Síminn verður með ensku deildina næsta vetur

Síminn tryggði sér réttinn að ensku deildinni næstu árin og var í dag að kynna til leiks þá sem sjá um herlegheitin. Sjá nánar í frétt frá Vísi hér.

Það er margt jákvætt í þessu en einnig smá neikvætt, rennum aðeins yfir þetta helsta. Auðvitað bara mínar persónulegu skoðanir.

Jákvætt

  • Hófleg verðlagning. 
    • Næsta vetur kostar áskriftin að ensku deildinni 4.500 kr sem ætti að drepa töluvert niður hvata til að ná í ólöglegt höktandi streymi og viðbúið að áskrifendum fjölgi töluvert frá því sem nú er. Vel spilað hvað þetta varðar.
    • Þetta á samt aðeins við um ensku deildina, villandi að tala um enska boltann þar sem hann inniheldur bikarkeppnirnar einnig (og að mínu mati leiki ensku liðanna í Evrópu).
  • Útsendingum fjölgar um 32 yfir tímabilið.
    • Ég gjörsamlega skil ekki hvernig vinsælasta sjónvarpsefni í heimi er ekki fullnýtt og stuðningsmenn allra lið eigi alltaf kost á að sjá sitt lið spila en fagna þó a.m.k. að útsendingum sé að fjölga aðeins aftur.
    • Það er hægt að sjá alla leiki í Arabalöndunum og Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Hvaða ullarhattur er að selja þetta?
    • Það er hægt að sjá alla Bundesliga leiki í Þýskalandi sem dæmi ef ég man rétt.
  • Laugardagsleikirnir verða í opinni dagskrá. 
    • Sniðugt að hafa þessa leiki sem jafnan mæta afgangi í opinni dagskrá.
  • Nýtt en kunnuglegt crew
    • Tómas Þór tekur við stýrinu sem eru mjög jákvæðar fréttir og töluvert coup fyrir Símann.
      • (Fær Stöð 2 hann samt ekki lánaðan bara til að halda handboltanum áfram á lífi?)
    • Bjarni Viðars er flott og fersk viðbót þrátt fyrir að vera helvítis Everton maður. Hann hefur ennþá ágæt tengsl í boltanum og veit hvað hann syngur í fótboltaumræðu. Fáum hann í podcast fljótlega sem fulltrúa Everton.
    • Eiður Smári myndi ég halda að verði fulltrúi þeirra erlendis og líklega ekki til Íslendingur með betri sambönd en hann. Ekki viss um að hann verði lengi í Íslensku sjónvarpi að tala um enska boltann.
    • MLV er líklega fyrsta konan með enska boltann bara síðan hann var á RÚV, ef það var kona með þá? Líklega og vonandi er ég að bulla og fæ fullt af dæmum í ummælum sem ég er að gleyma. Hún er auðvitað einn besti leikmaður Íslandssögunnar að enda ferilinn og kemur ekki á óvart að næsta skref sé í sjónvarpi (og/eða þjálfun).
    • Logi Bergmann býst ég við að stjórni einhverjum umræðuþáttum sem gæti verið áhugavert. Gamall íþróttafréttamaður frá því enski var einmitt á RÚV.
    • Það verða viðbrigði að heyra nýjar raddir í byrjun og margir mjög öflugir á Stöð 2 sem söknuður verður af. Verst við þennan hóp er hversu hræðilega hann er skipaður hvað varðar stuðning þeirra við ensku liðin. Tommi, Margrét og Logi eru öll United menn ef ég man rétt, Eiður er auðvitað Chelsea og Bjarni er blár. Það vantar púllara a.m.k. inn í lýsendahópinn

Neikvætt

  • Tvær stöðvar með leiki Liverpool í stað einnar
    • Það þýðir að það mun mjög líklega kosta meira að horfa á alla leiki Liverpool.
    • Þó að verðið á deildarleikjum sé hóflegt m.v. það sem gerist og gengur hér á landi (sem og erlendis) er ekkert víst að það verði ódýrara að horfa á leiki Liverpool næsta vetur. Það er jú aðalástæðan fyrir því að margir hérna kaupa áskrift yfirhöfuð. Sýn hefur fengið mikla gagnrýni í gegnum tíðina en það er erfitt að þræta fyrir að þetta er í dag frábær íþróttastöð með allar helstu íþróttirnar á einum stað.
    • 10.þúsund krónur fyrir enska boltann, bikarkeppnirnar, evrópudeildir sem og deildir í öðrum löndum. íslenska fótboltann, handboltann og körfuboltann. Þetta óttast ég að komi til með að kosta meira samanlagt næsta vetur en þessar 10.þús sem ég er að borga núna.
      • Hér er auðvitað aðeins miðað við löglegar áskriftir.
    • Eins er bara pirrandi að Liverpool leikirnir verði á tveimur stöðvum aftur. Það er rosalega þægilegt að hafa þetta allt á einum stað en erfitt við að eiga á samkeppnismarkaði. Þetta er líka hávær umræða á Englandi þar sem enski boltinn verður á a.m.k. þremur stöðvum næsta vetur. Rétthafinn er að hámarka það sem hann getur mjólkað út úr réttinum og slétt sama um viðskiptavinina.
https://www.visir.is/g/2019190419808/enski-boltinn-a-4500-kronur
Mynd – Vilhelm/Vísir.is

