Norwich – Liverpool 4-5

Fáránlegur leikur, vá. Þetta Liverpool lið ætlar að reyna á öll þolrifin hjá okkur stuðningsmönnum í vetur og þessi leikur bauð upp á nánast allt. Þetta var skemmtilegra fyrir hlutlausa en okkur stuðningsmenn en maður fagnar alltaf vel flautumarkssigri.

Klopp stillti þessu liði upp í dag, sama lið og gegn United nema Ibe kom inn fyrir Lallana. (VAR EKKI HÆGT AÐ VINNA ÞANN LEIK 5-4 FREKAR!)

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Lucas – Can

Milner – Firmino – Ibe

Bekkur: Ward, Caulker, Flanagan, Allen, Teixeira, Lallana, Benteke

Leikurinn byrjaði mjög rólega hjá okkar mönnum en fyrsta markverða atriði leiksins var þegar Nei Smith gerði heiðarlega tilraun til að ökklabrjóta Lucas Leiva en hann var svo seinn í tæklingu að hann var á eftir Lucas. Lee Mason sá ekki ástæðu til að spjalda hann fyrir það.

Baráttan hélt áfram og okkar menn vægast sagt ekki sannfærandi fyrsta korterið. Bobby Firmino hressti okkar menn þó heldur betur við á 18.mínútu er hann komst í gegn og laumaði boltanum í stöng og inn eftir góðan undirbúning Moreno og Milner. Þröngt færi hjá Firmino og mjög vel klárað. 0-1

Stuttu seinna komast Milner aleinn í gegn en var of lengi að ákveða sig og færið rann út í sandinn. Magnað hvað Liverpool hefur farið illa með svona dauðafæri í vetur.

Liverpool skoraði í fyrsta skoti á markið en það breytir því ekki að Norwich gerði það auðvitað líka. Til að toppa þetta var þetta líka eftir fokkings hornspyrnu sem er jafn hættulegt fyrir Liverpool og vítaspyrna. Ég man ekki eftir viðlíka aumingjum í að verjast hornspyrnum eða föstum leikatriðum í sögu félagsins. Þetta er ótrúlegt. Núna datt barátta um boltann fyrir fætur Mbokani inn í markteig og hann setti boltann með hælnum í netið, nema hvað. 1-1 eftir 28.mínútur, ekki getur þetta lið okkar haldið forystu það er orðið alveg ljóst.

Okkar menn voru hræðilegir í fyrri hálfleik og það var ekki gegn gangi leiksins þegar Naismith komst upp hægramegin eftir gott spil Norwich manna í gegnum steinsofandi miðju/vörn Liverpool. Þar náði hann skoti sem fór beint á Mignolet og í gegnum hann, 2-1. Liverpool búið að afreka það að tapa forystu gegn Norwich. Tvö mörk í tveimur skotum. Er þetta ekki komið gott með þennan markmann okkar?

Svona var þetta í hálfleik

Klopp ákvað bara að gera engar breytingar í hálfleik sem er með ólíkindum. Naismith var kominn í gegn á innan við tíu mínútum og Moreno þurfti tvær tilraunir til að gefa honum víti, tókst það í seinni tilrauninni.

Wes Hoolahan setti boltann ca. þar sem Mignolet skutlaði sér og skoraði því af öryggi. 3-1.

Ótrúlegt en satt svaraði Liverpool þessu eins og skot, Firmino fann Henderson á auðum sjó í teignum og skoraði fyrirliðinn af öryggi. 3-2, frábært mark.

Tölfræði sem kom á skjáinn á þessum tíma hljóðaði svona, skot á mark Norwich 3 og Liverpool 2.

Klopp gerði loksins skiptingu í kjölfar marksins og setti Lallana inn fyrir Ibe og það skilaði sér strax. Liverpool náði betri tökum á miðjunni og Lallana var búinn að leggja upp mark fyrir Firmino á 62.mínútu. Lallana var út á vinstri kanti og kom boltanum inn á Firmino sem var einn á auðum sjó og kláraði færið. Firmino í allt öðrum klassa en allir samherjar sínir í dag.

Okkar menn voru loksins komnir með yfirhöndina og á 75.mínútu skilaði pressa Liverpool sér í gjöf frá varnarmönnum Norwich. Verulega slæm sending til baka skilað sér ekki á Rudd í markinu því Milner komst fyrir boltann og aleinn í gegn, núna urðu honum ekki á nein mistök og kláraði færið af öryggi. Staðan 3-4 og vörnin hjá þeim bara í alvöru verri en vörn Liverpool.

En í takti við þennan leik gátu okkar menn að sjálfsögðu ekki haldið þetta út og í uppbótartíma jafnaði Bassong af öllum mönnum með skoti fyrir utan vítateig eftir að hafa tuddað Sakho í burtu rétt áður. Hans fyrsta mark í 3 ár. Staðan 4-4 eftir 92.mínútur.

Klopp var búinn að nota þessar tvær mínútur í að drulla fyrir Kevin Friend aðstoðardómara útaf 5 mínútna uppbótartíma en hætti því þegar Bassong skoraði og gjörsamlega trylltist, skiljanlega enda þetta Liverpool lið gjörsamlega óþolandi.

