Blaðamannafundur Klopp fyrir Stoke leikinn

7 Comments

 1. “We want to have players that want to develop, we wont convince them with money”

  LFC er feeder club. Á meðan þessir eigendur eiga félagið. Erum ekki að fara að trekkja world class leikmenn til félagsins, búum þá til og þegar þeir eru komnir í þann klassa þá verða þeir seldir. (Coutinho er næstur)

  Vissulega er staðan okkar í deildinni góð, vonandi verðum við áfram innan seilingar við Chelsea eftir jól. Hinsvegar þá er Mané að fara í jan í verkefni og hópurinn okkar þunnur, það yrði kraftaverk ef við höldum áfram í baráttunni um titilinn með þetta lið. Helst vildi maður sjá 1-2 alvöru leikmenn tekna inn í janúar en það gerist ekki.

  Santa, we want and need new owners, takk.

 2. Gaman að fylgjast með alltaf hvernig hann er að höndla vatnið á þessum fundum. Mikið að byrja sopa > hlusta > hissa > klára sopa.

 3. Hann er allavega sá eini sem heyrir spurningar blaðamannanna á þessum fundum.

  Annars vil ég bara óska öllum gleðilegrar hátíðar og áframhaldandi rauðra jóla.

 4. Því miður þá hefur hann bara staðfest að Liverpool er feeder klúbbur. Níska FSG verður þess valdandi að Liverpool vinnur ekki deildina á meðan þeir eiga félagið. Leicester ævintýri gerist ekki aftur í bráð

  Núna er maður hræddur um að ekkert komi inn í janúar glugganum – Mané frá og Coutinho að jafna sig eftir meiðsli. En menn væla bara undan því að leikmenn vilji peninga og bla bla…
  Þetta er markaðurinn í dag. Liverpool og Arsenal taka ekki þátt og vinna heldur ekki.

 5. Oddi.

  Þetta er ótrúlegt að lesa svona raus í þér. Það er eins og þú haldir að peningar rigni af himnum og það séu enginn takmörk fyrir því hvað Liverppol geti eigi af peningum. Þetta væri skiljanlegt ef Liverpool væri á sama stað í deildinni og í fyrra en tilfellið er að við erum í öðru sæti í deildinni sem ég myndi segja að væri stór árangur.

  Liverpool er með klúbba á bak við sig sem kostuðu miklu meira í leikmannakaup. Stórstjörnurnar í Dortmund kostuðu ekki mikið sem hann keypti, sá dýrasti kostaði 13 milljónir punda og hét Marco Reus en samt tókst Klopp að gera Dortmund að þýskalandsmeisturum og keppa til úrslita í meistaradeildarkeppninni.

  Ef gæðaleikmenn þurfa alltaf að vera svona dýrir, hvernig útskýrir þú þá Joel Matip og James Milner ?

  Svo er fáranlegt að segja að Liverpool hafi ekki keypt leikmenn dýrt. Við erum með eitt dýrasta liðið í deildinni.

  Mane -32 milljónir punda
  Lallana -25 milljónir punda
  Firmino – 29 milljónir punda
  wijnaldum – 25 milljónir punda
  Lovren – 20 milljónir punda

  Ég fæ ekki betur séð en að flest kaupinn hafa gengið mjög vel síðasta sumar og ekki voru allir keyptir dýrt. Eða ertu að segja að kaupin hjá Liverpool hafi gengið verr en í fyrra ? T.d hefur Ragnar Klavan staðið sig vriklega vel í síðustu tveimur leikjum og er fullkomnlega búinn að staðfesta að hann er með nægjanlega mikið af gæðum til að spila í úrvalsdeildinni.

  Og svo bara skil ég ekki með nokkru móti afhverju það á t.d að spandera 30 -40 milljónum punda í einhvern leikmenn, nema að það er fyrirséð að það sé ekki framtíðarleikmaður sem verður notaður í fjöldamörg ár. Kaupin verða að vera vel ígrunduð og okur kemur ekki til greina.

  Þeir buðu 25 milljónir punda í Alexi Texeira en rússneska liðið heimtaði 39 milljónir punda fyrir hann ef ég mann rétt og það segir sig sjálft að ef Liverpool hefði gengið að þeim kaupum, hefði mjög líklega verið erfitt að finna rými til að fjárfesta í Mane.

  Þessi rök þín halda ekki vatni en því miður talandi dæmi um marga aðhangendur þessa klúbbs. Þeir sjá alltaf glasið hálf tómt og jafnvel þó það gengur þrusuvel í deildinni er þusað út í eitt eins og vanþakklátir krakkar.

  Þetta er sérstaklega steikt ef það er skoðað hvaða leikmenn liverpool kostuðu undir 15 milljónir punda og voru ekki rándýru verði en hafa sýnt fram á að þeir hafa svo sannarlega gæði til að spila í hvaða stóra klúbbi sem er.

