Hvað vitum við?

 • Fyrir tímabilið var mótið nánast afskrifað af mörgum þar sem ekki tókst að kaupa almennilegan vinstri bakvörð. Staðan núna er þannig að erfitt er að benda á leikmann í heiminum sem er að spila þá stöðu betur en James Milner um þessar mundir.

 • Fyrir tímabilið var ljóst að ef Liverpool ætti að eiga einhvern möguleika í sumar yrðu sóknarmenn liðsins að haldast heilir, Sturridge, Ings og Origi voru allir leikfærir öfugt við síðasta ár og Firmino var einnig nothæfur sem fjórði kostur. Liverpool hefur núna skorað 16 mörk í deildinni sem er næst mest allra og enginn af tríóinu er ennþá kominn á blað, þeir komast varla í liðið og Firmino er einn besti leikmaður deildarinnar.

 • Fyrir tímabilið vorum við að tala um að núna væru menn ekki eins mikið að spila út úr stöðu líkt og hjá Rodgers. Nema að Milner er orðinn vinstri bakvörður, Lucas miðvörður, Henderson varnartengiliður, Lallana og Winjaldum miðjumenn og Firmino oftar en ekki striker. Fyrir utan að það eru eiginlega bara fjórir leikmenn með fasta stöðu í liðinu. Fyrirliði Hull talaði um það eftir leik að aðeins Karius, Klaven, Matip og Henderson væru með fastar hefðbundnar stöður, rest væri út um allt og stoppar aldrei.

 • Fyrir tímabilið var klárt að ef Liverpool ætlar að finna einhvern stöðugleika yrðum við að fá inn tvo solid miðverði sem spila 30 leiki plús án þess að meiðast. Þetta á vissulega ennþá við að mínu mati en við höfum núna spilað í deildinni með Lucas og Lovren / Lovren og Matip / Matip og Klavan og það eru bara sex leikir búnir. Það er einnig búið að nota tvo markmenn nú þegar.

 • Fyrir tímabilið var Emre Can nánast eini miðjumaður Liverpool, sérstaklega varnarlega. Einhverjir voru m.a.s. búnir að afskrifa Henderson alveg. Staðan núna er þannig að Can kemst ekki í liðið og það er líklega enginn miðjumaður að spila betur í deildinni heldur en Henderson.

 • Fyrir tímabilið var talað um að það vantaði alla leiðtoga í þetta lið. Þessu hefur enginn hóstað upp núna eftir að mótið hófst.

 • Fyrir tímabilið vildum við sjá Liverpool kaupa stór nöfn og líklega hefur komið færsla eða ummæli um nauðsyn þess að kaupa verði mann í hverja einustu stöðu. Klopp vill ekki vinna þannig og náði ekki árangri hjá Dortmund með þessum hætti. Hann var jafn þrjósur og Wenger á leikmannamarkaðnum. Ef hann gat breytt Adam Lallana í þennan leikmann sem við erum að horfa á í dag hlakkar mig til að sjá hvað hann gerir við þessa leikmenn sem eru að spila með U23 ára liðinu núna. Eða bara leikmann eins og Origi.

Það eru bara 6 vikur síðan tímabilið byrjaði. Auðvitað er ekkert í höfn ennþá, langt í frá og þó það nú væri, það eru bara sex vikur síðan mótið hófst.

En það sjá það allir að það er eitthvað sérstakt að gerast hjá Liverpool, meira spennandi en við þorðum að vona fyrir mót og það er hreinlega unun að sjá liðið spila. Það er varla hægt að velja einn mann leiksins að leik loknum.

Eftir leiki er eins og leikmenn andstæðinanna fari í kapphlaup að næsta blaðamanni til að tala um hversu erfitt það var að spila við þetta Liverpool lið.

Það sem ég er að meina er nokkurnvegin þetta

Klopp er ekki ennþá búinn að vera stjóri Liverpool í 12 mánuði, ef liðið er að spila svona eftir einn alvöru leikmannaglugga er óhætt að leyfa sér að hlakka til framhaldsins. Óþarfi að fara framúr sér strax en þetta Liverpool lið er að stefna öllu hærra heldur en baráttu um 6.-8. sæti.