En hann hefði betur slappað af í að skamma Friend (samt ekki það er alltaf í lagi að drulla yfir Kevin Friend) því að nú þurfti Liverpool sannarlega meiri tíma.

Þessi fáránlegi leikur var ekkert búinn því að loksins loksins datt eitthvað fyrir okkur. Hár bolti inn á teig eftir þunga pressu barst til Adam Lallana sem gerði frábærlega að skila honum í netið. 4-5 á 95.mínútu.

Ef Klopp var brjálaður mínútu áður þá endanlega glataði hann glórunni við þetta, kallaði Lallana til sín og var sá fyrsti til að fagna með Lallana og gerði það svo hraustlega að hann braut gleraugun sín þökk sé Benteke.

Það er helmingi skemmtilegra að vinna svona leiki með Jurgen Klopp í hliðarlínunni. En hann var augljóslega smá pirraður yfir frammistöðu liðsins (og dómarans) í viðtali eftir leikinn.

Lokatölur 4-5 í leik tímabilsins, fyrir hlutlausa.

Frammistöður leikmanna/Maður leiksins:
Mignolet fékk á sig 4 mörk í dag, ekkert allt honum að kenna en hann er klár og augljós veikleiki á þessu liði. Gerði nákvæmlega ekkert aukalega í dag.

Sakho og Toure voru í tómu tjóni í dag einnig eins og lokatölur sýna. Það eru nokkur ár síðan Toure var nógu góður til að vera fastamaður í byrjunarliði í úrvalsdeild og þetta er komið gott núna. Sakho var afleitur í fyrsta markinu þegar Mbokani náði að taka boltann niður inn í teig og skora með hælnum.

Clyne var ekkert sérstakur í dag þó hann hafi ekki staðið neitt upp úr en Alberto Moreno kollegi hans fær verðlaunin fyrir versta varnarleik dagsins er hann reyndi sitt allra besta til að gefa Naismith víti, honum tókst það reyndar.

Miðjan var í tómu tjóni, Lucas í svona leik er eitthvað sem ég skil ekki alveg, hann hefur ekki yfirferð í þetta lengur, bætir engu við sóknarlega og var ekki spennandi varnarlega heldur. Emre Can átti rosalega erfitt í dag og var líklega verstur af okkar miðjumönnum. Fínt að skoða twitter feed Magga yfir leiknum og deila með tveimur, hann var ca. það slappur í dag. Henderson er langbesti miðjumaður Liverpool í dag og sýndi það í þessum leik. Það er samt eins og hann sé ekki enn kominn í 100% leikform og líklega er það ástæða þess að hann var tekinn af velli í dag. Ég a.m.k. höndla það ekki ef hann er eitthvað meiddur.

Milner var duglegur í dag og skoraði gott mark sem átti að vera sigurmarkið. Kemur klárlega út í plús frá þessum leik. Ibe var hvergi sjáanlegur og var réttilega tekinn af velli. Hann er að spila of stórt hlutverk í þessu liði eins og staðan er núna. Alex Teixeira væri rosalega jákvæð og góð viðbót við þennan hóp.

Menn leiksins voru svo klárlega Firmino og Lallana. Firmino er í öðrum klassa en samherjar sínir í dag og skoraði tvö góð mörk og lagði upp annað. Lallana breytti svo leiknum fyrir okkar menn, lagði upp eitt og skoraði frábært flautumark.

Ég held að ég þurfi að leggja mig.

Þvílíkur leikur!

96 Comments

 1. Klopp hefði kannski átt að tuða aðeins meira yfir þessum uppbótartíma 🙂

  Frábær karakter … það er eitthvað nýtt!

 2. Hættum við að stækka Anfield, gerum frekar Carrow Road að heimavelli.

 3. Hvusslags bull og vittleisa var að ske í firrihálleiknum ejinlega?

  Firmino af sjálfsægðu að skora rosa vel en svo bara norvichgaurinn eithvað að giska afturábak með hælnum sínum og skoraði án þess að meira seija sjá það sjálfur. Rosa glatað.
  Ég er kanski ekki í beittustu skúffunni en ég veit að markmenn og varnamenn eiga ekki að láta einhvern skora með hælnum fyrir aftan bak!
  Það er bara bjánalegt í heimi.

  En svo kom Seinnihálleikur.
  Hólímóli melaskóli, allt bara fullt af mörkum og Liverpool bara kláraði dæmin. 5-4 er jammt og 9 mörk og meirihlutinn liverpoolmörk !! Það er ekki hægt að tapa oft ef maður skorar meirihlutann, vill sjá meira svoleðis.

  Ömurlegur fíbblið í óvinaliðinu sem rassaði í Morenjo og fjekk víti í staðinn og þá hjelt ég að hinir mundu vinna, hjúkket ekki.

  Firmino er rosa flinkur aftur og lika Hendeson og Milner og svo bara Lalana sem skoraði rosa gott mark líka en mest Firmino sem er núna uppáls kallinn minn og Lalana.

