!!!!!!!

    26
  18. Skýrslan er komin inn.

    Nú er ljóst að það eru ekki bara leikmennirnir sem verða að eiga sinn allra besta leik næsta þriðjudag, heldur áhorfendur á Anfield sömuleiðis.

    Líka rétt að muna að ef Liverpool fellur úr leik eftir viku, þá verður það í fyrsta skipti sem Klopp dettur úr Evrópukeppni með Liverpool í tveimur útsláttarleikjum.

    3
  19. Það sorglega er að við fengum amk 2 dauðafæri, fyrst Milner nánast á vítapunktinum, síðan Salah upp við markið. Okkur var fyrirmunað að skora, þó svo við værum alls ekki neitt verri svona heilt yfir. Hef ennþá trú, en í seinni leiknum verður þá allt að ganga upp, Barca eru síður en svo ósigrandi.

    YNWA

    3
  20. Stöngin út í dag. Annars á margan hátt góð frammistaða.

    Við eigum ennþá séns. Við erum LIVERPOOL!

    10
  21. Þetta var auðvitað bara hrikalega svekkjandi, fyrirfram var maður nokkuð bjartsýnn á góð úrslit enda Klopp búinn að byggja upp lið sem á góðum degi getur unnið hvaða lið sem er. Það er löngu vitað.

    Þetta datt bara með Barcelona og úlitið er dökkt. Skyndilega eru meiri líkur á deildinni sem er samt nokkuð ólíklegt. Liðið er búið að gefa allt í þetta í tvö ár og rúmlega það en engin verðlaun. Ég hræðist framhaldið. Þetta getur ekki verið auðvelt fyrir leikmenn.

    Þetta er samt ekki búið. Allt getur gerst. Áfram Liverpool og áfram Klopp!!

    2
    • Eftir að hafa lesið ummæli margra hér á síðunni mætti halda að eg hafi verið að horfa annan leik. Ég var mjög stoltur af frammistöðu liðsins. Ekki mörg lið sem mæta á Nývang og þora að spila sinn bolta. Barcelona langtímum saman í nauðvörn sem gerist ekki oft. Liverpool var sérlega óheppið í þessum leik og nánast ekkert féll með liðinu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn. Hef fulla trú á kraftaverki á Anlield í næstu viku.

      4
  22. Mig langar að biðja menn að skoða vel brotið á Keita og fleirri leikmönnum á fyrstu 15 til 20 mínútum leiks og segja mér hvernig komust leikmenn Barca upp með að fá ekki í það minnsta 2 gul spjöld á þessum mínútum ?

    8
  23. Liðið er flott og að gera frábæra hluti! Þetta féll ekki með okkur í dag, en mér fannst spilamennskan heilt yfir virkilega góð.

    Var ég einn um að sjá hvað Barcelona menn voru algerlega sprungnir undir lok leiksins? Þeir hafa ekki þurft að verjast svona mikið í mörg ár og ekki vetður þetta þægilegra fyrir þá á Anfield. Ég hef trú á þessu verkefni.

    6
  24. Sælir félagar

    Niðurstaða þessa leiks var skelfileg og ekkert lið, ekki einu sinni Liverpool, hefur efni á því að fara með marktækifæri eins og okkar menn gerðu á móti Barcelona. Virgillinn verður að halda einbeitingu í varnarvinnunni í svona leikjum. Að missa Suarez svona eins og hann gerði í fyrsta markinu voru skelfileg mistök af besta leikmanni Ensku deildarinnar. Leikurinn féll algerlega með Börsungum og allt gekk okkur í mót. Þegar leikir leggjast svona er í reynd ekkert við því að gera. Því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  25. Frábær leikur hjá okkar mönnum en við fórum illa með færin og því fór sem fór. Svo hafa þeir Messi. Tek undir með Klopp að ég er ekki viss um að við getum spilað mikið betur en við gerðum þarna í Nývangi, en við eigum að geta nýtt betur færin okkar á Anfield.

    Mjög langsótt að við förum áfram en ekki útilokað. Hvað hafa margir andstæðingar átt svona mikið possession á Nývangi, 52%?! Við gáfum þeim leik, höfum það alveg á hreinu!

    Það er alveg ógeðslega erfitt að kyngja þessum úrslitum og það sem ég hef mestar áhyggjur af núna er næsti leikur hjá okkar mönnum, Newcastle. Það verður mjög erfitt að rífa sig upp eftir þennan “sálfræðilega skell”. Við verðum bara að finna leið til að vinna Newcastle og halda pressunni á City. Það verður erfitt rosalega erfitt verkefni fyrir snillinginn Klopp og nú reynir heldur betur á liðið.

    YNWA

    3
  26. Búið að vera utanverð stöngin-inn hjá okkur allt tímabilið, þangað til í kvöld. Lentum á vegg. Messi munurinn. Suarez átti að fá rautt.
    Ótrúlegt að þetta frábæra lið okkar sé staðfest titlalaust annað árið í röð. Vona að næsta tímabil verði ekki jafn lélegt og 2014/15 fyrir Klopp, er samt smeykur um það. Var með frábært lið í Dortmund sem endaði á vegg.
    .
    Annars er bara að vona að við jörðum þessa tvo leiki í PL og hirðum silfrið með sóma.

Leikdagur: Barcelona – Liverpool

Gullkastið – Fari það í kolbölvað!