Liðið gegn Exeter

Byrjunarliðið og uppstilling á því er eitthvað á þessa leið.

Bogdan

Randall – Ilori – Enrique – Smith

Kent – Stewart – Branagan – Teixeira

Benteke – Sinclair

Bekkur: Fulton, Lallana, Lucas, Ojo, Maguire, Chirivella, Masterson

Allir sem eitthvað hafa verið að spila undanfarið fá hvíld nema kannski Benteke sem er fyrirliði í kvöld. Fjórir leikmenn eru að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.

Ilori hefur verið í meiðslum meira og minna undanfarin ár en er heill núna og fer beint í byrjunarliðið. Enrique hefur verið að spila í miðverði fyrir U21 árs liðið og spilar líklega þar í kvöld.

Kevin Stewart var nú fenginn til Liverpool sem vinstri bakvörður en menn eru að giska á að hann verði á miðjunni í dag með Teixeira og Branagan. Kent er líklega framar og hleypur í kringum Benteke með Jerome Sinclair.

Eina vitið hjá Klopp að gefa nánast öllum lykilmönnum liðsins frí og margir að spila í kvöld sem verður spennandi að sjá með aðalliðinu.

99 Comments

 1. Eru ekki örugglega allir með Liverpool á Snappinu? Gaman að fylgjast með þessu á leikdögum.
  official_lfc

 2. Allar stjörnurnar bara mættar á sviðið.
  En verður engu að síður skyldu áhorf, spái því að við náum samt að innbyrða sigur og það verður Ilori sem stendur uppúr sem maður leiksins.

 3. Þetta er að stærstum hluta sá mannskapur sem er í þokkalegu standi. Eðlilegt að hvíla lúna og svo er nú líklegt að völlurinn sé ekki sem bestur sem eikur jú meiðslahættu. Ég er bara spenntur að sjá þessa kjúklinga. Eina sem er alveg öruggt er að Benteke mun ekki hlaupa úr sér lungun núna frekar en fyrri daginn en vonandi setur hann 1 eða 2.
  YNWA

 4. Er buið að vera svona svakalegt álag á Joe Allen að hann er ekki i leikmannahópi i kvöld ?

 5. neikvæði gaurinn hér. Eins gott að við vinnum. vandræðalegt að klára ekki þetta lið.

 6. Með einn sem heitir Masterson á bekknum getur þetta ekki klikkað.

 7. Það sem er mest sjokkerandi við þetta er staðfesting á því sem við höfum allir óttast.
  Benteki er ellefti capteinn liðsins. Púff!

 8. Smá off topic: Eitt af því sem Klopp talar mikið um er hversu mikið gildi undirbúningstímabilið hefur. Samanber ´meiðslakenning´hans um ófarir Sturridge. Fugl einn hvíslaði því að mér að leikmenn Liverpool væru að togna í umvörpum vegna mikillar setu í þotum á undirbúningstímabilsins á leið í leiki sem einungis hafa markaðsgildi á kostnað þess að undirbúa líkamann fyrir komandi leiktíð. Er þessi fugl með það sem sálfræðingar kalla hugarmisræmi (cognitive dissonance) eða er eitthvað til í þessu?

 9. Ég er til í að veðja nokkrum krónum á það að á morgun kemur Sam Allardyce í fjölmiðla og sakar Klopp um að sýna FA Cup vanvirðingu með því að spila á einhverju varaliði.

 10. Jahérnahér.

  Eins og Laxness sagði forðum: Þarna er margir únglíngar á sveimi. Altsvo á á á á sveimi.

  Þarna er þó gamalmennið Enrique, hinn franski. Sá hefur alltaf lagst í kör í janúar og sagst vera veikur. Með verki frá toppi til táar og bakverk í ofanálag vegna ótta að vera seldur í janúarglugganum. Hvað er að gerast? Reis hann upp frá dauðum?

  Þarna á Benteke heima. Randall með fyrirgjöf á 14ándu of Benteke skallar í hornið fjær, nær Atlantshafi.

