Liverpool 0 – Stoke 1 (6-5 vító)

Vá…þetta ástkæra lið manns.

Því tekst bara ekki að gera neitt á einfaldan hátt…en þegar maður er tilbúinn að tryllast í fýlukasti stíga upp ólíklegar hetjur og þegar manni rennur reiðin yfir slakri frammistöðu stendur bara eitt uppúr…

VIÐ ERUM Á LEIÐ Á WEMBLEY

Skulum ekkert fegra þetta, við vorum alveg arfaslakir í kvöld. Fyrsta…og að ég held eina markskot okkar á rammann kom á 1.mínútu framlengingar…á heimavelli…gegn Stoke sem vann á Anfield í fyrsta sinn síðan 1959..eða í 57 ár.

Samt var stúkan tryllt í leikslok…og í Egilshöllinni gáfu menn hvor öðrum fimmu. Vinur okkar kop.is drengja úti í Liverpool hefur borgað inná 20 rúturnar sem hann var búinn að taka frá fyrir ferðalagið til Anfield South sem stendur nú undir nafni.

Aðeins að leiknum. Klopp var ekkert að hvíla neinn í kvöld, liðið sem lék var svona:

Mignolet

Flanagan – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Lucas – Can

Milner – Firmino – Lallana

Bekkur: Ward, Lovren, Benteke, Allen, Ibe, Smith, Teixeira.

Það allra sterkasta sem við gátum boðið uppá held ég þó ég persónulega hefði viljað sjá Joe Allen byrja.

Nóg um það, fyrri hálfleikurinn var skelfing, við áttum eitt skot í átt að marki á 31.mínútu og eina mark leiksins kom í uppbótartíma þegar aðstoðardómarinn þjálfaramegin gerði hreint ótrúleg mistök og lét kolrangstöðumark Arnautevic standa, hann var minnst 2 metrum innan varnarlínu okkar og þetta mark átti aldrei að standa. En stóð samt.

Seinni hálfleikurinn var algerlega orkulaus og leið án marktækifæris bara held ég á báða bóga. Í framlengingunni voru Stoke nálægt því að skora tvisvar, stangarskot og svei mér þá, Mignolet varði skot og kom hönskunum í gang. Vító.

Ef ég hefði skrifað upp vítakeppnina þá held ég svei mér þá að ég hefði haft hana eiginlega alveg svona nema að láta einhvern annan en Can klikka. Lallana, Firmino og Milner með örugg víti – Benteke valdi svölustu útgáfuna til að skora og það gerði honum gott. Migno með flotta markvörslu í víti tvö. Bráðabani og Stoke skora. Lucas labbandi á kálfunum sendi Butland í rangt horn og þá var komið að Muniesa en Mignolet varði annað víti kvöldsins á frábæran hátt.

MignoletAndrea Pirlo klikkar ekki á vítum og hann var sendur á punktinn í formi Joe Allen sem var hetjan sem kom liðinu á Wembley. Já…Mignolet og Allen. Kyngjum því aðeins!

Heilt yfir þá auðvitað var þetta þreytt og þung frammistaða. Lítil sem engin orka í liðinu og mikið stress í gangi. Miðjan okkar réð lítið sem ekkert við verkefnið og við vorum algerlega bitlausir í allar þessar 120 mínútur. Sendingafeilar og klaufabrot þemað held ég bara.

Það verður hins vegar aldrei deilt um það að svona strögglframmistöður skila sigrum hjá liðum sem þrjóskast og berjast – nokkuð sem við vorum að gera í kvöld og árangurinn er kampavínsstaup í klefanum að leik loknum. Það mun enginn héðan af tala um þennan leik nema þá þann sem maður leiksins Simon Mignolet vann fyrir okkur og jú það að Flanno spilaði heilar 105 mínútur.

Á morgun hefst röðin í miðasöluna á Anfield – The reds are coming down the road og mikið vona ég að litla liðið í borginni klári sitt og við fáum Merseyside úrslitaleik síðasta sunnudag febrúarmánuðar.

Liverpool Football Club snýst um það að vinna titla, nú hefur Klopp tekist það á fimm mánuðum sem Rodgers tókst ekki á fjórum árum og það situr eftir núna klukkutíma eftir þessa þraut alla.

Þá er maður núna byrjaður að söngla eftirfarandi línur…

Que sera, sera,
Whatever will be, will be,
We’re going to Wemb-er-ley
Que sera, sera!

fognudur

Gleðjumst yfir því!

