Gullkastið – Búið að loka gamla skólanum

Stórundarleg vika þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool halda meira með Man Utd en flestir stuðningsmenn djöflanna. Cardiff var afgreitt um helgina, Huddersfied bíður á föstudaginn og Barcelona í næstu viku. Það er allt galopið ennþá. .

00:00 – Þolinmæðisverk í Cardiff
24:10 – Gamla skólanum lokað?
27:00 – King Ed Woodward´s Manchester United gerir ekkert gegn City.
46:00 – Förum út með kassann inn í Barcelona einvígið – Upphitun
54:50 – Mesti must win leikur aldarinnar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Maggi Þórarins (Beardsley)

MP3: Þáttur 235

33 Comments

  1. Þetta eru súrustu aðstæður sem komið hafa upp fótbolta síðan ég fór að fylgjast með honum. Aðhangendur Man Und vonast líklega eftir því að liðið sitt tapi gegn City og aðhangendur Liverpool að Man Und vinni leikinn. Það er leynt og ljóst að Liverpool er og verður alltaf höfuðandstæðingur Man Und.

    Leikmenn Man Und myndi frekar vilja hafa það á ferilskránni að komast ekki í meistaradeildina þetta árið en komast í sögubækurnar fyrir að vera liðið sem tryggði Liverpool enska meistaratitlinn í fyrsta skipti í 30 ár. Ég held að þeirra megin markmið sé að tapa þessum leik með sæmd.

    Það er lítil von á deildartitli þetta árið. Meistaradeildin er raunhæfara markmið. Sérstaklega ef Liverpool tæki upp á því að vinna Barcelona.

    4
  2. Í dag gildir í Liverpool-hjartanu mínu:

    YWNSMUA

    (You Will Never Support Manchester United Again)

    17
  3. Hversu súrt væri það ef að stóri sigurinn hjá Everton á manutd yrði til þess að það væri allt brjálað hjá united sem gerði það að verkum þeir myndu taka stig af city…
    En jú þetta eru frekar skrýtnar aðstæður og það væri gaman að vera á pöbb í kvöld og sjá þetta með berum augum, ef að united skora þá fagna Liverpool menn og ef að City skorar þá fagna united menn.

    hahahha hversu klikkað er þetta

    13
  4. Takk fyrir godan thatt.

    @Einar og Steini. Her er statistik um fouls hja leikmonnum Liverpool i vetur (tekid af stats tables fra Fantasy Football Scout og cross-checked a odrum source-um lika). Bara tekid saman fyrir Premier League.

    Leikmadur / Fouls conceded / Fouls won (radad upp eftir flestum brotum fengin a sig):

    Firmino / 39 / 10
    Mane / 34 / 56
    Milner / 27 / 26
    Fabinho / 26 /24
    Salah / 25 / 31
    Hendo / 24 /12
    Keita / 21 /13
    Gini / 18 / 28
    Robbo / 17 / 15
    TAA / 14 / 7
    Virgil / 12 / 18
    Matip / 12 / 16
    …adrir minna

    Nidurstada. Firmino, Mane og Salah hafa valdid 32% af brotum lidsins i vetur. Firmino einn er abyrgur fyrir 13%.

    Somu thrir hafa fengid 31% af aukaspyrnum lidsins i vetur.

    Harry Kane hefur brotid af ser 31 sinnum en fengid 52 aukaspyrnur !!
    Raheem Sterling hefur brotid af ser 34 sinnum en fengid 39 aukaspyrnur.
    Vardy er 18 / 17
    Wilson er 37 / 30
    Hazard er 12 / 98 !!!
    Aubameyang er 13 / 21
    Aguero er 16 / 22

    7
    • Ah takk fyrir þetta.

      Spáið í því hversu sturlað það er að Salah sé svipað oft dæmdur brotlegur og brotið er á honum. Það er ekki að undra að maður sé við það að tapa glórunni við að horfa á alla leiki sem hann spilar og enska dómgæslu!

      7
      • Voruð þið ekki einmitt að tala um það í Gullkastinu að það væri miklu auðveldara að dæma sóknarbrot inni í teig heldur en að dæma víti? Þessi sóknarbrot hljóta að vera megnið af aukaspyrnunum sem sóknarmennirnir fá dæmdar á sig.

        1
  5. Þetta er í okkar höndum einsog staðan er í hálfleik á trafford…

    • þetta er í höndunum á united.. arsenal eru búnir að skíta í brókina og ef united nær að vinna city þá eru þeir í raun komnir með 4 sætið

    • Ég kenni þér um þetta Börkur… að koma með þetta comment í hálfleik….

