Liverpool – Huddersfield 5-0

1-0 Keita (`1 min)
2-0 Mané (`21 min)
3-0 Salah (`46 min)
4-0 Mané (`65 min)
5-0 Salah (`83 min)

Það var gríðarleg stemmning á Anfield í kvöld, liðið í bullandi titilbaráttu, leikur á föstudagskvöldi og John W. Henry mættur ásamt Mike Gordon.

Leikurinn byrjaði heldur betur af krafti! Huddersfield byrjaði með boltann, Stankovic fékk hann frá Lössl en Keita pressaði hann og vann boltann – fékk hann aftur frá Salah og skoraði stöngin inn, 1-0 eftir 15 sekúndur! Má segja að þetta hafi verið hálfgerð City byrjun enda við þurft að horfa á þá vera komnir 1-0 yfir innan fimm mínútna í ansi mörgum leikjum undanfarið.

Næstu 10-15 mínúturnar voru gestirnir bara nokkuð sprækir, þeir voru að halda boltanum ágætlega og fengu þrjár hornspyrnur án þess þó að skapa sér einhver opin færi.

Það var svo á 21 mínútu sem að Liverpool tvöfaldaði forystu sína. Van Dijk sendi boltann á Robertson sem átti frábæra sendingu beint á kollinn á Mané sem skoraði örugglega, 2-0. Tólfta (12!!) stoðsending Robertson á tímabilinu, ég held að ég sé ekkert að ýkja þegar ég segi að hann sé lang besti vinstri bakvörður liðsins síðan ég fór að fylgjast með liðinu.

Liverpool var nálægt því að bæta þriðja markinu við á 42 mínútu þegar Keita vann boltann frábærlega á miðjunni, Henderson bar boltann upp fjórir á móti fjórum, sendi út á Mané sem framlengdi á Robertson sem kom með boltann inn á teig en skot Henderson fór yfir markið. Frábær sókn og frábær varnarleikur hjá Keita.

Trent átti frábæra sendingu á loka mínútu fyrri hálfleiks innfyrir á Salah, sem tók þverhlaupið af hægri kanntinum bakvið vörn Huddersfield og lyfti boltanum yfir Lössl og kom Liverpool í 3-0 með sínu 20 marki á tímabilinu (sem n.b. er sami fjöldi marka og Huddersfield liðið hefur skorað í heild sinni á tímabilinu)!

Liverpool var með öll völd á vellinum í byrjun síðari hálfleiks og var mark dæmt af Sturridge (réttilega) sökum rangstæðu eftir góða sendingu Trent. Það var svo Mané sem skoraði fjórða mark Liverpool og jafnframt sitt annað skallamark í leiknum á 65 mínútu og jafnaði þar með tuttugu mörkin hans Salah í deild eftir góða fyrirgjöf frá Henderson sem heldur áfram að skila sínu í sóknarleik liðsins, 4-0 og Liverpool að færast nær markamun City.

Besta augnablik leiksins var svo á 72 mínútu þegar að Ox (og Shaqiri) kom inná í stað Gini. Virkilega gaman að sjá hann aftur á vellinum! Það tók hann ekki nema þrjár mínútur eða svo að fá fyrsta færið sitt, lék á varnarmann Huddersfield en skot hans var vel varið af stuttu færi – það hefði allt tryllst á vellinum ef hann hefði skorað!

Mané fékk gullið tækifæri mínútu síðar eða svo að skora ekki bara sitt þriðja mark heldur þrennu með skalla þegar skalli hans fór í stöngina eftir góða sendingu Shaqiri.

Á 82 mínútu fékk Robertson boltann vinstra megin (hægt að kalla það bara víti hér eftir) og sendi frábæra sendingu á Salah á markteginn sem skoraði auðveldlega, 5-0 og Salah aftur orðinn markahæstur! Robertson jafnaði þar með metið í PL fyrir fjölda stoðsendinga varnarmanns, ótrúleg tölfræði!

Bestu menn Liverpool

Hvar á ég að byrja? Salah með tvö mörk og stoðsendingu, Mané með tvö mörk og Robertson með tvær stoðsendingar, Keita með mark og virkilega öflugur í dag og svo mætti áfram telja.

