Eitt skref áfram, tvö aftur á bak. – Breiddin, miðjan og Van Dijk.

Liverpool heldur áfram að vera eitt furðulegasta knattspyrnulið sem fyrirfinnst á byggðu bóli og eftir viku eins og þessa eru afar fáir sem koma vel út, allt frá þjálfarateymi til leikmanna. Aðeins Liverpool tekur taplausa hrinu sem nær hámarki á frábærum sigri á toppliði eins og Man City aðeins til að tapa illa í næstu viku á eftir fyrir liðunum í 19. og 20.sæti.

Stór lið hafa alveg tapað tveimur leikjum í röð áður og það er engin þörf á að tapa gleðinni alveg og hvað þá byrja að kalla eftir höfði þjálfarans. Hinsvegar erum við að mínu mati að sjá núna í janúar allt of kunnuglega takta hjá Liverpool, nákvæmlega það sem hefur haldið aftur af liðinu allan þennan áratug. Eitt af því er að félagið er allt of máttlaust á leikmannamarkaðnum.

Jurgen Klopp er alls ekkert hafin yfir gagnrýni og eitt af því sem við félagarnir sem stöndum að þessari síðu höfum oft pirrað okkur á undanfarið í hans fari er hversu rosalega seint (og illa) hann bregst oft við í leikjum. Þetta er að mestu byggt á tilfinningu hjá okkur án þess að skoða tölfræði eitthvað sérstaklega. Engu að síður skoðaði ég aðeins þá leiki í deildinni sem Liverpool hefur tapað stigum í það sem af er tímabili, hvaða skiptingar Klopp var að gera í þessum leikjum.

Það sem öskrar á mann við fyrstu sýn er hversu mikill munur er oft á gæðum þeirra sem fara af velli og þeirra sem koma inná. Enda höfum við allt of oft séð að loksins þegar Klopp gerir breytingar þá batnar leikur liðsins ekki neitt, oft bara alls ekki. Hversu oft hefur bitið farið úr leik liðsins bara við það að taka Salah útaf? Solanke er gríðarlegt efni sem við viljum öll sjá springa út en er Liverpool ekki að miða hærra en svo að hafa efni á að gefa svona óreyndum strák þetta mikilvægar mínútur? Það hefur a.m.k. ekki gengið hingað til. Danny Ings hefur líklega gæðin til að vera a.m.k. varamaður hjá liði eins og Liverpool og ætti að smellpassa í leikstíl Klopp, en hann hefur ekki spilað 90 mínútur með aðalliðinu í tvö ár núna, hann hefur aldrei spilað heilan leik undir stjórn Klopp. Það er spurning hvort hann hefði ekki átt að koma sér í leikform annarsstaðar, svipað og t.d. Jack Wilshere gerði hja Bournemouth? Það að þeir séu báðir komnir framfyrir Sturridge segir svo líklega allt sem þarf um hnignun hans hjá klúbbnum. Spurning hvort það sé eitthvað meira að þar en við sjáum innan vallar?

Adam Lallana hefur spilað 151 mínútu í deildinni núna eða 7% af leikjum Liverpool, hann er aftur meiddur eins og staðan er núna og einhver orðrómur sagði í gær að hann yrði meiddur þar til í mars.

Á blaði eru allir þessir leikmenn líklega nógu góðir til að fylla upp í lið eins og Liverpool, þeir voru það mögulega fyrir 2-3 árum eða verða það eftir 1-3 ár. Það breytir því ekki að þeir eru ekki nógu góðir núna, breiddin hjá Liverpool er ekki nógu góð á þessu tímabili! Við sjáum það m.a. á þeim “áhrifum” sem skiptingar Liverpool hafa á leiki. Klopp er engin asni og ég trúi því að aðalástæðan fyrir því að hann bregst seint og illa við sé vegna þess að hann hefur ekki næg gæði á bekknum.

Auðvitað sjáum við leiki eins og í gær þar sem allir í liðinu hefðu með réttu átt að fara útaf í hálfleik í síðasta lagi og þá er alveg sama hvað er til í staðin fyrir þá. Henderson, Milner og Ings komu t.a.m. inn fyrir Can, Ox og Mané og náðu samt að bæta leik Liverpool töluvert, segir líklega allt um hversu off þessi dagur var í gær. En á Liverpool ekki að miða hærra en að vera breyta mikilvægum leik og séns á bikar en með sóknarskiptingunni, Milner, Henderson og Danny Ings? Henderson og Ings hafa verið meira og minna í meiðslum í tvö ár.