FSG er núna búið að koma rekstri félagsins í örugga höfn, þeir eru búnir að stækka Anfield og stefna á að stækka hann enn frekar. Næst er að bæta árangurinn innanvallar. Klopp var stjórinn sem þeir vildu frá upphafi og núna þegar þeir hafa loksins landað honum virðist félagið í heild loksins tilbúið að rífa sig upp af rassgatinu.

Liverpool undir stjórn FSG hefur núna tekið af alvöru þátt í titilbaráttu, farið á Wembley til að spila í FA Cup, spilað til úrslita í deildarbikarnum og einnig spilað til úrslita í Evrópukeppni. Þetta hefur nánast allt endað með vonbrigðum en kannski sýnir þetta að félagið er ekki jafn fjarri því að taka næsta skref og við höldum. Það þarf oftast nokkrar tilraunir fyrst.

Það er kominn tími til að stíga þetta skref.

Ef að glasið var hálf fullt/tómt fyrir tímabilið er staðan á því svona núna.
glas

33 Comments

 1. Fannst áhugavert þegar mike Phelan sagði að liverpool væri á “flugi þessa stundina”. Mín von er sú að “þessi stund” verði allt tímabilið og þetta tímabil er bara upphafið af því sem koma skal. Mín tilfinning er sú að risinn er að rakna úr roti.

  Við verðum kannski ekki meistarar í ár þar sem ManChester City er svo geigvænlega sterkt, en ég er sannfærður um að við verðum í titilbaráttu og eigum mjög góða möguleika á að spila í meistaradeildinni. .

 2. Brillijant samantekt, ég játa það að sokkurinn upp í mér bragðast ansi vel.

  Kv. Bjartsýnin

 3. Eyþór, var að ljúka við að horfa á Jurgen þarna. Þetta er næstum því klukkutími af algjörri snilld hjá Klopparanum. Hann er ekkert að spá í kerfi, heldur nýtir bara leikmenn og þeirra hæfileika og setur þeim skýr skilaboð hvernig almennt þeir eiga að sækja eða verjast of fuck the system. Besta kerfið er bara counterpressing og ekkert annað 🙂 Geggjaður þáttur!

 4. Ekki horft á þennan þátt, en var hann virkilega að koma fram í sjónvarpi að útskýra hvernig hann vill að liðið spili? Ekki viss um að það sé gáfulegt.
  Annars hef ég bilaða trú á honum.

 5. “Klopp the footballer” er alveg hreint óborganlegt. Efast samt ekki um að Klopp hafi verið betri spilari en hann vill sjálfur viðurkenna 🙂

 6. Hólmar #8
  Spilamennska liðsins er nú varla neitt hernaðarleyndarmál. Það sést í sjónvarpinu um hverja helgi. Trickið er að finna leið til að spila gegn ákveðnum leikaðferðum. Ekki bara vita hver leikaðferðin er.

 7. #3 jújú city lítur vel út en hey þeir eru búnir að spila við sunderland, Stoke, WH, United, bournemouth og swansea… hmm þeir eiga eftir að spila við Spurs, Arsenal og chelsea úti… ég hef sterka trú á því að við eigum líka eftir að taka 18 stig úr þessum 6 leikjum sem þeir eru búnir að spila 😉

 8. Frábær byrjun hjá liðinu en ég er enþá á því að við erum í vandræðum með vinstri bakvörð og jafnvel hægri.
  Clyne og Millner hafa báðir verið frábærir en hvað gerist ef þeir meiðast? Moreno byrjaði tímabilið mjög illa svo að það sé á hreinu en kannski myndi hann ná stöðuleika. Ef Clyne meiðist erum við þá að fara að setja ungan strák eða E.Can í hægri bakvörð?

  Ég er mjög sáttur við liðið og leikmenn en eins og sagt er þetta er bara byrjun á tímabilinu og höfum við oft brennt okkur á því að búa til skýjaborgir of snemma þótt að maður hafi það á tilfinguni núna að það má allavega byrjað að steypa grunn fyrir þessa skýjaborg því að Klopp er einfaldlega að búa til stórskemmtileg lið.