  Koma svo.

 11. Jaaaaaá. Þetta verður eitthvað 🙂 Vonandi er þetta þá búið hjá heimamönnu. Komið að okkur.

 12. Munur á tóninum í þulunum þegar Exeter skorar miðað við þegar Liverpool skorar. Nánast eins og þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum að Liverpool hafi jafnað. Þeir vilja líklega að Liverpool tapi svo að hægt verði að tala um að Klopp sé að vanvirðar keppnina o.s.frv.

 13. Ánægður með þessa kjúlla, þeir eru að gefa sig 100% i þetta og henda sér i tæklingar.
  Þessi völlur samt er bara joke…’

 14. ibbirabbi

  Hugarmisræmi (mind dissonance) er ekki til. Hugrænt misræmi (cognitive dissonance) er hinsvegar til en ég held ekki að það geti átt við í þessari flugvélatognunarkenningu.

  Hugrænt misræmi vísar til andlegrar vanlíðanar einstaklings sem myndast þegar einstaklingur heldur á lofti innra með sér tveimur ákveðnum tegundum lífsskoðana (eða bara skoðana yfirleitt) sem stangast hvor á við aðra.

  Er verið að slá um sig bulluþvaðri?

 15. Þetta er nú meiri kartöflugarðurinn. Finnst unglingarnir flestir bara vera að gera gott mót í þessum leik.

 16. Ótrúlegt að fylgjast með Benteke. Þegar loksins eru sjénsar á að komast bakvið og bolti er að koma fyrir á markteiginn þá bakkar þessi striker út í teiginn trekk í trekk í stað þess að koma með alvöru hlaup á boltann.

  Hann er ekki að bæta rósum í hnappagötin só far, það er næsta víst.

  YNWA

 17. Nei Smjörþefur .. hef verið að lesa að gagnrýni á Liverpool aðdáendur um að þeir séu endalaust að réttlæta þjálfurnaraðferðir Klopps af því þeir vilja ekki láta þessar tvær skoðanir rekast á, þ.e. að Klopp sé alveg með þetta (skoðun 1) og forðist því að segja skoðun sem er í andstöðu við fyrri fullyrðingar, eins og að hann sé bara alls ekki með þetta (skoðun 2 – sem stangast á við skoðun 1). Svo hefur hugarmisræmi verið notað hingað til án vankvæða eins og hugrænt misræmi sem hvort tveggja vísar til þess sama ólíkt því sem þú fullyrðir. http://ordabanki.hi.is/wordbank/terminfo?idTerm=469684&mainlanguage=IS&FirstResult=0

  En Smjörþefur sammála fuglinum?

 18. ei Smjörþefur .. hef verið að lesa um gagnrýni á Liverpool aðdáendur um að þeir séu endalaust að réttlæta þjálfurnaraðferðir Klopps af því þeir vilja ekki láta þessar tvær skoðanir rekast á, þ.e. að Klopp sé alveg með þetta (skoðun 1) og forðist því að segja skoðun sem er í andstöðu við fyrri fullyrðingar, eins og að hann sé bara alls ekki með þetta (skoðun 2 – sem stangast á við skoðun 1). Svo hefur hugarmisræmi verið notað hingað til án vankvæða eins og hugrænt misræmi sem hvort tveggja vísar til þess sama ólíkt því sem þú fullyrðir. http://ordabanki.hi.is/wordbank/terminfo?idTerm=469684&mainlanguage=IS&FirstResult=0

  En Smjörþefur sammála fuglinum?

 19. Hvað segir það um benteke að hann sé lang slakasti leikmaður liðsins ? Ásamt bogdan

 20. “Bogdan er betri en Mignolet” Ein mesta mýta sem ég hef heyrt á þessu tímabili.
  Stundum eru aðdáendurnir okkar ekki alveg í lagi.

