Liverpool v Wolves [dagbók]

94. mín. – LEIK LOKIÐ. Liverpool er úr leik í báðum bikarkeppnum, á Anfield, með 3ja daga millibili. Skýrslan kemur fljótlega.

86. mín. – MARK! Origi minnkar muninn í 1-2 eftir hornspyrnu og klafs í teignum. Sturridge skallaði yfir á fjær þar sem Origi setti hann yfir línuna. Það er enn séns!

74. mín. – Emre Can kemur inná fyrir Ovie Ejaria.

71. mín. – Jón Daði Böðvarsson kemur inná fyrir Úlfana. Höldum því til haga hér. Gestastúkan tekur Víkingaklappið honum til heiðurs. Það er þá í annað sinn á viku sem aðkomuliðið fagnar sigurstöðu á Anfield með Víkingaklappi. Ég þoli ekki Víkingaklappið.

63. mín. – Daniel Sturridge kemur inná fyrir Firmino sem er sennilega bara hvíldur fyrir Chelsea á þriðjudaginn. Segir okkur svolítið um forgangsröðun Klopp þegar kemur að þessum Úlfa-leik.

60. mín. – Klukkustund liðin og þá kemur loks fyrsta skotið á mark Úlfanna. Coutinho á það, létt og skoppandi beint í fangið á hinum tvítuga Burgoyne í marki Úlfanna. Hann er að spila þriðja leik sinn með liðinu, er vara-varmarkvörður félagsins og hefur haft það stórkostlega náðugt í dag. Engar fyrirgjafir til að díla við, engin skot að verja, ekkert.

46. mín. – Phil Coutinho kemur inná fyrir Connor Randall. Seinni hálfleikur er hafinn!

Hálfleikur – Baulið ómar á Anfield þegar flautað er til leikhlés. Hvað er hægt að segja? Frammistöðurnar gegn Swansea og Southampton voru slakar en þetta er til skammar. Er liðið virkilega að fara að tapa þriðja heimaleiknum í röð? Á einni helvítis viku?

41. mín. – MARK! 2-0 fyrir Úlfunum. Þeir liggja aftur, Liverpool með boltann í sókn en missa boltann, Úlfarnir sækja hratt upp og Weimann kemst í gegn, leikur framhjá Karius og rennir boltanum í tómt markið. Skelfilegt mark en fyllilega verðskuldað. Gestirnir gætu verið 3-0 yfir núna. Þetta er einfaldlega hörmuleg frammistaða hjá okkar mönnum.

30. mín. – Lítið að gerast. Úlfarnir eru lagstir í skotgrafirnar og leyfa okkar mönnum að hafa boltann. Mana okkar menn til að koma og gera eitthvað við hann. Það er frekar lítið að gerast. Helst þegar Woodburn fær boltann, en varla nokkuð til að skrifa um.

15. mín. – Okkar menn eru varla byrjaðir ennþá. Úlfarnir gætu verið komnir í 2-0 og það er enginn taktur í leik heimamanna. Mjög döpur byrjun, sannarlega ekki það sem Jürgen Klopp óskaði sér fyrir daginn í dag. Koma svo strákar, vakna!

10. mín. – Dauðafæri hjá Úlfunum! Liverpool á hornspyrnu hinum megin, þeir skalla frá og komast í skyndisókn, Helder Costa hleypur í gegnum alla vörnina en Ben Woodburn bjargar með tæklingu á ögurstundu, annars hefði hann líklega skorað. Hvernig fer liðið að því að fá á sig svona mörg færi eftir hornspyrnu hinum megin?!?

1. mín. – MARK! Úlfarnir komast yfir með fyrstu sókn leiksins. Stearman skorar með óvölduðum skalla á fjærstönginni eftir 49 sekúndur. Þeir fengu aukaspyrnu strax á hægri kanti, fyrirgjöfin kom inn á fjær þar sem Stearman, sem er í láni frá Fulham, var einn og skoraði. Skelfileg dekkning. Þetta er ekki hægt!

1. mín. Leikurinn er hafinn!

Uppfært 12:25: Úlfarnir hafa unnið 4 af síðustu 7 leikjum, Liverpool 1 af síðustu 7.

Uppfært 11:35: Lið Úlfanna er komið líka. Jón Daði Böðvarsson er á bekknum en fyrrum Liverpool-maðurinn Conor Coady er á miðjunni. Hann var í viðtali við Liverpool Echo í vikunni í tilefni af endurkomunni:


Gleðilegan laugardag! Byrjunarliðið gegn Wolves er komið:

Karius

Randall – Gomez – Klavan – Moreno

Ejaria – Lucas – Wijnaldum

Woodburn – Firmino – Origi

Bekkur: Mignolet, Milner, Stewart, Can, Wilson, Coutinho, Sturridge.

