Opinn þráður – Keita

Nú þegar það er búið að ganga frá kaupum á Salah fer fókusinn bara strax á næsta target. Naby Keita virðist vera næstur á dagskrá eins og við svosem vissum en Leipzig með Ralf Ragnick sem DoF eru ekkert að fara selja hann ódýrt og því fullkomlega óljóst hvort af þessum kaupum verði.

Honigstein sérfræðingur Guardian og BT Sport um Þýska boltann er ágætlega áreiðanlegur en hann hefur verið að tjá sig um Keita í morgun.

Leipzig er sagt fara fram á allt að £70m sem er sturlað verð fyrir leikmann sem þeir keyptu í fyrra á €15m. Hann er með ákvæði í samningnum sem tekur ekki gildi fyrr en eftir næsta tímabil og því veltur þetta líklega töluvert á því hversu mikið hann pressar sjálfur á að komast frá Leipzig. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer og hvort áhugi Liverpool sé svona mikill. Það kemur ekkert á óvart að Southampton og Leipzig setji “óraunhæfa” verðmiða á leikmenn sem þau vilja ekki selja. Við förum svo sannarlega fram á það þegar Liverpool er á hinum enda borðsins.

55 Comments

  1. Liverpool á bara að borga uppsett verð fyrir þá leikmenn sem Klopp vill og telur að hjálpi liðinu að vinna titla.
    Alveg sama hvaða leikmaður það er sem Klopp vill að þá mun verðið á honum fara uppúr öllu valdi því þetta er Liverpool sem er að kaupa.
    Allt annað en hjá Dortmund þar sem hann gat keypt leikmenn á lítinn pening en um leið og Liverpool nafnið kemur við sögu þá fer alltaf verð upp.
    Ef FSG vilja eyða 200m punda í leikmenn núna þá bara endilega!

  2. Þessi verð eru náttúrulega sturluð á markaðinum núna. En ef að Man U eru að kaupa 28 ára gamlan Matic fyrir 40 milljónir punda, þá hljómar 70 milljónir fyrir 22 ára gamlan Keita ekki svo brjálæðislega hátt.

    Plús að verðið mun eitthvað lækka frá þessu uppsetta verði.

  3. Ég ætla að byrja á því að segja að ég þekki þennan leikmann ekki neitt, aldrei séð leik með RBL.
    Bara séð eitthvað YouTube dæmi.
    Er hann svona sterkur?
    Og við verðum fucked í janúar 2018/2019 tímabilið ef að Keita kemur.
    Gefum okkur að aubameyang komi líka.
    Þá Afríku keppnin Mane, salah, aubameyang, keita, matip. Þrátt fyrir Afríku keppni þá vildi ég óska að þetta væru 5 liverpool menn lúxus vandamál

  4. Keita er virkilega flottur leikmaður og allt sem ég hef séð til hans eru klár gæði á boltann, sterkur í fætur og fimur með frekar lágan þyngdarpunkt. Hvort hann fáist keyptur í sumar er óljóst en ég vona það svo sannarlega. Eitt er víst að það þarf til mikla samningatækni og mörg “trix úr bókinni” í þessum viðræðum í dag(leikmaðurinn á 3 ár eftir af samning) en vilji leikmanns gerir vonandi gæfumuninn okkur í hag. YNWA.

