Podcast – Jólastemming á Anfield

Stuðningsmenn Liverpool sungu hástöfum Merry Christmas, Everton á meðan leik stóð gegn Stoke á Anfield í dag og varnarmenn Stoke voru uppfullir af jólaandanum og færðu okkar mönnum hverja gjöfina á fætur annarri í dag. Hjóluðum í podcast strax eftir leik.

Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: Maggi og Kristján Atli.

Á dagskrá í dag var leikurinn gegn Stoke enda tekið upp tveimur tímum eftir leik. Eins var aðeins skoðað janúargluggann, árið var lauslega gert upp og undir lokin spáð í spilin fyrir leikinn gegn Man City.

MP3: Þáttur 133

26 Comments

  1. Bíddu….. unnum við ekki þennan leik! Er reyndar bara búinn að hlusta á rúmar 20 mínútur en ef þetta er gleðin í podcasti strax eftir 4-1 sigurleik….. þá bíð ég ekki í þátt strax eftir tapleik 🙂

  2. Liverpool hefur ekki skorað fleiri mörk í 31 ár þetta er tær snilld að verða vitni að þessu og fylgjast með þessu liði , bikar eða ekki mér er sama meðan liðið spilar heavy metal þá er mér bara shitt sama!

  3. Við verðum að vinna city til að eiga sens að mínu mati 🙂
    YNWA

  4. Ég tók eftir einni athyglisverðri tilraun í lok leiksins gegn Stoke. Moreno var skipt inn á sem vængmaður. Mér fannst hann komast vel frá sinnri vinnu og skapaði hann oft usla í vörn Stoke.

    Ég gæti vel trúað að það væri hægt að gera hann að vængmanni þar sem hann er gríðarlega snöggur og teknískur og með stöðuga yfirferð og því leitinu til passar hann rosalega vel inn í hugmyndir Klopps um hvernig hann vill að leikmenn spili. Hann er full villtur fyrir bakvarðastöðuna en þessi hraði hans gæti nýst betur ofar á vellinum, þar sem hann er jú fjandi duglegur og alltaf að.

    Minnir að hann hafi einhvern tímann komið inn á sem varamaður í tíð Rodgers sem vængmaður og hafi þá spilað afbragðsvel. Það kæmi mér allavega ekkert á óvart að Klopp sé með eitthvað slíkt í huga varðandi Moreno, enda ekki í fyrsta skipti þar sem hann hlutverkabreytir leikmönnum og eins og margir vita er Milner fjarrri því fyrsta dæmið um slíkt.

  5. Sælir félagar

    Fínt podkast og gaman að því hvað menn eru glaðir og bjartsýnir. Það ríkir gleði í stærstum hluta Liverpool borgar enda jólin rauð. Nú er að sjá hvort tekst að slá ljósblárri slykju á borgina um áramótin. Það yrði geðveikt svo ekki sé meira sagt. Tek undir með mönnum um leiktímann sem er fáranlegur. Annars bara allt gott enda ekki annað hægt í þessu gengi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Sæl og blessuð.

    Afskaplega skemmtileg podcast og Everton-jólakveðjan er í alla staði betri en hið mjög svo niðurdrepandi, ,,Snjórkorn falla”.

    Þetta var fjörugur leikur og farsæl endalok eins og við viljum sjá þau. Gaman hvað þetta ,,mótefni” andstæðinganna gegn Kloppboltanum hefur þá aukaverkan að þeir eru búnir með gasið eftir kortér! Gott að vita af því þegar á móti blæs í byrjun leiks.

    En leikurinn gegn City mun gera flugelda næturinnar máttlausa í samanburðinum. Hafa menn fregnir af Coutinho??? Verður hann með?

  7. Ég efast um það að Maggi hafi horft á þennan víta dóma sem dæmdur var á Hull gegn City, ég hefði orðið brjálaður ef Liverpool hefði ekki fengið svona víti.
    Annars mjög fínn þáttur og hafði mjög gaman af honum.