Þetta kemur aðeins á óvart, verð ég að segja. Klopp stillir upp nánast varaliði í þessari keppni, í þriðja sinn í janúar, þrátt fyrir að Deildarbikarinn hafi lokast í vikunni. Klavan, Lucas, Firmino og Origi fá það hlutverk að leiða ungu strákana í gegnum Úlfana. Bekkurinn er frekar sterkur en leikmenn eins og Clyne, Arnold, Lovren, Matip, Henderson og Lallana eru ekki einu sinni í hóp í dag.

Annað augað á Chelsea. Vonandi skilar þetta lið sér í gegnum Úlfana í dag. Koma svo!

YNWA

157 Comments

 1. Þrátt fyrir dapurt gengi í janúar þá má segja að það sé lán í óláni að margir af þessum leikjum hafa verið í bikarkeppnum – ef við gefum okkur það að deildin sé fyrsti fókus. Með það í huga þá er greinilegt að Klopp metur deildina sem fyrsta fókus og leikurinn við Chelsea á þriðjudaginn verður rosalegur. Leikur sem má ekki tapast, þarf beinlínis að vinnast. Þessi leikur í dag er því aukaatriði, við verðum bara að horfast í augu við það, sama hversu súrt það er.

 2. Sælir félagar

  Ég er sammála (á ég að þora að segja það) Ívari en ætla ekki að tjá mig frekar um þennan leik. Ég segi það í þræðinum á undan að það borgi sig ekki og stend við það. Hitt er líka rétt og satt að ég vona innilega að ég verði glaður og kátur eftir leikinn. Svo sannarlega vona ég það.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Ég var að vona að ég mundi ekki sjá klavan aftur í byrjunarliði Liverpool, þvílíkur tréhestur. Liverpool mun allavega fá á sig mark í þessum leik, það er 100%. Vona að við tökum þetta 2-1

 4. get ekki séð að þessi uppstilling sé eitthvað hneyksli…..

  það er ekki einsog topp leikmenn séu búnir að leika við hvern sinn fingur uppá síðkastið og satt best að segja held ég að það sé bara gott mál að greddan fái að ráða ríkjum í staðinn fyrir reynsluna þó að þetta geti endað illa… en margt í þessu liði sem er bara hið besta mál… og annað sem er umdeilt 🙂

 5. Byrjunarliðið lítur hræðilega út í dag. Ég þori ekki að horfa á þennan leik og verða enn og aftur þunglyndur eftir hræðileg úrslit. Ef við töpum þessum leik,þá þýðir það að við verðum enn og aftur bikar lausir enn eitt árið. Vita allir að við erum ekki að fara vinna deildina. Ef við töpum þessum leik þá missi ég alla trú á Klopp og vill hann burt.
  Virkar ekki þannig að vera bara geðveikt virkur á hliðarlínunni og öskra stuðningsmenn í gang. Vinna helvítis leikinn eða fáðu þér nýja vinna hr.Klopp

 6. Hversu glatað er að hafa ekki breidd til að spila í FA bikarnum? Við erum ekki einu sinni í Evrópukeppni. Menn hinsvegar hraunbúnir á því og breiddin er engin.

 7. Hahahaha, það tók ekki langan tíma, með þessa drasl vörn, úff.

 8. Hvað er í gangi hjá Klopp. á bara að detta út úr þessari keppni líka………………er brjálaður

 9. Aðdragandi marksins, Lucas missir manninn framhjá sér. Ég bara skil þetta ekki með þennan leikmann og að auki fyrirliði.

 10. Af hverju þarf þurfum við allan fyrri hálfleik orðið til að fatta að leikurinn er byrjaður?

 11. Þeta er SORGLEGT!!!! , það væri eitthvað grátið undan álagi ef við værum að spila í Evrópu, það er orðið alveg “painfully clear” að liðið mitt, liðið sem ég er búinn að halda með í gegnum þykkt og þunnt í 40 ár er orðin meðalmennskuklúbbur og ekkert annað!!!

 12. Jæja við stimplum okkur út úr öllum keppnum í þessum ömurlega Janúar mánuði. Vonandi tryggir endurkoma Mane það að við náum að halda okkur i top 4 allavegana.

 13. Þetta Liverpool lið er algört drasl og lucas leiva þar fremstur i flokki

 14. Já, með svona vörn þá kemst liðið okkar því miður ekki í topp 4, né vinnur bikar. Það virðist heldur ekkert á döfinni að styrkja liðið í janúar. Þessi vörn er bara átakanlega léleg, og þessir markmenn, þeir eiga góðan leik í 1 af 10 leikjum.

 15. Þetta er farið að verða einhver poppaðasta og væmnasta þungarokksplata sem ég hef heyrt!

 16. Sjálfstraustið í þessu liði er bara gufað upp, menn er hræddir og hikandi í öllum sínum aðgerðum. Úlfarnir tilbúnir í leikinn og mæta okkur bara nokkuð framarlega og eru áræðnir.

  Lýst ekkert á þetta.

 17. Það myndi aldeilis vera gert grín að Arse eða manjú ef þeir gerðu svona í buxurnar!!