59 Comments

 1. Dómarinn velur markið þar sem stóke menn eru, í staðin fyrir Kop, og svo velur hann að stoke byrjar, sem er betra að gera. þess utan lét hann augjóst rangstöðu mark standa og dæmdi ekki augjóst víti á stók.

  En samt unnum við!!!

 2. Við fengum ekki mark á okkur úr föstu leikatriði og það á móti Stoke!! Hver hefði veðjað á það?

  Ég keypti í fyrsta skipti leik hjá símanum í kvöld og þessir snillingar stöðvuðu útsendinguna í byrjun vítaspyrnukeppninnar…..við vorum vægast sagt pirruð.

 3. Alveg vita frábær úrslit eftir að geta ekki haldið hreinu í alvöru leiktíma. Mignolet var nánast alltaf með réttar hreyfingar í vítaspyrnukeppninni, flottur að þessu sinni. Liðið komið í úrslit í bikarkeppnum á Englandi í 8. sinn á þessari öld, annað hvert ár að meðaltali.

 4. Gott veri fólkið allir saman!

  Internetið eitthvað bilað hjá kop.is kanski? – rosa lengi að koma og þurfti að skrifa alt aftur, en búnað muna meira til að seija en áðan og bara gottmál.

  Það er nú bara rosa í gangi altaf. Liverpool rússabani framm og tilbaka. Stundum hrikalegt enn sem beturfer oftast rosa glæsilegt líka, allavega stundum og aðalega núna.

  Lási besti vinur Palla frænda og sem er vinurinn minn líka sægði mér að leikskýslunar mínar væru rosa að slá í botn og allir fínt ánagðir með mig og ég þirfti að skrifa meir. Það er gaman, og líka að síðast sem ég sægði eftir Norvich leikinn var alveg komið með meiren 78 boxanska og stafirnir ornir bleikir og allt. Maður er bara jákveðinn með svoleiðiss. Og maður bara jabbvel montnast sveimjer þá (virkarekki broskallinn)

  En vindum okkur þá hreinustu leið í þennan stórleik með Stóke sem var akkúrat núna búinn, ekkert smá lengi að vera búinn samt, er smá sibbinn en samt enþá stressandi.

  Ég sem héltekki að þetta var leikur til að vera bikardeildameistari, svo bara líka næstu helgi við Vestham.
  Finnst uppstillingin mjög fín en kann ekki sjálfur að segja neitt nýja uppstillingaleið, er bara rosa glaður þegar ég kann nöfnin á öllum birjunarmeðsmönnunum enn ekki þegar einhver ókunugur maður kemur, nema þegar hann tekst að skora, þá reini ég að muna hann og hafa hann í uppálds (einsog benteki og firmino, flanagan og milner). Núna er Flanagan líka orðinn uppálds og mamma sægði að ef ég væri grannari mundi hann vera rosa líkur og ég. Og báðir síðan 1993 líka. Lítill heimur.

  En alltaf gott í hófi (veit ekki alveg hvað það er en ábiggilega satt). Firrihálleikur birjaði bara strax með 1-0 fyrir Liverpool eitthvað samalagt ….Snild, vona að það gerist oftast. Smá ósamgjant fyrir hinum en ég rövla mér ekkert yfir því.

  En rosa leiðilegur firrihálleikur en svo bara ömurlegt og stránglega bannað mark hjá hinum en samt sægði dómarinn ekkert að það var rangstæða, pottþétt mancester kall. Ég fékk smá stressifall. Skrambans!

  En svo kom seinni hálleikur og finnst mér hann smá skemtilegri. Og lalana var rosa flinkur og líka allir hinir. Enn dómarinn var bara aftur svaka ósamgjarn við Liverpool og sægði ekki að það var víti þegar það var auðjóslega hendivíti. Bjánans dómarakjáni. Pottþétt ekki bestivinur neins.

  Svo töpuðum við leiknum 1-0 en sem betur fer framleinging og þriðjihálleikur birjaði eijinlega bara strax. Klopp var alveg bannbrjálaður við einhvern, hélt hann mundi sprínga. En aftur tókst ekki neinum að skora, rosa lummó.
  Og í fjórðihálleiki var ég svo stressaður að ég þurfti að pissa þrisvar en svo bara vítaspyrna!!!!