  8. Coutinho er ekki með gegn City eða Sunderland.
    Matip er ekki með gegn City.
    Slúður um Ox-Chamberlain er svo mikið bull að Klopp gerði undantekningu frá þeirri reglu að tala ekki um leikmenn annarra liða til að taka af allann vafa varðandi það.

    Helst að það sé slúðrað um kaup á Promes frá Spartak Moskva.

  9. Lucas sennilega á förum frá félaginu til Ítalíu. Get svo sem skilið það en finnst algerlega fráleitt að láta hann fara á þessum tímapunkti NEMA við séum búnir að tryggja okkur öflugan leikmann í staðinn. Hópurinn okkar er alveg nógu þunnskipaður eins og ér.

  10. Við höfum ekkert við Lucas að gera. Hann hefur ekki verið að spila mikið undanfarinn ár og honum langar að fara að spila og Klopp getur ekki lofað honum spilatíma(svona eins og með J.Allen sem er mun betri en Lucas að mínu mati).

    Við höfum Klavan sem 3 miðvörð og við erum með Henderson, Can, Winjaldum sem geta allir spilað djúpan miðjumann. Svo má ekki gleyma því að Gomez er að koma tilbaka og getur spilað sem miðvörður.

    Ég á von á því að Liverpool kaupir einn leikmann í Janúar.

  11. Klopp og Pep hafa mæst 8 sinnum og Klopp hefur unnið 3, tapað 4 og 1 hefur farið jafntefli

  12. Sælir félagar

    Sigurður Einar, hvaða eða hvernig leikmann heldur þú að Klopp kaupi? Sjálfum finnst mér að það mætti kaupa heimsklassa markvörð en á ekki von á því, Heimsklassa sóknarmann og gæti trúað því, heimsklassa bakverði báðum megin en á ekki von á því. Kaup hjá Klopp er eitthvað sem rætt var í þættinum en mér heyrðist á mönnum þar að þeir reikni ekki með að Klopp kaupi neitt ef hann fær ekki það sem hann hefur nákvæmlega áhuga á.

    Það er nú þannig

    YNWA

  13. Ef við förum yfir þetta.

    Markvörð= litlar líkur hann hefur enþá trú á Karius og vonar maður að hann hafi rétt fyrir sér með kauða.
    Miðvörður: Hér er ég viss um að hann hafi augun opinn en við munum selja/lána Sakho í Janúar, Lucas verður lánaður og því aðeins þrír til boða Matip, Lovren og Raggi. Gomez er að koma tilbaka og verður líklega kostur hérna. Þetta er staða sem líklega verður ekkert gert í núna í janúar en maður útilokar það ekki(horfum til Southampton).

    Bakverðir: Millner hefur verið að leysa stöðu VB mjög vel en það segjir mikið að við séum með hægri fótar mann sem vill vera á miðsvæðinu í staðinn fyrir Moreno(s.s Móri ekki hátt skrifaður hjá Klopp). Ég tel að staða vinstri bakvarðar sé næst líklegust til að verða fyrir valinu sem kaup í janúar.

    Miðsvæðið: Ég held að við séum ekki að fara að versla hér. Erum með Can, Winjaldum, Henderson og menn eins og Lallana og Coutinho sem geta leikið þessa stöðu ásamt hinum unga Marko sem var keyptur í sumar.

    Kanntframherji: Lallana, Coutinho, Firminho og Mane hafa verið að leysa þessa stöðu en ég veit að Klopp elskar að láta Firminho byrja sem fremsti maður og Lallana á miðsvæðinu og erum við því að tala um bara Coutinho og Mane á könntunum og viti menn Mane er að fara í mánuð.
    Þótt að þetta er styrkleiki í liðinu þá held ég að þetta sé staða sem Klopp mun horfa til að auka breyddina, því að hann vill nota Firminho fremstan og Lallana á miðsvæðinu en ekki setja þá í þessar stöður.