  5. Maður veit ekki alveg hversu raunhæf þessi “skotmörk” eru; þeas Keita, Mbappe og Aubameyang eru. Keita er í eigu moldríkts félgags sem er að fara í fyrsta sinn í meistaradeildina þannig að það verður ekkert prúttað um verð fyrir hann. Þeir munu pottþétt standa fast á sínu verði og segjum að við myndum kaupa hann á 70 mill. punda að þá erum við að senda klikkuð skilaboð til þeirra liða sem við eigum eftir að díla við í framtíðinni. Mbappe er sömuleiðis í eigu moldríkts liðs og að auki örugglega eftirsóttasti leikmaðurinn í heiminum í augnablikinu þannig að við erum aldrei að fara vinna eitthvað kapphlaup um hann. Og svo í sambandi við Aubameyang að þá veit ég ekki hversu gáfulegt það væri að fá þriðja sóknarmanninn frá afríku. Væri sturlun að missa 3 bestu sóknarmennina okkar burtu í 5-6 vikur annað hvert ár vegna afríkukeppninnar.
    Þannig að eins spennandi þessir leikmenn eru að þá vona ég að þetta sé eitthvað algert slúður þannig að við séum ekki að eyða tíma í einhverja leikmenn sem við eigum í rauninni aldrei möguleika á.

  6. Klúbburinn eyddi um 130m punda sumarið 2014/2015 og dugði það ekki til neins annars en að láta rasskella okkur útúr riðlakeppni meistaradeildarinnar og enda hefðbundnu EL sæti í PL.

    Í dag erum við með hörkugott lið. Ég held að það sé mjög erfitt að bæta árangurinn mikið nema kaupa hörkuleikmenn. Ég er persónulega til í að kaupa færri leikmenn en reyna að teygja okkur þá lengra í verði í og launum til þess að ná þeim takmörkum sem Klopp og hans menn hafa sett.

    Tek undir að fjárhæðirnar eru brjálæðislegar en þær eru það á öllum endum og jafnaast þar af leiðandi aðeins út. Vonandi heldur lfc áfram að elta hágæða leikmenn eins og þeir hafa gert hingað til í þessum sumarglugga.

  7. Það auðveldar málið að Keita hefur sagst vilja fara. Þannig að núna er það bara hver er með peninginn.

  8. Liverpool (FSG) voru í plús 11m eftir síðasta sumar-glugga. Ekkert eytt í janúar. Það væri bara alls ekkert að því að eyða 200-250m í GÆÐA leikmenn núna. (seljum vonandi fyrir 50)

    Það væri nkl ekkert að því og í raun þá eigum við það inni hjá FSG að þeir sýni það í verki að gera Liverpool samkeppnishæft hinum topp liðunum. A) liðið er komið í CL B) Nú verða menn að hamra járnið á meðan það er heitt.

    1. Keita 70m
    2. Aubamayeang 60m
    3. Vigil Van dyke60-70m
    4. Left Back 10-20m
    5. Salah 36m

    Kaup fyrir 250-260 m punda.

    Seljum svo, fyrir c.a 50.

    Þetta væri statement frá FSG, WE MEAN BUISNESS.

    Liverpool þarf á þessu að halda, hugsið ykkur bara treyjusölur og annað!!

    Ferðin fína hjá Úrval Útsýn og kop.is, það verður bara hródýrt á endanum að borga 160 kall fyrir þetta (eftir að öll þessi kaup fara í gegn ) Eftirspurn/ Miðaverð mun hækka gríðarlega ef FSG fara að mínum ráðum 🙂

    YNWA

  9. Þeir keyptu hann af sjálfum sér í fyrra á 15m, það er ekki raunhæft mat á drengnum, þeir vissu alveg hvað þeir voru með í höndunum. Og ég held eftir að hafa skoðað þennan mann aðeins að þetta meikar alveg sens, þeir þurfa hann ef þeir ætla eiga eitthvern möguleika á að endurtaka gott season. Finnst við eigum að fá hann sama hvað, og skella áttuni á bakið á honum enda mundi það fitta vel, frábær miðjumaður með hellings rými til að bæta sig. Maður alveg slefar við tilhugsunina með þennan og Can á miðri miðjunni.

  10. Oddi #10

    50 millur eru algjört lágmark í sölutekjur að mínu mati.

    Ef teknir eru saman allir leikmennirnir sem eiga sér litla sem enga framtíð á Anfield og þeir væru seldir allir í sumar sem verður þó að teljast ólíklegt þá eru það frekar nær 100-120m punda markinu.

