Byrjunarliðið gegn Man City á Etihad

 

Stóru leikdagarnir hafa verið margir hjá Liverpool síðustu mánuðina í hinum ýmsu keppnum nær og fjær. En í kvöld og í þessum einstaka RISAleik verður borið á borð fyrir okkur ein stærsta hátíðarmáltíð sem snædd hefur verið í langan tíma og þótt langt væri aftur leitað. Liverpool með hraustlegt forskot á toppnum mætir Englandsmeisturunum á þeirra velli í Manchester. Liðin sem háðu epíska rimmu í Meistaradeildinni síðasta vor sælla minninga mætast að nýju!

Er hægt að éta deildartitilinn í fyrsta bita janúarmánaðar? Hvor vinnur í sjómann og störukeppni: Guardiola eða Klopp? Er Liverpool betri borg en Manchester (svarið við því er reyndar já)? Er Sterling svikari eða Júdas? Er ljósblátt ljótur litur? Hversu mikið verður forskot Liverpool á toppnum kl.22:00?

Öllum þessum RISAstóru spurningum gæti verið svarað á næstu klukkustundum. Eða ekki?

Í það minnsta er skjálftavirknin út af þessum RISAleik að skekja alla fótboltaáhugamenn þannig að hver einn og einasti er farinn að tvista í algleymi. Þetta verður epískt! Þetta verður magnþrungið! Gæti verið sætt, en gæti verið sóðalegt líka.

En til þess að leikir geti verið spilaðir þurfa snillingarnir sem stýra liðunum að sýna sín spil. Í tvöföldu blöffi með áherslu á lauf og spaða leggur Klopp fram úrvals ása, gosa og kónga í sinni uppstillingu:

Bekkurinn: Mignolet, Fabinho, Keita, Moreno, Sturridge, Lallana, Shaqiri.

Sterk uppstilling eins og við mátti búast en mest var beðið eftir því hvernig Klopp myndi stilla upp miðjunni. Vinnslan er í fyrirrúmi og reynsla í stórleikjum. Fátt við þetta að athuga þannig séð en margir áhugaverðir valkostir til að breyta leiknum af bekknum.

Guardiola er hættur að ofanda og ofhugsa um að mæta Liverpool og hefur stillt upp sínu Englandsmeistaraliði svona:

Afar sóknarsinnuð uppstillingu hjá Guardiola þannig að það verður blásið í sóknarlúðra frá byrjun. Þetta verður áhugavert og allt á suðupunkti þegar að leikur hefst!

Höldum nú niður í okkur andanum, teljum niður í leikinn á þýsku fyrir vin okkar Jürgen og Rammstein-rokkum þennan RISAleik í algert ógleymi!

Eins, zwei, drei, vier, fünf, sechs, sieben, acht, neun, ZEHN!

Come on you REDS! Forza Liverpool!

Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

50 Comments

  1. Vona að miðjan eigi sinn besta leik hissa að 2 pressumestu leikmenn okkar (fabinho og keita) byrji ekki inná. Var að vonast eftir sömu miðju og móti united en þetta er nógu gott lið til að vinna. Allir sem byrja inná hafa unnið leik á móti city. Koma svo við erum Liverpool

  2. Sæl og blessuð.

    Varfærin uppstilling hjá Klopp en maður skilur af hverju Shaq er ekki með (takmarkaður varnarmaður) og Keita (ekki enn sannað sig). Hefði verið gaman að sjá Fabinho en hann er enn að finna sína fjöl og samanborið við Millner og Hendó og Gini þá er hann nýgræðingur. Þeir eiga líka eftir að hlaupa úr sér lungun. Stór plús að vera með góðar lappir á bekk. Sóknarsinnaðar (Shaq) og varnarmenn (Fab/Keita).

    Vonandi spila Saudar ekki á fullum styrk – De Bruyne og Fernandinho gætu verið ryðgaðir eftir meiðslin og sá síðarnefndi spilaði fyrir þremur dögum. Leikmannahópur Sauda er annars ógnvekjandi.

    Væri fínt að fá jafntefli og geta svo haldið áfram okkar striki. En ég ætla samt að leyfa mér að giska á 1-2.

  3. Er Man City í 4-3-3 eða verða þeir í 3-5-2 það er smá spurning.
    Ætlar Pep að færa sinn besta miðvörð í vinstri bakvörð?

    Annars er liverpool liði hefbundið með vinnuhestana þrjá Winjaldum, Millner og Henderson en Klopp hefur oftar en ekki spilað með vinnuhesta á miðsvæðinu í stórleikjum.
    Það var orðrómur í dag um að Andy myndi ekki spila leikinn því að konan hans á að fara eiga (barn númer 2 hjá þeim) en hann ferðaðist með liðinu og er frábær að sjá hann í liðinu.

    Þetta verður svakalegur leikur og hvernig sem hann fer þá er liðið okkar á góðum stað en djöfull væri gott að hafa þann stað frábæran 😉

    YNWA

  4. Úfff þá fer þetta að byrja, gríðarlega mikilvægur leikur hjá okkur og það væri mjög sterkt að tapa ekki.
    Pressan í dag hlýtur að vera á Pep og city enda fáranlega erfitt að elta Liverpool í þessu formi.
    Ég er skíthræddur um að tapa þessu en hugga mig þó við að þá væru samt 4 stig í þá.

  5. Jæja, Nú er próf fyrir LFC. Stressið er komið í topp hjá mér og ég efast ekki um að Klopp er búin að peppa mannskapinn. Flott byrjunarlið, nú er bara að taka á því , KOMA SVO RAUÐIR 🙂

  6. Gini og Mo bestir hingað til ásamt Van Dijk. Mane ekki búinn að vera upp á sitt besta eins og í seinustu leikjum finnst mér.