 18. Conor Randall er sennilega lélegasti leikmaður sem hefur klæðst Liverpool treyjunni, frábært að starta með hann.

 19. #25 ruv.is. Sennilega einhver frönsk heimildarmynd um leirpottagerð sem er skemmtilegra en þetta

 20. Tók upplýsta ákvörðun um að horfa ekki á þennan leik sú ákvörðun var réttlætt þegar að appið í símanum mínum flautaði til leiks og svo í beinu framhaldi lét mig vita að við værum marki undir.

 21. Góðan daginn

  Ekki hafa áhyggjur þetta byrjar Ílla enginn er búinn að finna lausnina við vandamálum Liverpool hef ekki rakað mig í 2 mánuði en rakaði mig í morgun þannig að það eru ekkert nema sigrar framundan ?

  Þessi leikur fer 3-1 skora á Magga að raka sig líka þá getur þetta ekki klikkað ?

 22. Leyfa áhorfendum að taka eins og eitt horn í hálfleik. Ef einhver drífur inn í teig þá skipta honum inná.

 23. hvernig fór samt liðið í að vera eitt besta lið Evrópu 2016 í þessa skitu það er lögreglurannsókn

 24. Að vera stuðningsmaður Liverpool er hugsanlega erfiðasta starf allra tíma

 25. Er ekki bara besta mál að detta út úr þessari keppni líka því við virðumst ekki hafa breydd til að ná árangri í nema einni.

 26. Liverpool verða heppnir ef þeir ná 8-10 sætinu meðað við getuna í síðustu leikjum það er morgunljóst en það er alltaf næsta ár .

 27. Er markmaður í markinu hjá Wolves? Hef nefnilega ekki séð hann í mynd

 28. Bíð eftir kommentum eins og “þetta er nú í lagi,Klopp er að byggja upp” og “þið eruð lélegir stuðningsmenn að vera að gagnrýna svona”!

 29. Its always the next years boys. Ættum að þekkja þetta eftir öll þessi ár

 30. Sælir félagar

  Til hamingju með líklega eitt tærasta msamansafn af aumingjum sem klæðst hafa rauðu treyjunni. Þar fara Lucas Leiva, Divok Origi, Ragnar Klavan og Conor Randall fremstir í flokki og eru þó ansi margir sem eiga kröfu á að leiða þennan hóp vesalinga.

  Það er nú þannig

 31. Eigum við núna að ræða hversu stóran og öflugan hóp við höfum? Erum alveg með 20 mjög öfluga leikmenn sem mundu allir labba inn í hvaða lið sem er…á Íslandi!

 32. Það er erfitt að finna eitthvað jákvætt við þennan fyrrihálfleik,,, Nema að Klopp hafi fyriskipað öllum að spila illa og verjast ekki. þá er þetta fullkominn leikur.

 33. Jæja ef Klopp skiptir ekki inná í hálfleik þá er eitthvað mikið að sorglegt að horfa á þetta en hef ennþá trú að við getum komið til baka og skorað 2-3 í seinni

 34. Jæja þetta er orðið gott Klopp þú ert búin að eyðileggja Liverpool og þetta er að verða alveg eins og síðustu dagar Brendan Rogers.

  KLOPP OUT!

 35. Þetta er farið að minna á Hodgson tímann,vantar bara að einhver fari að nudda á sér fjésið.

 36. Það stefnir í það að eini sigurleikurinn í Janúar verði 0-1 sigur á stórliði Plymouth Argyle í FA bikarnum. Nema að þeir rífi sig í gang gegn Chelsea á þriðjudaginn sem lítur ekki vel út í sannleika sagt.

  YNWA

 37. Ég ætlaði að fara að dissa liðið og svo les ég komntið hans Sigkarls og bít í tunguna.

  “Til hamingju með líklega eitt tærasta msamansafn af aumingjum sem klæðst hafa rauðu treyjunni.”

  Ja hérna hér. Það er ekkert verið að spara það.

  Fótboltaaðhangendur hafa svo sem ekki verið miklar mannvitsbrekkur og þetta eru slæm úrslit og líklega er Sigkarl góðu vanur og hrjáður af minnisleysi en þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Liverpool lendir illa á móti smáliðum. þannig að þetta er nú ekki svaranvert.

  Liðið er augljóslega í lægð núna og er að spila illa en svona dómar eru veruleikafirtir og barnalegir.

  En hvað er ég að ætlast til þess að fótboltaaðhangendur séu málefnalegir ? Ég væri fljótari að smíða mannað far til tunglsins en að fá þeirri kröfu framgengd.

 38. Liverpool 79% með boltann í fyrri hálfleik, EKKERT skot á rammann, og wolves með skot á rammann og bæði inn, hljómar kunnuglega, svona Rodgers tölfræði :-(, djöfulsins skita er á þessu liði. Reitabolti og það hægur reitabolti, en lið bara bíða og sækja hratt á okkur, vitandi að við erum með ömurlega vörn og markmann. Ég vill 3 skiptingar í hálfleik, útaf með þetta KLAVAN DRASL, seljann strax ! , svo eru svo margir farþegar að það ætti eiginlega að skipta 11 út ef það væri hægt.