 21. Burtu með þennan Bogdan úr LFC!!! Þetta er fyrir neðan allar hellur….. %$#% drasl

 22. Hversu ömurlegur er þessi Bogdan, guð minn góður.
  Alveg ótrúlegt að þessi maður hafi komið til Liverpool eftir að hafa verið varamarkvörður Bolton for crying out loud.

  Annars er liðið ágætt miðað við að þeir hafi ekki spilað mikið saman og eru með enga reynslu en þessi Bogdan í markinu vil ég aldrei sjá aftur í Liverpool búning.

  STAÐREYND = Hann er ömurlegur

 23. Er þetta bogdan ævintýri ekki bara útrætt núna?

  þetta nær ekki nokkurri átt!

 24. Kannski við þurfum að kaupa okkur varamarkmann. Guð hjálpi okkur ef Mignolet meiðist.

 25. Æjæj aumingja Bogdan. Þvílíkur vindill, Ég hef varla séð það slappara. Ég myndi bara hætta í hálfleik ef ég væri hann.

  YNWA

 26. Bogdan ja hérna…..á varla orð en guttarnir snúa þessu við í seinni þegar Benteke er farinn út af hehe

 27. Guðmundur Hreiðars er víst enn klár …flug í kvöld til Manchester ?
  Rugl.

 28. Smjörþefur viðurkennir fáfræði sína og vill jafnframt koma því á framfæri að hann meinti ekki illt með tilsvari sínu =) Miðað við seinni útlistun þína á þessu hugtaki getur Smjörþefur ekki verið annað en sammála! Og núna veit Smjörþefur að hugarmisræmi er líka notað og færir þökk fyrir vitneskjuna! =D

 29. Fullt af fagurgrænum blettum á vellinum.

  Magga í markið. Magga í markið. Magga í markið.

 30. eg sagði her fyrr i þræðinum að við yrðum að hafa einhverja reyndari menn i liðinu. Ef okkar menn detta út í kvöld þá er það alger skandall. Þetta er stór bikar og það er eins gott að Klopp geri breytingar og það STRAX.. Nuna er eg að biðja til GUÐS um að okkar menn tryggi ser allavega annan leik !!!

 31. Það er eiginlega frekar magnað að þrír lélegustu leikmenn liðsins séu allir “senior” leikmenn. Enrique, Benteke og þessi fír í markinu sem kæmist eflaust ekki í lið hjá Ferencvaros í heimalandinu. Hvaða djókari ræður svona mann og borgar honum fullt af peningum fyrir að geta akkúrat ekki neitt í marki?

  Og Enrique tekst einhvern veginn alltaf að vera ekki þar sem hann á að vera – fyrir boltanum. Annars er gaman að fylgjast með þessum guttum enda kannski engar sérstakar kröfur sem maður gerir á þá. Mér finnst Illori, Smith og Kent hvað mest áberandi af þeim.

 32. guttarnir búnir að vera ágætir í fyrri hálfleik en þetta er Liverpool , exeter með 3 skot á mark og komir með 2 mörk !! vantar alla greddu fyrir framan markið eru að spila vel að vítateig og svo…….ekkert.

 33. Adam Bogdan er ágætis markvörður, menn gera sig ekki grein fyrir því hvað takmarkaður spilatími og sjálfstraust spila mikið inn í, tala nú ekki um í erfiðustu stöðu vallarins.

  Við þurfum bara að spila betur í seinni, set spurningamerki við það að Joe Allen sé ekki í hóp, enn við höfum fáa kosti á bekknum og þurfum því einfaldlega að mæta sterkari í seinni.

 34. Brendan Rodgers er snillingur á leikmannamarkaðnum. Þessi markmaður er eiginlega lightweight útgáfan af Mignolet, líklega nákvæmlega eins og Rodgers vildi hafa það. Lélegur í teignum, máttlaus og enginn karakter (Sem er fyndið því að Rodgers talaði alltaf um karakter) en kannski ágætur í einhverjum vörslum, en er það ekki formsatriði ef þú ert markmaður? Að geta varið nokkur skot? Liverpool FC þarf eitthvað betra en það, djöfull er ég pirraður á þessari vitleysu í markmannamálum.