      5
  6. Sæl og blessuð.

    Ekki kom hjálpin úr þessari óvæntu átt. Það verður ekki af þeim tekið að þeir reyndu, skrattarnir þeir arna en gæðin eru bara niðri í rassgati. Við vorum óheppin að lenda á móti þeim í einhverju banalstuði þarna í byrjun árs. Þá börðust þeir um hvern bolta og voru eins og ljón. Þetta lið, með húðlatan Pogba í hjarta miðjunnar er svo vonlaust að mann verkjar í síðuna. Þá er ónefndur fyrrum gullspóaleggurinn í markinu þeirra, en þar hæfir kjaftur skel. Hvaða meðaljón sem væri hefði varið þessi skot sem þeir fengu á sig.

    Nú er það bara Burnley. Þeir eru þó með vörn og markvörð og það sem meira skiptir … SÁL. Hver veit nema að þeir kreisti fram jafntefli á sínum heimavelli?

    It ain’t over ’till it’s over.

    11
  7. Ég hata nú ekkert Man U frekar hata ég olíugarkaspillta liðið Man Shitty sem er ekkert nema keyptur dirty money viðbjóður sem á að henda niður um deild efbekku deildir. Vörumerki eins og Man U og Liverpool eru miklu heiðarlegri félög með öfluga markaðssetningu og sögu stórkostlegra fótboltafélaga í aldanna rás. Að toppliðið í ensku deildinni geti ekki fyllt völlin segir meira um hve dark þessi fótboltaheimur er orðinn frekar en heiðarleika klúbbana og aðdáendur þeirra.

    19
  8. Ég held að núna sé rétti tíminn til að óska MU til hamingju með markskotið í dag!

    12
  9. Erfitt við þetta að eiga ef City nær 54 af 57 stigum í seinni umferðinni.
    Spurning hvort það stækki eitthvað stækkunarglerið hjá FA/UEFA á það hvernig þeir fóru að því að smíða þetta lið.

    7
    • Vissulega á að skoða þessi mál og það er með ólíkindum að það sé ekki gott regluverk í kringum svona apparat. Pep er búinn að kaupa fyrir ca. 750 mill. punda á örfáum árum. Sem betur fer er shittí alltaf að gera í buxið í CL.

  10. Bíðum eftir Burnley leik City með svartsýnina, Peter Crouch á það inni að skora þar mark!

    9
  11. Hörmulegt gengi Liverpool í Janúar gerir það að verkum að við erum núna að treysta á hjálp frá öðrum.

    5
    • Þetta hörmulega gengi þýðir samt BARA að við náum trúlega 97 stigum. Það var nú ekki hörmulegra en það. Jafntefli á móti Leiceister og WH ef ég man rétt.

      9
  12. Því miður, ekkert óvænt í kvöld. Þó að Manjú hefði átt toppleik og haft þokkalegan markmann hefðu þeir samt tapað leiknum, slíkur er gæðamunurinn á þessum liðum.

    Titilbaráttan er því miður að öllum líkindum búinn. Okkar lið er algerlega geggjað og þetta tímabil er búið að vera stórkostlegt hjá okkur, en þeir hjá City eru sömuleiðis búnir að vera frábærir. Ef þeir klára sína leiki og við okkar. Þá segi ég bara til hamingju City. Well done.

    Enn er samt veik von og við verðum að klára okkar leiki og vona bara að það dugi. Get heldur ekki beðið eftir Barcelona-leikjunum. Eigum heldur betur séns þar!

    Koma svo rauðir! Upp með hökuna!!

    11
  13. Meiri séns í Meistaradeildinni eins og staðan er. Þar getum við treyst á liðið en ekki aðra í meðalmennskunni.

    2
  14. Þetta er búið og engin bikar í hús þetta árið og biðin langa heldur áfram.

    1
    • Já og gleðilegt sumar líka….það fer örugglega allt helvítis líka svona svo við höldum svartnættinu áfram.

  15. Er bara hægt að slá því föstu núna 1 stigi eftir city og þrjár umferðir eftir og í undanúrslitum cl að tímabilið verði bikarlaust?

    Það er aldeilistrúin sem er í gangi…
    Klárum þetta frábæra ferðalag sem þetta tímabil er og ræðum svo útkoman eftir það.
    Nóg eftir

    13
  16. Eins og Shjitty er godir tha eru United einfaldlega omurlegir ef vid horfum a bjortu hlidarnar. Hver er eiginlega stjornunin i thessu lidi? Eru bunir ad skita upp a bak eftir ad Herrera meiddist, eini midjumadurinn med einhverja orku i thessu lidi og svo aetla their ad lata hann fara fritt medan their gera risasamninga vid Jones, Smalling, Shaw og Fellaini (sem their reyndar seldu sidan). Geta ekki blautan skit eru i naudvorn allan leikinn og skipta sidan Lukaku, Sanches og Martial inna undir lokin. Sennilega dyrasta varaframlina i heimi. United eru langlelegasta top 6 lidid i augnablikinu.