  Það þarf oft ekki nema eitt tap til að allt fari á hvolf aftur, hvað ef Swansea vinnur okkur í næsta leik? Er þá þessi góða byrjun farinn vegna tapa gegn Swansea/Burnley?
  Ég er á því að Klopp sé að gera stórkostlega hluti með þetta lið en liðið eigi enþá eftir að fá ein og ein slæm úrslit á meðan að hann er að fínstilla þetta en ég er líka á því að það verður alltaf lengra og lengra á milli lélegra leikja og framtíðinn er mjög björt.
  S.s Trúum á liðið, höldum okkur samt á jörðini en gleðjumst yfir frábæru gengi það sem af er.

 9. Þetta lytur helvíti vel út þad sem Klopp er ad bjóda okkur uppá þessa dagana og megi þad halda áfram sem allra lengst. Þad besta vid þetta er ad manni lydur þannig ad okkar menn geti unnid hvada lid sem er og breytir þa engu máli hvort spilad sé á Anfield eda ekki. Madur hafdi td mikla trú á því ad vid gætum fengid eitthvad útúr leiknum gegn Chelsea. Einnig virdast okkar menn vera ad bæta sig mikid í ad brjóta nidur lid sem leggja rútunni sem er grídarlega jákvætt. Einnig virkilega gaman ad sjá hvad lidsheildin er sterk og ad allir leikmenn eru ad spila vel, markaskorun dreifist td a marga leikmenn. Eigum enn eftir ad koma Sturridge í gang og þegar þad gerist erum vid enn sterkari svo þad er ekki annad hægt en ad vera mjög bjartsýnn..

 10. Takk fyrir samantektina, sokkaskúffan er að tæmast.

  Þessi deild er virkilega sterk, öll lið geta unnið öll lið það er ekki flóknara en það. Ég held að öll stóru liðin í deildinni eigi eftir að lenda í leik/jum eins og við gegn Burnley, verðum bara að gleyma þeim leik, menn eru greinilega búnir að læra af mistökunum þar.

  Ef menn haldast heilir, Sturridge hrekkur í gang og Karius verður eins góður og maður vonar, þá er allt hægt.

 11. Góðann daginn, við púllarar förum framúr á hverjum morgni með breitt bros á andlitinu og gleðjum alla í okkar umhverfi af því að liðið okkar gleður okkur og ekki dregur úr þessa frábæra síða og allir er að henni koma. Það er ekki síst vegna þess að við erum ekki alltaf sammála og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af einhverju og í dag ætla ég að hafa áhyggjur af því ef að Clyne slasast hvernig leysum við það? Annað vil ég vekja máls á hér á þessari síðu aðeins eitt umræðuefni eða pistill gæti átt eftir að koma hér sem passar í umræðuna það er UPPSKRIFTARPISTILL eða góð ráð við að matreiða sokka, húfur og hvað sem við höfum ætlað að éta ofaní okkur. Takk fyrir mig.

 12. Hef ennþá áhyggjur af vinstri bak. Milner vissulega spilað eins og hann hafi verið skapaður fyrir þetta hlutverk, en hvað ef hann meiðist? Þá er liðið bara með Moreno.

  Hann spilaði reyndar ágætlega á móti Derby, það sem ég sá af þeim leik og var ekki mikið í vitleysunni varnarlega. Ef Klopp nær að þjálfa hann upp í að verða skynsamann varnarmann, sem fer bara fram þegar það á við þá yrði það nánast meira afrek en að vinna stóru dolluna!

 13. Það er erfitt að hafa áhyggjur af okkar mönnum eftir síðustu leiki og það er mér enn algjörlega óskiljanlegt hvernig LFC tapaði leiknum á móti Burnley þar sem LFC voru mikið betri og 80% með boltan en…hættum að væla yfir því.

  Framhaldið skiptir máli hvernig okkar menn munu halda áfram að spila sinn bolta munu þeir endast ? munu þeir verða orðnir örþreyttir eftir 20-25 umferðir ? eða mun þetta ganga svona allt tímabilið þar sem þeir halda áfram að valta yfir hin liðin á mesta hraða í fótbolta sem ég hef séð frá ég man eftir mér.

  Það sést aftur og aftur hvernig hin liðin verða shellshocked eftir þessa gríðarlegu pressu og markaregnið sem þaug fá á sig.
  Það er eins og LFC gjörsamlega elski að pressa og counter attacka stanslaust á 200% hraða
  erum við með bestu vörnina eins og er ? nei . Erum við bestu sóknina ..uh já.