  Ómælord
  Næstum gubbaði í mig en svo bara JESSSSSSS
  Mignjolei loksins hetja og allen og báðir ornir aðalmennirnir mínir og firmino JESSSSS
  Rosa lengi engin mörk hjá Liverpool og svo bara 6-5. Það er alveg 11 samlagt og það er meira en við Norvich sem var bara 9 mörk og aftur flestmegnis Liverpool mörk! Glæsilegt hjá Klopp sem var rosa glaður og ekki búinn að sprínga.

  Förum núna í síðsta leikinn til að vera bikardeildameistarar og pottþétt rústum Vestham í honum næstu helgi.

  JESSSS Í HEIMI!!

  Svoleiðis er sko þannig
  Never walk alone

 5. Alltaf gott að “vinna” þegar liðið spilar ekki vel. Fúlt að missa þetta í framlengingu og vító, en það skiptir bara engu núna. Við erum komnir á Anfield south og vonandi förum við þangað oft undir stjórn KLOPP. Nú varða leikmenn bara í ísbaði, nuddi og töfluæfingum fyrir næsta leik gegn west ham í FA Cup. Vonandi náum við að klára að kaupa Texeira núna í vikunni líka, veitir ekki af því.

  Svo styttist alltaf í þá sem eru meiddir, fyrir utan Sturridge

 6. Ekki oft sem maður sér Lucas skora :o) flott spyrna hjá Allen í lokin!

 7. #5 Doktorinn. Ég vona að þú hafir látið símann vita af þessu. Svona klúður á ekki að líðast.

 8. Frábært að vera komnir á Wembley.

  Fannst við góðir á köflum í kvöld þó það vantaði þessa sprengju til að klára sóknirnar. Vorum oft nær því en það vantar alvöru gæja í sóknina. Þetta hefði verið öruggt frá fyrstu mín með Suarez þarna.

  Slakur dómari kvöldsins reyndi allt til að eyðileggja leikinn. Óþolandi að fá á sig rangstöðumark og á sérstaklega vondum tíma og augljós hendi á varnarmann Stoke sleppt.

  En guð minn góður hvað ég lét innkomu Ibe fara í taugarnar á mér. Fyrir mér fær hann verstu einkunn kvöldsins þó hann hafi aðeins spilað framlenginguna. Hægði á öllu, þungur, nennti ekki að pressa eða hlaupa mennina upp og eiga svo ömurlegt skot loksins þegar teygurinn er fullur af mönnum. Ég vona að Klopp frysti hann í nokkra. Þetta er komið gott með hann í bili.

  Hvílið ykkur nú vel fyrir West Ham…

  YNWA

 9. Mikið var þetta sætt og sérstaklega ánægður með að Mignolet skyldi verja tvær spyrnur og vera nálægt þeirri þriðju.
  Benteke hlýtur bara að vera á róandi, það skýrir bæði leikstílinn og vítaspyrnuna.
  Allen síðan með frábæra innkomu – Öfugt við Ibe.

  Ps. Væri til í að vita hver vistar þessa síðu núna svo ég geti forðast að skipta við þá.
  ERROR 503 vinsælasta færslan í kvöld. 🙁

 10. Númer 1,2 og 3 að drullast í úrslitaleikinn annað skiptir engu máli.
  Liverpool er lið sem vill vinna bikara og þetta verður góð prófraun á liði.

  Ánægður með Mignolet í kvöld.
  Joe Allen kom sterkur inn.
  Ibe þarf alltaf að snerta boltan 10 sinnum sem er ljótur ávani.
  Leikurinn var ekki góður en í bikarkeppni snýst þetta bara um að komast áfram og það tókst strákunum gegn vel skipulögði Stoke liðið sem voru mjög þéttir fyrir.

  Vel gert strákar.

  p.s 28 feb er úrslitaleikurinn. Spurning um hvort að menn eins og Sturridge, Coutinho, Skrtel og Coutinho verða ekki komnir á fullt þá(ath aldrei veðja á Sturridge).

 11. Liðið okkar er hreinlega orðið örmagna af leikjaálagi. Maður sá það í leiknum á móti Norwich og svo í kvöld að menn voru höfðu ekki mikla orku, en þetta sá maður í þessum hræðilegu sendingum sem voru spilaðar. En ég ætla ekki að dvelja neitt á þessari frammistöðu, við munum öll gleyma henni því við erum í úrslitum!