  Og Jess, loxins erum við búnir að vinna einn leik í röð, næst bara gera það tvo leiki röð og helst þá vinna með núll ásig.

  Aftur jess!

  Þannig er það núna
  Never walk alone

 4. Gerið þetta drengirnir mínir aftur….aftur……aftur….aftur og aftur GEEEEEEGGGGJAÐUR leikur……… og já frábær síða, kíki hér inn á hverjum klukkutíma sem ég er vakandi. Takk fyrir mig.

 5. Missti af seinnihálfleik og var eiginlega sáttur að þurfa að fara í göngutúr með fjölskyldunni og þurfa ekki að horfa upp á þetta. Tékkaði svo á stöðunni á 85 mín og þá voru enn 2 mörk eftir. Hvað gekk eiginlega á!?

 6. Þeir sem slöktu á sjónvarpinu gott á ykkur lalalalalalalalalalalalalalana lalalalalalalalalalalalalalana þvílíkt fagn þarna hjá okkar mönnum

 7. Fótboltageðveiki af bestu – og verstu – gerð! Mögnuð skemmtun!

 8. Skal alveg játa að ég átti ekki von á að horfa á magnaðasta fótboltaleik tímabilsins þegar ég settist niður í dag að horfa á leikinn. Ótrúlegur leikur, ótrúlegur karakter og eldmóður Klopp skilaði sér í lokinn. Frábær frammistaða og sigurinn aldrei í hættu 😉 ….Þvílík unun að fylgjast með Klopp….

 9. Ég kveikti á leiknum í stöðunni 3-1 og átti ekki von á þessum endi. Þvílikur endir á þessum leik en við eigum samt aldrei að fá á okkur 4 mörk á móti þessu liði.

  En ótrúlegur endir á þessum leik og vá hvað ég elska að sjá þennan þjálfara, þvílík ástríða hjá þessum manni.

 10. Konan mín hefur alltaf sagt við mig ,,Maggi þetta er ekki búið fyrr en dómarinn flautar” hún hefur offtast rétt fyrir sér og núna var ég hættur þegar staðan var 3-1, en ég hélt áfram og ég man þegar við unnum Meistaradeildina og ætlaði ekki að horfa á seinni hálfleik þegar við vorum undir 3-0, en þá sagði konan þetta og við unnum eins og núna hahahahaha ÁFRAM LIVERPOOL I LOVE YOU!!!!!!!!!!!

 11. JAJAJA !!!! Klopp fer sáttur í supermarkaðinn á mrg að kaupa sér glæný gleraugu
  Besti fótboltaleikur sem ég hef séð í mörg herrans ár.

 12. Ég held ég þurfi hreinlega að leggja mig eftir þetta.

  Pre-ordera hér með eintak af bókinni hjá þér Einar.

 13. Stórfurðulegur leikur.
  Leikurinn var ekki mjög opinn en öll skot sem fóru á mörkinn og nánast öll færinn í leiknum(og ekki færinn) enduðu sem mark.
  Hvernig er samt hægt að segja að leikur sem fer 4-5 sé ekki opinn en það var tilfininginn.

  Liverpool voru ekki að spila vel í þessum leik en þeir sýndu karakter og unnu og það er það sem skiptir máli.
  Lallana maður leiksins. Kemur inná leggur upp mark og skorar svo sigurmark.

  Mignolet átti að gera betur í öðrumarki heimamana og mér fannst Sakho lélegur í fyrsta markinu og því fjórða þegar hann lætur ýta sér auðveldlega í burtu.
  Moreno gaf þeim svo vítapsyrnu fyrst með því að vera illa staðsetur og svo með heimskulegu broti.

  Firminho með flott mörk, Milner kláraði sitt vel eins og Henderson en Lallana var sá sem breytti leiknum fyrir okkar menn.

  Stórkostleg skemmtun og frábær 3 stig. Næst er bara að klára Stoke og komast í deildarbikarúrslitinn.

  P.s þetta rifjar upp 5-4 sigur á Leeds hér um árið sem kannski eldri menn muna eftir.

 14. Algerlega geðveikt og frábær karakter að klára þetta. Lallana var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Líka æðislegt að horfa á fagnið hjá Klopp og leikmönnum í 5. markinu. Þvílíkur rússíbani, vá!

  EN…..

  varnarleikurinn og markvarslan er náttúrulega ekki hægt. Norwich átti 6 skot í leiknum, 5 fóru á markið og þeir skoruðu 4 mörk. Þegar ég er að tala um varnarleikinn þá er ég ekki bara að tala um markmanninn og varnarmennina heldur líka miðjumennina og alla vinnsluna á liðinu í varnarleiknum. Klopp verður bara að fara að finna lausn á honum, það er ekkert flóknara. Þetta jöfnunarmark þeirra í uppbótartíma var alger viðbjóður, einhver hár blöðrubolti, við töpum skallaeinvíginu og þeir hirða frákastið og skora. Öll hin mörkin voru líka vond og hefði auðveldlega hægt að koma í veg fyrir þau.