 39. Þó að Lucas væri ekki í liðinu þá myndu menn gera hann ábyrgan fyrir stöðunni í hálfleik. Liðið allt er ekki að spila vel og við höfum ekki átt skot á markið í 45 min…….og það er ekki Lucas að kenni

 40. Öll lið virðast koma með sama leikskipulag á móti okkur og Klopp breytir engu nema mannskap milli leikja. Miðað við hvað það gengur vel hjá honum að þá er langt í næsta sigurleik.

 41. Vá þvílík drulla hjá okkur á fyrstu 45 mín. Liðið okkar er með 0% sjálfstraust og ekki fór það að aukast þegar við fengum á okkur rangstöðumark eftir 50 sek.

  Ég skil ekki afhverju Lucas er á vellinum og það sem leikmaður, því að hann væri best geymdur upp í stúku. Hann á að verja varnarlínuna okkar en hann er Jan Molby uppá sitt þyngsta hægur og ekki er hann þarna inná fyrir sóknarleikinn eða sendingargetuna.

  Gomez já ég veit að hann er ungur og var að skrifa undir 5 ára samning en í dag og í síðustu leikjum sem hann spilaði hefur hann verið skelfilegur. Hann er eiginlega Lucas í miðverðinum.

  Origi á að vera okkar vopn framávið en hann er eins og bitlaushnífur og nennir þessu varla.

  Það er hægt að tapa leikjum útaf allskonar ástæðum einstaklingsmisstökum, dómarasmisstökum(t.d rangstöður) eða andstæðingurinn er bara betri. Maður á samt svo erfit með að horfa á töp þar sem liðið er andlaust og hræddir.

  Ég er ekki bjartsýn að við náum að jafna þetta og er þetta hætt að vera fyndið.

 42. Veit ekki hvernig…
  Veit ekki hversvegna…
  En þessi staða er ALGJÖRLEGA Mignolet að kenna!

 43. Voruð þið snillingarnir ekki að kalla eftir róteringu á liðinu? Nú sjáið þið hvers vegna það er ekki hægt. Vantar gæði í þetta lið. Því miður er ekki hægt að skipta um heilt lið í einu en það er að mínu mati það sem þarf. Kaupa færri og betri frekar en marga meðalmenn.

 44. Nú er maður kjaftstopp. Þetta er að verða skelfilegt tímabil. Guð hjálpi Liverpool.

 45. þetta er sama skitan,,miðjan dauð og hvað halda menn að gerist ef Lucas á að halda. Snigill fer hraðar um en hann. Við erum dauðir er við fáum skyndisókn á okkur vegna þessa að það eru enginn til að verjast. Bakka með bakverðina og hafa traustan djúpan og láta hina drullast til að hreyfa og skapa. Origi er búinn,,!!!!! þetta er skita dauðans og versta er að Klopparinn hefur ekkert plan B og er að skíta þvílikt upp á bak…þarf að skoða sinn gang !!

 46. Hvað voðalega ega menn erfitt með að sjá björtu hliðarnar. Við gætum verið 3-0 undir.

 47. Sælir félagar

  Brynjar #69 þú ef til vill gleður okkur með tölfræði um jafn lélega eða lélegri frammistöðu en þessar. Þú ferð ef til vill “málefnalega” yfir þennan hálfleik okkur til upplýsingar og ánægju. Gjörðu svo vel.

  Það er nú þannig

 48. Þetta er nú einfaldlega ekki boðleg uppstilling hjá Klopp ,þvílik og önnur eins frammistaða.Janúar ennþá og líklega enginn dolla í boði þetta árið,hver er munurinn á leik liðsins núna og undir stjórn BR enginn .Ég held að þessi sem hélt því framm að liðið væri ofþjálfað hafi nokkuð til síns máls,gef þessu frí í einhvern tíma ekki tímans virði.

 49. Annars í ospurðum fréttum þá eru næstu 3 heimaleikir chelsea, tottenham, Arsenal. Eftir að hafa ekki tapað í 1 ár á heimavelli eru bara nokkrar líkur á því að tapa 6 í röð, svona miðað við spilamennskuna. Spes.

 50. Klavan er þá eftir allt saman góður í vörn! Blokkaði vel frá Firmino

 51. Þetta er ekkert flókið.

  Flestir ef ekki allir þeir leikmenn sem byrjuðu þennan leik eru bara ekki betri en þetta.
  Wolves er verðskuldað yfir.
  Það vantar allan hraða, útsjónarsemi og tækni í þetta startin11 til að klára svona lið eins og Wolves.

 52. og ef Sturridge getur ekki spilað svona leik með hinum í varaliðinu þá getur hann bara farið!!

 53. maður hefði haldið það vera lágmarkskrafa að geta sent á milli og geta tekið á móti bolta allavega,það gengur ekkert í neinu.

