Shaqiri næstur inn?

Það virðist allt benda til þess að þriðju kaup Liverpool í sumar verði Xherdan Shaqiri, leikmaður Stoke. Þetta ætti að vera nánast pottþétt mál þar sem að James Pearce er búinn að setja inn tíst um það, en eftir Fekir dæmið allt, þá er ekkert pottþétt fyrr en það er komin endanleg staðfesting á heimasíðu Liverpool. En ef mark er takandi á einhverjum þegar kemur að kaupum og sölum hjá Liverpool FC, þá er það James hjá Liverpool Echo.

Það var magnað þetta Fekir dæmi. Það var búið að taka myndirnar af honum í treyjunni að halla sér upp að Melwood skiltinu. Það var búið að taka fyrsta viðtalið við hann við Liverpool TV. Menn tala um að félagaskipti hafi í rauninni aldrei verið komin jafn langt og svo hafi annað liðið bakkað út, í þessu tilviki Liverpool.

En Xherdan Shaqiri er öflugur leikmaður með fullt af vopnum í búrinu sínu. Sjálfur þráði ég að fá hann fyrir nokkrum árum síðan, spennan við þessi félagaskipti er talsvert minni núna. En engu að síður er ég ánægður með þessa viðbót. Hann er hugsaður til þess að bæta breiddina í liðinu fram á við og hann hefur verið einn af örfáum ljósum punktum hjá Stoke undanfarin ár. Hann er líka að koma á frekar lítinn pening eins og staðan er á markaðnum í dag eða í kringum 12 milljónir punda. Þessi gaur er á besta aldri, með fullt af reynslu og var fínn með Sviss á HM.

Ég er á því að þessi leikmaður sé ekki að koma í staðinn fyrir Fekir kaupin, þessi kaup voru alltaf hugsuð með slíkum kaupum. Vonandi að menn hristi fram úr erminni 2 kaup til viðbótar (alvöru markmann og sóknarsinnaðan mann) áður en glugginn lokar fyrir fyrsta leik í Úrvalsdeildinni (nú er ég farinn að tala eins og þetta sé staðfest). Það þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og halda ótrauð áfram.

Annars reiknum við félagarnir með að henda í eitt stykki podcast í kvöld, enda langt síðan við gerðum slíkt síðast.

21 Comments

  1. Skemmtilegur leikmaður, sprækur en örlítið einfættur (vinstri) en það kemur nú örugglega ekki að sök þar sem sá fótur er ansi góður.

  2. Fínn leikmaður og þá sérstaklega ef hann er hugsaður útfrá því að styrkja breidd liðsins
    og eins og meistari SSteinn talaði um lítill peningur fyrir hann og á fínum aldri.
    Verður gaman að sjá hvað Klopp tekst að fá útur leikmanni eins og honum.

  3. Shaqiri er fín viðbót ef af verður og styrkir liðið talsvert. Sé hann alveg springa út undir Klopp líkt og Oxlade gerði sem maður var nú mátulega spenntur fyrir þegar hann kom inn.

    Ég tel algerlega óhjákvæmilegt að fá inn topp markmann. Alveg hugsanlegt að Karius eigi sér viðreisnar von en við getum ekki lagt allt tímabilið undir í því veðmáli.

  4. Sæl og blessuð.

    Karíus minn má fara eitthvert að láni – helst utan Bretlandseyja. Spurning hvort Madridingar vilja nýta hann á skotæfingum. Við þurfum nauðsynlega ærlegan markvörð og sá má ekki vera af lakari gerðinni. Þórður Kurteisi hjá Chelsea væri minn eftirlætiskostur. Höfum aldrei farið flatt á að kaupa frá þeim bláu.

    Annars er gaman að Shaquiri skuli vera á leiðinni yfir, ef rétt er. Held hann eigi eftir að skora 7 mörk á komandi vertíð einmitt frá þeim stað þar sem lítið hefur verið að frétta undanfarin ár. Nefnilega úr langskotum. Það munar nú um það!

  5. sé ekkert spennandi við þetta.

    hlítur að koma inn heimsklassa miðjumaður áður en glugginn lokar.
    okkur bráðvantar líka markvörð.

    trúi því ekki að shaquiri sé að koma í stað countinho.. það bara hreint út sagt meikar ekki sens.

  6. Fín kaup á góðu verði. En auðvitað smá áhætta því hann er soldið spes Logi Geirsson týpa sem hefur ekki alltaf verið team player þar sem hann hefur verið. Treysti þó Klopp 100% til að stýra egóinu hans í rétta átt.
    Eins og með Robertson þá er jafnvel möguleiki að hann verði það góður að hann spili sig inní byrjunarliðið. Hæfileikarnir eru til staðar. En mun líklegra að hann verði super-sub í stórum leikjum þegar við þurfum föst leikatriði og skotógn utan teigs en annars sérdeilis frábær squad player.

    http://www.hitc.com/en-gb/2018/07/11/tottenham-simply-must-make-11th-hour-approach-for-xherdan-shaqir/
    Frétt hér um að Tottenham menn eru að vonast eftir að þeir reyni að stela honum frá okkur og telja hann frábær viðbót við þeirra lið. Aumingja þeir. Þessar samningaviðræður eru mjög langt komnar og hver myndi vilja fara til liðs sem er aldrei að fara vinna titla þegar þú getur farið til liðsins sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar og risaklúbbs sem hefur verið að bæta við sig heimsklassa miðjumönnum.