    Sakho 30m
    Sturridge 25-30m
    Markovic 15-20m
    Moreno 15m
    Lucas 5m
    Stewart 5-8m
    Flanno 5-8m
    ásamt öðrum ungum leikmönnum sem hafa fengið fá eða engin tækifæri í byrjunarliðinu
    eins og td
    Brannagan
    Chirrivella
    Randall
    Kent
    Wisdom sem er að vísu búið að selja.

    Klúbburinn fær auknar tekjur af CL í vetur og því ættu kaup fyrir 200m punda ekkert að vera óraunhæf.

  11. Þoli ekki að skoða leikmenn í gegnum highlights. Er einhver staður betri en annar til að komast í heila leiki frá seinasta tímabili?

  12. Ef þið pælið í því, þá þurfum við ekkert meira sóknarmagn, við þurfum að styrkja vörnina, sem hefur verið okkar akkelesarhæll. Salah er kominn, nú vantar svona 2 pottþétta varnarmenn, heimsklassa ekkert minna.

  13. #13

    Það er talað um að hann sé með riftunarákvæði í samningnum upp á 50m evrur sem virkjast næsta sumar.

  14. Er ekki ólíklegt að Klopp sé bæði á eftir Naby Keita og Alex Oxlade Chamberlaine.
    Ef þessir eru báðir á innkaupalistanum, þá hlýtur einhver að vera að fara, eða hvað

  15. Mikið verður nú stuðið þegar glugginn opnast loksins, stöðugt verið að rýna gegnum rúðurnar.
    Keita lítur vel út í tölum og kannski lykillinn að næstu skrefum uppávið. Ásamt miðverðinum sem má ekki nefna.
    Þessar upphæðir valda mér ógleði en fátt annað í boði ef það á að kaupa tilbúna leikmenn.
    Verðum að hanga í hinum liðunum og þetta er bara veruleikinn.
    Mikið hlakka ég til næsta tímabils.
    YNWA

  16. Góðar fréttir. Ég held í vonina með Van Dijk.

    Skil ekki þennan áhuga á Oxlade, var þetta slúður ekki í ganngi í stjórnartíð Rodgers líka?

    1. Klára Van Dijk kaupin.
    2. Keita og bakvörð.
    3. Mbappe.

  17. Vill ekki sjá Oxlade vona þetta sé bara bull höfum ekkert við einn meiðsla pésan að gera í viðbót.

  18. Ég hel að Oxlade-Chamberlain gæti alveg verip góð viðbót við hópinn. Ungur, enskur, fljótur og getur spilað nokkrar stöður. Að sjálfsögðu áhyggjuefni að hann er meiðslapési en það er samt skárra að hafa mann sem er ekki í aðalhlutverki sem er tæpur því að þá er hægt að stjórna álagi betur og liðið missir minna ef hann meiðist en ef lykilmaður er í sama pakka eins og t.d. Sturridge eða miðverðirnir okkar.

  19. Ég er ekki alveg að skilja hvers vegna í ósköpunum við ættum að bæta við Keita eða Oxlade Chamb við þennan hóp. Til hvers þurfum við 2 menn á miðjuna í viðbót og á kostnað hverra? Can, Wijnaldum, Lallana eða Henderson? Held að þessar sögusagnir séu bull og kæmi mér ekki á óvart að við kaupum einn hafsent og vinstri bakvörð og kannski framherja ef að við seljum Studge og thats it.
    Svo held ég líka að Klopp sé aldrei að fara að kaupa menn yfir 40 milj. Pund því hann er ekki þekktur fyrir að standa í svoleiðis vitleysu sem getur komið í bakið á honum.

  20. #26

    Miðjan var nú ekki beint að gera sig á síðasata tímabili. Og nú bætist vonandi smá run í Meistaradeildinni við. + það er talað um að Lucas fari.