 54. Ég skal ræða þetta málenfalega Sigkarl.

  Liverpool fær á sig mark eftir eina mínút en það er martröð fyrir óþreyjufullt sóknarlið að lenda í slíku og í kjölfarið fer Wolves í skotgrafirnar og leikur mjög svipaðan leik og Íslenska landsliðið gerði á EM. Þéttir fyrir og margir menn fyrir aftan bolta og beita þess í stað skyndisóknum. Þetta gerðist gegn Burnley og svipað núna. Það er rosalega erfitt að leika gegn þannig taktík og ef menn reyna of mikið er hætt við því að gerist skyndisókn.

  Liverpool er ekki að leika vel núna og þú ert væntanlega sammála mér um það en að segja að þetta sé mesta aumingjalið sem klæðst hefur Liverpooltreyjunni er fullkomnlega fjarri sanni.

  Liverpool hefur oft tapað gegn svona klúbbum og hefur oft leikið skelfilega í bikarkeppnum.

 55. Getir einhver Liverpool-alfræðiorðabókin hér upplýst mig hvenær við töpuðum síðast 3 leikjum í röð á Anfield?

 56. Það er eins og við séum allir fastir í draumi hjá Ragnar Klavan að þessi maður hafi verið keyptur og sé að spila fyrir liverpool er martröð.

 57. Hvað ætli margar sendingar hjá Liverpool þjóni þeim eina tilgangi að taka niður allt tempo í sóknarleiknum!!

 58. Klopparinn hlýtur að geta kennt dómaranum, vallarstarfsmönnum eða bara einhverjum öðrum en sjálfum sér um þetta!!

 59. Firmino skoraði 2.mörk um daginn eftir að hafa átt ömurlega leiki undarfarið. Það þýðir að hann mun ekki geta neitt í næstu 8 leikjum en samt mun Klopp alltaf byrja með hann. Skil ekki afh hann er að byrja alla leiki. Hann er að drulla á sig á móti fkn Wolwes. Hann,Lucas,Klavan og Origi meiga hypja sig burt úr Liverpool

 60. Af hverju hangir Origi inná. Þó Firmino hafi átt betri leiki er hann 1000% betri en Origi. Ég vil að hann verði gefinn eftir þennan leik – ef einhver vill þyggja.

 61. 83% með boltann og 0-2 undir. Er þetta ekki örugglega heimsmet?

 62. Mér finnst ótrulegt ef að Klopp ætlar ekki að styrkja þetta lið. Sá er að ofmeta þessa leikmenn og sjálfan sig. Þetta lið er löngu sprungið og ef hann sér það ekki þá er eitthvað mikið að.

 63. Wolves strákarnir fljótari á alla bolta og uppskera samkvæmt því. Maður spyr sig – hafa þessir Liverpool drengir engan metnað, ekkert baráttuþrek eða hvað?

 64. Hversu margir eru 12 ára og yngri hérna ? Farnir að kalla Klöpp out er bara fáránlegt.

 65. Liverpool hefur mjög oft farið í lægð. Aldrei hef ég þó séð þá svona lélega

 66. Þessir sem vilja Klopp út er nkl þeir sömu og vilja eyða og eyða eins og Chelsea gerði og Man united gerir. Nákvæmlega engin íþróttamennska. Svo er þetta sama liðið sem hættir að fylgjast með þegar illa gengur . Plast stuðningsmenn. Það er í lagi að gagnrýna. En að kalla eftir brottrekstur besta þjálfara sem Liverpool hefur haft eftir Benitez er bara barnalegt. Okkur vantar bara breiddina.

 67. Það er líklega að þeir skori þriðja markið en að við minnkum muninn.
  Hefur einhverntíman verið dæmd rangstaða á Úlfana í þessum leik?

 68. Þarf ekki að ná árangri til að verða kallaður besti þjálfari Liverpool eftir Benitez?

 69. Bjorgvinsson góður samt, mikil barátta í Wolves við getum lært af svona liðum. Ótrúlegt en það er eins og við séum í verra formi.

 70. Kallið mann nöldursegg, neikvæðan. Hvað sem er, hinsvegar er staðreyndin sú að það sem ég og aðrir sem sma snefil af reynslu höfum af getuleysi LFC síðustu áratugi vissum er að þessi hópur og lið okkar heilt yfir er drasl. Klopp og FSG bera ábyrgð á hópnum. Megi þeir skammast sín í dag. Því það svíður að vera stuðningsmaður LFC í dag.

  Wolves.

  Nu vona ég að hinir sömu og töldu þennan hóp gæti unnið deild eða bikara skoði hlutina betur.

  FSG out. We want owners with balls

 71. Held það sé svo alveg örrugt að við vinnum chelsea og töpum fyrir Hull.
  Jæja það var gott að Origi var ekki farinn út af.

