Liverpool 1 – Roma 2

Leikur næturinnar er við AS Roma.

Búið er að velja byrjunarliðið…sem er svona:

Manninger

Clyne – Lovren – Klavan – Milner

Can – Wijnaldum
Mane – Firmino – Ojo

Sturridge

Bekkur: Mignolet, Benteke, Coutinho, Henderson, Moreno, Lallana, Brannagan, Ings, Stewart, Wisdom, Markovic, Randall, Alexander-Arnold, George.

Reikna allavega með því að uppsetningin sé svona.

Af einhverjum ástæðum er Origi ekki í hóp…veit ekki hvers vegna.

Uppfært!

Leiknum lauk með 2-1 sigri Roma. Sheyi Ojo skoraði jöfnunarmark Liverpool en Salah og Dzeko fyrir Roma.

Klopp gerði 10 breytingar í hálfleik, bara Wijnaldum hélt stöðu sinni. Seinnihálfleiksliðið var svona:

Mignolet

Alexander – Wisdom – Stewart – Moreno

Henderson- Wijnaldum
Markovic – Lallana – Coutinho

Ings

Brannagan kom svo inn fyrir Wijnaldum eftir 70 mínútur og á 80.mínútu virtist Moreno togna aftan í læri og Randall kom í hans stað í lokin.

Í heildina var þetta eiginlega vondur leikur. Völlurinn virkaði þungur og laus í sér, dómarinn var slakur og dró úr tempói sem steindó í seinni hálfleik með öllum breytingunum, sér í lagi hjá okkar mönnum.

Hann sýndi okkur líka ekkert nýtt held ég. Wisdom og Stewart eru alls ekki tilbúnir sem hafsentar í PL og við virkum frekar veikir varnarlega inni á miðsvæðinu með Wijnaldum sem hreinan miðjumann.

Jákvæðast var að Coutinho átti ferska spretti og sýndi hvað hann getur auk þess sem Ojo ýtti enn undir það að fá séns á Anfield í vetur og fari ekki í lán.

Framundan er helgi með tveimur forvitnilegum leikjum, ég tippa á að “A-liðið” okkar spili við Barca á Wembley en “B-liðið” fari til Mainz. Verður afar forvitnilegur endir á undirbúningstímabilinu!

21 Comments

 1. Sterkt lið sóknarlega og eigum samt helling á bekknum.
  Þetta lið sem hann er kominn með er ansi spennandi

 2. hjá 365 er LFC TV stöðin ekki inni hjá mér, bara svartur skjár, eru aðrir líka með þetta svoleiðis núna.

 3. Stöð2 á einkaleyfi á þessari keppni þess vegna má LFC tv ekki sýna leikinn beint. Mjög eðlilegt, en það er fullt af stremum á netinu.

 4. Þessi leikur er ekki í international champions club heldur bara venjulegur æfingarleikur

 5. Æfingaleikur, ekki sérstakur völlur og síflautandi dómari svo spurning hvað þetta er að marka en það sem ég las úr leiknum var…

  Þetta virðist ætla að vera gluggi númer 13 sem við ætlum að mistakast að finna leikmann í stað Mascherano.

  Það er brjálæði að álykta að Lovren sé góður leikmaður eftir 18 mánuði sem versti miðvörður sem ég man eftir og 6 fína mánuði. Ég vel óþekkan Sakho fram yfir hann alla daga.

  Mignolet er ekki treystandi. Wisdom hefur aldrei átt erindi í þetta lið. Lallana ætti að hætta í fótbolta og reyna fyrir sér í hacky sack.

  Ef við ætlum inn í þetta tímabil með Lovren, Mignolet, Moreno og engan varnartengilið, þá verður þetta erfitt.

  Jákvætt: Mané

 6. Hlakka til Barca! Sammála Coutinho og Ojo björtustu punktarnir.. að öðru leyti klassískur æfingarleikur.

  Ótengt.. fréttir morgunsins eru að Leroy Sane sé búin að skrifa undir hjá man. city fyrir litlar 37m punda.

  Hvernig ætli vini okkar Sterling líði núna.. dagar hans hljóta að vera taldir því Sane er leikmaður í öðrum gæðaflokki. Það er vonandi að bekkurinn sé þægilegur þarna í manchester-borg.

 7. Mér finnst málið ofur einfalt.

  Það vantar fleiri gæðaleikmenn, leiðtoga í þetta lið. PL er einfaldlega það sterk.
  Hver er leiðtogi liðsins ? Hver er stjarnan? Hver er sá sem mætir alltaf til leiks og stígur upp?
  Ég veit að það er pre season og margt jákvætt en það er kristaltært að ennþá eru brotalamir sem þarf að lagfæra.

  Hvaða Liverpool leikmann setjum við aftan á nýju treyjunar okkar? Hmmmmm
  Það þarf virkilega að hugsa og spá.

  Vonandi þarf maður að éta allt ofaní sig og þetta lið okkar springi út.

 8. Enn og aftur mun það sannast í vetur hversu mikilvægur Lucas Leiva er þessu liði.

 9. Skelfilegur varnarleikur í þessum leik, ef við förum svona inní timabilið er voðinn vís.

 10. Hvað er að gerast með Can – svakalega dapur – kláraði tímabilið illa – var lélegur í leiknum sem hann spilaði með Þjóðverjum á EM og mjög slakur í gær….

 11. Liverpool er óskrifað blað um þessar mundir. Undirbúningstímabilið hjá Klopp er mun erfiðara en hjá flestum öðrum liðum á Englandi og því nokkuð ljóst að leikmenn eru frekar þreyttir þegar þeir mæta í leikina.

  Ég hef fulla trú á þessum mannskap en get tekið undir það að það er mjög furðulegt ef það á að nota Milner sem varaskífu í vinnstri bakverðinum. Það segir mér að ekki sé hugmyndin að eyða meiri peningum í leikmannakaup. Reyndar getur Gomez spilað þessa stöðu og Can mögulega líka en best væri að fá annan bakvörð í samkeppni við Moreno. Það má samst spyrja sig hvar þann bakvörð er að finna og hvort einhver með gæði á við Moreno, vilji fara til liðs sem er ekki að spila í meistaradeildinni og ef hann vildi annað borð fara þá væri hann svo dýr að það tæki því ekki að kaupa hann.

  Svo getur vel verið að það komi einhver í lok gluggans og það sé verið að bíða til að stilla liðum sem þurfa á peningi upp við vegg að taka boðum eður ei.

 12. Þetta lið mun springa út í vetur og verður á toppnum um jól og mun lyfta tveimur bikurum.
  Ekki spurning.

 13. Veit ekki hvort ég hafi verið að horfa á einhvern annan leik en mér fannst fyrri hálfleikur bara lofa ansi góðu. Mikil gæði í wijnaldum, mane og Ragnari!

  Seinni hálfleikur var ömurlegur enda mun veikara lið á vellinum. Finnst ekki hægt að skamma lovren mikið enda flott einstaklings framtak hjá Dzeko. Einnig fannst mér Wisdom ekki eins skelfilegur og sumir halda fram. Kannski tók ég inn vitlaus töflu í morgun en Milner í bakverðinum kom mér á óvart!!

  Hins vegar var Mignolet alveg skelfilegur og kominn tími á hann. Ég get svo svarið fyrir það að 39 ára Manninger var betri og traustari.

  Hlakka til að sjá Mr. Klopp starting XI gegn Börsungum. Það

Opinn þráður – Spennandi sóknarlína, vesen í vörninni.

Kop.is Podcast #119