  Þessi leikur gefur mönnum vonandi boost fyrir bikarleikinn á móti Stoke en að mínu mati breytir þessi leikur engu varðandi stöðu okkar í deildinni, því miður.

 15. Frábær leikur, þvílíkar lokamínútur og einn mest spennandi leikur sem ég hef séð!
  Og fagnið hjá herr Jurgen Klopp er akkúrat ástæðan fyrir því að maður elskar þennan mann!

  YNWA!

 16. Thriller. Varnarleikurinn er auðvitað ekki á vetur setjandi en sem betur fer var varnarleikur Kanaírfuglanna ekkert skárri.

  Frábært boost inn í hópinn. Benteke hefur enga stjórn á útlimunum, stútaði gleraugunum hans Klopp. Það verður langt ísbað hjá honum 😀

  Munum að bíða eftir feitu konunni.
  YNWA

 17. hahaha Benedikt braut gleraugu þjálfarans! Þetta er óborganlegt. Skyldi heimilistrygging fylgja með í 32 m. kaupunum?

  Annars er eitthvað í gangi með hann blessaðan. Hann slumpast til að vera á réttu stöðunum og hreinsunin í blálokin hjá þeim gulgrænu var til að forða að hann fengi boltann því hann stóð þarna fyrir aftan. Hvað hefði komið út úr því, hefði hann fengið tuðruna, er svo allt önnur saga.

  En þessi varnarleikur er eitthvað til að skoða. Reyndar er leikjaplanið slíkt að þeir geta ekki annað en haldið áfram og vonað að þeir læri eitthvað af reynslunni. Er það ekki besti skólinn.

 18. Eg veit þið trúið þessu ekki en:

  Síðast sem að við unnum leik a útivelli efstur að hafa lent tveim mörkum undir vá i 3 4 sigri a schum utd árið 1910

 19. Einkunnir leikmanna
  Mignolet – 5 varði ekki skot frekar en fyrri daginn en er að lagast i utspörkunum!
  Clyne – 7 alltaf nokkuð solid þessi strakur
  Moreno – 5 svona spaði myndi aldrei fa að spila hja Ferguson eða Mourinho..skelfilegur varnarmaður en finn i sokninni…verst að hann spilar i vörninni.
  Toure – 6 vörnin fekk a sig 4 mörk og Toure i byrjunarliðinu er ekki traustvekjandi
  Sakho – 5 eiginlega verri heldur en Toure i dag…finnst hann ekki sannfærandi leikmaður
  Milner – 8 skoraði og var i barattunni
  Henderson – 7 skoraði en var annars litið aberandi þarf að hrista meiðslin af ser
  Can – 6 frekar slappur leikur hja Can sem er annars finasti jeppi inna miðjunni
  Ibe – 6 þessi gutti þarf að gera aðeins meira ef hann a að haldast i liðinu
  Firmino – 8 hörkuleikur hja Brazzanum okkar
  Lallana – 8 kom inna og breytti leiknum
  Benteke – 6 kom inna og gerði sitt
  Coulker – 5 var ekki inna nema i nokkrar sekundur

  Frabær skemmtun og otrulegt að liðið vann leikinn.

 20. Þetta var eins og oft er sagt, bara skora fleiri mörk en andstæðingurinn.
  Það var eins og eitthvað klikkað gerðist þegar Hendo skoraði, þá fannst manni eins og Liverpool myndi alltaf taka þetta. Vona að þetta sé vendipunkturinn .

 21. Geggjaður sigur, en núna finnst mér tími til kominn að henda bara flanagan i bakvörðinn fyrir moreno hann bara er of lelegur varnarlega en mjög góður sóknarlega mætti jafnvel hafa hann sem winger.
  Mörkin eru ekki Mignolet að kenna þó að það væri fínt ef að hann gæti komið með vörslur sem hann ætti ekki að ná eins og bestu markmenn heims gera.
  Vil sjá Caulker inn fyrir Toure til þess að gera vörn gegn föstum leikatriðum sterkari.
  Sóknin er frábær þegar Benteke er ekki inná hann bara er ekki með nógu mikinn leikskilning til þess að vera framherji i svona liði. Sturridge væri fullkominn inn í þetta með Firmino-Lallana-Coutinho fyrir aftan sig en það er ekki hægt að gera ráð fyrir að sá maður spili fleiri en 3 leiki án þess að meiðast aftur.
  Ef að við fáum Texeira þá ætti næsta target að vera markmaður sem gæti verið alvöru samkeppni fyrir Mignolet eins og til dæmis Jack Butland efnilegasti markmaður Englendinga.
  Frábær sigur í dag og ekki hægt að kvarta yfir neinu fyrir utan varnarleikinn hann var í molum og sem betur fer vorum við að spila a móti öðru liði sem var einnig með lélegan varnarleik.

 22. Óskaplega var þetta skrýtinn leikur, ekki mikil gæði en mögnuð skemmtun. Svona er þessi íþrótt stundum!