  Elska Klopp og elska þennan klúbb. Fyrsti úrslitaleikurinn okkar síðan 2012, við getum ekki verið að láta eins og deildarbikarinn sé einhver lítill bikar. Vonandi fáum við Everton í úrslitum, væri dásamlegt.

 12. Frábært að vera komnir á Wembley……njótum þess og leifum liðinu okkar að gera það líka. Þetta var rússíbani og þetta tók á taugarnar en okkar menn stóðust pressuna nákvæmlega eins og í síðasta leik. Mér finnst þetta bara alvöru lið sem við eigum þó svo að auðvitað megi gott bæta 🙂 Í kvöld fannst mér frábært að sjá hvernig við vörðumst föstum leikatriðum og mér fannst líka frábært að sjá vinnuna sem Mignolet innti af hendi. Væri bara fínt ef þeir sem allt hafa fundið honum til foráttu gæfu honum núna það hrós sem hann á skilið.
  YNWA

 13. Spurning til síðuhaldara: Hvað er málið með þetta endalausa 503 error þegar umferðin á síðunni fer að þyngjast??

  Þetta er orðið jafn pirrandi og að fylgjast með hreyfingalausum Benteke í framlínunni!

 14. Margt skrítið í þessum leik og oft hjá Dómaradruslunni. En LIV var arfaslakt í kvöld og sér í lagi sendingar sem voru hörmulegar og hittu valla á rammann, en það hafðist, vantar virkilega framherja.

 15. Þessi 503 error mjög svo leiðinlegur
  Var búinn að skrifa fullt en það datt allt út.
  En algjör snilld að vinna þennan leik og stóðu sig allir vel í vító og Migs náði vonandi í mikið sjálfstraust þarna.

 16. Ekki að spyrja að því, Welski Xavi smurði tuðruna í sammarann eins og hann hefði aldrei gert annað.

 17. Þetta var frábær sigur – en frekar ómerkileg frammistaða heilt yfir.

  Liverpool tryggði sig í úrslitaleikinn og því nennir maður ekki að vera að fussa og sveia yfir einhverjum ákveðnum þáttum sem klikkuðu. Það er ekkert nýtt og má geyma þar til seinna.

  Ég get ekki annað en hrósað hugarfarsbreytingunni sem hefur átt sér stað hjá Liverpool á síðustu mánuðum. Því miður virtist hugur leikmanna ekki á góðum stað undir það síðasta hjá Brendan Rodgers og Klopp hefur heldur betur snúið því við.

  Þetta Liverpool lið er komið með mjög sterkan karakter, baráttu attitude og þetta lið er stútfullt af svokölluðum “grafters” og baráttuhundum. Stigin sem liðið hefur verið að fá og sigrarnir í bikarkeppnunum og í Evrópudeildinni eru ekki alltaf þeir fallegustu og öruggustu en þeir eru að koma þökk sé baráttu og vilja.

  Sá ágætis grein frá einhverjum af TAW gæjunum sem birt var í Mirror minnir mig þar sem hann líkti áhrifum Klopp á lið sitt og leikmenn við það sem Ferguson gerði með Man Utd. Ég get alveg kinkað kolli yfir því þó það eigi enn eftir að ráðast hvort titlar og úrslitin fylgi með.

  Flest mörk eftir 75.mínútu leikja í Úrvalsdeildinni, fleiri unnin stig úr töpuðum stöðum en hjá Rodgers og þetta er liðið að gera þrátt fyrir að vanti alltaf marga lykilmenn í liðið. Þetta er ekki fallegt en þetta er að ganga að mestu leiti.

  Vandamál Liverpool þessa stundina er einfalt. Baráttan, viljinn og hugarfarið er rétt en það vantar gæði í ákveðnar stöður og hlutverk til að þetta fari að skila almennilegum árangri. Ég vona að Coutinho fari að koma til baka ásamt Sturridge og við náum að klára Teixeira kaupin. Smá aukin sóknargæði í liðið og við gætum vonandi séð liðið komast á skrið.

  Frábær sigur, leikmennirnir verðskulda þetta þó frammistaðan í dag hafi ekki verið sérstaklega góð.

 18. Eina sem skiptir máli í bikarkeppnum er að komast áfram og það er alveg sama hversu ljótt það er. Bikar er bikar og eins og staðan er í dag verðum við að fagna öllum möguleikum á titli.
  Ég hef samt sem áður miklar áhyggjur af leiknuk við West Ham um helgina, ansi hræddur um að það verði ekki mikil orka á tanknum hjá okkur mönnum og ég yrði hoppandi kátur með hundleiðinlegan 1-0 sigur. Það er óskandi að þetta gefi mönnum samt smá auka kraft og vonandi eykst sjálfstraustið hjá mönnum eins og Mignolet og Benteke, við þurfum virkilega á því að halda í törninni sem er framundan.