Ég ætla að velja Salah og Robertson sem mína menn leiksins. Ógnin sem við höfum af vinstri kanntinum með Robertson er ótrúlega mikil og hann er líklega okkar besti “krossari”. Menn höfðu fyrir leik áhyggjur af flugþreytu og pizzu áti Salah, það háði honum ekki mikið í dag. Hann var frábær og hefði auðveldlega getað skorað þrennu.

Annars var allt liðið virkilega öflugt í dag. Jákvætt í alla staði!

Umræðan

Mané. Senegalinn að eiga sitt besta tímabil á ferlinum. Hann hafði áður skorað mest 13 deildarmörk tímabilið  2016/17 en er nú kominn með 20 mörk og enn 2 leikir eftir af tímabilinu.

Salah. 21 mark og 12 stoðsendingar og Egyptinn orðinn markahæstur á tímabilinu, þrátt fyrir að vera spila illa að margra mati. Svolítið merkilegt að markahæsti leikmaður deildarinnar skuli hvorki vera tilnefndur sem leikmaður ársins né komast í lið ársins.

Sókndjarfir bakverðir og iðnaðarmiðja. Jújú, það væri ákveðin lúxus að eiga fleiri skapandi miðjumenn en það verður að taka með inn í dæmið að þegar við stillum upp okkar iðnaðarmiðju (þó það hafi ekki verið raunin í dag) þá gefur það Robertson og Trent mun meira frelsi að koma framar á völlinn – það sést vel á tölfæðinni, 24 stoðsendingar takk fyrir (Robertson með 13 og TAA 11 stk).

Allt í járnum. Liverpool heldur áfram að klára sína leiki og setja pressuna aftur á City. Ég veit a.m.k. ef ég myndi snúa dæminu við og City væri komið með  stigin en Liverpool ætti útileik gegn Burnley þá væri ég að minnsta kosti stressaður. Það er aldrei neitt gefins á Turf Moor, leikjunum fer fækkandi en ég hef það á tilfinningunni að við eigum eftir að fá einhverja dramatík.

Alex-Oxlade Chamberlain. Það er heilt ár síðan Ox meiddist alvarlega í undanúrslitum gegn Roma. Sleit þá nánast allt sem hægt var að slíta í hnénu eftir að hafa verið kominn á skrið og átt frábæra leiki og skorað mikilvæg mörk. Margt jákvætt í dag en þetta stóð uppúr – vonandi fáum við að sjá sama leikmann aftur á næstu leiktíð þegar hann fær fullt undirbúningstímabil undir beltið.

91. Liverpool er með 91 stig í deildinni eftir einungis 36 leiki, það er sturlaður árangur og er met hjá klúbbnum hvernig svo sem síðustu 2 leikirnir fara. Það er afrek útaf fyrir sig að eitthvað lið geti haldið í þetta sturlaða City lið og algjörlega galið að liðið geti farið í gegnum tímabilið með 1 tap á bakinu og 97 stig án þess að vinna deildina.

20. Tæpu ári eftir mistök Karius í úrslitaleik Champions League er markvörður Liverpool búinn að halda 20 sinnum hreinu á leiktíðinni og þar með jafnað met Pepe Reina. Haldi Alisson hreinu í öðrum hvorum leiknum sem eftir er þá fellur enn eitt metið hjá klúbbnum! Menn segja að peningar kaupi ekki hamingju en á meðan hann dugir fyrir mönnum eins og Alisson og Van Dijk þá er ég bara ósammála.

Næsta verkefni

Undanúrslit gegn Barcelona á Camp Nou á miðvikudaginn áður en við heimsækjum svo Newcastle í enn einum “úrslitaleiknum” í deildinni laugardaginn 4 maí. Það eru forréttindi að vera Liverpool stuðningsmaður um þessar mundir!

Þar til næst,

YNWA

50 Comments

  1. Sammála Eyþóri, það eru pjúra forréttindi að halda með Liverpool um þessar mundir. Ég er að minna sjálfan mig á það aftur og aftur að vera þakklátur fyrir þetta.

    Og ég er sannarlega ekki búinn að gefa upp vonina.

    38
    • Vá, hvað ég er sammála kommenti #1! Alger forréttindi að vera Púllari um þessar mundir. Þvílíkt lið sem við eigum!! Nú er bara að fara með allar bænir heimsins fyrir morgundaginn. Come on Burnley!