  Klopp var frábær í viðtalinu eftir leik, hann er albrjálaður yfir því hversu auðveldlega við fáum á okkur mörk eftir set piece og það að horfa á endursýningar á marki 1 og 4 eru skýr dæmi um það að þetta er hreinn aumingjaskapur einstaklinga sem skalla laust, láta ýta sér og tapa einvígjum.

  Þetta var að mínu mati lélegasti leikur Sakho í treyjunni, vel má vera að eitthvað af því skrifist á Kolo samvinnuna en hann bara getur ekki verið með þennan skrokk en farið svona með hann.

  En við fengum þrjú stig þrátt fyrir allt…og við þekkjum varnarleikinn sem óstöðugan undanfarin ár. Svona af því að vitnað er í mig er vert að benda á það að ég tel þessa miðju okkar vera eina þá, ef ekki bara alveg, verstu varnarmiðju í sögu klúbbsins, það er hlaupið í gegnum Lucas og Can, mark númer tvö er hér skrifað á Mignolet sem ég er ekki sammála að öllu leyti. Horfið samt fyrst á varnarvinnu þeirra tveggja í aðdragandanum.

  Ég horfði á leikinn á BT Sport þar sem McManaman og Hoddle voru að lýsa og þar kom Hoddle með setningu um Can sem ég er sammála.

  “He seems to have it all, but doesn’t deliver in defence and doesn’t make good decisions offensively enough for me”.

  Botnlínan er sú að ég er alltaf sannfærðari að við þurfum að eyða peningum í alvöru box to box miðjumann með Hendo og mögulega varnartengilið af gamla skólanum…helst leiðtoga.

  Því við erum of soft.

  En sammála um Lallana og Firmino. Voru frábærir…og ég vill að Klopp fái 40 ára samning eftir þetta fagn!

  Næsta verk er að ná niður púlsi….

 23. Afhverju fær Milner ekki það kredit sem hann á skilið? Mark og assist og að djöflast allan leikinn!
  Þetta liverpool lið vinnur ekki þegar hann er ekki með.

 24. Mignolet threw his shirt into the crowd and someone threw it back haha vá hvað ég vona að klopp gefi ward séns

 25. “We should not always concede goals after set plays. It’s easy to play against us, you don’t have to create chances, you only have to throw the ball over the line, bring your whole team in our box and something will happen. If they don’t do it, we will do it. It’s really rubbish what we’re doing and we have to solve this.”

  Jurgen Klopp eftir leikinn áðan.

  Amen Herr Klopp, amen. Samt er það þannig að action speaks louder than words.

 26. Vávává þvílíkur leikur. Enn einu sinni erum við nálægt því að halda hreinu. Kolo Toure er besti miðvörður deildarinnar og Mignolet er ekki síðri en Neuer. Mér finnst lítið vanta uppá hjá okkur til að við vinnum deildina. Þurfum bara Messi, Ronaldo, Neymar,Bale og kannski vill Suarez koma aftur eftir svona frammistöðu. Erum ótrúlegt fótboltalið og á sama stalli og Barcelona.

 27. Með svona hjarta og passion í brúnni… Jurgen Klopp þá er eiginlega ekki hægt að vera með hausinn undir hendinni lengi!! Það er þó alltaf þess virði að fylgjast með Klopp!! En allar mínar vættir hvað Liverpool FC á neyðarlega langt í land með að verða samkeppnishæfir í topp fjóra í PL. Held ég hafi aldrei haft svona tilfinningu fyrir Liverpool liði áður að séu kannski tveir til þrír sem eiga heima pottþétt í liðinu!! Restin má bara fara og finna sér vinnu annars staðar. Hvernig má þetta eiginlega vera?! En kannski er þetta þannig að tveir til þrír réttu fótboltamennirnir gætu slegið þetta lið saman í eitthvað sem hægt er kalla samkeppnisfært. Nýlegur samningur við Mignolet fyllir mann ekki beinlínis bjartsýni. En þrjú stig í hús í dag… og besta stjórafagn í sögu Liverpool Football Club… það er ágætur dagur!

  YNWA

 28. Núna er Leicester að vinna Stoke 2-0 og nokkuð ljóst að við förum ekki að ná þessu liði að stigum, er þá ekki bara að vona að þeir haldi þessu áfram og klári þessa deild, ég átti alltaf von á það þessi blaðra myndi springa en þeir bara halda áfram að vinna þessa leiki.

  Væri t.d mun sáttari með þá sem sigurvegara en Arsenal eða City.

 29. Og United tapaði og opnaði baráttuna strax aftur, það er bara 3 stig í þá og vonandi förum við að endurheimta lykilmenn og ná smá runni, það væri vel þegið.

 30. united voru reyndar ekkert að opna baráttuna fyrir okkur. og miðað við hvernig tottenham eru að spila verður þetta erfitt

 31. tad vaeri allt brjalad ef herna nuna ef lallana hefdi ekki nad ad klara tetta.

  stadreyndin er su ad tetta er langt fra tvi ad vera gott og flest lid hefdu keyrt yfir liverpool i dag svo lelegt var tetta .

  tad a ad taka tessa menn og henda teim inn i ufc hring og lata berja ta adeins athuga hvort teir haetti ekki tessum dukkulisuleik i varnarleiknum.

  takka fyrir 3 stig i dag verda ekki morg med tessari frammistodu! takid ykkur taki anskotin hafi tad!