  P.s. Ætla að frekjast aðeins og heimta eins og eitt gott podcast fljótlega:)

 19. Menn voru mjög þreyttir í kvöld, skiljanlega, en sigur ! Mignolet varði tvær góðar vítaspyrnur, það hlýtur að gefa honum smá prik.

  Væri til í að sjá minútur spilaðir milli allra liða í PL í ár. Við hlótum að vera vel efstir þar.

 20. Stoke eru þrusugóðir. Okkar menn voru orkulitlir í leiknum. Gaman að keppa um dollu. Ég hefði viljað sjá einhvern annan leikmann Stoke klúðra víti en Crouchy vin okkar. YNWA!

 21. Liverpool -everton er á 28 feb, sama dag og þessi úrslitaleikur, tilvilljun???

 22. Sé það svo fyrir mér hvernig samtalið var þegar það var verið að ákveða hverjir tækju víti.

  Klopp: jæja strákar….. Hverjir eru ferskir og treysta sér í þetta?
  Allur hópurinn horfir á Flanagan.
  Flanagan: Drullið ykkur úr treyjunum ykkar. Ég tek þær allar.
  Klopp: Neeeeei Flanagan, það má örugglega ekki.
  Flanagan: Heyrðu mig Jurgen, annað hvort tek ég allar þessar spyrnur eða enga. Annað hvort verður þetta 100% áhættulaust eða ég einfaldlega tek ekki þátt.

  Sem betur fer henti Kolo í bæn og allt reddaðist.

  Til hamingju með daginn, bjór og Wembley coming up!!!

 23. Komnir á Wembley (gamla Suður-Anfield). Það er náttúrulega bara FRÁBÆRT! Mikið yrði nú gaman að fá nEverton og vinna þá á Wembley, sé það fyrir mér.

  Leikurinn var þungur og Stoke voru sprækir og flottir. Áttu reyndar ekkert að fá þetta mark skráð á sig enda pjúra rangstæða og svo fannst mér halla á okkur í nokkrum ákvörðunum. Það sem skiptir laaaaangmestu máli í kvöld er að við fórum í gegnum þetta einvígi og það er ekkert sjálfgefið! Fúlt að skora ekki eitt kvikindi og sleppa við extra álagið og hjartaflöktin í vítakeppninni en þetta hafðist.

  Við að fara á Wembley, menn að koma úr meiðslum og vonandi 1-2 að bætast við í hópinn í janúar. Það horfir til betri vegar að mínu mati. Svo er Klopp algjörlega að fara á kostum. Meira að segja konan mín er að missa sig yfir honum og hún þolir ekki fótbolta!

 24. Það er þrennt sem stendur uppúr
  1) Makvörslur Mignolet í vító.
  2) Benteke fyrir lang svalasta vítið.
  3) Xavi frá Vales svalasti leikmaðurinn á vellinum.

  [img]https://www.google.is/search?q=no+allen+no+party&rlz=1CDGOYI_enIS623IS623&hl=en-GB&prmd=ivn&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=0ahUKEwizzfjd1sjKAhXHCw8KHeQ_BpAQ_AUICCgB#imgrc=LQuCdQiePlGYsM%3A[/img]

 25. Burtséð frá 503 error þá er þetta fín skýrsla hjá þér Maggi og segir allt sem segja þarf.

  Takk Maggi, Wembley here we come….

 26. Sáttur með endanleg úrslit. Lítið við því að gera að fá á sig rangstöðumark. Einhverjir spekúlantar voru að gagnrýna varnarleikinn í markinu, en þá eru menn farnir að teygja sig helvíti langt.

  Aðal vandamálið í leiknum voru auðvitað hvað gæðin í sendingunum voru lítil, og hvað liðið var að skapa lítið fram á við (n.b. nánast sama lið og skoraði 5 mörk í síðasta leik).

  Sérstaklega er ég ánægður fyrir hönd Mignolet, sem mér fannst eiga ágætan leik, og vonandi fær hann aðeins meiri stuðning í framhaldinu.