      2
  2. Takk fyriir þetta Eyþór og þið leikmenn Liverpool. Ekkert sem kemur á óvart því Liverpool er með töluvert betra lið en Huddersf. Margt jákvætt…
    …Keita skoraði
    …Mane og Salah raða inn mörkum
    …bakverðirnir okkar eru frábærir
    …Sturridge fékk kærkomnar mínútur
    …gaman að vita af Ox fyrir lokasprettinn
    …2 stiga forskot
    Ef eitthvað er neikvætt…
    …hefði mátt hvíla Robertson og VvD í kvöld
    …að skora ekki fleiri mörk
    …bara 2 stiga foirskot

    10
  3. Pressan á shitty. Yfir til Burnley, Jói Berg, jarðaðu nú bláa liðið frá manchester takk fyrir. 🙂

    15
  4. Alveg frábært að sjá Oxlade-Chamberlain koma inná, stútfullan af krafti! Hans hefur verið sárt saknað.

    9
  5. Í stöðunni 2-0 kom fyrir atvik sem ég kannast við úr denntíð. Huddesfield fær loksins boltann eftir að hafa verið stundurspilað í margar mínútur. Vængmaður kemst á bak við svæðið hjá Trent og sendir boltann fyrir en þá kemur Lovren og kemur boltanum frá hættusvæði með því að renna sér á eftir boltanum.

    Hversu oft hafa lið komist aftur inn í leik eftir að Liverpool hefur haft öll völd á vellinum ? Hversu oft hefur varnarmaður ekki náð að bregðast við svona atvikum og verið hataður af mörgum Liverpool aðhangendurm fyrir vikið. Á þessari leiktíð gerist það mun sjaldan en áður því það er kominn einhver málmur í vörnina. Einhver extra baráttu andi sem minnir mig á þegar neðri liðin í deildinni eru að forna sér í alla bolta þegar stóru liðin eru að spila gegn þeim og það er að skila sér í því að leikir eru að vinnast miklu oftar en áður..

    Jafn mikið og ég dái og dýrka Van Dijk, þá er ég á því að hann og Allison eru ekki ein ástæða þess að vörnin er orðin svona sterk. Það er augljóst að æfingarsvæðið, aukin samkeppni og baráttuglæðing Klopps er hægt og bítandi að skila bersekjaæði í anda leikmanna, sem virðast vera tilbúnir að stökkva fyrir ljón og krókudíla fyrir hann. Svo er augljóst að með auknum æfingum er hópurinn farinn að þekkjast betur og það er stöðugt farið að innprenntast hvernig staðsetningar eiga að vera á vellinum þegar liðið lendir í nauðvörn.

    Í það minnsta fanst mér Lovren rosalega góður í þessum leik og eiga mikið hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Reyndar fanst mér öll vörnin góð og allt liðið en finnst ágætt að benda á það að Van Dijk er augljóslega ekki eini góði varnarmaðurinn hjá Liverpool þó hann sé augljóslega besti varnarmaður liðsins.

    26
  6. Bara Liverpool getur verið með ekki bara einn heldur tvo markahæstu leikmann deildarinnar, bestu vörn deildarinnar sem hefur fengið fæst mörk á sig og haldið oftast hreinu. Já og tapað bara einum leik en bara samt einhvernvegin í ósköpunum ekki verið favorties til að vinna deildina!

    Þetta er bókstaflega ósanngjarnt og fær mann til að trúa á að það hvíli bölvun á félaginu.

    17
    • Eins og Einar Mattíahas nefnir, þá er eins og það hvíli bölvun yfir félaginu.

      Það verður að skoða þetta tímabil sanngjarn. Jurgen Klopp er búinn að jafna stigamet Alex FUCKING Ferguson, farsælasta stjóra í enskum fótbolta og á enn tvo leiki eftir.

      Sem sagt, ef það veðrur einhvern tímann gerður listi yfir hvaða lið hafa fengið mest stig á per tíma bíli, þá verðum við ofar á listanum heldur en Man Und, jafnvel þó liðið hafi ekki unnið tímabilið sem það safnaði svona mörgum stigum.

      Þetta er fáranlegt.

      13
    • Bölvun eða jinx? Neibb. Nema hugsanlega í hausnum á fólki.

      4
  7. Hvernig sem fer verður að halda ManUtd í sjötta sætinu, þó ekki væri nema til að geta minnt á það í allt sumar.