    Og þetta með Klopp hafi aldrei keypt menn yfir 40m pund er einfaldlega vegna þess hann hefur aldrei haft tækifæri til þess. Hann ættlaði að kaupa Van Dijk á meira miðað við það sem maður les.

  21. #26 “Miðjan var nú ekki beint að gera sig á síðasata tímabili” …á hvaða lið varst þú að horfa á ?
    miðjan hjá okkur í fyrra var sennilega ein sú besta í englandi

  22. #26.
    Það er nottla algert brjálæði að fara kaupa cover/samkeppni fyrir menn á miðjuna!!
    Henderson sem aldrei meiðist……. eða lallana sem meiðist ekki heldur og can sem vill ekki undirrita nýjan samning… það verður líka svo lítið álag á liðinu að spila í deildinni, báðum bikarkeppnunum og meistaradeildinni… við erum með næga breidd erþaggi!!!

    Nei aldeilis ekki kallinn minn. ef það eru einhverja stöður sem þarf að bæta við breiddina þá er það akkurat á miðjunni, box to box, stopper, og aggressiva fljóta leikmenn sem tengja vel sókn og vörn

    Að því sögðu er auðvitað líka fátt um fína drætti í vörninni en þetta er algerlega rangt mat hjá þér að mínu viti þó að það sé takmakað sem ég veit.

    En eitt veit ég….. lið sem vantar breidd og samkeppni er ekki fært um að vinna mikið eða halda dampi og ég yrði verulega hissa ef það koma ekki allavega 3-4 leikmenn sem eiga að auka við breiddina plús ungu pjakkarnir sem hafa verið að sýna jákvæða þróun.

  23. Þeir sem ég taldi upp á miðjunni munu einfaldlega ekki sætta sig við bekkjasetju eða vera eitthvað cover up. Það er ekki að ástæðulausu að Ox vill fara frá Arsenal og halda menn að hann komi til Liverpool til að vera bekkjaður í meistadeild og stóru leikjunum því að Lalli og Mane Wijnaldum og Kútur og Salah eru einfaldlega miklu miklu betri? Ég held nú síður.

    Svo liggur það nú í augum uppi að Can mun ekki skrifa undir nema að hann fái stærra hlutverk sem verður þá á kostnað Henderson. Þess vegna er ég skíthræddur um að ef við kaupum Keita að þá verður það skiptidíll á Can og Keita.

  24. Það er erfitt að botna nokkuð í þeim upphæðum sem að talað er um núna. Ef áhuginn er svona mikill á Keita ætli að Can sé að fara? Eða eru þessi verð bara normið núna eftir aukna peninga í enska? Ég hef bara ekki hugmynd hvort markaðurinn sé orðinn svona eða að þetta er eitt svakalegasta silly season ever. Hlakka til að sjá hvað gerist samt, fsg virðist ætla að styðja Klopp vel í sumar.

  25. Á meðan húskarlar á Anfield bera skarn á tún eru aðrir að kafa í skarnhaug Arsenal .

    Ég segi nú bara eins og Njáll forðum: “Keyta er kostr góðr”

    Bring on Keita. YNWA

  26. Það er deginum ljósara að Can er að fara, Lugas fær sjáfsagt ekki samning og fer, þannig að við verðum að fá varnarsinnaðan eða box to box miðjumann, liklega tvo, utan þess að það verður að fá vinstri bak og hafsent.

  27. Jæja Liverpool að missa allt úr höndunum á sér van dijk verður áfram hjá Southampton og Aubameyang á leiðinni til Kína og svo eru þeir líka hættir við Oxlade-Chamberlain. Og Keita er að fara til annað hvort Barcelona eða Real Madrid.

    sama skitan eins og alltaf hjá þessu meðaliði.

  28. #40 Já getum bara pakkað niður og lagt niður Liverpool. Sumarið er búið

  29. Byrjum nú á að ná okkur í Gael Clichy frítt. Gætum tekið Jesus Navas líka frítt. Svo má negla samninginn við Can. Þegar þetta er allt saman frágengið er fínt að fara í að negla góðan miðvörð, helst einhvern annan en hinn ofurhæpaða Van Dijk.