  Ef við náum að stilla vörnina af eitthvað í líkingu við sóknina í framhaldinu þá þarf ekki að spyrja um hvað við verðum að berjast þá mun ekki skipta máli hvort við spilum á móti sunderland eða city.

  Ég ætla að halda áfram að trúa því það er miklu skemmtilegra en að efast !

 14. Það er ekkert mál að fara yfir allt liðið og hafa áhyggjur af því ef einhver meiðist. Hvað ef Karius meiðist, þurfum við þá að treysta á Mignolet (úff)? Ef Milner meiðist þá eigum við aðal bakvörð síðasta tímabils upp á að hlaupa. Frammistaða Milner það sem af er gerir það að verkum að þessi staða er vel mönnuð í augnablikinu, mun betur en við héldum.

  Ef Clyne meiðist myndi ég skjóta á að annaðhvort færi einhver af miðjumönnunum í þá stöðu, Joe Gomes eða Tren-Alexander Arnold sem er mjög nálægt því að fá séns með aðalliðinu. Líklegast væri auðvitað að Milner færi hægra megin sem ætti að henta honum betur en vinstri bakvarðarstaðan og Moreno kæmi þá inn.

  Meiðsli lykilmanna hefur alltaf vond áhrif og það á við hjá öllum liðum. Hinsvegar erum við vonandi í betri málum hvað þetta varðar á þessu tímabili en flest önnur lið vegna miklu minna leikjaálags.

 15. Takk fyrir þetta og fjörugur umræður. Gott líka að margir þeir sem fundu liðinu allt foráttu í upphafi tímabils sjái ljósið. Flestir að spila vel. Milner, Mane og Henderson frábæir. Þvílík snilld að fá Milner á sínum tíma. Leikmaður sem getur leikið víða á vellinum og skilað því vel viðunandi, svona eins og Dirk Kuyt. Flest er því gott þessa dagana en við verðum að halda okkur á jörðinni. Ekkert er þó komið í hús nema þessi 13 stig í deildinni. Því verða allir að halda vöku sinni. Áfram Liverpool.

 16. Ég verð að viðurkenna að ég var með miklar efasemdir fyrir þetta tímabil. So far hef ég þurft að éta það ofan í mig og vona ég bara að það haldi áfram. Ef liðið heldur áfram að spila eins og þeir hafa verið að gera þá er ég sammál þeim sem sagði hér fyrir ofan að liðið er ekki að fara að keppa um 6. sætið þetta tímabil.

 17. Mig minnir að það hafi verið fyrir Derby leikinn sem Klopp sagði að Lallana hafi verið eitthvað þreyttur og því ekki byrjað.

  Það ætti að vera mannskapur í að rotera öllum stöðunum á vellinum ef álagið fer að segja til sín. Sérstaklega þar sem skipulagið er mjög fljótandi.

  Í framlínunni geta Sturridge, Firmino, Mane og Coutinho skipt á milli sín þremur stöðum án þess að sjái eitthvað sérstaklega á gæðunum. Reyndar er Mane að bjóða uppá hraða sem gæti kallað á innkomu Ojo, en almennt séð hafa hinir sýnt að þeir geta hrellt flestar varnir, nema náttúrulega Burnley.

  Á miðjunni ætti Can að geta leyst Henderson af, þannig að hann Lallana eða Wijnaldum geti fengið hvíld. Það væri líka möguleiki á að sækja Firmino eða Coutinho til að leysa Lallana eða Wijnaldum af ef á þarf að halda. Ef Can er ekki allt í einu orðinn glataður ættu gæðin að halda sér.

  Í vörninni leysir Milner af Clyne og Moreno er backup í vinstra bak. Klavan og jafnvel Lucas leysa Matip og Lovren af. Við höfum átt góða leiki með Mignolet að undanförnu og Karius kemur vonandi sterkur inn.

 18. Mane hefur reynst x-faktorinn á þessu tímabili. Hann vantaði gegn Burnley og þá sáum við sömu takta og í fyrra. Frábær leikmaður sem ég hafði litla trú á. Góð kaup hjá Herr Klopp.

 19. #KloppEffect:
  No fullbacks in Europe’s top five leagues have created more chances this season than #Milner and #Clyne

 20. Við vitum að einn maður getur komið sínum útfærslum sínum hugmyndum og látið lið fá einkenni og notar ekki hroka sinn til þess… Það er einn stærsti munur á núverandi stjóra og gamla stjórans….