 72. Þetta mark skiptir bara engu máli ef ekki kemur annað í kjölfarið

 73. Djonnson #114 af því að hann losaði liverpool við alla farþega síðasta sumar og hefur ekki viljað taka þátt í að kaupa menn á uppsprengdu verði. Þessir farþegar hefðu sjálfsagt verið flottir á pappírum í dag en voru aldrei neitt annað en nkl það. Persónulega vil ég sjá hann byggja upp Liverpool eins og Dortmund en ekki eins og Chelsea, city eða United í dag.

 74. Biggi#125, losaði hann sig við alla farþega í sumar???? Really, sýnist þér það?

 75. 2017
  1-3-4 (þar af 3 leikir við neðri deildar lið)
  6-10 markatala
  3 tapaðir á heimavelli í röð
  …og Chelsea næst
  Klopp, hvað er að frétta??

 76. Afhverju er wolves að fagna…. Plymouth var betri aðilinn hér og öll hin liðin síðasta mánuðinn

 77. Jæja þá er þetta tímabil svo gott sem búið engin bikar lengur í boði og 3 tapleikurinn á Anfield í röð staðfeynd

 78. Ingi #120 Þó að Origi hafi potað inn þessu marki þegar boltinn dettur fyrir lappirnar á honum á marklínu breytir það engu um getu hans. Hann lagði ekkert til leiksins og þetta er nákvæmlega það eina sem hann gerir. Að pota boltanum inn í svona stöðum sem hann á yfirleitt engan þátt í að búa til. Hann var búinn að vera farþegi allan leikinn og það breytist ekkert við þetta mark. Ég held að hann eigi eina stoðsendingu í öllum leikjum og einhver 6 – 7 mörk í öllum leikjum ef mig misminnir ekki. Hann er slakur miðlungsmaður og þetta mark breytir þar engu um

 79. Djonnson # 126

  Mér sýnist þú vera einn af þessum sem er 12 ára og yngri. Átti hann sem sagt að losa sig við allt liðið ?

  Hann greinilega losaði sig við menn sem voru aldrei nógu góðir en fengu samt tækifæri hjá honum. Fyrir utan kannski Lucas.

 80. Liverpool er krabbamein sem er ekki hægt að lækna. Þú þarft að að vera andlega sterkur til að styðja þetta skíta drasl hlægilega lið. Ég persónulega ætla að taka mér langa pásu frá þessu liði ég gefst upp. Hugsanlega horfi ég ekki meira á þetta lið út tímabilið

 81. Liverpool eru að fara að spila 3 leiki í Febrúar

  4. Feb Hull úti
  11.Feb Tottenham Heima
  27.Feb Leicester úti

  (ath FA Cup 5.umferð er leikinn 18.feb en við verðum ekki í þeim drætti en það hefði ekki haft áhrif á leikjaálag í næsta mánuði).

  Liverpool eru að fara að spila 3 leiki í Mars
  4.Mars Arsenal heima
  12.Mars Burnley heima
  19. Mars Man City úti

  s.s í feb og Mars eru við að fara að spila samtals 6 fótboltaleiki

  Klopp vill fá vetra frí og ég held að hann hafi einfaldlega búið það til sjálfur því að það eru 16 dagar á milli leikja Spurs og meistarana.

 82. Klopp ætlaði alltaf að tapa þessum leik, það sást á liðsuppstillingunni, hann ætlar að taka deildina, það er klárt. Vendipunkturinn kemur þegar við vinnum Chelsea og svo Tottenham.
  Áfram Liverpool….

  Annars, sérstök dómgæsla í dag.

 83. Spilamennska liðsins á pari við stuðning Sigkarls í þessum leik!

 84. Vilja menn í guðanna bænum halda sönsum.
  Vissulega er liðið langt niðri eins og er og árangur in langt frá góður en að ætla skipta út þeirri vinnu sem hefur verið í gangi út á einu bretti er langt frá því eðlilegt umræða … “við” félagið höldum áfram og vinnan skilar sér það er enginn vegur ánn erfiðleika í átt að velgengni vandræðalaust..

  In klopp we trust…

 85. þetta var kjörin leikur til að komast aftur á sigur run,, þegar lið eru dottin i einhverja taphrinu þá getur verið erfitt að komast uppur þvi. enn nei, þá hendir klopp varaliðinu i þennan leik, það er eins og hann sé orðinn aðeins of öruggur með sína stöðu.
  eru menn en þá enþá að tala um að vinna deildina ? menn geta gleymt þvi,, er 120% viss um það að við erum að fara að klúðra þessu meistaradeildarsæti.
  enda hvað erum við að berjast um það að komast i meistaradeildina ? ætlum við að nota varaliðið okkar þar á næsta tímabili ?
  árangur liðsins i undanförnum leikjum endurspeglar bara stöðu félagsins i dag, við erum ekki komnir lengra

 86. #SigKarl, eg var nu bara aðeins að fíflast i þer með Origi. Er alveg sammála þer.