Eftir því sem líður á tímabilið kemur betur og betur í ljós að breiddin er ekki nægjanlega góð framarlega á vellinum og þess vegna er alveg snargalið að selja Coutinho og fá engan í staðin. Virgil Van Dijk kom vissulega í janúar en koma hans hefur engin áhrif á breiddina sóknarlega og Liverpool var búið að spila í hálft tímabil með risastóra miðvarðar holu í hópnum.

Það eru tveir dagar í að glugganum loki og félagið hefur svo gott sem gefið það út að ekkert verði gert meira í glugganum, ég ætla rétt að vona að það sé blöff því það er verið að taka allt of stóran séns með þetta tímabil. Liverpool má ekki við því að missa af Meistaradeildarsæti á næsta tímabili og ef ekki á illa að fara þarf félagið að hugsa fyrst og fremst um það tímabil sem er í gangi, ekki alltaf næsta tímabil. Bæði i sumar og núna í janúar finnst manni eins og áhersla félagsins sé meiri á næsta tímabil heldur en það sem er í gangi núna og það er óþolandi.


Byrjun Van Dijk

Svona hörmungarframmistaða var ekki alveg það sem við vildum sjá svona stuttu eftir að Liverpool landaði loksins Van Dijk. Ekki bara hjá honum heldur varnarleik liðsins eins og hann leggur sig. Þetta er samt svolítið hættan við að fá inn nýjan miðvörð á miðju tímabili og henda honum beint í liðið. Það er eiginlega ekki hægt að búast við miklum stöðugleika til að byrja með. Ég man t.d. þegar Martin Skrtel kom í janúarglugganum og átti einn versta leik sem miðvörður hefur átt í búningi Liverpool gegn stórliði Havant & Waterlooville í sínum fyrsta leik. Hann var meira að segja að koma inn í Liverpool lið sem var gott varnarlega.

Það er eitt að fá inn nýjan miðvörð og gera ráð fyrir óstöðugleika, en hvað er verið að ætlast til af Van Dijk? Hann hafði fyrir þennan leik spilað tvo leiki fyrir Liverpool og milli leikja núna fékk hann nýjan markmann fyrir aftan sig, tvo nýja bakverði, annan haugryðgaðan eftir meiðsli og hinn er unglingur. Matip var vissulega með honum ennþá og átti líklega sinn versta leik fyrir Liverpool á meðan miðjumennirnir þrír voru líklega verstu menn vallarins. Franco Baresi á hátindunum hefði lítið getað gert eins og allt liðið var að verjast í gær.

Vonandi stórbætir Van Dijk Liverpool liðið, jafnvel meira en það kostar okkur að missa Coutinho. En miðað við það sem við höfum fengið að sjá núna í þessari viku er allt að því útilokað að það gerist á þessu tímabili. Brotthvarf Coutinho er miklu miklu meira högg en það sem Van Dijk gefur liðinu.

Eins og allan þennan áratug verðum við að fara fá stöðuga varnarlínu hjá Liverpool sem spilar saman nánast alla leiki, ef það tekst ekki verður þessi óstöðugleiki líklega viðvarandi áfram. Van Dijk hefur klárlega gæðin, það efast vonandi engin um það.


Miðjan er stóra vandamálið núna

Núna er loksins búið að taka Mignolet úr markinu þó vissulega sé ekki búið að leysa þá stöðu ennþá til frambúðar. Það er búið að kaupa dýrasta miðvörðu í heimi og sóknin er ekki vandamálið hjá Liverpool núna. Næst er klárlega komið að miðjunni og eftir því sem líður á þetta tímabil er ljóst að þar þarf að taka mikið til. Bæði sóknarlega og guð minn góður varnarlega.

Coutinho skilur augljóslega eftir sig heimsklassa holu á miðjunni sóknarlega sem mun kosta okkur töluvert af stigum í vetur ef ekkert verður gert frekar. Eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru miðað við hvernig hann var að spila fyrir áramót. Það er ekki einu sinni víst að nýr maður næði að styrkja liðið nærri því jafn vel og hann var að spila en það er ekki hægt að gera ekkert úr því sem komið er.