    Bind vonir vid Burnley their eru drullusterkir.

    2
  17. United er að breytast í Liverpool þegar Gilletnhicks ógeðin voru við stjórn..ég segi bara gangi þeim vel.
    Geta kanski fengið Hodgson þegar þeir reka Ole.

    6
  18. Þetta er skrifað í skýin. Það eru þrír fyrrverandi Liverpoolstjórar í deildinni og City er búið að tapa fyrir tveimur þeirra. Sá þriðji mun líka sigra þá og tryggja okkar mönnum titilinn.

    7
  19. Sæl og blessuð.

    Af hverju ætlar City að tapa stigum úr þessum þremur leikjum sem eftir eru?

    1. Tveir þeirra eru á útivelli og báðir gegn liðum sem kunna að verjast. Burnley er líklegra til að ná jafntefli en þeir eru með markaskorara, mjög gott skipulag, fínan heimavöll og bæði lið kunna svo listina að vökva ekki gras. Sáuð þið völlinn í Cardiff? Það var varla hægt að láta boltann ganga á milli manna. Í aðdraganda vítisins skoppaði boltinn fyrir framan Salah eftir sendingu fram, en fór næstum því yfir hann í bakslaginu! Þetta verður ekkert venjulegar aðstæður sem mæta miðbæjarrottunum. Ég hef fulla trú á því að þeir renni á því skræfþurra svelli.

    2. Leicester mun MÆTA TIL LEIKS alveg óháð stöðu og öðru. Þeir eru baneitraðir og Smeichel á góðum degi er miklu betri en De Gea hefur verið undanfarið. Í raun hefði hvaða miðlungur sem er varið þessi skot sem enduðu í netinu hjá Mu. Vardy er einn skæðasti sóknarmaðurinn og þeir eru með tröll í vörninni. Held að sá leikur verði mun háskalegri fyrir City en Mu leikurinn.

    3. Spennufall, álag og meiðsli. Nú þegar menn Guardiola eru búnir að standast ,,erfiðu” prófin þá á eftir að koma í ljós hvort þeir verði vel stemmdir fyrir þau ,,léttari”. Ef Fernandinho, Gundogan og De Bruyne eru laskaðir/meiddir er miðjan hjá þeim farin að þynnast og þetta flæði þar með. Þá er leiðin greiðari fyrir skyndisóknir. Gleymum því ekki hvað Mu var nálægt því að skora í gær en getan hjá þeim er bara niðri í rassgati þessari vikurnar og við engu að búast. Clean sheet í þeirra bókum er greinilega það að skora ekki mark hjá andstæðingi.

    Ég ætla alveg örugglega ekki að missa vonina. Það er ómannlegt nú þegar hvað City hefur staðið sig en á það ber að líta að þeir töpuðu ,,vitlausum leik” gegn löskuðu Tottenham liði og mættu Mu á upplögðum tíma fyrir sig sjálfa. Restina hafa þeir slefað á lágmarksmun og það er svo sannarlega von í kortunum.

    It ain’t over til it’s over.

    13
    • Nákvæmlega, meðan það er von þá er von. Istanbúl er nú gott dæmi um að þetta er ekki búið fyrr en búið.

      6
  20. Það er alltaf gott fyrir hjartað og taugarnar að heyra J.Klopp tala um liðið.

    1. Þetta er fyrsta skipti en ekki síðasta skipti sem þetta lið mun berjast um titilinn.
    2. Það verður engin eftirsjá eftir tímabilið sama hvernig þetta fer því að liðið tekur einn leik í einu og gefur sig alla í þá og safnar stigum og sér hvernig staðan er í lok tímabils, það er ekki hægt að vinna alla leiki.
    3. Liðið mun ekki seta eitthvað félagsmet í innkaupum í sumar enda er þess ekki þörf en hann talar um að liðið sé alltaf með augun opinn.

    3
  21. Nú þegar komið er í ljós að Man U er ekki að fara að aðstoða okkur í þessari baráttu, þá vona ég sannarlega að hin spáin mín verði að raunveruleika, en það er að MC missi stig í einum af seinustu leikjunum, við verðum meistarar og Man U missir af topp 4 með 1 stigi.

Salah sala?

Huddersfield annað kvöld