  Clyne, Henderson, Coutinho, Sturridge, Can, Origi.

  Og ef þér er svona illa við stefnu Liverpool, afhverju finnur þú þér þá ekki einhvern annan klúbb til að halda með ? T.d Man City eða Chelsea. Það eru nú báðir með svona stefnu sem þú ert fylgjandi.

  Fyrir mér er eini stóri klúbburinn sem ég ber mikla virðingu fyrir, fyrir utan okkar klúbb er nefnilega Arsenal.

 6. Brynjar

  Hef fylgst og haldið með Liverpool náið í meira en 30 ár. Farið oft á Anfield, meira að segja á útivelli með þeim hörðustu.

  Þekki söguna vel, þekki hefðirnar. Tímarnir hafa breyst. Berðu ekki saman þýsku deildina og þá ensku, einfaldlega ekki hægt. Hef alveg trú á Klopp, hann hefur á sínum tíma lagað margt en hann vanmetur þó ensku deildina. Liverpool er með fimmta dýrasta hópinn í deildinni, og árangurinn verður eftir því. Þú talar um að það sé frábært að vera í öðru sæti í deildinni núna, ég er sammála því EN Liverpool á að stefna hærra en á bara annað sætið. Liverpool á að stefna á sæti eitt. Sjáðu erkifjendur okkar, Man Udt þeir eru ekki að stefna á annað sætið. Sé það reyndar ekki gerast að við höldum því út, en er slétt sama hvort liðið endi í 2-3 eða 4. Ef það er ekki sæti eitt þá eru það vonbrigði.. jú CL bolti er vel þeginn en síðst er við vorum þar brugðust eigendur okkur og styrktu liðið ekki nóg.

  Kaupin í sumar hafa að flestu leyti verið fín, þó hefðum við átt að kaupa inn fleiri menn. Endum gluggan í plús 11m. Why? Það á eftir að koma í bakið á okkur t.d í janúar þegar Mané t.d fer og ef fleiri meiðsli banka uppá. Liverpool eyða alveg í leikmenn en tíma ekki að borga þessum “prooven world class” leikmönnum alvöru laun. 20 launahæstu menn veraldar, enginn hjá Liverpool en 8 úr Premierlegue. Ætlar þú að segja mér að einhver okkar hefði neitað því að fá inn Zlatan?? Hann kostar 235.000 pund á viku. Þyngdar sinnar virði í gulli. Liverpool (FSG) vill eða getur þetta ekki. Það er nákvæmlega ástæða þess að Liverpool mun ekki vinna PL á meðan FSG á klúbbinn… Hvenær keypti Liverpool síðst mann sem spilað hefur fyrir lið/unnið titla eins og t.d Real? Barca? Bayern? juventus?

  Jújú við gætum grísað á 2.sætið, 3.sætið og allir voða happy..en hvað svo??? Síðustu 26 ár hafa sýnt okkur að svo kemur eflaust hrun, stöðugleikinn er enginn. Coutinho er að verða superstar og um leið og hann biður um launin sem hann á skilið en LFC getur ekki borgað, þá fer hann. Uppbygging hefst á ný.

  Við sem upplifðum gullöld LFC og þekkjum þá tíð þykir það leitt að ekki sé sami metnaður í gangi í dag. LFC á að stefna á sigur í deild og ekkert annað. Ég ber virðingu fyrir öllum stóru klúbbunum, City og Chelsea hafa tekið framúr okkur á síðustu árum. Arsenal er hægt að bera virðingu fyrir en hafa gert “okkar” mistök og ekki tímt að styrkja liðið rétt. Þess vegna ekki unnið PL síðan hvað, 2004.

  Svo skaltu sýna smá almenna kurteisi þótt þú sért ekki sammála, þrátt fyrir að ég sé ekki 100% sáttur með gang mála þá er ég ekki að fara að finna mér annað lið til þess að halda með vegna þess að einhver á kop.is spjallinu segi það. Hér ríkir skoðanafrelsi, reyndu að halda þig á málefnanlegum nótum.

  Eg er samkvæmur mér, hef sagt þetta alla tíð á meðan bæði gillett og hicks áttu LFC og FSG, mér finnst skorta réttan metnað í þessa eigendur. Ástæðan fyrir því að Manchester United er orðið mikið stærra en Liverpool “world wide” (Þeir voru það ekki fyrir 20 árum) er einfaldlega vegna þess að þar þora menn að eyða í réttu mennina – hefur gengið illa í 3 ár núna (samt unnið FA cup) en þeir bæta samt bara í…og trúðu mér, þeir vinna PL á undan okkur.. nema eitthvað breytist.

