Liðið gegn Huddersfield

Þá er runnið upp leikkvöld, bjart og fagurt. Okkar menn fá Huddersfield í heimsókn, í þriðja síðasta leik tímabilsins í deildinni.

Við fáum loksins að sjá langþráð andlit í hópnum, því Alex Oxlade-Chamberlain er aftur mættur til leiks. Ekki nema einu ári og tveim dögum eftir að hann meiddist illa í fyrri leiknum gegn Roma. Endurhæfingin hefur sannarlega tekið sinn tíma, en það vill til að Klopp hefur alltaf sagt að Chambo eigi að fá allan þann tíma sem hann þarf til að ná sér að fullu, og við vonum auðvitað að það hafi tekist.

Annað sem er síður skemmtilegt er að Firmino er ekki með, og virðist hafa meiðst eitthvað á æfingum. Hversu alvarlegt það er hefur ekki komið fram, en við vonum auðvitað að þetta sé eitthvað lítilræði sem hann hristi bara af sér, enda hefur margoft komið fram hve mikilvægur hann er liðinu.

Svona verður a.m.k. stillt upp:

Bekkur: Mignolet, Milner, Matip, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Origi

Kemur ögn á óvart að Sturridge fái sénsinn í stað Firmino, frekar en Origi sem hefur verið framar í röðinni upp á síðkastið. En við vitum jú að Sturridge er ekkert búinn að gleyma að spila fótbolta, og getur gert hvaða liði sem er skráveifu á góðum degi.

Verkefnið er einfalt; þrjú stig í hús. Ekkert annað kemur til greina. Gjarnan þannig að allir komist heilir frá leiknum. Svo er bara að krossa fingur og vona að Jóhann Berg og félagar Burnley eigi leik lífs síns gegn City um helgina.

KOMA SVO!!!

24 Comments

  1. Frábært að sjá OX og gaman að sjá Sturridge fá tækifæri.

    Annars var Klopp að segja þetta um Firmino

    “Actually, yesterday after training he mentioned a little muscle issue,” Klopp, who replaced Firmino with Daniel Sturridge in the starting XI, told Sky Sports.

    “We assess it obviously. It’s not a big thing but was enough to leave him out today, that’s all.”

    Svo að þetta hljómar ekkert alvarlega.

    2
  2. Origi hefur alls ekki staðið sig illa þegar hann hefur fengið tækifærið en mér líst samt betur á Sturridge i þessum leik. Hann gæti alveg sett nokkur i kvöld.

  3. Já og Fabinho fær líka að hvíla, hafandi fengið þetta höfuðhögg í síðasta leik. Nú er gott að hafa smá breidd í hópnum.

    1
  4. Sæl og blessuð.

    Vona það besta. Þetta lið vinnur ekki stórt. Moreno er svo á einhverjum öðrum bekk en þessum. Það er bara þannig. Ætli Pepsi Max deildin sé fullmönnuð?

    2
  5. Þetta er alveg solid lið, nokkuð langt síðan við sáum Sturridge síðast, hef enga trú á að hann sé búinn að gleyma gömlu góðu töktunum. Því fyrr sem við náum öryggri forystu, þá mun Klopp taka 3 aðal útaf fyrir leikinn stóra 1. mai. Endar 5-0 +

    YNWA

    2
  6. Enskir meistarar eða ekki, þetta lið er gjöf til knattspyrnunnar.

    5
  7. Stórskrítinn leikur. Liverpool hefur ekki náð sér á strik í þessum leik og eru 3-0 yfir. Þetta segir manni hvað okkur lið er gott og líka stöðuna á gestunum í dag.
    Liverpool skorar eftir 15 sek og er eins og menn héldu að það þyrfti ekki að gera meir. Gestirnir eignuðu sér næstu 10-15 mín og náðum við engum tökum á leiknum.
    Svo hægt og rólega fórum við að senda þá aftar á völlinn og þá náum við þessu mikilvæga marki og komust í 2-0.
    Eftir það erum við meira með boltan en erum ekki að skapa neitt en endum samt á því að skora 3-0 og má segja að einstaklingsgæði bæði í sendingum og afgreiðslu er það sem skilur á milli.

    Mjög þægilegt að horfa á þennan leik hér eftir og spurning um hvort að við eigum ekki að gefa Gomez/OX/Shaqiri slatta af mín í síðari hálfleik.

    3
  8. KLÁRlega sammála að taka Mané og Salah útaf hvíla þá bara setja Ox og Shaq inná þetta lið er ekki að fara tapa á móti Huddersfield.

    3
  9. Ég verð að segja að mér finnst ekki gaman að sjá Sturridge þarna inná. Hann á ekkert erindi lengur í þetta lið. Hann er ekki hluti af liðsandanum.

    3
  10. Frábær skalli hjá Mané m.v. að vera á leið frá boltanum og þröngt horn. Sá er on fire.

    3
  11. Þarf ekki að senda Salah á fund Daenerys í hverri viku bara? 🙂

    3

Huddersfield annað kvöld

Liverpool – Huddersfield 5-0