Chelsea á miðvikudag

Á miðvikudagskvöld mun fara fram næst síðasti deildarleikur Liverpool á leiktíðinni og jafnframt síðasti leikur liðsins á Anfield í líklega nokkuð langan tíma. Fyrir einhverju síðan var greint frá því að Liverpool hyggst fá að spila fyrstu leiki næstu leiktíðar á útivöllum þar sem viðgerðir á Anfield verða líklega ekki klárar – en hvað um það, að leiknum.

Chelsea mun koma í heimsókn á Anfield og satt að segja gerði maður sér vonir um að mikilvægi þessa leiks væri töluvert meira en það í raun og veru eru. Liverpool reynir nú að tryggja sér eitt þeirra sæta sem tryggir þátttökurétt í Evrópudeildinni en Chelsea á engan möguleika á að enda ofar en í 8.sæti og verða því ekki með í Evrópukeppni á næsta ári.

Eins og ég hef áður komið inn á þá snýst staðan í deildinni hjá Liverpool núna um að reyna að enda eins ofarlega og hægt er þó það sé afar ólíklega að fara að vera eitthvað ofar en 6.sætið en það sæti tryggir þátttökurétt í Evrópudeildinni en það sjöunda er í óvissu svo eflaust vill Klopp tryggja það til öryggis ef allt færi á versta veg þann 18.maí. Fari svo þá gæti vel verið að Liverpool verði ekki með í Evrópukeppni á næstu leiktíð ef Crystal Palace vinnur FA bikarinn.

Það hefur ekkert heyrst af einhverjum nýjum update-um af meiðslamálum okkar manna en það má reikna fastlega með að Origi og Henderson eru ekki klárir en stóra spurningin er hvort að Danny Ings, sem er að æfa af fullum krafti núna, nái að komast í hóp fyrir lok leiktíðar.

Ég ætla að reikna fastlega með því að Jurgen Klopp muni aftur taka sig til og gera margar breytingar á liðinu fyrir þennan leik og muni koma til með að stilla upp flestum af lykilmönnum liðsins. Spurning hvort þeir Moreno og Coutinho fái smá hvíld í þessum leik og setjist á bekkinn þar sem þeir spiluðu í sigurleiknum á Watford síðastliðinn sunnudag.

Mignolet

Clyne – Toure – Lovren – Smith

Milner – Can

Lallana – Firmino – Ojo
Sturridge

Skjótum bara á þetta svona. Kannski Benteke gæti byrjað á kostnað Ojo sem ég setti nú aðallega bara þarna inn af því að ég vonast til þess að hann byrji þennan leik. Það er vika í úrslitaleikinn frá því þessi leikur er spilaður, hann er á heimavelli og ágætis general prufa fyrir þann leik. Líklegasta byrjunarliðið í úrslitaleiknum, svona langleiðina að því allavega, kemur til með að byrja þennan leik þó vissulega gætu kannski komið einhverjar smá breytingar á þessu.

John Terry sem er að yfirgefa Chelsea eftir leiktíðina verður víst ekki með vegna þess að hann er í leikbanni svo það er synd að Liverpool geti ekki fært honum eins og nokkur mörk í andlitið í kveðjugjöf.

Þrjú stig, stoltið og gott tækifæri til að byggja upp aukið momentum fyrir stórleikinn í næstu viku verður í boði á miðvikudagskvöldið. Okkar menn sigldu heim góðum sigri á Watford í síðasta leik sem eru á margan hátt í svipaðri stöðu og Chelsea svo vonandi mæta okkar menn bara grimmari, einbeittari og betri í þennan leik og klárum þetta.

23 Comments

  1. Já vonandi að okkar menn vinni þennan leik og alla þá leiki sem eftir eru þetta tímabilið. Væri frabært að enda timabilið a þann hátt að við sigrum þessa leiki sem eftir eru þó ég myndi ekkert kvarta þó að við töpuðum rest i deild ef bara Sevilla leikurinn vinnst. Aðallega samt að passa að leikmenn meiðist ekki fyrir úrslitaleikinn..

    Það er alltaf gaman að vinna Chelsea og eg spai þvi að við gerum það 3-1 þar sem Benteke mun skora 2 mörk.

  2. Trúi ekki öðru en mikill metnaður verði lagður í þennan leik. Það þarf að sigra Chelsea og setja pressu á liðin í næstu sætum fyrir ofan. Það er ennþá hægt að gera drullusæmilegt tímabil í deildinni með sigrum í lokaleikjum. Ég sætti mig bara alls ekki við 8. sæti, svo einfalt er það. Liðið er nefnilega töluvert mikið betra en það. Verður ekki Benteke í byrjunarliðinu enda þarf að auglýsa hann fyrir sölu einhvern alvöru pening. Hann þarf líka að skora og jafnvel fleiri en eitt. Ekki er Allen meiddur?

  3. Chelsea getur reyndar ekki endað ofar en í 9 sæti í deildinni.

  4. West Ham að bjarga Pep Guardiola frá Europa league með Man City á næstu leiktíð?

  5. Það var nú leitt að sjá Man Utd tapa. Hefði bæði viljað sjá Pep í Evrópudeildinni með hinum slöku liðunum og svo er alltaf stemmning þegar bæði Liverpool og Man Utd eru í Meistaradeildinni, þó það hafi ekki gerst síðan 2009-10 ef ég man rétt.