  Nú væri ég alveg til í að spila semí-varaliði á móti West Ham. Leyfa mönnum eins og Ojo, Kent, Sinclair, Brannagan, Smith, Randall og Ward að spila, og fylla upp í restina með mönnum eins og Allen, Lovren og Benteke, svona sem dæmi. Gefa mönnum smá reynslu. Ef það lið dettur út þá er það bara einum höfuðverknum færra, ef það kemst áfram þá er það bara meiri reynsla fyrir þessa pjakka. Leyfa þeim bara að fara eins langt og hægt er í þeirri keppni. Þeir spiluðu líka flestir saman í gær á móti Tottenham og unnu 2-0. Ekki það að ef West Ham stillir upp sínu sterkasta liði, þá eru þeir nú alltaf sigurstranglegri í slíkum leik. En samt alveg fyllilega ástæða til að prófa þetta.

  p.s. á meðan serverinn er að skila þessari 503 villu, þá er ágætt að venja sig á að velja textann og afrita á klippiborðið áður en maður submittar, bara svo hann týnist ekki.

 27. Er nú þegar búinn að gleyma þessum leik, fyrir ári var Liverpool mun betri aðilinn gegn Chelsea á sama stað sömu keppni og féll úr leik, ég hef meira gaman af DREPleiðinlegum leik gegn Stoke sem endar með sigri.

  Alltaf gaman að spila um bikara en ljóminn fer alveg af þessum keppnum meðan Liverpool er ekki í Meistaradeildinni og um miðja deild þegar væntingar eru um baráttu um toppsætin. Sigursöngvar Liverpool innihalda sjaldnast texta um hversu marga deildarbikara félagið hefur unnið. (Five European Cups, eighteen league…) Góður árangur í svona keppni kemur okkar mönnum þó vonandi á bragðið fyrir frekari sigra í framtíðinni.

  FA Cup næst og ég vill ekki sjá einn lykilmann liðsins spila þann leik, þetta lið okkar var gjörsamlega á gufunum í þessum leik og meiðslalistinn er alveg nógu langur.

  Gott dæmi um þreytu liðsins er að líklega sló liðið félagsmet í að missa boltan oft klaufalega eftir að hafa unnið hann á góðum stöðum á vallarhelmingi andstæðingins. Eins sást í þessum leik eins og svo mörgum öðrum að okkur vantar sárlega gæði í þetta lið, vonandi bætir Ian Ayre úr því áður en glugganum lokar.

  Wembley ferð niðurstaðan eftir kvöldið, flott mál.

 28. Hættiði þessu væli, þegar Liverpool er komið í úrslit í einni stærstu bikarkepni heims þá bara drullisti til að hætta með að væla að liverpool sé eitthvað að eyða orkunni sinni í þetta. Og að Liverpool sé eitthvað að eyða kröftunum sínum í þetta… Hvað er það? Þurfum við kim larsen til að keyra okkur í gang eða??? Nei við bara tökum okkar kepnir og fokkin vinnum þær. Ekker kjaftæði.

  BABU! Við erum Liverpool ekki Leicester, við getum verið í þrem fjórum keppnum á tímabili!

 29. Einar Matthías, talsmaður þess að Liverpool rétt geti spilað í deildinni. Hvað er svo planið þegar við komumst í meistara deildina? Getum við þá ekkert spilað í þessari deild því það er svo mikið álag??? Nei við þurfum að æfa okkur í því að spila undir miklu álagi í evrópu og heimna fyrir til að við munum geta spilað vel í meistara deildinni. Að halda að við getum bara mætt í meistó ekki með neina æfingu og brillerað er bara heimskulegt, hvernig komst Atletico svona langt í meistaradeildinni??? Jú með því að fokking vinna evrópu deildina tvö ár í röð!

 30. Við erum komin á Wembley og það er mikið fagnaðarefni.

  Núna hlýtur þessi leiðigjarna umræða um Allen að fara að hætta. Ég hef lengi verið í þeim (fámenna) hóp sem telur hann hafa eitthvað fram að færa til liðsins – vanmetnir hlutir sem eru ekki mælanlegir á vinsælum tölfræðikvörðum (stoðsendingar og mörk). Hinsvegar hefur það alla tíð verið ljóst, amk í mínum huga að Allen er ótrúlega dýrmætur leikmaður að hafa; hann dreifir spilinu óaðfinnanlega, gefur liðinu tækifæri til þess að anda meðan við höldum boltanum, hann er fjári góður í bolta-og svæðispressu og ég hef bara ekki séð hann eiga slæma ákvörðun.