  7. Ég er ekki alveg sáttur við miðjuspilið, sem hefur ekki verið nógu sóknarmiðað.

  8. Man City varla búnir að fá færi og eru komnir yfir á meðan að boltinn var áðan 1,2 cm frá því að fara allur innfyrir hjá okkur fyrr í leiknum.

    Leikjaplannið var að ganga fullkomlega upp, þeir voru í vandræðum með að komast í gegnum pressuna og voru ekkert að skapa sóknarlega nema eitt D.Silva hálfæri.

    Núna verður spennand að sjá hvað Klopp gerir, hvort að við höldum svona áfram eða hvort að Shaqiri komi inná fyrir einn af okkar varnarmiðjumönnum.

  9. Við verðum að fá sóknarmenn okkar með í spilið, erum ekki að byggja upp sóknir ! Firminoekki með, Salah varla, bara Mane, breyta kannski um kerfi í 4-4-2 , taka Firmino út og Shaqiri inn í hálfleik.

  10. Sergio er fæddur markskoari og gerði vel með að skora og spurning með Lovren cera sneggri loka hann af en Alisson átt i vera með hendurnar uppi þá hafði hann varið! Skrìfast meira á hann en Lovren.

  11. Fooking Lovren ekki standa og horfa á lokaðu skotvinklinum. Ég vill sjá þá kolbrjálaða að sækja, þá skorum við mörk koma svo

  12. Hvernig var þetta ekki rautt spjald á Kompany í fyrri hálfleik. Þegar takkarnir eru svona hátt uppi er það nær því að vera 3 gul spöld frekar en eitt.
    Væri til í að fá Fabinho og Shaqiri inn á í fljótlega fyrir Henderson og Milner.

  13. Finnst mikið af sendingum að fara á milli manna. Þarf eitthvað að stilla það í seinni. Annars er Virgil algjör kóngur i þessum teig.

  14. City betri í fyrri, geggja? mark hjá Kun. Ótrúlegt a? boltinn færi ekki inn hjá Mane og Stones. Li? sem ætla sér eitthva? ver?a a? stíga upp í svona leikjum. Þa? gerist eitthva? í seinni hálfleik.

  15. Spurning fara gera breytingar t.d. fara i 4-2-3-1 þvì sù leikaðferð þjônaði okkur vel i Des.

  16. Djöfull er erfitt að horfa á þetta. Finnst Lovren eiga að gera betur, maður sá þetta gerast. City ákveðnari í sínu spili og eiga skilið að vera marki yfir. Ég vona innilega við náum að jafna. Vonandi hægir á City í seinni.

  17. Gott að sjá leikmenn Liverpool nöldra í dómaranum í hálfleik. VIð vinnum þetta. Koma svo!!!

  18. Ég er að fara á taugum yfir þessum endalausu sendingum til baka á Alisson.
    Okkur er alltaf refsað fyrir svoleiðis.

  19. LFC eru að gera þetta svolítið erfitt fyrir sig með öllum þessum lélegu sendingum 🙁

  20. Alisson með flestar snertingar Liverpool leikmanna í þessum leik eða ?

  21. Yfirburðir Man C á miðjunni eru alltof miklir. Ég vil sjá skiptingar strax.

  22. Hvar er Liverpool liðið mitt? Þetta er ákaflega dapurt

    Koma svo rauðir ná allavega jafntefli!

  23. Firmino. En Robertson er buinn fram að þessu að reyna að drepa allar sóknir með eilífum sendingum til baka

  24. Bobby!!!! Frábært hjá Trent síðustu mínútur. Jæja, koma svo!!!

  25. FIRMINO!

    Ég var einmitt að spá hvort hann ætlaði að vera með í leiknum. 🙂
    Koma svo Liverpool!

  26. ég er að verða virkilega pirraður útí henderson hleypur ekki og getur ekki sent bolta 🙁

  27. Og Klopp hefur unnið hvað marga úrslitaleiki. Merkilegt að geta ekki motiverað liðið í þennan leik

  28. Gundogan lítur út eins og hann hafi verið í mat hjá Shaw yfir hátíðirnar.

  29. Þið munið það að Liverpool liðið gerir ekkert til að auðvelda lífið fyrir sér. Förum alltaf erfiðustu og helst ófæra leið til að komast alla leið.

  30. Ég er virkilega stoltur af liðinu okkar. Spá mín var að við myndum tapa þessum leik en við myndum klára þetta í vor.

  31. Að styðja þetta lið, það er ekki lognmolla einsog að vera stuðningsmaður Man Utd, City Chelsea
    Því hjá okkur er fotbolti stærri en lífið

  32. Sæl og blessuð.

    Count your blessings. Eftir að gæfudísirnar hafa dekrað við okkur í vetur kom að því að þær dönsuðu með andstæðingum okkar. Hrikaleg óheppni en ég set stórt suprningarmerki við Salah að gera ekki betur í þessu dauauauauðafæri sem hann komst í þegar Stones hreinsaði frá miðju. Lovren alls ekki að sýna viðunandi frammistöðu en andstæðingurinn í heimsklassa.

    Saudar voru með yfirburði á miðju og innkoma Shaquiri voru vonbrigði. Alison mátti alveg verja á nærstöngina frá Aguero.

    Bestir hjá okkur: Robertsson, Virgil og Trent.

  33. Klopp gat stillt upp sóknarsinnaðri miðju. Lovren var slappur og Henderson var ekki að heilla mig.

Gullkastið – Rock & Roll

Man City 2 – 1 Liverpool