Swansea á morgun

Swansea mætir á Anfield á morgun og er staða liðanna ansi ólík fyrir leik. Partýið virðist vera búið í Wales og liðið hefur verið á hraðri niðurleið á þessu tímabili. Tíð þjálfaraskipti hafa ekkert hjálpað til og satt að segja er erfitt að sjá fyrir sér að þeir bjargi sér úr þessu. Ekki að það sé vonlaust, þeir eru bara stigi frá 17.sæti og liðin í kring eru svosem svipað léleg.

Fyrri leikur liðanna var einn erfiðasti leikur Liverpool á þessu tímabili og má segja að okkar menn hafi rétt náð að merja sigurinn þar. Stjórinn var rekinn í kjölfarið og eftir það hefur botninn endanlega dottið úr leik liðsins. Bandarískir eigendur liðsins réðu Bob Bradley, samlanda sinn en hafa nú rekið hann aftur.

Swansea hefur fengið á sig þrjú mörk eða meira í sjö af síðustu tíu leikjum sem segir mikið til um hversu illa liðið saknar Ashley Williams í vetur. Þeir hafa fengið á sig 49 mörk það sem af er tímabili sem er jafn mikið og Liverpool er búið að skora í vetur. Paul Clement fyrrverandi stjóri Derby tók við liðinu fyrir Arsenal leikinn og þrátt fyrir ágæta spilamennsku á köflum í þeim leik tapaðist sá leikur 0-4. Ágæta spilamennsku segi ég en það eru meira orð Jurgen Klopp frekar en mín. Hann sagði á blaðamannafundi fyrir leik að hann hefði sjaldan séð eins mikla bætingu á einu liði á eins stuttum tíma en satt að segja veit ég ekki hvert hann er að fara með því enda skíttapaði Swansea leiknum.

Gylfi Sig er þeirra langbesti leikmaður í dag en hann hefur lengst af í vetur verið að spila sem fremsti miðurmaður eða nánast sem sóknarmaður. Hann er auðvitað frábær í þeirri stöðu og hefur komið með beinum hætti að rétt tælpega helmingi marka liðsins, en það er spurning hvort kraftar hans væru ekki betur nýttir aftar á vellinum eins og við þekkjum úr landsliðinu.

Frammi eiga þeir síðan alvöru sóknarmann í Llorente og er spurning hvað þeir halda honum lengi. Ótrúlegt hvað þetta lið er búið að veikjast hratt á skömmum tíma og algjör synd að Gylfi sé að eyða sínum bestu árum í ekki betra liði.

Ekki að þetta sé bókaður sigur hjá Liverpool, það er helst gegn þessum liðum sem okkar menn hafa verið að hiksta og er fyrri leikur liðanna ágæt viðvörun.

Gylfi Sig verður samt alls ekki eini Íslendingurinn á Anfield á morgun. Líklega hafa sjaldan verið eins margir Íslendingar í einu í Liverpool. Kop.is er með 70 manna ferð og við vitum af fjölmörgum öðrum á þessum leik. Ljóst að það verður töluvert partý í kvöld og annað kvöld, hjá öllum nema auðvitað Kristjáni Atla sem verður farinn að sofa 21:30, á slaginu.

Við hvetjum annars þá Íslendinga sem eru úti að nota #kopis á samfélagsmiðlum til að leyfa okkur hinum að vera með, við lofum að blóta ykkur að mestu bara í hljóði.

Staðan á okkar hóp er aðeins að skána miðað við undanfarnar vikur en eins og Klopp sagði á blaðamannafundunum fyrir leikinn þá hefur ekkert af toppliðunum lent í eins miklu veseni og Liverpool undanfarið, hann bætti einnig við að liðið hefði staðið sig ágætlega þrátt fyrir það.

Coutinho spilaði klukkutíma gegn Plymouth gagngert til að spila sig í form, hann hefur ekki byrjað leik síðan Kop.is fór síðast á Anfield og því við hæfi að hann komi aftur inn í byrjunarliðið (í deildarleik) núna um helgina enda Kop.is mætt aftur.

Clyne byrjar að æfa aftur í dag og er talinn líklegur fyrir morgundaginn, Henderson er einnig klár en hann finnur að sögn Klopp ennþá fyrir hælmeiðslunum sem hafa verið að plaga hann undanfarin ár og er það vægast sagt gríðarlegt áhyggjuefni. Við fáum nánast ekkert break frá meiðslum eða annarskonar fjarvistum hjá okkar lykilmönnum.

Mál Joel Matip er ekki ennþá komið á hreint þegar þetta er skrifað, fáránlegt mál frá upphafi til enda en lítið hægt að gera á meðan FIFA er með buxurnar á hælunum stamandi stanslaust í símann.

Sadio Mané var síðan alls ekki að skilja memo-ið. Hann er langbesti leikmaður Senegal og voru þeir fyrsta liðið til að tryggja sig áfram upp úr riðlunum í Afríkukeppninni, fari það í kolbölvað bara. Held að ég hafi aldrei haldið eins lítið með neinu liði.

Það verður því spennandi að sjá hvað Klopp gerir á morgun í fjarveru Mané enda nokkrir möguleikar í stöðunni. Byrjunarliðið ætla ég að skjóta á að verði eitthvað á þessa leið.