    Þegar þessar stöður eru orðnar fullmannaðar má snúa sér að miðjunni – sem var bæði góð og slæm í fyrra – góð því að hún át allar miðjur í deildinni – en slæm af því að hún var á köflum ekki nógu skapandi. En það vantar núna, eins og síðustu 8 ár, eða síðan Mascherano fór, almennilegan varnarmiðjumann.

    Við verðum að hafa 16-17 leikmenn sem eru helst allir af svipuðu kalíberi til að halda okkur lengi inni í meistaradeild og halda okkur meðal fjögurra efstu í deildinni. Það hljóta að vera markmiðin næsta vetur, kannski taka eins og einn local bikar líka.

    Staðan núna er sú að leikmenn af þessu æskilega kalíberi eru:
    Clyne, Matip, Lovren, Milner, Henderson, Can, Wijnaldum, Lallana, Coutinho, Sturridge, Firmino, Mané, Salah. Þetta eru 13 leikmenn.

    Svo eruð það markmennirnir tveir, sem munu auðvitað gera sína feila en enginn talar um það núna.

    Svo er það næsta “sett” af leikmönnum, Klavan, Lucas, Moreno, Grujic, Origi og Ings sem þurfa allavega sumir hverjir að vera áfram hjá félaginu þótt maður væri alveg til í smá bætingu á þessum hópi – selja einhverja úr þessum og kaupa inn í aðal-hópinn.

    En Klopp er í þessu djobbi, ég myndi nú reyna að hirða einhvern pening fyrir það væru skoðanir mínar einhvers virði…

  30. Höfum ekkert við Jesus Navas að gera. Gerði ekkert á þeim fjórum árum sem hann var að hirða launatékka frá Manchester City. Það er ástæða fyrir því að þeir eru að láta hann fara.
    Gætum hinsvegar brúkað Gael Clichy í vinstri bakverðinum. Þó maður sé vissulega spenntari fyrir öðrum kosti.

    Djöfull væri ég samt til í að fá Pepe á 1-2 ára samningi. Grjótharður og óþolandi hafsent sem þekkir það að vinna bikara. Betri en van Dijk og allir þeir miðverðir sem hafa verið orðaður við okkur. Hann er að vísu 34 ára en þetta lið okkar er ekki að drepast úr reynslu og við sáum hvað 36 ára Zlatan gerði fyrir þetta Utd lið í vetur.

    Það hlýtur svo að vera algjör forgangur að landa þessum Naby Keita. Grunar að þetta sé leikmaður sem við myndum sjá eftir að hafa ekki keypt að 2-3 tímabilum liðnum.

  31. #40 og þessir tveir sem like’uðu

    Vá hvað lífið hlýtur að vera erfitt !

  32. Aubameyang þá yrði þetta lið fullkomið svo einhverja kannski til að breikka hópinn. Keita þarf að spila eins næstu 2 til 3 timabil til þess að réttlæta þennann verðmiða.

  33. Ekki erum við að fara lána joe comez til Brighton ef það er ekki annar að koma í staðinn?

  34. Hvað hefur þessi keita annars sýnt ? Af ummælum hans að dæma þá er þetta bara enn einn “gold digger”

  35. Sælir félagar

    Bara ein spurning til Kop – ara. Er alfarið búið að slá podcast af í sumar. Ég er kominn með fráhvarfseinkenni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  36. Nei alls ekki búið að slá podcast af í sumar er það er smá pása enda svosem ekki mikið að frétta og menn uppteknir út um víðan völl. Ólíklegt að það verði þáttur í næstu viku en mjög líklega í vikunni eftir það þar sem við ræðum kaupin á Keita og Van Dijk

    …eða The Ox og Ben Gibson.

Komdu með í ferð til Liverpool

Þetta hefur oft verið verra