Adam Lallana gæti mögulega fyllt skarð Coutinho að einhverju leiti ef ekki væri fyrir þær sakir að hann hefur eins og áður segir spilað 7% af þessu tímabili og er meiddur eins og er. Hann hefur verið endalaust oft meiddur frá því hann kom til Liverpool, litlu minna en Sturridge undanfarin tímabil og kemur ekki að nægjanlega mörgum mörkum miðað við hvaða stöðu hann spilar. Hann er núna 29 ára og spurning hvort hann sé að skila nógu miklu til að vera framtíðarmaður hjá Liverpool?

Wijnaldum var með orð á sér fyrir að vera ömurlegur í útileikjum hjá Newcastle og við erum að sjá nákvæmlega það hjá Liverpool líka. Ekki að leikurinn í gær hafi verið á útivelli og samt var hann líklega lélegasti leikmaður Liverpool. Eins og hann getur verið góður þá er hann einfaldlega ekki að skila nægjanlega miklu varnarlega og hvað þá sóknarlega. Miðjan er jafnan steingeld þegar tveir af Henderson, Milner, Can og Wijnaldum spila allir saman, sérstaklega í þessum leikjum gegn litlu liðunum.

Emre Can held ég að sé okkar besti miðjumaður en það segir meira um miðjuna hjá Liverpool heldur en hann. Varnarlega er hann ekki nógu góður og ég hef á tilfinningunni að verkaskipting hans og Wijnaldum sérstaklega sé enganvegin á hreinu varnarlega. Þeir hafa átt alveg ömurlega viku eftir svona líka glimmrandi leik gegn City. Þetta 4-4-2ish kerfi Klopp hefur vissulega gert miðjuna töluvert berskjaldaðari en hún var en það breytir því ekki að ef Emre Can er aðal varnartengiliður liðsins þá þarf nýjan varnartengilið í liðið. Þessi hjá Monaco var t.a.m. að segja það í dag að hann vildi ekki vera þar lengur. Já og Can á aldrei að vera fyrirliði Liverpool aftur ef hann vill ekki vera áfram hjá félaginu.

Jordan Henderson væri líklega besti miðjumaður Liverpool ef hann væri ekki svona mikið meiddur. Hann er samt eins og Can ekki varnartengiliður. Jordan Henderson sem við sáum 2013/14 var frábær leikmaður sem maður sá fyrir sér að myndi halda áfram að bæta sig, eftir undanfarin ár efast ég um að við fáum að sjá hann aftur. Þvílík synd.

Oxlade-Chamberlain held ég að geti alveg verið framtíðarleikmaður hjá Liverpool en ég vona að við fáum strax í næsta leik að sjá hann með Can/Wijnaldum/Henderson á miðjunni og annan sóknarsinnaðari miðjumann fyrir framan þá. Síðustu tveir leikir hafa verið afleitir en breyta því ekki að hann var búinn að vera mjög spennandi í sex vikur þar á undan.

James Milner er svo líklega á lokametrunum hjá Liverpool. Hann hefur spilað 43% af deildarleikjum þessa tímabils og við sáum í innkomu hans gegn City að hann er líklega ekki nein galdralausn fyrir Klopp núna. Mögulega treystir hann eitthvað meira á hann út þetta tímabil samt þar sem mögulega er þörf á smá reynslu inn á miðjuna en ég sé það ekki styrkja miðjuna mikið.


Ég vildi að ég gæti sagt að næstu dagar verði spennandi með einhverri sannfæringu, þá að því leiti að Liverpool myndi fá inn eins og 1-2 nýja leikmenn. Ég hef bara því miður enga trú á að nokkuð verði gert.

Líklega myndu menn eins og Keita eða Lemar þurfa tíma til að aðlagast en guð minn góður hvað félagið myndi senda út jákvæðari og metnaðarfyllri skilaboð með því að landa slíkum leikmanni strax í staðin fyrir það sem verið er að gera núna.

Guð hjálpi okkur, Klopp og FSG ef Liverpool gerir ekkert og nær ekki Meistaradeildarsæti í vor.

21 Comments

 1. Varðandi að fa varnarmenn inn i januar. Það ma heldur ekki gleyma Vidic. Þo svo hann hafi verið i utd þa kom hann i januar til þeirra og byrjaði hræðilega. Þannig að eg er sammala með januargluggann og miðverði.