 21. Það mætti álykta að ansi margir sem eru virkir í athugasemdum hafa spilað FM og mörkin á milli leiksins og raunveruleikans sé að verða svolítið óljós.

  Þegar að búið að kaupa 4 leikmenn inn í byrjunarliðið, auk þess hafa Grujic og Klavan verið keyptir til að berjast um sæti í liðinu.

  Þess utan hafa Milner, Lallana og Henderson verið að spila önnur hlutverk.

  Þetta eru ansi miklar breytingar milli tímabila, þrátt fyrir að sumir hafi viljað meiri breytingar og fleiri leikmenn keypta.

  Hjá Dortmun lét Klopp suma leikmenn spila fleiri en eina stöðu, auk þess sagði hann fyrir tímabilið að leikmannahópurinn væri of stór og það hefði sína ókosti að vera með of stóran hóp.

  En það er nokkuð eðlilegt í ljósi gríðarlegra meisla síðasta tímabils að aðdáendur spyrji spurninga eins og: “Hvað ef Clyne fótbrotnar, sitjum við uppi með Lucas ef…” og einhverjir halda jafnvel að Klopp hafi ekki velt þessum spurningum fyrir sér og það þurfi að benda honum á vandamálin og gefa honum svör.

  Samt hafa unglingarnir sem Klopp hefur gefið tækifæri staðið sig vel ásamt því að þeir leikmenn sem hafa fengð ný hlutverk eru allir að finna sig vel í þeim.

  Svo ég amk kvíði því ekki ef Can verður látinn leysa hægribakvarðarstöðuna eða Ojo komi inn í liðið ef Mane meiðist.

 22. Athugasemd frá mér skiftir reyndar ekki máli, en Liverpool er skráð í 4 sæti en Arsenal er skráð í 3 sæti með jafn mörg stig og Liverpool en með einu marki minna í plús. Þetta er á öllum miðlum. Hvaða reglur gilda um þetta?

 23. #27
  Mig minnir að þetta sé svona.
  1. Stig
  2. Markatala.
  3. Mörk skoruð.
  4. Mörk fengin á sig.

 24. Arsenal er með 8 mörk í plús en Liverpool með 7, þess vegna erum við í 4.sæti. Markatalan ræður þessu í þessu tilfelli.

  Svona er þetta
  1.Stig
  2.Markatala
  3.Mörk skoruð
  4.Ef allt hér að ofan er jafnt eru liðin jöfn, þeas deila sætinu.
  5.Ef þetta er spurning um 1.sætið þá er spilaður úrslitaleikur á milli viðkomandi liða á neutral velli.

 25. Þótt þetta hafi verið nokkuð öflugir leikmenn sem voru keyptir, þá held ég að heildaryfirhalningin sé það sem hafi skipt öllu meira máli.

  Það er minni óvissa í gangi í varnarhlutanum, hverjir sem það eru sem spila. Hlutverkin eru skýrari og einhvern veginn virkar allt mikið betur.

  Þetta skilar sér að sjálfsögðu í meira flæði og skilvirkari bolta. Þegar miðjumennirnir eru ekki allir komnir til baka í einhvern skallabolta í teignum til að reyna redda misstökum markmanns eða varnarmanna. Þá er loksins einhver eftir frami til að taka við sendingum og byrja hraðar sóknir eða til taks í pressu ef boltinn tapast strax aftur.

  Niðurstaðan er hraðari sóknaruppbygging, minni líkur á hröðum gagnsóknum, sem er klárlega líklegra til árangurs og mun skemmtilegri að horfa á. Alla vega ef maður er Púllari.

 26. Var einhver að horfa á Celtic-ManCity? Sé ekki betur en að City eigi í erfiðleikum með lið sem pressa þá hátt, og vörnin var oft ansi gloppótt, sérstaklega í öðru markinu. Vekur manni allavega góðar vonir um að við getum náð góðum úrslitum gegn þeim.

 27. Liverpool er með 9 mörk í plús en Arsenal með 8 mörk.

Liverpool – Hull City 5-1 (skýrsla)

Nýja Breiðholt, skáldsaga eftir Kristján Atla