 32. Úff hvað það er gaman af þessu.

  En eins glaður og ég er með úrslitin verð samt að segja að það fer ofboðslega í taugarnar á mér að sjá menn vera að agnúast út í Kolo Toure. Hann á það bara ekki skilið. Hann átti engan þátt í mörkunum og virðist hafa betri tilfinningu fyrir leiknum en allir hinir hafsentarnir. Fínn leikur hjá honum og hann var klárlega besti leikmaðurinn í dag í annars arfaslakri vörn.

  Og svo er þetta með Henderson. Ég gat ekki betur séð en að hann hafi verið tekinn út af af því að hann átti skelfilegan leik. Að fyrirliði liðsins leyfi manni að snúa á sig og klobba í þokkabót … og það inn í teig er galið. Ég get ekki betur séð en að hann sé einhverskonar súkkulaði. Kemst upp með það trekk í trekk að eiga meðal leik bæði í vörn og sókn án þess að fá verðskuldaða gagnrýni. Ef þú ætlar að vera fyrirliði Liverpool þá bara einfaldlega verðurðu að gera betur og það töluvert mikið betur.

  Og svo vil ég sjá Flanagan inn á í næsta leik. Og ekki endilega fyrir Moreno þó hann hafi verið tognaður á heila í á köflum í leiknum. Clyne er sama merki brenndur og Henderson. Hann þarf að skila meiru og hann eins og aðrir ber ábyrgð á því að liðið fær á sig endalaus mörk.

  Svo er ekki annað hægt en að hrósa Klopp. Á bara ekki nógu sterk lýsingarorð í augnablikinu yfir það hversu stórkostlegur maðurinn er. Mikið svakalega hefði þetta orðið erfiður vetur ef hann hefði ekki komið.

  Áfram Liverpool!

 33. #35 opna baráttuna fyrir okkur??

  Það eru enn 8 stig í Spurs í 4. sætið.

 34. Skemmtilegur leikur og reyndi töluvert á taugakerfið. Eitt er bráðnauðsynlegt en það er að efnilegur Jordon Ibe taki til í hausnum á sér. Kannski kemur það með auknum þroska og reynslu. Leiðinlegt er að horfa á þetta dútl með boltann sem oftast kemur ekkert út úr annað en að drepa niður hraðann í leiknum og tapa boltanum. Nái hann þessu ekki fljótlega þá þarf Liverpool að losa sig við hann. Mistök liðanna fyrir ofan okkur gefa okkur möguleika á að bæta stöðun. Áfram Liverpool!

 35. Aldrei leiðinlegt að halda með Liverpool.Frábær leikur og skemmtun.En úfff varnarvinnuna þarf að skoða mjög vel og laga.

 36. Gott að hugsa sér að kannski verður Alex Texeira þarna í stöðuni sem Ibe byrjaði í dag, þótt að Lallana hafi reyndar troðið sokk uppí mig og fleiri í dag.

 37. Góð skýrsla. Mikið er ég sammála með Lucas. Reyndar aldrei viljað hafa hann í liðinu.

 38. Alex Texeira búinn að tilkynna það að hann sé að fara frá Shaktar. Endar hjá Chelsea.
  Draunurinn er að hann endi hjá okkur og Benteke fari yfir til Che

 39. Vill bara minn á þá sem voru nokkuð sáttir við spilamennskuna gegn Man utd en voru brjálaðir með töpuð stig að brosa í dag þegar liðið spilar ekki alltof vel en vinnur leik 🙂

 40. Þetta kennir okkur að gefast aldrei upp! Allt að gerast og tilfinningarnar á fulli, ég átti erfitt með andardrátt á tímabili. Þeir hefðu samt mátt sleppa því að fá á sig fjögur mörk. Klopp var góð skemmtun.
  YNWA

 41. Ótrúlegur leikur Klopp fær mikið hrós fyrir þessa skiptingu. Ibe klárlega hæfileika en það kemur nánast aldrei neitt út úr þessu hjá honum hann einfaldlega verður að fara skora eða leggja einhver mörk upp ef hann vill eiga framtíð hjá liverpool. Hins vegar kom Lallana alveg frábær inná í þessum leik og átti líklega sinn besta leik fyrir liverpool.

 42. Er einhver með link á viðtalið við Klopp eftir leikinn?

 43. Ég skil ekki þetta skítkast á Mignolet eftir þennan leik. Hann hefði mögulega átt að verja mark nr 2 en varnarleikurinn í aðdraganda þess var ömurlegur. Norwich sundurspilaði Lpool áður en það var skorað og okkar menn voru eins og statistar.

  Ekki miskilja mig ég myndi gjarnan vilja fá betri markmann en það þarf mikið meira en það til að laga þennan hræðilega leka í varnarleiknum.