 2. Eina ég hefði viljað sjá í samantektinni þinni hvernær liðin voru að skora mörk Vs innáskiptingar okkar.

  Engu að síður þá blasir við nokkur vandamál hjá Liverpool. Eins og greinahöfundur tekur fram í samantektinni með miðjumenn þá gæti ég ekki verið meira sammála honum,
  Emre Can – Er svona eina vikuna vil ég halda honum næstu viku hugsa ég hvað var ég pæla í síðustu viku. Alltof mikið jójó leikmaður
  Adam Lallana – Hefur því miður aðeins sýnt nokkra góða mánuði með tölfræðulegu framlagi til liverpool það var fyrstu 4-5 mánuðurnir í 2016-17 tímabilið. Annarrs alltaf meiddur alltaf að komast í form alltaf að spila í leikform.
  James Milner – Aka Boring Milner – Er bara því miður bara komin yfir sitt besta!
  Jordan Henderson – Alltaf spilaður út úr stöðu Alltaf tekin úr lífi eftir leiki. Vorkenni greyji kallinum að þurfa að sitja undir þessu öllu samt gerir hann það sem klopp vil að hann gerir.
  Gini Winjaldum – Stundum frábær STundum hræðilegur – Stundum World Class Vantar miklu meira stöðuleika í hann ásaamt þeim öllum sem spila með honum á miðjunni!
  Alex Ox Cham – Lofar góðu oft mjög góður enn þó slappur síðustu 2 leiki ásamt öllum hinum,
  Held samt að varnaleikurin hjá liverpool myndi lagast helling ef það væru nú aðeins betri holning á þessari miðju. Þeir elta stundum kolvitlausan mann þessir miðjumenn í varnarleiknum og gera hreinlega andstæðingum Liverpool auðveltara fyrir!

  Markmennirnir – Það mætti nú bara gefa þessum 3 markverði séns… ekki er Mignolekur að gera eitthvað þarna til að spila sig í liðið.

  Ef Liverpool kaupir ekki í janúar þá getum við allveg átt von á 5-6 sætið… Kane Getur komið Tottenham ein síns liðs í Meistardeildinna.. Arsenal lausir við Chile-banan gæti virkað vítaminssprauta fyrir þá..

 3. Horfa á WBA leikinn var eins og að Real Madrid eða Bayern eða eh álíka gott lið væri að spila gegn okkur þeir gjörsamlega rústuðu okkur á öllum sviðum og þeir pressuðu líka stíft þetta var engin helvítis rúta og þeir voru bara virkilega góðir hjá WBA.

  Okkar menn voru skelfilegir og í raun hlægilegir virkilega leiðinlegt að finnast þetta en það var skömm að þessu og ég hef aldrei upplifað eins vandræðalegan leik eins og þennan þetta var verra en versti leikur Hodgson.

  Að horfa á eitthvað WBA lið sem hefur ekki getað blautan í allan vetur gjörsamlega rúlla okkur upp og í raun hefðu auðveldlega getað unnið okkur 5-2 eða stærra á fokkins Anfield er lögreglumál.

 4. Við náum að laga þessar vandræðastöður í sumar. Hvað gerist svo á móti? Jú. Við missum líklegast Salah og Firmino. Fáum því ný vandamál í staðinn. Liverpool í hnotskurn.

 5. Meiriháttar flott samantekt. Það er þá ekkert skrítið að Liverpool sé svona furðulegt knattspyrnulið, því að ég tel mig vera búinn að sjá það eins og fleiri, að Jurgen Klopp er að sumu leiti furðufugl. Haft er fyrir satt að hundar líkist eigendum ( þjálfurum ) sínum og hví ættu leikmenn þá ekki að líkjast þjálfurum sínum líka ? Þegar hausinn á Klopp bregst sí endurtekið svona seint og illa við aðgerðum þegar í óefni er komið inni á vellinum, þá hefur oftar en ekki myndast einskonar kaos hjá leikmönnum. Svo bætist við að óhæfir menn veljast í fyrirliðastöður og því er liðið oftar en ekki hálf stjórnlaust. Eða, hvað verður um skip í sjávarháska ef skipstjóri og stýrimaður eru ráðalausir og bregðast seint og illa við aðstæðum.