    13
  8. Sælir félagar

    Takkfyrir skýrsluna Daníel og það er ekki miklu við hana að bæta. Ég tek sérstaklega undir hversu mikil forréttindi það eru að halda með þessu liði. Þegar tveir leikir eru eftir er þetta lið búið að jafna stigamet Rauðnefs hjá MU. Það eru ógnvekjandi líkur á að það met verði slegið og Rauðnefur verði í 3. sæti hvað stigasöfnun varðar í ensku úrvalsdeildinni. Það tók Klopp sem sagt 3 ár sem Rauðnefur þurfti hálfan annan áratug til að ná. Þetta segir allt sem segja þarf um gæði liðsins og ekki síst stjórans.

    Það er nú þannig

    YNWA

    14
    • Kannski rétt að leiðrétta að það var Eyþór sem skrifaði leikskýrsluna að þessu sinni, ég hins vegar hljóp í skarðið með leikþráðinn fyrr í kvöld. Ekki að það breyti nokkrum sköpuðum hlut svosem.

      6
  9. Sæl og blessuð.

    Brakandi blíða og sigurinn stór. Höddararnir eiga heiður skilinn. Þeir hefðu getað hangið á litlum markamun og vonast eftir kraftaverki upp úr skyndisókn en þeir sóttu og reyndu að spila boltanum á milli. Það er ekki sjálfgefið að geta sigrað með stórum mun minni andstæðinga eins og þessa en leikurinn þróaðist vel og hugarfarið er algjörlega rétt hjá okkar mönnum.

    Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á Börnlei leikinn. Held þeir eigi eftir að fara illa með City menn sem eru orðnir mýkri eftir hnjask og meiðsli.

    5
  10. Mun hatrið sigra?

    Það er svolítið grátlegt að vita til þess að fjölmiðlaáróðurinn sem stóð að Salah snemma árs hafi haft áhrif á hann, með þeim afleiðingum að liðið missti forskotið. Mané fyllti rækilega í skarðið en þó sést á árangri liðsins að þegar Salah er vel á skotskónum þá töpum við ekki.

    Hvers vegna þessi sómapiltur var tekinn fyrir og lagður í einskonar einelti af hverskyns miðlum, sem allir hljóta að teljast sorp eftir þennan áróður, er manni ráðgáta.

    Langgróin Liverpool-öfund? Langlíklegast. En hatrið mun ekki sigra.

    Að því sögðu hefði liðið okkar auðvitað átt að bíta í skjaldarrendur á meðan Salah var skotspónn – en svo stór leikmaður sem allir treysta á – ef hann dettur niður í 2-3 leiki þá kunna úrslitin að fylgja því. Það tekur liðið meira en einn leik að venjast því að besti leikmaður liðsins sé utan við sig.

    Verði lokastaðan 98-97 then so be it. Okkur finnst það ekki sanngjarnt, og líklega er það ekki sanngjjarnt í ljósi þess hvernig keppinauturinn er byggður upp, og hvernig okkar lið kleif björg til að komast á sama stað.

    Ég er samt nokkuð viss um að hann Salah okkar hefði skorað bæði á móti MU og Everton hefði öll fjölmiðlamaskína Bretlands og restin af hyski heimsbyggðar ekki verið búin að hamast á honum í dágóðan tíma. Ég skil vel að 26 ára strákur taki því ekki vel að vera kallaður illum nöfnum á hverjum degi yfir sínu morgunkorni, þótt hann sé heimsfrægur. Af því að það er svo fáránlega ósanngjarnt miðað við hvernig karakter hann er.

    Hvað um það. Ekkert uppgangsferli í sögu Premier League hefur verið viðlíka og hjá okkur síðustu árin. From rags to riches, ef það á einhvern tíma við.

    Það er ekki hægt að vera annað en stoltur af liðinu okkar.

    Ástin sigrar allt. Er það ekki? Sjáum hvað setur 12. maí.

    YNWA

    33
  11. Eina sem pirraði mig aðeins við leikinn í kvöld var svipurinn á Sturridge þegar hlutirnir gengu ekki allveg upp fyrir hann þó að allir í kringum hann voru að hafa gaman af öllu sem var í gangi. Ég er handviss um að ef Firmino hafði verið inná þá hefði leikurinn farið 7 – 0. Annað aðeins á jákvæðari nótum þá fannst mér Keita vera nálgast það sem maður hefur verið að bíða eftir frá honum vann hvað eftir annað boltana á miðjunni. Að sjá skallana hjá Mané algjörlega geggjaðir og það fastir að enginn markmaður getur varið svona hausneglur.