    Sóknarmaður: Firminho, Origi og Sturridge. Svo eigum við Ings fyrir næsta tímabil. Þetta er staða sem við munum skoða í sumar en ekki núna. Bæði með hvort að Sturridge verður team player eða fýlupúki og hvort að Ings verður nothæfur.

    s.s
    1. Kanntframherji
    2. Vinstri bakvörður
    3. miðvörður.

    Ég reikna með að Klopp bæti við einum leikmanni og sá leikmaður verður ekki mjög stórt nafn en það verður vandað til verka og hann mun smellpassa inn í liðið.

  14. Varðandi fjarveru Mané núna í janúar: er séns að Moreno sé ætlað að fylla skarð hans á meðan? Bara að spökúlera…

  15. Hvað segja sérfræðingarnir, væri Asmir Begovic betri kostur í búrið? Hann fær ekkert að spila, svo að….

  16. Góð pæling varðandi moreno og ef maður leggur það saman við það sem Maggi sagði varðandi draxler. Ef klopp var að spá í styrkingu þarna í janúar og draxler verið skotmarkið en ekki tekist þá virðist klopp leita leiða innan hópsins samanber milner í bakverðinum enda sagði hann sjálfur ekki vilja kaupa eitthvað til að skapa vandamál seinna. Svo þessi pæling með að moreno gæti verið lausnin í hans Huga meðan mané er í burtu.

    Þó svo að maður viti ekkert um það.
    En mikið afskaplega eru þessi podcost frábær fyrir okkur poolara !

    Varðandi markmenn þá finnst mér ekki rétt að bæta við 3 nafninu á skýrslu ef sá er ekki garenterað betri en þeir sem eru fyrir.
    Ef við ætlum að skipta um keeper í hvert skipti sem liðið fær á sig mark þá verður það meiri steypa en er fyrir.

    Við erum með álíka mörg mörk á okkur og liðin sem við berum okkur saman við fyrir utan chelsea og manutd sem spila með 8 manna varnarlínu þetta helst nefnilega svonlítið saman.

    Held að liðið þurfti að verjast betur yfir höfuð svo er spurning hvort það hefði þá áhrif á sóknarleikinn.

    En ef liðinu stendur til boða háklassa nafn í sumar í markið þá á vissulega að skoða það eins og með allar aðrar stöður. En alls ekki að vera kaupa bara eitthvað í eitthverju panik kasti.

  17. Gleðilega hátíð öll!

    Gaman að velta fyrir sér næstu skrefum á nýju ári. Allt tal um heimsklassa leikmenn held ég að við getum útilokað. Klopp kaupir menn sem eru líklegir til að verða heimsklassa, hann vill gera þá að sínum, enda kosta þeir margfallt minna. Liverpool er ekki að fara eyða 50 plús í leikmann að mínu mati, kæmi mér mikið á óvart.
    Ef Lucas fer kaupir hann líklega miðjumann og svo er þetta spurning með hægri bak eða miðvörð en í engri evrópukeppni er það óþarfi nema Klopp fái þann sem hann vilji mest. Framar á vellinum eru við í góðum málum, Mane fer Coutinho kemur, Sturridge fremst og Origi á væng, Lallana framar og Can á miðju og við eigum alltaf Milner til að henda út um allt, þvílíkur leikmaður! Moreno fær nokkra leiki í jan og finnst að hann ætti að vera með á móti Rútu-liðunum. Sturridge fer að salla inn mörkum því hann þarf að sýna sig fyrir sumargluggann og tóku þið eftir hvað hann var glaður , brosti og hvaðeina, í síðasta leik. Tippa á 6-8 mörk frá honum í jan.
    Karius er okkar framtíðarmarkmaður og Klopp mun gefa honum tíma, kaupir annann ef Migno fer næsta sumar.
    Spá fyrir City. Tökum þetta 3-1, verðum 2-0 yfir í hálfleik.
    Gleðilegt Liverpool ár!

Liverpool – Stoke 4-1 (leik lokið)

Flugeldasýning á gamlársdag?