 6. Lallana mætti fá að spila meira, hann er betri en Chambo að mínu mati.

 7. Ef það kemur ekki maður inn í þessum glugga eins og allt lýtur út fyrir , tel ég 4 sætið farið og jafnvel tap á móti Porto í Champion League .
  Þessi afleita vinna á félags skiptamarkaðnum vil ég einna helst skrifa á Fsg , það er ljóst að Klopp myndi vilja miklu fleiri leikmenn og betri en fær ekki að kaupa og dijk endurspegla það í raun, vissu að það væri að koma slatti inn fyrir couthino og þá fékkst leyfi á dijk en ekki fleiri .
  Enn einn gluggi í plús , ekki hægt að byggja um lið sem vinnur titla með svoleiðis vinnubrögðum .

 8. Ég hef hugsað þetta af og til í allan vetur og ætla bara að segja það. Hvers vegna kaupum við ekki Jamie Vardy? Okkur bráðvantar striker sem veit hvar markið er. Studge er búinn og Firmino er ekki striker, hann á miklu frekar að taka við leikstjórnanda hlutverki Coutinho.

 9. Ah, gleymdi því að Vardy er 31s. Alveg að verða eldri borgari.

  Það má ekki hjá ameríska eldri borgaranum sem á Liverpool…

 10. Það er algjörlega nauðsynlegt að ætli þetta félag að ná í topp 4 og tryggja sér í keppni þeirra bestu á næsta tímabili þá verður að kaupa leikmann eins og Thomas Lemar eða Riyad Maherz og helst að gera allt vitlaust hjá Leipzig og fá Keita fyrr.
  Það er flest allt fáanlegt fyrir rétta upphæð.
  En það virðist ekki vera séns hjá þessu félagi að koma út í mínus eftir leikmannagluggana.
  Er þetta þá ekki 4 eða 5 glugginn í röð sem eigendur liðins fá feitari bankabók eftir gluggann

 11. Af hverju þurfum við alltaf að selja bestu leikmennina okkar? Hefði United selt Coutinho í janúar? Nei. Þarnar liggur fíllinn í stofunni. Djöfulsins aumingjaskapur. Hverjum er ekki drullusama þótt Coutinho hefði farið að grenja. Þetta er milljarðarmæringur sem getur bara gjörað svo vel að bíða í 6 mánuði. Reiður út í þennan aumingjaskap klúbbsins.

 12. Sæl og blessuð.

  Æ hvað mér leiðist þetta Coutinho harmatal! Hann væri mögulega að skríða saman eftir enn ein meiðslin ef hann væri enn í herbúðum okkar. Líklega væri hann enn á meiðslabekknum og myndi engu breyta fyrir leik liðsins. Ég sá leikinn á Anfield fyrir sléttu ári þegar Southampton vann 0-1 í undanúrslitunum. Þá gerði ,,litli töframaðurinn” nákvæmlega ekkert fyrir leik liðsins. Hann var hreinasta hörmung eins og Lallana, Sturridge og fleiri. Síðast er við mættum WBA var Coutinho einnig með – það breytti engu um afleitan leik liðsins.

  Þessi sala á honum er bara gangur lífsins í boltanum. Sumir koma og aðrir fara. Ekki hrundi varnarleikur Southampton við að missa VvD. Ég er reyndar á því enn – og vona að ég hafi rangt fyrir mér – að það hafi ekki verið skynsamleg kaup. En eins og höfundur bendir á, má tilgreina margt í vörn liðsins og miðju sem leiddi til þess að dagurinn var afleitur hjá hollendingnum stóra.

  Það er einkenni á hnignandi samfélögum að einblína á einhverjar patentlausnir þegar vandi steðjar að. Það vill líka brenna við, að fólk finni blóraböggla. Figh-flight-freeze viðbragðið heltekur svo huga og sálu að framheilinn lamast!

  Mögulega eru klopp og leikmennirnir í því ástandi núna. Það væri ekki alls kostar sanngjarnt. Það er skammt síðan að liðið var nánast ósigrandi og hafði gríðarlega öflugan bekk upp á að hlaupa. Solanke hefur verið óheppinn að ná ekki að pot’onum inn og ef ég man rétt þá var hann bara þrælöflugur í vináttuleikjum sumarsins.