    YNWA.

    4
    • Segi það sama með Sturridge. Fýlusvipur og líkamstjáning, sem er í engu samhengi við það hvernig restin af liðinu ljómar af samheldni og kappsemi.

      4
      • Sammála með Sturridge það var lítil ánægja sjáanleg í framkomu hans. Hann er ef til vill að átta sig á því að þetta er líklega síðasti leikur hans fyrir LIverpool enda fittar hann ekki lengur þarna inn. Of hægur og spilið stoppaði oftast þegar hann fékk boltann. Hann hékk of lengi á boltaum og það sást greinilega að hann var ekki partur ag þessu gengi þarna frammi.

        Það er nú þannig

        4
  12. Góð skýrsla, takk fyrir þetta Eyþór.

    Skyldusigur á pappír og frábært hvað þetta lið er stabílt og þroskað. Eins og segir, það eru forréttindi að vera stuðningsmaður Liverpool! Í dag eins og alltaf!

    YNWA

    3
  13. Fyrsta skipti sem maður gat horft á Liverpool leik sem skipti miklu máli og maður var viss um að við myndum sigra. Ekkert stress í gangi fyrir leik og var þetta virkilega flott framistaða hjá okkur.
    Eina sem pirraði mann var að við áttum í vandræðum á smá kafla þegar þeir pressuðu á okkur eftir fyrsta markið í 10-15 mín og svo í síðarihálfleik þegar þeir galopnuðu vörnina okkar tvisvar.
    Barcelona er nefnilega lið sem er með miklu betri hápressu og eru mun betri að galopna varnir en gestirnir í dag.
    Annars held ég að við vorum orðnir pínu værukærir einfaldlega útaf getu litlum gestunum en 5-0 sigur var sangjarn og góður og er gott veganesti í Barcelona leikinn.

    YNWA – takk fyrir stress lausan leik strákar en það er eitthvað sem segir að 1.maí mun hjartað vera að vinna aðeins yfirvinnu(sem er kaldhæðnislegt á degi verkalýðsins)

    8
  14. Það er bölvun á liðinu ef við förum gegnum Barca. Töpum tveimur CL Finals í röð og PL á 1 stigi (með 97 stig) á innan við ári. Það bara á ekki að vera hægt.

    8
  15. Barca er með sjúkt lið og Messi er nánast óstöðvandi það yrði engin heimsendir að tapa fyrir svona liði. City voru með tugi stiga forskot á lið í öðru sæti á síðasta tímabili og menn töluðu þá um að City myndi vinna eh tíman í nóvember þetta var aldrei spenanndi og menn biðu eftir að deildin myndi bara klárast menn gáfust upp í kring um jól nánast

    Liverpool er á sama leveli og City og í raun betri þar sem þeir hafa einugis tapað 1 leik á meðan City hafa tapað 4 og á sínum heimavelli. Barca leikurinn er 50/50 það getur engin stuðningsmaður okkar eða annara liða sagt með fullri vissu hver vinnur það einvígi ekkert nema óskhyggja eða gisk í þeim efnum þessi lið eru einfaldlega sturluð í gæðum um þessar mundir.

    Það sem ber að taka frá þesu tímabili er það frábæra að Liverpool FC er komið á stall bestu liða evrópu það er engin heppni í gangi og við erum með heimsklassa leikmenn á öllum svæðum. Það að menn slefi yfir vörn og markmanni hjá okkur núna segir margt þar sem þessar stöður voru nú kanski ekki þær sterkustu fyrir nokkru. Framlína Liverpool á góðum degi valtar yfir hvaða lið sem er og það vitum við.
    Það þýðir ekkert nema horfa fram á vegin og vera jákvæð á framhaldið in Klopp we trust!
    YNWA

    10
  16. Það sem ég er þakklátur fyrir þetta lið. YNWA sammála öllum á undan.og ox yndislegt í alla staði

    2
    • Það er ágætis von. Þeir eru að brillera um þessar mundir.

      3
  17. Sæl og blessuð.

    Sit hérna og horfi með öðru auganu á city gegn burnley. Þeir fyrrnefndu eru með öll tök á leiknum, eru eins og höggbor sem hamast á undirlaginu.