    Wijnaldum mjög líklega seldur bráðlega og þá vantar bara Markvörð og Striker til að fá alvöru jafnvægi í liðið. Þetta er að verða svakalegt lið sem við höfum.

  7. Shaqiri er mjög flottur varamaður, ég fagna því að fá hann á bekkinn.

  8. Það sem ég tek úr þessum pistli er að það er að koma podcast.

  9. YEEEESSS!! Ég er búin að bíða eftir podcasti mjög lengi.
    Annard líst mér mjög vel á þessi kaup, mjög flott uppá breidd

  10. Af hverju erum við ekki að skoða Courtois? Er það of galið eða? Vill hann ekki fara frá chelsea og er með ár eftir á samningi? Yrði örugglega betri kostur en Alisson held ég. Þekkt stærð og vanur enska.

  11. eina sem þarf er nýr markmaður,,,,förum ekkert með Bakkus í markinu…

  12. Shaqiri er auðvitað bara miðlungs dúddi,kannski alltilagi hópstyrking.

  13. Treysti herra Klopp og co.
    Shaqiri er býsna góður leikmaður sem ég fagna heilshugar ef að hann kemur, áður en við förum að bölva allt og öllu ættum við að rifja upp hvernig við grenjuðum hér á kop þegar kaupin í fyrra voru gerð, einhver Robinson fra Hull ef ég mann rétt, hlaupandi gaur með krullur frá Róma sem gat ekki ekkert hjá Chelsea og vonarstjarna Arsenal sem var búin að vera efnilegur lengur en elstu menn mundu allt leikmenn sem hafa gert liðið okkar betra.

  14. Held að menn verði aðeins að slaka á neikvæðinni. Mér fynnst frábært að fá shaquri inn upp á breiddina sem okkur sárlega vantaði síðasta vetur strákur sem er enn ungur og með mikið potential. Nú vantar okkur topp class markmann en held því miður að courtois vilji ekki koma þar sem hann vill fara til Madrídar þar sem börnin hanns eru held að Allison væri frábær en litlar líkur á því held að við förum með Karius og Ward inn í þetta tímabil sem þýðir að við verðum að skora fleiri en andstæðingarnir

  15. Hugur Courtois er á spáni sýnist mér. Held að það sé bara timaspurnsmál hvenær hann fari þangað.

    Shaqiri er svona álíka og ox kaupin sem ekki allir voru sáttir með.

    Það að hafa
    Shaqiri á bekk fær mann alltaf í þá tilfinningu að hann geti komið inná og breytt leikjum.
    Og örugglega mun hann byrja leiki líka. Svo ég fagna hans komu

  16. Nú á ég eiginlega ekki til orð lengur. Er hatrið á Karius orðið svo mikið að menn vilja frekar fá sóknarmann í markið og það meira að segja frekar mikinn stubb. Ég geri mér grein fyrir því að þetta á að vera grín en öllu gríni fylgir alvara.

    Jafnvel bestu markmenn í heimi gera mistök. Þannig gerði t.d. De Gea mjög slæm mistök á HM fyrir utan það að hann varði ekki nema 1 skot í allri keppninni ef minnið er ekki að bregðast mér.

    Slakið aðeins á í hatrinu.

  17. Neddi #17
    Það er alveg pottþétt að einhverjir hata Karius, þó það sé óskiljanlegt, menn gera mistök.

    Hins vegar eru flestir sem kalla á nýjan markmann einungis raunsæir – við sjáum markmann sem er með sjálfstraustið í lágmarki, eftir hræðilegan úrslitaleik og þetta sjálfstraust er ekki að fara að aukast miðað við það sem við sáum í æfingaleiknum á móti Tranmare.
    Raunsætt mat – við þurfum nýjan markmann.

  18. Sælir félagar

    Shaqiri er góð viðbót við liðið, eykur breydd, er svakalegur trukkur og hleypur djöfulinn ráðalausann og það í liði sem hann var alltaf fyrsti kostur stjórans því hann var þeirra langbesti maður. Þegar hann kemur til Liverpool þar sem hann þarf að sanna sig fyrir stjóranum til að fá að vera með mun hann verða andstæðingum okkar martröð, sanniði til.

    Hvað Karíus varðar þá treysti ég Klopp í því sem öðru. Hann mun gera mistök en hver gerir þau ekki. Þeim mun fækka og hann verður afburðamaður á næstu leiktíð. Allison hvað? Hann var ekki að heilla neinn í heimsmeistarakeppninni og er ekki kostur sem ég tel góðan. Svo talar hann ekkert nema portugölsku og eitthvað hrafl í ítölsku. Mállaus markmaður stjórnar ekki vörn. Annars bara góður og á podcast inni í kvöld mér til sáluhjalpar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  19. Hann er 26 ára, á allt eftir. Kominn í lið sem hann á heima í. Klopp gerir hann bara að betri leikmanni, Saqiri er flott viðbót. Ef Klopp treistir á Karius, hvers vegna ekki við. Það er bara 1 stjóri hjá Liverpool og hann heitir Jurgen Klopp, ekki miljón jónar og jónssynir. In klopp we trust.

    YNWA

Tranmere – Liverpool 2-3

Podcast – Loksins