  Ég leyfi mér að draga stöðuna saman á svohljóðandi hátt: Klopp þarf að finna sína fjóra-fimm leikmenn sem skipa vörnina. Það verður reglan en ekki undantekningin. Helst vildi ég koma þeim á sölu sem eru alltaf laskaðir og mæta svo til leiks, endrum og eins, eins og framandi gestir eða logandi hræddir um frekari meiðsl. Hann má mín vegna selja Mignolet og fá öskrandi hávaðabelg í markið sem leggur allt undir í leikjum. Miðjan hefur, að síðasta leik frátöldum, bara staðið sig ljómandi vel og með þéttara bakland má eiga von á því að menn finni sig að nýju. Það væri gaman að sjá meira af Woodburn sem er, ef ég reikna rétt, árinu eldri en í fyrra.

  Ings, FIrmino og Solanke eiga mikið inni og ef allt með felldu í neðri lögum píramídans þá ættu þeir að blómstra.

 13. Svo mætti E.Can fara á bekkinn. Er ekki sáttur við að Coutinho og E.Can hafa verið gerðir að fyriliðum þegar ljóst var að þeir eru á förum. Hvað varð um að félagið er stærra en leikmennirnir? Klopp svaraði þessu ágætlega…honum er skítsama. En mér finnst þetta senda röng skilaboð. Á bekkinn með E.Can.

 14. Svona vill ég sjá liðið á þriðjudaginn Karius, Arnolt, gomez , vvd , robertson,miðjan Uxinn, milner, firmino, salah, ings, Woodburn, bekkur, ward, lovren, henderson, can , Wijnaldum ,Sturridge,Harry Wilson. Já belgin í markinu ekki í hóp að mínu mati eftir W.B.A leikin að þá var það kveðju leikur fyrir hann .

 15. Það gengur lítið að fara svona hátt upp og langt niður þegar maður heldur með Liverpool.

  Liðið okkar var aldrei að fara að berjast um að verða englandsmeistarar í ár ég held að flestir voru samála því og ef maður skoðar spá fjölmiðla og svokallaða sérfræðinga fyrir tímabilið þá voru flestir á því að Liverpool myndi ekki ná top 4 (oftast spáð 5 sæti).

  Liðið okkar er langt í frá tilbúið og menn tala um að liðið sé á niðurleið en skoðum þetta aðeins.

  Liðið okkar er í 4.sæti í deildinni, komið í 16.liða úrslit í meistaradeild og er dottið úr FACup og deildarbikar. Þetta er ekkert stórkostlegt en við sem höfum fylgt þessu liði í 30 ár höfum séð það miklu svartara en þetta .

  Mér finnst liðið okkar betra en á síðustu leiktíð ekki miklu en samt betra.
  Mér finnst sóknarþunginn okkar vera meiri með komu Salah. Mér finnst OX vera fín viðbót í liðið okkar og á bara eftir að vera betri. Mér finnst Robertson kaupinn mjög góð fyrir liðið og Dijk er flott kaup.
  Mér finnst leiðinlegt að missa Coutinho en miða við kaupinn hjá Klopp þá einfaldlega treysti ég honum að finna eftirmann og reikna ég með að sú kaup komi í sumar.

  Það vita allir hver veikleiki okkar er og styrkleiki.
  Klopp veit alveg að markverðinir eru ekki að standa sig en hann veit líka að það virkar ekki að gangrína þá opinberlega og hann veit að hann verður að klára tímabilið með þá tvo enda heimsklassa markverðir varla tiltaks og hvað þá í janúar glugganum.
  Klopp veit líka að við erum stórhættulegir framávið og þurfum að nýta þann styrkleika og það myndi ekki henda okkar stíl að liggja til baka og þétta okkar leik.

  Ég er samt mjög sáttur við stjóran okkar.
  Það er þægilegt að sitja í sófanum og rífa kjaft og tala um að okkur vantar hinn og þennan eða skilja ekki afhverju hann er ekki búinn að að skipta fyrr inná.