 35. Hver er Benteke ? er hann inná ? þetta er bara fyndið, á að vera topp striker en er með skituna langt uppá bak. Að hafa greitt allan þennan pening fyrir þennan leikmann,,,common,,,,
  Annars er þetta ekki svo slæmt, margt jákvætt . koma svo

 36. líst ágætlega á þetta svo lengi sem við erum með boltann.
  annars býst ég við að Klopp ræði aðeins við pjakkana um að spila meira sem lið í seinni hálfleik og láta boltann ganga. þeir eru flinkir en aðeins of mikið að reyna að sýna sig fyrir þjálfgaranum uppá eigin spýtur

 37. Til hvers að vera eyða plássi í hópnum í Bogdan í stað þess að gefa efnilegum markmanni tækifæri.
  Hvað var BR að spá?

 38. Ekki reyna að setja lítinn spilatíma á þetta hornspyrnumark. Markmaður í U18 ætti ekki að fá á sig svona mark. Það er ekki eins og þetta hafi verið í skeytin fjær. heldur undir slánna í miðju markinu.

 39. Taktu samalagt verðið á öllum inn á vellinum (f. utan Benteke), margfaldaðu það með tveimur og þú ert enn langt frá verðinu á Benteke.

  Bogdan skilgreinir metnaðarleysi Liverpool. Benteke fær grimma samkeppni um versta leikmann vallarins hér.

  Þetta er svo gott tækifæri fyrir þessa unglinga til að sýna eitthvað. Miðað við fyrri hálfleikinn ætlar engin að grípa það. Maður dæmir þessa menn svo sem ekkert á því en ef þeir rífa ekki upp sinn leik fá þeir ekki fleiri. Maður býst nú ekki við miklu af þessari akademíu og þetta í samræmi við væntingar. 15 ár síðan við fengum frambærilegan leikmann þaðan og býst ekki við öðrum fyrr en eftir kannski önnur 15.

 40. Það er nóg að henda Lucas inn fyrir Enrique, Ojo fyrir Benteke og svo má Lallana klára þetta með guttunum síðasta korterið og þá fer þetta 2-4.

  YNWA

 41. Sem markmaður sjálfur þá get ég alveg sagt þér það að Bogdan er ekki ágætis markmaður. Já sjálfstraust og spilatími spilar mikið inn í en hann það er ekki það sem er hans vandamál, hann er bara lélegur. Rosalega lélegur í fótunum, mjög hægur, lengi niður og með lélega staðsetningu.

 42. God damn….af hverju gerðist maður ekki markvörður….Engin krafa um hæfileika. Bara vera yfir 190 cm, í markmannsbúning og þéna margar milljónir á viku.

 43. Sem markmaður sjálfur þá get ég alveg sagt þér það að Bogdan er ekki ágætis markmaður. Já sjálfstraust og spilatími spilar mikið inn í en hann það er ekki það sem er hans vandamál, hann er bara lélegur. Rosalega lélegur í fótunum, mjög hægur, lengi niður, með lélega staðsetningu, lélegur að koma boltanum í leik og með bara svo lítið sem ekkert fótbolta IQ. Hann skortir eiginlega bara allt sem að góður markmaður þarf að hafa, fyrir utan hæð.

 44. Er ég eini sem er kominn með upp í kok á að heyra Danny Murphy tala um ekkert annað en það að við þurfum að gefa háa bolta á Benteke? Ég er löngu búinn að ná þessum punkti hjá honum, guð minn góður, talaðu um eitthvað annað maður!

 45. Það er ekki nóg að gefa háa bolta á Benteke. Þú þarft að þruma í pönnuna á honum til að eitthvað gerist. Danny Murphy þarf að fara að átta sig á því.