  Nýja eigendur, væri jólagjöf sem væri mér að skapi.

 7. Og er ég ekki samkvæmur mér ?

  Ég er alveg málefnalegur og ef það ríkir hér málfrelsi þá skallstu vinsamlega taka því að fólki finnst þú rausa. Mér finnst þú gera það í raun enn þó þú komir með þessa eftirá skýringu. Skoðanafrelsi byggir á því að þú mátt hafa þá skoðun sem þér sýnist en ég má gagnrína hana.

  Ég er orðinn hundþreyttur á svartsýnisrausi og glórulausu bulli. Ég kom með fín rök fyrir máli mínu á meðan þín hafa verið frekar fátækleg. Þín rök eru í raun kaupa, kaupa, kaupa, er eina leiðin til að ná árangri í fótbolta en það er einfaldlega ekki alltaf tilfellið. Nærtækasta dæmið er Dortmund og Leicester. Ef þú heldur því virkilega fram að Þýska Deildin sé svona miklu lakari heldur en sú enska, hvernig stendur á því að Ensku liðin standa sig ekki jafnvel í Evrópuboltanum og þau Þýsku ? Málið er að enski boltinn er vissulega þrusu sterkur en það ert þú sem ert að vanmeta þyska boltann og nærtækasta dæmið á því vanmati er t.d Joel Matip. Það voru margir sem héldu því fram að hann myndi aldrei spjara sig í enska boltanum en annað hefur komið á daginn. Sama hefur gerst með Ragnar Klavan. hann er svo sannarlega búinn að sýna það að hann er hverar krónu virði.

  Og svo heldur þú fram á að FSG eru nýskir og ég bendi á með góðum rökum að þeir hafa einmitt verið það ekki. Leikmenn liðsins eru rándýrir og ef ég mann rétt þá Liverpool 4 dýrasta liðið í ensku deildinni og ástæða þess að liðið kom út í plús er vegna þess að það hafa verið hreinsanir í gangi. Benteke og Balotelli vorui t.d látnir fara.

  Þú virðist enn ekki fatta það að FSG getur ekki keppt við Chelsea, Man City og Man Und nema með svipuðum klókindum og Arsenal gerir og tilfellið er að liðið stendur jafnfætis flestum þeirra. Það má með sanni fullyrða.

  Þú talar um að það þurfi að kaupa mann fyrir Mane. Ég spyr til baka, á að kaupa þann mann á uppsprengdu verði eða eigum við að kaupa hann á réttu og sanngjörnu verði ? Væri ekki ráðlegast að kaupa þá mann sem er notaður til framtíðar en ekki til skamms tíma ? Coutinho er að koma til baka úr meiðslum og einnig Sturridge, svo eigum við Origi. Wijnaldum, Þannig að það eru nú til gæði í klúbbnum, þó þau séu kannski örlítið þunn um þessar mundir. Gomez er að koma til baka og einnig Onjo, þannig að breiddin er að aukast.

  Ef menn eins og þú væru við stjórnvölin hjá Liverpool, þá væri klúbburinn ekki að ná árangri. Málið var að Liverpool keypti t.d leikmenn dýrar en Man Und þegar ferguson var og ég hét en beitti ekki klókindum á markaðnum.
  Leikmenn á borð við Origi, Can, Coutinho hefðu aldrei verið keyptir, heldur einhverjar stórstjörnur á hátindi ferilsins en ekki ungir leikmenn sem þurfa tíma til að vaxa og dafna og það hefði aldrei verið gulltrygging að þeir myndu standa sig.

  T.d gæti byrjunarliðið í janúar verið svona þegar Mane fer.

  Coutinho – Origi ( eða sturridge) – Firmino

  Can – Henderson – Lallana

  Milner – Matip – Lovren- Clyne

  Mignolet

  Ertu að segja við mig að þetta byrjunarlið sé slakt ? Vissulega er Mane einn af bestu mönnum liðsins, en það er líka Lallana, Henderson, Milner, Coutinho. Það sem er að gerast með tilkomu klopp er að þegar best lætur eru allir leikmenn liðsins bestu leikkmenn liðsins. Það er kominn svipuð liðsheild og síðan 1989 og þú kvartar yfir því að liðið sé feeder klúbbur, einfaldlega vegna þess að liðið vill ekki kaupa leikmenn dýrt, nema þeir fái þá á sanngjörnu verði en ekki uppsprengdu.

  Eg skil að það þurfi að kaupa mann upp á auka breiddina en eins KLopp bennti á þá er hægt að breita t.d taktíkinni og enginn ástæða að vera að kaupa einhvern rándýran í janúarglugganum, þegar við getum keypt tvo jafngóða í sumarglugganum.

Podcast: Rauð jól á Merseyside!

GLEÐILEG RAUÐ JÓL