  Hér inni og víða annars staðar er hefð fyrir því að fókúsera á það sem Allen gerir ekki eða getur ekki en ég kýs að líta til þess sem hann getur gert og gerir vel og það er yfirdrifið nóg fyrir mig.

  YNWA

 31. Það er ekki beint skrítið að Liveprool er 10. sætis lið með fullan hóp af meðalmönnum þegar stuðningsmönnum finnst Mignolet orðin hetja eftir þetta. Lol.

  Mignolet ver 1 skot á 350 min fresti eða svo í dag og ver svo 2 af 7 skotum í vítaspyrnukeppni og er allt í einu góður. Er 2 ekki bara það sem maður ætlast til að almennilegur markmaður ver af svona mörgum vítaspyrnum?

  Við töpuðum þessum leik svo það sé á hreinu… á heimavelli og án þess að fá færi, þó viðureignin hafi unnist með naumyndum.

  Joe Allen má nú samt eiga smá hrós. Það er þó fyrir innkomu hans í leiknum, ekki vítið.

  Sakho fannst mér einu sinni eini góði varnarmaðurinn okkar. Nú hallast ég að því að við eigum engan.

  Vona að Everton komist áfram í kvöld og mæti okkur í úrslitum.

 32. Dálítið magnað að við vorum að tryggja okkur úrslitaleik á Wembley í gærkvöldi og það eru 41 athugasemdir hérna…

  Langar að minnast á Flanno og Mignolet. Þeirra þáttur í leiknum í gærkvöldi var virkilega sterkur. Að fá Flanno núna tilbaka er eins og að hafa keypt góðan leikmann í janúarglugganum. Simon Mignolet átti ekki bara tvær frábærar vörslur í vítakeppninni heldur var hann solid í leiknum.

 33. Jón #41

  Jack butland er að mörgum talinn einn besti markmaður deildarinnar en hey hann varði ekki neitt víti… Just saying EN það skiftir engu hvernig við komumst á wembley svo lengi við komumst

 34. Sæl og blessuð.

  Þrátt fyrir að leikjaálagið setji svip sinn á gæði liðsins er augljóst að þessir guttar læra heil ósköp meðan þeir spila svona þétt. Við megum ekki vanmeta áhrifin af því að tölta inn á fullan leikvang 2svar í viku og berjast þar upp á líf og dauða. Þeir taka út skjótan þroska og við munum verða þess áskynja þegar fram líða stundir hversu drjúgt það telur að hafa lagt sig alla fram svo oft og svo ört.

  Það er hrein unun að sjá kraftinn og baráttuna. Með nafna inni á vellinum og heilan Sturridge hefðu mörkin komið á færibandi, svo oft unnum við boltann fyrir utan vítateig andstæðinganna. Því miður skorti á fagmennskuna, að láta kné fylgja kviði en, maður minn, hvað þetta hefði verið smúkt hefði ærlegur sóknarmaður skotist inn fyrir varnarlínuna á því augabragði sem boltinn skipti um fætur og lagt’ann í fjærhornið. Þá hefðu Þróttarar getað verið með boltann 3/4 af leiknum en tapað 5-1.

  En þetta var ekki til staðar og ég er handviss um að þessi akkorðsvinna sem þeir eru í geri úr þeim enn betri spilara. Einn natural born striker sem bætist í hópinn og örlítið meira samtal í vörninni þá erum við að dansa og liðið færist upp um nokkur level.

 35. Já, og mikið ógeðslega var gaman að sjá Flanagan mættan aftur á svæðið. Hann getur límt nokkur stókmerki á skósólann sinn eftir fallegar flugtæklingar gærkvöldsins!

 36. Nr. 38/39

  Vá hvað ég væri til í að skipta við Leicester City á tímabilum, þeir mættu fá okkar og sæti í úrslitum deildarbikars, við þá toppsætið og bullandi séns á Meistaradeild, jafnvel titlinum.

  Þú talar um að liðið verði að æfa sig fyrir Meistaradeild með því að spila í Europa League, gott og vel en það hefur ekkert með deildarbikar og FA Cup að gera. Síðast þegar Liverpool vann deildarbikarinn var stjórinn rekinn um vorið. Liðið fór einnig í úrslit FA Cup það ár.

  En punkturinn er að með því að spila leiki á 3-4 daga fresti svo mánuðum skipti (nánast allt tímabilið) er liðið ekkert að fara í Meistaradeildina, líkurnar á því eru a.m.k. töluvert minni.