 44. #38

  Kolo var einmitt ágætur og síðustu 10 mínúturnar eða svo hvatti hann varnarmennina til að halda línu, stíga ekki of hátt og öskraði á t.a.m. á Clyne fyrir gönuhlaup fram völlinn.

  En eftir að hafa séð myndböndin (Baywatch snilldina sem #48 tengir á) og fleira er ekki hægt annað en að elska Klopp. Langskemmtilegasti karakterinn sem stýrir liði í enska!

 45. Missti af leiknum, ef einhver lumar á link á leikinn þar sem Gummi Ben er að lýsa væri ég viðkomandi æfinlega þakklátur. Annars ætti nú linkurinn sem Ingi B. að duga.

 46. Ætla menn svona í alvöru samt að vera fagna því að það hafi verið kastað treyjunni hans Migno tilbaka? Gjörsamlega ógeðsleg hegðun, jújú, vissulega þarf hann að stíga upp, enn þarna er hann einfaldlega að reyna að þakka fyrir stuðninginn og hann fær það óþvegið? Mér finnst þetta glötuð hegðun og á ekki að sjást hjá Klúbbi þar sem Menn ganga ALDREI einir.

 47. nei sammála numer 58 þrátt fyrir að ég er ekki sáttur með Mingolet i markinu þá er það algjörlega skammarleg hegðun

 48. Þetta sannar að fréttin um treyjuna hans Mignolet er kjaftæði. 433.is er hrikaleg síða og skora ég á Liverpool menn að fara ekki þarna inn, bjánar sem eru með síðuna og Liverpool hatarar

 49. Fótboltaspeki margra þeirra sem setja kommentin inn er ekki mikil að mínum dómi. Varnarleikur okkar manna fær hroðalega dóma en samt agnúast menn út í markmanninn. Markvörður Man. U. mundi ekki standi sig vel með þessa vörn fyrir framan sig. Það er enginn vandi að vera með góða vörn ef þú spilar með tvo varnasinnaði miðjumenn fyrir framan þig eins og þeir gera í flestum leikjunum. Okkar menn virðast ekki geta komið tuðrunni út úr teignum í föstum leikatriðum og þá fer sem fór. Það er ekki að ástæðulausi að Kloop gerði 5 ára samning við markvörðinn okkar því hann veit hvert vandamálið er.

 50. Nr. 65. Sammála með vörnina en það má gera kröfu um eins og eina og eina vörslu. Hef ekki séð eina einustu svokallaða heimsklassavörslu hjá Mignolet í talsverðan tíma. Treysti því að Klopp viti hvað hann er að gera og við sjáum vörnina smella í lás á næstunni og markvörðurinn hrökkvi í gírinn en maður spyr sig?

 51. Caulker er bjargvættur, sannkallaður box to box leikmaður. Eina minutuna i vörninni og aðra i sokninni….nuna þarf hann bara að skora og verða legend.

 52. Frábær sigur! Við erum a tímamótum með liðið okkar(enn og aftur) og þangað til fagnar maður öllum sigrum og stigum sem bjóðast. Það verður stórt sumar i sumar, það er ljóst. Snillingurinn Klopp þarf tima og hver leikur tikkar i reynslubankann hans i EPL. Eg hef enga trú a 4. Sætinu, þvi miður en hef trú a bikarsigri eða sigrum. Hvað veit maður hvað getur svo gerst i Evrópukeppninni? Allt er mögulegt þar en trúlega fer liðið okkar ekki alla leið þar. Nu horfir til betri vegar enda meiðslalistinn að styttast og liðið okkar hefur verið að spila með hjartanu, finnst mer amk! Áttum ekkert skilið að tapa i síðustu viku og kannski dettum við i smá run núna, aldrei að vita!

 53. Er einhver hér með skýringu á af hverju Klopp þráast við að nota Allen á miðjunni, þrátt fyrir að hann standi sig rosalega vel í bikarnum. Í gær var miðjan hörmuleg, sérstaklega Can og Lucas. Mér dettur í hug að Allen sé of léttbyggður fyrir þungarokkshugmyndafræði Klopps eða hann sé að spara hann fyrir bikarleikina. Eða hvað?

 54. Replay, replay get ekki hætt að horfa á fagnaðarlætin. Ákefðin í Klopp og svipurinn á manninum þegar Adam er að fljúga í fangið á honum er magnaður. Frábær sigur og það er ótrulegt nokk enn allt opið, allt í húfi. Styrkjum um 1-2 í glugganum og meiðslapésarnir skila sér aftur. Lítur vel út.

 55. Persónulega er ég ekki viss um að striker sé endilega það við þurfum Firmino er með 4 mörk í síðustu 3 leikjum sem striker. Held við þurfum miklu frekar einhverja snögga og skapandi sókndjarfa leikmenn með honum má heldur ekki gleyma því að það eru þrír framherjar meiddir hjá okkur.