  Það er nu þannig

 87. Ef það er meðvirkni að hafa áfram trú á því starfsliði sem hefur unnið góða vinnu þrátt fyrir lélegan kafla sem fær alzheimer sjúklinga (http://doktor.is/sjukdomur/alzheimer-sjukdomur) til þess að vilja hausa fjúka. af sömu mönnum sem drukku kampavín og átu kavíar með okkur hinum fyrir áramót… sorglegt jójó sem gerir okkur hlægileg…

 88. Styrmir# það á náttla að kenna mér um þetta tap. Auðvitað á maður að styðja svona snillinga hvernig sem þeir spila. Þetta var auðvitað óheppni, slök dómgæsla og svo litill eða neikvæður stuðningur minn. Það er langt seilst til lagsins þykir mér. Mget þó huggað mig við að stuðningur þinn mun fleyta þeim langt.

 89. Ég get bara ómögulega skilið hvernig menn geta afsakað svona frammistöðu, ég fullyrði að sömu menn og afsaka þessa skitu hlægja sig máttlausa þegar önnur lið skíta svona á sig!!!

 90. Góðir félagar
  Í framhaldi svona almennt. Ég hefi stutt þetta lið í bráðum 60 ár. Það hafa verið misjafnir vetur eins og gengur og ekki alltaf jólin. Ég var þó þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með gullaldarliði Liverpool. Þó það hafi verið vikugamlir leikir og svo lýsingar á prenti þá var það samt gaman.

  Þrátt fyrir þennan áratugastuðning minn við Liverpool verð ég að viðurkenna að ég man ekki eftir jafn lélegum leikjum og leiknum í dag. Ég mn eftir tapleikjum – já mikil ósköp. En það voru baráttuleikir þar sem ekkert var gefið og allt lagt íað veði. ‘eg man eftir leik á móti Ipswich sem tapaðist 1 – 0 og Ipswich komst einu sinni fram fyrir miðju. Liverpool átti 30 – 40 skot á markið og var búið að stimpla rammann með boltanum allan hringinn og markvörður þeirra átti leik lífsins. En svona dauða frammistöðu man ég ekki eftir að hafa séð.

  Það er nákvæmlega það sem veldur manni áhyggjum. Skortur á vilja, baráttu og lufsugangur og hreinn aumingjaskapur á vellinum sem er áhyggjuefni. Barátta Wolves manna var margföld á við okkar menn og uppskeran samkvmt því. Maggi og fleiri hafa talað um gífurlega andlega þreytu. En mér sýnist frekar að þetta hljóti að vera einhver skapgerðarbrestur (í heilu liði?!?) sem veldur. Eða að mótiveringin er ekki í lagi eða þá að menn eru með hugann annarstaðar (næsti leikur?!?),

  Ég veit ekki hvað þetta er en það er ljóst eins og áður hefur komið fram, hjá fleirum en mér að það er eitthvað mikið að. Líka er ljóst að þarna eru margir menn sem ekki hafa getu né skapgerð í að spila svo vl sé. Þetta ásamt sjálfsagt mörgu fleiru gerir það að verkum að lið’ð er að hrynja. Ég hefi engin ráð enda ekki mitt hlutverk. Ég hefi enn trú á Klopp en ég hefi ekki trú á þessum leikmanna hópi sem hann er með. Hann er of lítill (vantar breidd góðra leikmanna) og of margir leikmenn sem eiga ekki heima ói liði sem ætlar sér stóra hluti. Vonandi fær Klopp takifæri og peninga í sumar til að bæta úr þessu öllu.

  það er nú þannig

  YNWA

 91. Mitt mat er að Klopp sé sama um þessar bikarkeppnir, annars mundi hann setja inn á sterka lið.
  Það sjá það allir að þessi hópur er allt of þunnur, svo að þetta er best fyrir okkur .Lifi Klopp.

 92. Jæja. Þá er Liverpool orðið aðhlátursefni á ný. Geta ekki skorað. Geta ekki varist. Geta ekki skapað færi. Geta ekki skotið á markið. Vinna ekki leik.
  Ég sé bara 2-3 aðstæður. Liðið virðist sprungið því þeir geta ekki pressað, þeir geta ekki bakkað þegar þeir fá á sig skyndisóknir. Þeir spila of oft með of marga varnarsinnaða og hreinlega afleita menn sóknarlega (Wijnaldum, Can, Henderson, Lucas o.fl). Gæði leikmannahópsins finns mér vera að koma í ljós. Breiddin ekki góð, kjúklingarnir sem koma inn geta EKKERT nema kannski Arnold. Gæði einstakra leikmanna eru ekki nógu góð og læt ég duga að nefna Alberto Moreno, Wijnaldum, Lucas, Origi, Ojaria, Klavan. SVo er Sakho á svarta listanum-hefði haldið að hann væri betri leikmaður en Klavan.