  6. Æi, United tapaði í kvöld…en leiðinlegt. Engin meistaradeild hjá þeim. Èg græt krókódílatárum.

  7. Ég vil bara benda á að ef Liverpool vinnur báða leikina sem við eigum eftir þá verða Man U að vinna síðasta leik sinn á tímabilinu, annars endum við fyrir ofan þá. Ég myndi ekkert gráta það mikið.

  8. #7: Það er nú tæknilega séð ekki útséð með það ennþá, þ.e. ef City tapar og United vinnur í síðustu umferðinni.

  9. Jafnteflið sem hefðu verið sanngjörn úrslit á Boleyn hefði verið skemmtilegri niðurstaða. En svona var þetta kvöld. Konan að vona að hin löndin stæðu sig nógu illa í eurovision og ég í ipadinum að treysta á að þessi “vina”lið okkar næðu hagstæðum úrslitum fyrir Liverpool.

  10. @9

    Held nú að þú hafir verið að fylgjast full vel með júró og ekki nærri nógu vel með leiknum ef þér fannst jafntefli sanngjarnt úr þeim leik. West ham voru miklu miklu miklu í svona 80-85 mín af leiknum og hefðu í raun átt að klára hann í fyrri hálfleik.

    En hvað um það, nú þurfa okkar menn bara að klára sína leiki og vonast eftir hagstæðum úrslitum í seinustu umferð. Ekkert annað að gera úr þessu.

  11. Það sem mér þykir best við stöðu deildarinnar núna er sú staðreynd að við getum enn endað fyrir ofan Man.Utd. Frá mínu sjónarhorni skánar tímabilið til muna ef við komumst bakdyrameginn í Meistaradeildina og endum fyrir ofan Everton, Chelsea og Man.Utd. í deildinni, þeim 3 liðum sem ég þoli minnst.

  12. Burtséð hvað hentar okkur þá var mjög góð skemmtun að fylgjast með þessum West Ham leik.
    WH óð í færum og hefðu átt að vera komnir í 3-0 í hálfleik. 10 skot á mark á móti 1 hjá Utd. Þess má geta að í síðasta leik átti Utd heil 2 skot á mark andstæðingana, og vann leikinn 1-0.

    Það var yndislegt að sjá WH koma til baka í þessum leik og áttu þeir það svo innilega skilið.

    Versta við þetta að nú verður karlinn örugglega rekinn ; (

  13. Þetta 4. sæti sem City og United keppast um gefur ekki meistaradeildarsæti ef Liverpool vinnur Evrópudeildina. Það eru hámark 4 lið sem komast í meistaradeildina úr ensku deildinni.

    Úrslitaleikurinn eftir viku gefur:
    Meistaradeildarsæti
    Evrópubikar
    UEFA SuperCup leik í þrándheimi 9.ágúst gegn liði frá Madrid

  14. Það í takt við annað rugl í vetur að Liverpool geti ennþá lent í fimmta sæti og MU geti lent í áttunda sæti!!!!!!!!!!!!!

    Ef MU verður ekki í hvorugri evrópukeppninni á næsta ári þá er mögulegt að tekjumissirinn yrði félaginu ofviða……

    Góður púka draumur 😉

    Baráttukveðja. YNWA

  15. Sigri Liverpool sína 2 leiki sem eftir eru í EPL endum við með 64 stig, ef MU gerir jafntefli eða tapar sínum eina leik – þá endum við fyrir ofan þá í töflunni með betra markahlutfall.

    Það má segja að þetta sé ekki göfugt markmið – en þetta færi langt með að redda EPL tímabilinu fyrir mér.

  16. @steinar, mér hefðu bara þótt það sanngjarnari og skemmtilegri úrslit 🙂

  17. Takk fyrir þessa leiðréttingu Helgi #16

    Þetta er nýtt í ár, en fyrir breytingu hefðu City eða Utd getað lent í því sem henti Tottenham þegar Chelsea vann EL 2012.

    Eina twistið með nýju reglunni er þetta með hámark 5 lið frá hverju landi. Semsagt ef City hefði unnið Meistaradeildina í ár og Liverpool Evrópudeildina en hvorugt liðið hefði verið í topp 4 í ensku deildinni, þá hefði 4. sætið aðeins fengið EL sæti.

  18. Sælir púlarar og erkifjendur! Fór að líta yfir tímabil ykkar manna og áttaði mig á því að þetta hefur í rauninni verið magnað tímabil og mun líklega verða “sögulegt” ef evrópubikarinn fer á loft. Nokkrir ótrúlegir leikir sem þið snúið ykkur í hag og trúin á verkefnið gífurlegt í hverjum leik. Mér líst ekkert á blikuna og segi líklega einna fyrstur manutd manna að þið verðið title contenderar á næsta seasoni með mest spennandi þjálfara í heimi á hliðarlínunni. Þetta segi ég allt og skrifa sem rauður djöfull. Gangi ykkur vel enn ekkert alltof vel samt hehe ( :

  19. Hlakka til að fylgja mínum mönnum í gegnum þá leiki sem eftir eru á tímabilinu. Vonandi verður uppskeran góð og þá eru bjartari tímar framundan. En mikið óskaplega leiðist mér þegar umræðan snýst jafnvel meira um árangur man.utd en okkar manna. Ef við vinnum okkur rétt til að spila í meistaradeildinni þá mega man.utd alveg vera þar líka mín vegna.
    YNWA

Klopp, faðmlögin og Canos

Liðið gegn Chelsea