12 Comments

  1. Finnst Logi Bergmann svoltítið eins og Þorsteinn J. Báðir ágætir en löngu útrunnir þegar kemur að umfjöllun um fótbolta.

    17
  2. Pæling, skyldi laugardagsleikjum almennt fækka? Þ.e. Færri leikir a sama tíma, kannski minni í opinni dagskra.

    Einnig spurning um heildarpakkann. Flottur díll fyrir vv TV Símans. Verr fyrir hina.

  3. já held að sé klárt mál að maður fái sér áskrift hjá Símanum, 4500 kall er ekki mikill peningur
    Til stjórnenda síðunnar : þið eruð að gera frábæra hluti, en viljiði í guðanna bænum setja Firmino hér efst á síðuna en ekki Firminho 🙂

    17
  4. Ingi Björn, skiptir máli hvort maður er með netið hjá Símanum uppá að vera áskrifandi að enska boltanum á þessu 4.500 kr verði? Hélt alveg örugglega að svo væri ekki.

    Bjarni, hitt er í vinnslu 🙂

    2
  5. Nei ekki netið held ég, heldur heildarverð pakkans þar sem evropubolti og bikarkeppni skipta miklu máli. Ég td vill horfa a alls leik mins liðs, minna á aðra leiki og þarf þa að kaupa 2 pakka.
    Svo er spurning hvernig þessi stöð verður á bikarhelgum og landsleikjahléum? Ekki mikið í gangi þá eins og er.

  6. Ég neita að trúa því að 365/Vodafone ætla að bjóða “enskaboltalausa” áskrift á 10 þús á næsta tímabili.
    Gæti trúað því að pakkinn verði lækkaður í 6 þús.

    2
  7. Mér finnst kostirnir fleiri en gallarnir

    Fleiri kostir:
    Þeir ætla að reyna að gera þetta líkara sjónvarpstöðum eins og Skysport og fara stundum sjálfir á vellina og færa okkur nær leiknum sjálfum.
    Þeir verða með live lýsingar frá vellinum sem er bara hið besta mál.
    4500 kr er svona á pari við væntingar.
    Ég held að Margrét eigi eftir að koma sterk inn í þennan pakka.

    Ókostir:
    Mér finnst mjög gaman að hlusta á Hjörvar tala um Enska boltan og já eiginlega bara fótbolta yfir höfuð og er slæmt að missa hann frá umræðuni.
    Veit ekki með Bjarna Þór og Loga en gefum þeim smá séns.
    Ömurlegt að Tómas Þór fari úr Fótbolta(Pepsí), Handbolta og Körfuboltakvöldum en maður finnst hann lykilmaður í þeim þáttum og umfjöllun um íslenska boltaíþróttir.

    Jæja þetta er allavega niðustaðan og er nokkuð ljóst að maður er ekki að fara að hætta að horfa á Liverpool alveg strax

    YNWA

    3
  8. Sælir félagar

    Maður sér til þegar þar að kemur. Ég er með Simann – Premium og vil sjá til hvað ég þarf að borga í viðbót áður en eg ákveð nokkuð.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  9. Siggi Garðars. Sýn var að senda tilkynningu á viðskiptavini sína um að golfstöðin sé að renna inn í sportpakkann. Geri ráð fyrir að það sé þeirra svar við því að Enski boltinn sé að fara og þurfa ekki að lækka verð.

  10. Persónulega finnst mér mjög sorglegt hve fáar (engar?) konur koma að enska boltanum hjá þeim á Stöð 2. Í Englandi hafa þeir farið þá leiðina að hafa konur sem stjórnendur en sérfræðingarnir eru langoftast karlar. Sem mér finnst líka galið, enda fullt af frábærum konum sem hafa hellings vit á knattspyrnu. Ég fagna því mjög að sjá Margréti Láru inni í hópnum hjá Símanum en hefði viljað sjá allavega eina í viðbót.

    1

Gullkastið – Mörk frá miðjunni!

Síðasta púslið og keðjuverkandi áhrif