  YNWA

 46. Danny Murphy er einfaldlega farinn að fara í taugarnar á mér og þetta BBC teymi. Þeir munu svoleiðis hakka í sig Liverpool eftir leikinn og fara yfir það í langan tíma að Liverpool hafi ekki verið að dæla nóg af háum boltum á Benteke ef við skyldum nú ekki vera búin að ná því.
  Murphy mun svo halda áfram tuðinu og gagnrýna Klopp fyrir að henda ekki Lallana inn á eða einhverjum af fastamönnunum.

 47. Er ekki Danny Ward að gera fína hluti hjá Aberdeen á láni.
  Sækjann og reka Bogdan.

  Þar fyrir utan þá erum við að tapa allri baráttu í þessum leik og stefnir í örugga útgöngu.

  YNWA

 48. Um leið og ég smellti inn kommentinu að ofan byrjaði Murphy að tuða yfir því að Lallana sé ekki kominn inná! Gerir maðurinn sér ekki grein fyrir því að Lallana er einn af þeim fáu sem eru ekki meiddir lengur? Ef hann kemur inn á og meiðist erum við varla með neinn kost eftir í hans stöðu, Murphy, rífðu þig í gang.

 49. Eina sem ég get hugsað um er Burnley .. 2005!! Einhver búinn að gleyma því! Ef þetta fer svona gegn Exeter þá fer sá leikur í gröf gleymskunar…. -_-

 50. Nú erum við bara að tapa öllum návígum, verðum að mæta líka í seinni hálfleik. Ég vill benteke útaf fyrir Lallana, þvílíkt eintak þessi leikmaður , hann virkar eins og úr utandeild í Grænlandi.

 51. eitt sem ég tók eftir,að benteke veit ekkert hvað það er að vera fyrirliði þegar llori lendir
  í ryskingum í fyrri hálfleik var hann hvergi sjáanlegur.

 52. er svona að spá i að kveikja i sjónvarpinu ef við dettum út. er gersamlega brjálaður hérna í sófanum

 53. Í alvörunni Jón H?

  Leikur með 9 unglingum, Jose Enrique og stirðbusa framherja á hörmulegum fótboltavelli fer í sögubækurnar sem sögulega skelfilegt tap?

  Ég veit ekki við hverju menn voru að búast. Ég held það sé í góðu lagi að taka þessa keppni bara á kinnina, minna leikjaálagið aðeins og einbeita sér að deild, league cup og Evrópu.

 54. Jæja núna ætti tuðið í ykkur að minnka aðeins því Smith er búinn að jafna!

 55. Spilamennskan svona álíka og völlurinn alveg skelfilegt að horfa á þetta.

 56. Komment kvöldsins frá ensku þulunum… “Wouldnt be a liverpool game without a injury these days…. ” -_-

 57. Guð hjálpi okkur ef Jose Enrique, a.k.a. El Toro verður í hjarta varnarinnar í næsta leik.

 58. Gotten the better of enrice er búið að heyrrast aðeins of oft í kvöld

 59. Er ekki bara fínt að guttarnir fái annan leik á Anfield. Sé ekkert slæmt við það nema ef við förum að nota aðalliðsmenn – það má alls ekki.

 60. Enrique fannst einhverstaðar falin á milli púða í sófanum heima hjá sér og dreginn beint inn í liðið, kannski ekki skrítið að hann sé ekki alveg tilbúin í svona mýrarbolta.

 61. Afhverju í fjandanum er José Enrique ekki skítugur… hann er eins og ný sleginn túkall… Randall ekki að heilla en Smith, Ojo og Texiera flottir

 62. Benteke er eins og 20 kg skólastrákur gegn öllum varnarmönnum ! Sama í hvaða liði þeir eru !

 63. hefði sturlast með að detta út svo eg tek aukaleiknum fagnandi

 64. no 91 alvöru menn standa í lappirnar og er þess vegna hreinir í leiks lok . Ekki mátti greina mun á Benteke og fötunum sem hann var í eftir leikinn, (ands…. aumingi)

Exeter í FA Cup

Exeter – Liverpool 2-2