  Að þessu sögðu þá veltir maður fyrir sér; mun Liverpool sætta sig við meðalmennskuna um ókomna tíð eða fara að fjárfesta í almennilegum leikmönnum??? Er álagið á æfingum hjá Liverpool ALLTOF mikið eins og fræðingar hafa gefið til kynna??? Liverpool eru ekki Evrópukeppni en virðast vera sprungnir í janúar. Ef liðið ætlar að eiga séns í CL þá verður liðið að fara að vinna leiki og það marga því liðin í kringum þá líta miklu betur út þessa dagana ( Tottenham, Man Utd, Arsenal og City)
  Spurning um að Klopp fari að slaka aðeins á æfingunum og liðið fari að spila AF FULLUM KRAFTI frá fyrstu mínútu leikja það sem eftir er tímabils því annars endum við í 6.- 8. sæti enn eitt árið og missum Coutinho í sumar.

  Mér fannst uppstillingin á liðinu í dag hjá Klopp galin vitandi það að liðið er í basli og þetta eini bikarinn sem hefði hugsanlega getað unnist.

 93. Eins og síðastliðin 25 ár þá er eitt sem klikkar bara ekki hjá þessum klúbbi, stöðuleiki stöðugleiki stöðugleiki- alltaf sama meðalmennskan í leikmannamálum sem skilar þessu ár eftir ár eftir ár, þannig að það er ekkert koma á óvart núna frekar en síðustu tvo áratugi.
  Er einhver hissa eða jafnvel reiður yfir þessu í alvöru.

 94. Þessi leikur var döpur sjón, en við hverju mátti búast þegar liðinu er stillt upp að mestu leyti af reynslulitlum kjúklingum. Það er ekkert 100% að við náum top4 og finnst mér því mjög skrýtið að lúffa í virtustu og elstu bikarkeppni englands gegn liði sem er í botnbaráttu í 1.deild á heimavelli. Það er hægt að hvíla mennina síðar eins og er komið að fyrir ofan þegar leikjaálagið minnkar. Þetta minnir mig á þegar allt kapp var lagt á að komast í meistaradeildina og svo var varaliðinu stillt upp gegn Real madrid á anfield vegna þess að okkur möguleikar á að komast áfram voru engir. Eða eins og Tottenham gerðu í meistaradeildinni í ár stilltu upp hálfgerðu varaliði. Hvað er pointið í því að dreyma um meistaradeildarsæti til þess að hafa svo ekki mannskapinn í að keppa í henni? Við höfum ekki mannskap í 3 bikara, hvað bendir til þess að við höfum mannskap í 4? Það þarf að kaupa 2-3 leikmenn núna strax og fá þá til að aðlagast. og svo aðra 2-3 í sumar en ekki 6-7 meðalleikmenn í sumar eins og við höfum svo oft séð. Bara til að fylla upp í breidd til að geta keppt í þessum keppnum.

  Okkur vantar góðan vinstri bakvörð (ég myndi kaupa Jordan Amavi hjá Aston villa eða jonas Hector hjá Köln) og þá er milner laus á miðjuna. Þessi kaup væri hægt að klára strax.
  Okkur vantar sterkari alhliða miðjumann og myndi ég bjóða vel í Frank Kessie hjá Atalanta. Mikil vél, góð sendinga og skottækni og góður að tækla.
  Andrea Belotti, mikill markaskorari og alger vinnumaskína. Hleypur, pressar og djöflast allan leikinn og myndi henta fullkomlega. Líkamlegt undur. Myndi kosta sitt, líklega 40mp en hann er með 16mörk á leiktíðinni og er bara 22 ára.

  Þessir 3 myndu kosta í kringum 80 milljónir en þarna værum við að leysa 3 vandræðastöður og kaupa mikla framtíðarmenn.

  Selja Sakho á hófstilltu verði 15mp og losa launin hans og við gætum fengið þessa 3 inn núna strax. Við værum líklegri til að ná meistaradeild og ef ekki þá værum við allaveganna með lið til að spila í evrópudeild og bikarkeppnum á næsta tímabili.
  Selja Daniel Sturridge svo í sumar á 50 mp ef hann nær ekki að aðlagast kerfinu og við erum búnir að recovera eiginlega allan peninginn til baka.

  Ef við getum ekki keypt af liðum eins og Aston Villa, Köln, Torino og Atalanta þá getum við allt eins pakkað saman.

 95. Tottenham að tapa á móti Wycombe Wanderes 2-0, liðið sem er fyrir ofan okkur í deildinni að tapa á móti liði í B deildinni ( eða varð það C deildin)

 96. Og hvernig endaði sá leikur Ommi? Tottenham vann 4-3.

  Spot the difference?

 97. Er einhverjir ykkar eruð á leið út á chelsea leikinn, geymið fok… gemsann í vasanum, öskrið með á allt, látið dómarann heyra það, fagnið öllum tæklingum… styðjum okkar menn fram í rauðan dauðann!!við erum öll í þessu saman JK, leikmennirnir og fólkið á vellinum!!

  @kopice86 á twitter

 98. Eitt þráðrán hérna…

  Standa allir ennþá í Kop stúkunni eða er það dáið út ?

Úlfarnir mæta á Anfield

Liverpool 1 Wolves 2 [skýrsla]