Mignolet

TAA – Lovren – Marip – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Sturridge – Firmino – Coutinho

Mig grunar að Clyne verði ekki hent beint í byrjunarliðið og Trent Alexander-Arnold haldi sæti sínu í þessum leik. Matip ætti að koma beint inn fái hann leikheimild. Miðað við blaðamannafund Klopp held ég að Henderson sé einnig frekar tæpur og verði á bekknum í þessum leik.

Endurkoma Coutinho gerir það að verkum að Lallana ætti að fara aftur á miðjuna sem er hans besta staða. Firmino ætti að vera öruggur með sitt sæti en óvissan verði helst um það hver kemur inn fyrir Mané. Ég ætla að tippa á Sturridge, hann var reyndar alls ekki góður gegn Plymouth en var tekinn af velli öfugt við Origi sem gæti bent til þess að Klopp hafi verið að spara hann fyrir leik helgarinnar.

Spá: Sama hvernig við stillum þessu upp þá á Liverpool að vera með meira en nóg í sínu vopnabúri til að vinna Swansea og kominn tími til að liðið vinni leiki aftur sannfærandi. Þetta hefur verið allt of mikið maus undanfarið en lagast vonandi núna með endurkomu Coutinho. Spái að þetta fari 4-2 í fjörugum leik.

14 Comments

  1. Hlakka mikið til að horfa á þennan leik á morgun því ég trú því engan vegin að Swansea fari að valda okkur einhverjum vandræðum.
    Verður líka gaman að heyra Íslendingakórinn á pöllunum rífa upp stemmninguna á Anfield.
    Er sammála liðsuppstillingunni nema að Matip málið verður ekki búið að leysast og því kemur Klavan inn í hans stað.
    Spái 3-0.

  2. Tek undir orð þín kæri Styrmir 🙂

    Verður flott fjör og stemming og ekki minnst gleði að heira í íslensku orkuboltumum 😉

    AVANTI LIVERPOOL #INKLOPWETRUST

  3. Það væri mjög gaman að vera á Anfield á morgun. Vona að Íslendingarnir skemmti sér vel og verði landi og þjóð til sóma. Ég bið ykkur bara um eitt: ekki taka víkingaklappið.

  4. Ég verð fyrir sárum vonbrigðum ef ég heyri ekki Víkingaklappið minnst 3. sinnum í leiknum.
    Þarna er kjörið tækifæri til að nudda salti í sárin á enskum.

  5. Vorum við að kaupa Marip 😉 En vonandi kemst liðið aftur á skrið um helgina. Vá hvað við söknum Mané. YNWA.

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir góða upphitun Einar Matthías og ég er henni sammála í öllum meginatriðum. Ég er þó á sammála Styrmi#1 með Matip og Klavan. Að öðru leyti er ég bjartsýnn og spái 4 – 1 þar sem Gylfi skorar eða leggur upp eitt mark en hin verða okkar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Þetta eru þeir leikir sem maður er með mestu kvíðatilfininguna. Þessi svokölluðu skyldusigrar þar sem liðið á að vinna þið vitið Sunderland, Burnley, Bourmouth o.sfrv
    Ég sá Swansea standa vel í Arsenal liðinu í síðasta leik þeir voru að halda boltanum vel og voru ekki síður hættulegir en þeir en um leið og þeir fengu aula mark á sig rétt fyrir hálfleik þá brotnuðu þeir.

    s.s eins og alltaf þá er mikilvægt að skora fyrst og taka burt baráttuviljan þeira.

    Ég vona að við stillum upp sókndjörfu liði og tippa á að Lallana dettur á miðsvæðið með Winjaldum/Henderson með Coutinho, Firminho og Origi fyrir framan sig.

    Þetta verður erfið fæðing en ég tippa á 2-1 nauman sigur.

  8. Afsakið þráðránið en þetta eru bara of góðar fréttir til að klína þeim ekki að strax.

    Steven Gerrard today sealed a dream return to Liverpool in a coaching role as he insisted: “This is the right option at the right time.”
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/steven-gerrard-seals-dream-liverpool-12485544

    Og svo hefur Liverpool fengið grænt ljós á að spila Matip!
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/joel-matip-given-green-light-12486315

    Mig grunar að ég muni aldrei aftur ná að gleðja eins marga og ég geri með þessu þráðráni.

    Við vinnum leikinn á morgun 4-0.

  9. Flott skýrsla og ég er sannfærður um að kop-arar muni öskra okkar menn í gang!

    Öruggur sigur, 3-0. Firmino, Coutinho og Lovren skora fyrir okkur.

  10. Liverpool team: Mignolet, Clyne, Lovren, Klavan, Milner, Henderson, Can, Wijnaldum, Lallana, Coutinho, Firmino.

    Substitutes: Karius, Matip, Moreno, Lucas, Woodburn, Origi, Sturridge.

  11. Mjög sterkt lið… Vonandi sökkvum við þeim snemma, enga miskunn!

    YNWA!!

Plymouth Argyle – Liverpool 0-1 (Leik lokið)

Liverpool – Swansea 2-3 (leik lokið)