Podcast #149

Ath.: Af tæknilegum ástæðum kom þessi þáttur ekki inn á þriðjudagskvöld eins og venja er. Við biðjumst velvirðingar á því.

Í þætti kvöldsins ræddu okkar menn sigurinn á West Brom, leikaðferð Klopp í síðustu tveimur leikjum, varnarmenn og hituðu upp fyrir leikinn gegn Crystal Palace.

Stjórnandi: Kristján Atli
Viðmælendur: SSteinn, Einar Matthías og Maggi

MP3: Þáttur 149

10 Comments

  1. Fréttir af liverpool ekki alltof góðar. Klopp á blaðamanna fundinum í dag.

    Matip er mjög tæpur fyrir leikinn gegn Palace. Það sem verra er að bæði Lucas og Klavan eru líka að berjast við smá meiðsli og verður fróðlegt að sjá hvern hann myndi velja gegn Benteke og félögum ef þeir allir eru frá.

    Lallana er ekki klár en ætti að byrja að æfa í næstu viku.
    Óvíst er með hvort að Henderson spilar aftur á þessu tímabili.
    Klopp er sáttur við sína tvo markmenn og þeir verða líklega báðir þarna áfram á næsta tímabil og engin Joe Hart á leiðinni(ef Mignolet spilar eins og undanfarið þá er það bara hið besta mál).

    Liverpool fylgjist með Sakho í hverjum leik og Klopp sagði að hann væri sterkur varnamaður sérstaklega þegar þú ert að verjast djúpt(með þessu er Klopp pínu að gefa tilkynna að hann hendi kannski ekki alveg liverpool sem vill vera að sækja en ekki verjast djúpt). Hann sagði að Palace mun sakna hans um helgina.

    Klopp hrósar líka framlínu Palace og segjir að fyrirgjafir og Benteke gætu verið vandamál því að ef þeir leyfa of mikið af þeim þá er nokkuð ljóst að Benteke mun skapa hættu.
    Hann talar um að Benteke, Zaha, Punchen og Townsen sé ein hættulegasta sóknarlínan í deildinni.

    Ings er farinn úr lyftingarsalnum og byrjaður að hlaupa en hann spilar ekki meira á þessari leiktíð.

  2. Fleiri fréttir að koma í dagsljósið um lyfjabann Sahko á sínum tíma. Hvaða helvítis klúður var þetta?? Held að Liverpool ætti að krefjast bóta og fara í hart. Bæði félagið og Sakho hlutu mikinn skaða af. Farinn að stórefast að Klopp hefði sparkað honum út ef þetta mál hefði ekki komið upp.

  3. ManU að fara áfram í Evrópu eftir mjög erfiða framlengingu ! Vona að þetta taki af þeim tollv og Jói og félagar slátri þeim á Sunnudaginn!.

  4. Takk fyrir ágætis þátt eitt sem ég er ekki sammála er það að Milner og Clyne sú jafn slappir varnarlega og leki jafn mikið Moreno!! hann er handónýtur varnarlega að mínu mati og hann hefur spilað leiki í vetur og á stóran þátt í þeim leik sem við fengum flest mörk á okkur og sem betur fer þá sigruðum við þann leik 3-4 á móti Arsenal (Fengum reyndar líka 3 á okkur móti Swansea larngar ekki að muna þann leik þar sem ég var á honum) þetta er 8% af þeim mörkum sem LFC hefur fengið á sig í vetur og hann átti áþreifanlega mikinn þátt í þeim. Hann klúðraði klárlega fyrir LFC í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og því hefur hann verið partur af þessum þunnskipaða hópi einfaldleg vegna þess að það var ekki talinn þörf á sterkari hópi þar sem LFC væri í færri kepnum í ár. Moreno er sá sem ég vil sjá fyrstan út úr þessu liði nema það sé hægt að skipta um haus á honum sem ég held að læknisfræðilega sé ekki hægt :-).

    Takk fyrir góðan þátt og síðu áfram LFC.