  Síðast þegar Liverpool var með svipað leikjaálag og Leicester City var liðið einmitt líka í titilbaráttu. (ég veit að þetta er ekki algilt, lítið leikjaálag = titilbarátta).

 37. #42 Held að aðalástæðan fyrir fáum kommentum hérna sé server vesenið.
  ERROR 503 er ekki vinur okkar rétt eftir svona leiki.

 38. Thetta rangstödumark gæti á endanum kostad okkur í hinum bikarnum, extra 30 mín og næsti leikur á laugardag gegn lidi sem ad er eins og stadan er akkurat núna betra lid en LFC thví midur, en tókum thann leik samt, verdur vonandi gott cup season, væri ekkert leidinlegt ad ná í 1-2 dollur

 39. Mignó varði tvö víti ! Þetta eru frábærar fréttir !!
  :O)

 40. Og já…..ég táraðist af gleði að sjá Flannó mættann aftur í byrjunarlið !

 41. Sælir félagar

  Þá er ég kominn úr banni sem ég setti á sjálfan mig eftir MU leikinn. Þá setti ég sjálfan mig í bann sem stæði þangað til við hefðum unnið þrjá leiki í röð eða keypt alvöru leikmann. Leikmanninn vantar enn eins og sást í þessum leik en þrír sigurleikir eru komnir.

  Ég er heilt yfir býsna sáttur með leikinn. Þó finnst mér leikjaálagið vera farið að bíta illa og menn orðnir ansi þreyttir í lokin. En eins og Óli Haukur bendir á þá er hugarfar leikmanna orðið allt annað en var undir BR. Það er þessi hugarfarsbreyting sem hefir breytt gangi liðsins fyrst og fremst og það er verulega gott. Svo vil ég taka undir gagnrýni sem fram hefir komið á Ibe. Það þarf að fara taka alvarlega til í hausnum á þeim dreng.

  Það er nú þannig

  YNWA

 42. Verið að tala um að Liverpool hafi boðið í Matip.

  MATIP OFFER ON TABLE

  Our Sky colleagues in Germany are telling us they are aware of an offer made by Liverpool for the Schalke star Joel Matip.

  The 24-year-old’s contract runs out at the end of the season and he has told the German club he wants to leave.

 43. það er þó hægt að taka jákvæða punkta út úr þessu öllu saman. Lovren var á bekknum og byrjar þá vonandi næsta leik og svo stóð flannagan sig með slíkri prýði að hann veitir Moreno og Clyne góða samkeppni um bakvarðarstöðuna. Liverpool stjórnaði meira leiknum en verr og miður vantaði alltaf þennan blessaða herslumun. Liðið á klárlega mjög mikið inni og ætli stóra takmarkið er að sýna fram á gæðin sem eru til staðar.

  Og kannski jákvæðast punkturinn er sá að okkar menn er á leiðinni á Wembley og ef Liverpool nær að spila prýðisgóðan leik þar, er fjarri því ólíklegt að að þessi vertíð skili okkur bikari sem ætti að vera ásættanlegt, sé horft til þess að þetta er fyrsta tímabil Klopps með liðið.

  Ég nenni ekki að ræða neikvæðu punktana og vil kenna miklu leikjaálagi um að liðið nær ekki að sýna sitt rétta andlit í hverjum einasta leik. Td er augljóst að Liverrpool teflir fram kjúklingum og varamönnum í næsta leik. Annað er ekki í boði því leicester er næst í deildinni og þeim kemur ekkert nema sigur til greina.

 44. Wembley!!!!!!!!!!! Wembley!!!!!!!!!!!!! Vonandi fáum við Everton!!!!!!!!!!!!!

  Til hamingu Klobb og Co.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 45. Til hamingju, Wembly leikur framundan og það lyftir (klúppnum, tillaga að nýyrði) klúbbnum alltaf upp. Tveir hápunktar úr leiknum, Flannó spilaði og flottur leikur hjá drengnum okkar sem er að koma aftur eftir langan tíma og Símon átti fínan leik hann fór út í fyrirgjafir, horn, kíldi boltann vel frá, varði vítin og leit miklu betur út og þetta hefur nú verið einn veikasti bletturinn hjá okkur.
  Takk kærlega fyrir mig
  Björn

Byrjunarliðið í kvöld

Uppruni Kop.is, viðtal á Rás 1