  Heildarmyndinn er sú að við erum ekki nógu góðir til að berjast um enskatitilinn, við eru samt nógu góðir til að berjast um meistaradeildarsæti, við getum unnið öll bestu liðinn en við getum líka tapað fyrir þeim lélegustu, við er frábært sjónvarpsefni en rússibanni fyrir stuðningsmenn.
  Tveir síðustu leikir voru einfaldlega ekki nógu góðir en það er nóg eftir af þessu tímabili og við eigum eftir að fá fullt af stigum en við eigum líka eftir að tapa stigum. Dæmum liðið eftir tímabilið og sjáum hvernig þetta tókst allt saman en mér finnst eins og staðan er í dag þá er liðið á pari við væntingar og ef það endar í top 4 og kemst í 8.liða úrslit meistaradeildar þá er þetta bara solid tímabil hjá okkur en ef við náum ekki top 4 og dettum út í gegn Porto þá var þetta einfaldlega ekki nógu gott.

  YNWA – ég hef trú á Klopp og strákunum

 16. Við skulum ekki vera í neinum Pollýönnuleik, Danny Ings og Solanke eru bara ekki nógu góðir leikmenn fyrir Liverpool. Ég skildi ekki kaupin á Alex Ox, varamaður hjá Arsenal, ekki nógur góður fyrir Liverpool. Lallana er frábær leikmaður sama og Van Dijk sem er líklega besti skallamaður heims í dag. Og ég vil ekki skipta á neinum þjálfara fyrir Klopp. Fáum ekki betri mann, hann smellpassar fyrir lið eins og Liverpool, annað en Brendan Rodgers, sem kom vel fram, kurteis og ávallt rólegur en enginn maður fyrir stórlið eins og Liverpool.

 17. Ætla að vera ósamála með Ings og Solanke.

  Solanke er ungur leikmaður sem lofar mjög góð. Hann á ekki að vera toppa núna á ferlinum.

  Ings er einfaldlega leikmaður sem hefur verið að berjast við meiðsli nánast allan sinn feril hjá liverpool. Hann er nákvæmlega leikmaður eins og Klopp dýrkar framávið. Hann er hraður, vinnusamur og áræðinn.

  Ég skil kaupinn á OX þarna er ungur leikmaður með mikla reynslu sem var ekki að fá að spila sín stöðu fyrir Arsenal. Honum langaði að vera miðjumaður en var alltaf settur úta kannt. Klopp notar hann á miðsvæðinu og hefur hann komið vel inní liðið. Það nefnilega skiptir engu máli hvort að leikmenn voru varaskeifur eða stjórstjörnur í sínum liðum áður en þeir koma til liverpool. Þetta snýst um þeira framistöðu í liverpool búningnum. Maður hefur séð stór nöfn drulla á sig og maður hefur séð leikmenn sem fáir vissu hver var standa sig.

 18. Skemmtileg samantekt en er þó alls ekki sammála öllu sem þar er. Held t.d. að veikleikinn varnarlega sé allt liðið í en ekki bara miðjan en miðjan í vörninni er því miður enn Akkilesarhællinn, ja ásamt óöruggum markverði. Þeir sem hafa spilað á miðjunni í vörn vita að fátt pirrar þá meira en markvörður sem ekki er hægt að treysta 100 prósent. Ég held að VvD eigi eftir að aðlagast liðinu og verði mikil styrking fyrir það. Spurning hver er bestur með honum. Er ekki árangurinn skástur með meistara Klaven í liðinu.

 19. Svona þegar glugginn er að lokast og hin liðin í toppnum að mjatla inn einn og einn öflugan þá fyllist maður efa yfir því hvort okkar menn taki nokkurn tímann í náinni framtíð þetta skref sem þarf til að vinna dollurnar.

  Það er ennþá þorri, það má blúsa.

  Stilla væntingum í hóf og gleðjast þá bara yfir öllu sem er umfram væntingar.
  Getur maður verið þar eftir 45 ár af YNWA?

  YNWA

 20. samkvæmt tölum um nettó eyðslu topp 6 liða í UK frá 2016 til dagsins í dag, þá er Liverpool eina liðið sem er að koma út í plús. Það segir ýmislegt. Í þessum janúar glugga erum við að kaupa einn, og láta frá okkur allavega tvo, Kút og Sturridge. Samt bráðvantar okkur góðan markmann og einhvern fyrir Kút.
  Ég held að við eigum eftir að finna fyrir þessu þegar kemur að CL og svo bara í lok tímabils, þetta gæti kostað okkur topp 4 sæti, því miður, enn og aftur !

Liverpool – WBA 2-3

Upphitun: Huddersfield annað kvöld