Liverpool – Porto – Byrjunarliðin klár!

Nú nálgast klukkan 19:00, stundina stóru þegar okkar menn taka á móti Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ellefu kappar byrja fyrir Liverpool og ég verð að viðurkenna að nokkrir menn þarna koma mér á óvart.

Lovren kemur inn fyrir Matip, sem tekur sér sæti á bekknum við hliðiná Joe Gomez. Sá síðarnefndi er í hópi í fyrsta sinn síðan í desember. Það var vitað fyrir leik að Andy Robertson væri í banni, einn-tveir hafa kannski vonast eftir að sjá Moreno en Milner leysir ef vinstri bakvörðinn,

Fabinho, Hendo og Keita sjá svo um miðjuna, en Wijnaldum fær tímabæra hvíld. Ég veit ekki hversu mörgum leikjum hann hefur sleppt í vetur, en sú tala er lág. Framlínan segir sig svo sjálf. Á bekknum bíða svo Shaqiri, Origi og Sturridge, ásamt Wijnaldum, Matip, Gomez og Simon Mignolet.

 

Porto teflir á móti þessu liði:

Porto

 

Ég hlakka til að sjá hvernig Fabinho og Keita spjara sig í þessum leik, mikið verið kallað eftir að sjá þá meir. Robbie “Guð” Fowler á afmæli í dag og vona að hann fái sigurleik í afmælisgjöf!

Spennan er að magnast, KOMA SVO!
YNWA.

 

22 Comments

  1. Gott mál að fá Lovren inn og Gomez á bekkinn, þurfum þá í lokakafla mótsins og persónulega myndi ég vilja þá báða frekar en Matip á lokakaflanum.

    Moreno hefur greinilega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool nema liðið lendi í rosalegum meiðslavandræðum í þessum mánuði.

    Flott að hvíla Wijnaldum, hann hefur verið skugginn af sjálfum sér undanfarið og kemur inn ferskur gegn Chelsea. Henderson fær vonandi að halda áfram í box-to-box stöðunni frá síðasta leik sem var nokkurnvegin hans staða 2013/14, hann hefur einmitt aldrei spilað betur fyrir Liverpool en það tímabil. Keita skoraði í síðasta leik og átti að fá víti, jákvætt að hann byrji tvo leiki í röð.

    Koma svo, klára þetta einvígi í kvöld.

    11
  2. 4:0 það er mín spá.. firmino með þrennu og svo milner með eitt af vítapunktinum.

    1
  3. Keita þakkar svo sannarlega fyrir traustið sem Klopp loksins, loksins sýnir honum.

    5
  4. 1-0 Keita. Núna þurfum við að halda út 170 mínútur á móti Moussa Marega og félögum.

  5. Ég ætti að drulla meira yfir Henderson enn viðurkenni það allveg þessi leikur og síðasti hefur hann verið Geggjaður… Meira af þessu Henderson 😀

    11
  6. Flottur leikur fyrir utan leikkafla sem var í kringum eina sókn hjá Porto. Kannski hefði einhver dómarinn dæmt víti. Henderson er mjög góður í nýju hlutverki sem hægri miðjumaður og flæðið mjög gott á köflum.

    Það væri gott að fá þriðja markið í síðari hálfleik og klára leikinn.

    1
  7. Velkominn til leiks Naby Keita, þessi strákur gæti orðið gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum. Henderson er að eiga góðan leik en guð minn góður, hversu góður er Virgil Van Dijk.

    3
  8. Frábær leikur hjá okkar mönnum, megum ekki fá á okkur mark og helst skora amk eitt í viðbót.
    Djöfull er þetta skemmtilegt.

  9. Keita flottur með mark en vonandi á hann meira inni. 2-0 áfram Liverpool

    1
  10. keita er að koma rosa sterkur inn, af hveju ekki, stákurinn keiptur á 50 mills punda ári fyrir komu hans. Klopp hefur oft átt góð kaup, en þessi eru ein af þeim bestu. 2 komin, vantar bara 3 í vibót.

    YNWA

  11. Sæl og blessuð.

    1. Keita, Hendo og náttúrulega Virgill hafa verið bestir í fyrri hálfleik.
    2. Salah fær alltaf mesta athygli og hefði hæglega mátt láta sig sem hefði slátrað leiknum. Það hefur víst engin áhrif á dómgæsluna hvað hann er strangheiðarlegur. Súrt að hann skyldi ekki skora þarna einn á móti markmanni en hann er á fullu.
    3. Firmino er síhvikur og snilld að skora þetta mark. Samt er hann eins og örlítið út úr takti.
    4. Alison, Fabinho, Lovren og Trentarinn – köflóttir. Hafa gert smá mistök en sannarlega átt glory moments líka.
    5. Milner og Mané hafa verið traustir.

    Nú þarf fyrst og fremst að passa tvennt: ekki fá á sig mark og ekki meiðast!

    3

Porto mæta á Anfield

Liverpool 2 – Porto 0