  5. Liverpool hefur fengið á sig 40 mörk núna en voru með 42 mörk fengin á sig í fyrra með miklu fleiri leiki og jafnvel ennþá meiri óstöðugleika í vörninni. Milner og Clyne hafa ekkert bætt varnarleikinn frá því þetta voru Moreno og Clyne og þarna horfa andstæðingar Liverpool eftir veikleika varnarlega.

  6. Þar sem það er ekki hægta að setja út á Can lengur þá verður maður víst að velja Moreno 🙂 Enn svona án gríns Einar og aðrir þá er eitthvað í fari hans Moreno sem gerir mann brjálaðann sem hinir hafa ekki þ.e. Milner og Clyne. t.d. var hann mikið út úr stöðu í fyrra sem olli því að það var mikið sótt upp á hans kant þannig að það er erfit að gleyma þeim mistökum þar sem þau voru svo augljóslega vegna rangra ákvarðana og lélegarar staðsetningar hans á vellinum.
    Mig langar að taka dæmi af eiginn reynslu úr fótbolta sem ég spila núna á eldri árum enn það er maður sem spilar með mér sem ég mynd segja að sé ekki með mikla fótbolta hæfni þ.e. hann getur ekki sólað, ekki góður að klára fæir og svo framvegis enn það sem gerir það að verkum að þessi ágæti maður er ávalt í því liði sem sigrar og gerir hann góðann í leiknum
    er að hann kann sín takmörk veit vel að hann er ekki sá besti á vellinum reynir ekki að vera neitt annað enn hann er og því alltaf traustur fyrir þ.e. lætur boltann fljóta er ekki að sækja
    fram að óþörfu, semsagt getur lesið leikinn eins og það kallast.
    þetta eru þeir eiginnleikar sem góður bakvörður verður að hafa og ég held að Moreno hafi bara ekki því miður.

  7. Á ekki Man.United á heimaleik við Burnley núna um helgina? Leikur United og City er svo á fimmtudaginn í næstu viku.

  8. Flottur þáttur og skemmtileg umræða á köflum.

    Ég er að vissu leiti sammála ykkur með að miðvörður og vinstri bakvörður sé það sem vantar en mér finnst það líka vera sóknarmaður sem skilar 20 mörkum á leiktíð.

    Jú, Sturridge myndi alveg pottþétt gera það ef hann myndi haldast heill 90% af leiktíðinni. Origi myndi klárlega fara langleiðina í 20 mörk ef hann spilaði alla leiki. Finnst samt sem áður vanta sóknarmann sem veitir þeim alvöru samkeppni og er mögulega á undan þeim í goggunarröðinni.
    Eins og það var farið yfir er markaskorun ekki það sem vantar hjá okkur en samt hugsar maður til tímabilsins 13/14 þar sem við fengum alltaf mörk á okkur en skoruðum bara meira en andstæðingurinn. Ég veit að þetta er einfaldlega bara græðgi samt…

    Hvað vörnina varðar þá eru tveir menn á óskalista hjá mér og það eru Van Dijk og Wendell sem er vinstri bakvörður hjá Leverkusen. Þessir tveir myndu klárlega koma þarna inn og verða nr. 1 í sinni stöðu.
    Kolasinac hjá Schalke væri einni spennandi kostur í vinstri bakvörð en það er alveg ljóst að við þurfum að bæta þá stöðu.
    Mér persónulega finnst allt í lagi að hafa Moreno í hóp og nota hann eins og þessa leiktíð. Hann getur komið inn til þess að sprengja upp leiki með hraðanum og áræðnin er alveg æðisleg. Honum langar svo ofboðslega að vera betri og spila fyrir þennan klúbb, þannig menn langar okkur að hafa í liðinu.

    Ég sá hluta af leik Genk og Celta Vigo í gær og fannst þar vera leikmaður sem við gætum horft til, Pione Sisto. Hann var/er að spila á vinstri kanti hjá Celta og var að taka hreyfingar og sendingar líkt og Mané er að gera. Eldsnöggur og kraftmikill, væri alveg til í að sjá hann í rauðu á næstu leiktíð.

    YNWA – In Klopp we trust!

WBA – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

Hvar þarf að styrkja liðið: Varnarmenn