    Það má eitthvað mikið gerast til að þeim takist að hanga á jafntefli.

  18. 45 mín eftir af Burnley – city púlsinn er hraður! Ég held að möguleikinn sé sterkari í þessum leik þó svo að Leiceister séu í formi núna. Vonandi fara city að pirrast og panikka!

    Herra Fowler… 29 ár!

    2
    • Jú City með góð færi, Burnley að skapa sér eitt og eitt, jafntefli yrði svo vel þegið í dag.

      2
  19. Merkilegt hvað varnartröll Burnley hafa aldrei lært að halda línu í vörninni. City eru aldrei rangstæðir!

  20. Meira stress að horfa á city Burnley en Liverpool þessa dagana

    2
  21. Það gat nú verið að millimetrarnir dygðu city í þessum leik eins og öðrum.

    1
  22. Þá þarf að breyta um plön:

    Inn á með Jóa Berg og hrossafluguna.

    1
  23. Ljótasta markið orðið það mikilvægasta. Burnley þurfa bara eitt mark til að eyðileggja allt fyrir þessari peningaþvottavél.

    1
  24. City eru Englands meistarar 2019 verðum bara að sætta okkur við það. Skil ekki hvað menn eru virkilega að halda að þeir tapi á móti liðum eins og Burnley eða Leicester og já Brighton ?

    3
    • Heyrðu félagi, eina Markið hjá City rétt skreið yfir línuna! Er eitthvað að því að halda í vonina meðan það er von.

      6
  25. Nei, Robbi bjartsýni mættur á svæðið. Alltaf jákvæðir og góðir straumar frá honum.

    3
  26. Þetta heitir að vera raunsær hefur ekkert með bjartsýni eða svartsýni að gera eitthvað sem þú ættir að að prufa að gera í staðin fyrir að lifa í einhverjum draumaheimi.

    3
  27. Sorrí krakkar.

    City er svo gott sem búið að vinna. Leicester eru ekki að fara að sigra þá á Etihad og Brighton verður bara icing on the cake.

    Ægileg gæði í þessu liði og þótt heilladísirnar hafi verið með þeim í liði í kvöld sem fyrr þá verður að játast að Burnley slapp við víti og mögulega rautt spjald þegar þeir vörðu með hendi í fyrri hálfleik.

    2
    • Leicester þurfa ekkert að sigra shití. Það væri nóg fyrir okkur jafntefli þar! 😉

      1
  28. Jæja, kæru Brendan og Rafa. Hvernig væri nú að gera gamla klúbbnum ykkar smá greiða……

    2
  29. city eru búnir að vinna þetta.

    þeir eiga 2 auðvelda leiki eftir meðann við eigum newcastle og úlfana.. það er ekki séns að city tapi stigum úr þessu þannig að nú á að gefa bara allt í meistaradeildina.

    þurfum að fara örugglega yfir 100 stig á næstu leiktíð til að eiga einhvern séns á að vinna þetta, ég sé þetta city lið ekkert slá af næstu árin.

    2
  30. Passaði þig Lúðvík Sverriz það má víst ekki vera með svona svartsýnistal hér inni því einhver gæti orðið sár og reiður.

    2
    • Það er ágætt að einhvers staðar lifir vonin og ef hún er í mínu púlara-hjarta, þá segir hausinn mér að þetta sé búið. Það er óhuggulegt að horfa á City-menn eins og hermaura að störfum sem skilja ekkert eftir nema beinagrindina af bráðinni.

      Tímabilið endum við með reisn hvernig sem Barcelona rimmurnar fara. Stórkostlegur árangur að baki, fræknir sigrar og framtíðin er björt.

      Ég skil ekki af hverju atvinnurekendur auglýsa ekki sérstaklega eftir liverpool aðdáendum til starfa. Það er leituna að öðrum eins tryggðartröllum sem standa með sínu félagi hvað sem á dynur!

      3
  31. Leicester er ekki að fara vinna city heima hár rétt sá leikur fer 1-1.

    YNWA.

    9
    • Leicester eru í góðum séns að komast evrópusæti með sigri í siðustu 2 leikjum sínum 7sætið getur gefið það i ár….til þess þurfum við að vinna Úlfana fyrir þá og þeir city fyrir okkur…eg trúi á meðan séns er fyrir hendi…

      9

Liðið gegn Huddersfield

Kvennaliðið heimsækir Birmingham