 56. ju algjörlega þess vegna er ég alveg sammála klopp að reyna kaupa þannig leikmann

 57. Það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna 4-5 á 94 mín heldur en steindautt 0-1 sigur

  Lengi lifi Jurgen Norbert Klopp

 58. #69 Hef hugsað svipað með Allen. Hann er enginn kraftaverkamaður en hefur þó staðið sig býsna vel í síðustu leikjum sem hann hefur spilað, skorað mörk og barist eins og berserkur, getur spilað hratt og verið fljótur að senda bolta inn í svæði fyrir aðra leikmenn. Miðað við miðjuna okkar í síðasta leik hlýtur hann að koma til greina í næsta byrjunarlið á kostnað Can eða Lucas.

 59. #75, ef þetta er satt, þá hefur klúbburinn unið stórsigur við halda þessu svona leindu þetta lengi, ef svona saga er altöluð innan klúbbsins en ekki í allmannaróm utan hanns þá ætti leika mál ekki að vera vandamál, en allir vita um að áhugli Liverpool á einhverjum leikmanni er fjóttt lekið til fjömiðla.

 60. þessi frétt 75 er klárlega algjört bull það getur enginn maður trúað þessu.

 61. Nei þessi “frétt” 75 er álíka fagmannleg og ruslið sem birtist yfirleitt á 433.is 🙂

 62. Þetta er auðvitað engin frétt heldur bara eitthvað slúður á Twitter. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er til fólk á internetinu sem segir ekki 100% satt.

  Ég á líka erfitt með að trúa (pun intended) því að trúin hjá Sturridge hafi farið með hann á þennan stað. Ekki nema að hann sé bara eitthvað andlega veikur.

 63. #80
  Að trúa á ímyndaða ósynilega vini sem sjá til að þér gangi vel að skora á meðan hann sveltir börn í afríku á fullorðinssaldir er allaf andleg veiki, um leið og hópur er á sama hátt andlega veikur, er þð trúabrögð.

 64. Til hamingju með daginn Suarez.

  35 mill. punda í Teixeira og fá hann strax, takk fyrir.

  Vinnum næstu þrjá deildarleiki.

 65. Mætti ekki skipta a belgisku munkunum Benteke og Mignolet fyrir Texeira, hefur einhversstaðar komið fram að Shaktar vilji cold hard cash?…..Enrique getur fylgt með i kaupbæti ef ekkert er að ganga hja Mr. Ayre

 66. Ég skil ekki hvað joispoi meinar í ummælum sínum #81. En mikið vona ég að Sturridge nái sér hvað svosem er að plaga hann. En þessi leikur, úff ekki fyrir hjartveika en maður hafði samt á tilfinningunni að við gætum skorað að vild…alveg eins og þeir reyndar. Það var bara gott hvað var lítið eftir af leiknum þegar við skorum fimmta markið.

 67. Nú er talað um að Shakhtar hafi hafnað öðru tilboði Liverpool. Koma þá ekki tottenh og celski og klára þetta bara 🙁

 68. Blaðamannafundur Klopp í dag var hrein skemmtun, það er bara unun að horfa á þennan mann tala !

 69. er einhver með link a blaðamannafundinn og hvaða rugl er þetta þegar shaktar segir 30 að koma með 24 millur og svo 26. það mun sjóða á mér ef við ætlum að fara að missa af þessum kaupum útaf 4 milljóna króna prútti

 70. 91# þegar 1 milljarður er minni peningur fyrir klúbbinn heldur en 1000kr fyrir mig þá er þetta prútt. sestu niður taktu upp reiknivél og reiknaðu hvað þeir fá mikið fyrir einn heimaleik i vasann fyrir miðasölu

 71. Held reyndar að ég hafi engar forsendur til að meta hvað fer í vasann því ég hef ekki hugmynd um hver kostnaðurinn á bakvið einn leik er þegar allt er tekið saman. En þetta spurningamerki í fyrra commenti er broskall í iphone, skilaði sér ekki betur en þetta

 72. Þetta tímabil er nú meiri rússibaninn. En leikjaálagið á okkur er með ólíkindum. Efast um að nokkuð lið hafi spilað fleiri leiki en við á þessu tímabili. Við spilum td tvo leiki frá síðasta deildarleik þangað til við mætum Leicester í næstu umferð. Á meðan eru þeir bara í rólegheitunum að fara yfir leikjaplanið fyrir leikinn gegn okkur.

  Það er ekki hægt að ætlast til allt of mikils af Klopp þegar tekið er tillit til meiðsla og leikjaálags. Það má segja að honum hafi verið ýtt beint út í djúpu laugina.

 73. nei nei nei vona ég svo innilega að þessar slúðurfréttir eru rangar að manu rekki þjálfaran sin hann sem er nákvamlega að spilla fótbolta sem manu menn eiga skillið að horfa á.

  nr.64
  ps, eftir að ég las að 433 eru Lverpool hatarar þá hef ég ekki farið þar inn síðan
  vonandi að þú hefur rétt fyrir þér oddi, stið þig þá

 74. Ég hef svo mikla trú à Klopp að mér er í fyrsta skipti alveg sama hvar við endum í deildinni .. framtíðin er björt?

Liðið gegn Norwich

Stoke í kvöld