Gluggalok nálgast / Markaþurrð

Best að henda í mánudagsfærslu til að losna við þessa leikskýrslu efst á síðunni.

Fyrst slúðrið: Liverpool hefur tekið 10m punda tilboði Sunderland í Fabio Borini. Sjáum hvort hann sé til í að spila með þeim þetta árið eða hvort svarið sé aftur nei. Það virðist lítið annað vera í stöðunni fyrir hann en að fara þangað, varla vill hann sóa öðru ári af ferli sínum í varaliði Liverpool. Eins eru ýmsar sögur um að Jose Enrique (West Brom) og Tiago Ilori (QPR eða e-ð álíka) gætu verið lánaðir í burtu.

Það er allavega nokkuð ljóst að lokadagur gluggans á morgun mun aðallega snúast um hvort þessir þrír yfirgefa Liverpool eða ekki. Ég efa að það fari aðrir frá okkur en þeir þrír og við erum nánast pottþétt ekki að fá menn inn um dyrnar í staðinn, enda staðfesti Rodgers fyrir helgina að fréttamenn myndu ekki þurfa að staldra við fyrir framan Melwood á lokadeginum.


Smá pæling með helgina. Ég skrifaði löng ummæli við leikskýrslu Magga strax eftir leik en ákvað að birta það ekki, var þegar búinn að pirrast aðeins á Twitter (sem ég hlaut skammir fyrir) og sat því á mér. Ég á eiginlega ennþá erfitt með að tala um þennan leik, svo pirrandi var frammistaðan, en mig langar samt að nefna örfáa punkta:

* Þetta tap var ekkert í lagi af því að Chelsea og United töpuðu líka. Svona hugsa Everton-menn og við gerum grín að þeim fyrir að hugsa svona. Chelsea-tapið var óvænt en United voru að spila á útivelli gegn bogey-liði síðasta árs og því var þetta kjörið tækifæri, fyrir fram, fyrir okkar menn að ná smá forskoti á erkifjendurna. Það klúðraðist og við eigum eftir að sjá eftir þessum þremur stigum þegar við töpum líka stigum á Liberty Stadium en United vinnur West Ham á OT.

* Liverpool eyddi tugum milljóna punda í sóknarmenn í sumar og niðurstaðan er tvö mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Aðeins þrjú lið í deildinni hafa skorað svo fá mörk, hin eru Watford og Newcastle. Tölfræðin er svo enn verri þegar þið takið með í reikninginn að annað þessara marka var langskot upp úr þurru og hitt var ólöglegt. Í raun hefur Liverpool varla skapað sér færi inní vítateig andstæðinganna í heila fjóra leiki, utan tvö eða þrjú dauðafæri í fyrri hálfleiknum gegn Arsenal.

Það sem mér finnst verst við þetta er að ég á erfitt með að skamma leikmennina fyrir þetta. Benteke er svo einangraður frammi að ég er farinn að spyrja mig hvort Lambert hafi í raun ekki verið svo vonlaus í fyrra eftir allt saman, fyrst Benteke minnir mig helst á hann í þessum leikjum á Anfield hingað til. Firmino er rétt að komast inní þetta og var eini leikmaðurinn sem ógnaði á laugardag. Ings og Origi verða svo ekki skammaðir um nokkurn skapaðan hlut sitjandi á bekknum í mánuð.

Skýrasta dæmið um getuleysi okkar í sókninni held ég að sé samt James Milner. Það var algjört aðalsmerki hjá honum hjá City hversu lunkinn hann var að koma sér í hættulegar stöður í teignum. Þríhyrningar, stutt samspil og allt í einu var hann kominn inná teiginn þar sem hann lagði upp eða skoraði helling fyrir City. Þetta er maður sem býr til færi fyrir sig og samherjana. Samt höfum við varla séð þessa hlið á honum hjá Liverpool, og það er ekki af því að hann sé á miðjunni því hann eyðir löngum stundum við vítateig andstæðinganna hjá okkur. Þetta er af því að það er enginn þarna til að eiga stutta samleikinn við hann. Firmino og Coutinho eru á svipuðu svæði (og Henderson/Can), en enginn þeirra virðist vita hvað á að gera, það ríkir algjört ráðaleysi sóknarlega hjá þessum mönnum í kringum framherjann. Og að mínu mati ættum við ekki að vera að spila með einn framherja heldur tvo, ekki síst í svona markaþurrð.

Þetta bendir allt í sömu áttina: Brendan Rodgers þarf að sýna okkur að hann geti leyst þetta. Í síðustu 12 deildarleikjum Liverpool hefur liðið aðeins tvisvar skorað tvö mörk í leik. Það er skammarleg tölfræði og þriðjungur þessara leikja er núna á þessu tímabili, eftir að keypt var hressilega í nýja sóknarlínu (sem Rodgers virðist svo varla nota).

Það er þetta sem ég hef helst áhyggjur af. Vörnin var slæm á laugardag en ég hef ekki sömu áhyggjur af henni. Gomez gefur mark í upphafi leiks, kæruleysi hjá ungum strák, Lovren gefur annað með stórundarlegri hegðun með boltann undir pressu og þriðja markið kom eftir að leikurinn var búinn og allir hættir, Mignolet reyndi ekki einu sinni að verja það. Þetta er eini leikurinn af fjórum þar sem vörnin hefur brugðist og ef hún getur haldið þeirri tölfræði í allan vetur vinnur Mignolet gullhanskann og við verðum í fínum málum.

Stóra vandamálið er að við lentum undir á 3. mínútu á Anfield og í 90 mínútur eftir það var liðið aldrei líklegt til að jafna eða minnka muninn. Aldrei. Liðið skapaði sér ekkert á Anfield, alveg jafnt og liðið skapaði sér ekkert gegn Stoke og Bournemouth eða í seinni hálfleik gegn Arsenal.

Blótið Lovren og Skrtel og Gomez og Sakho og Mignolet og Lucas eins og þið viljið. Ég hef áhyggjur af sóknarleiknum.

Ég enda þetta á orðum Rob Gutmann á Facebook-síðu The Anfield Wrap. Hann orðar vonbrigði laugardagsins stórvel finnst mér:

“When it goes like that, like nothing matters. Like we don’t matter. And there’s another eon of similar games stretched out before us, like that. That’s when it hurts the most. Like we could play all night and never make it better. This is our home. Our bloody fortress. Even when we’re shit we’re not this shit. I’m still angry about Palace scoring 3 here 3 games ago. And now again. This has to stop. Anfield can’t feel like this again. If we lose Anfield we’re nothing.

And this isn’t an overreaction. It’s the opposite. It’s kind. A Liverpool that makes no chances at Anfield – not one – isn’t a Liverpool team. In 2010 it was like this, but then we were stripped bare. We had Poulsen and Konchesky and Cole. They cost £6m not £60m.

It was wrong today on five mins. On 25 mins. On 75 mins. All wrong . No width. No service into the forward. No aggression. No guile. I’m fretting over Firmino, crying over Clyne and up all night over Benteke.

Make this better, Brendan, and soon.”

29 Comments

 1. Smá hugrenningar.

  Þegar Rafa Benitez var hjá Liverpool töluðu allir um hve mikill taktískur snillingur hann væri en hve ómögulegur hann væri í mannlegum samskiptum. Hann á að hafa misst klefann og menn eiga að hafa misst trúna á honum. Leikmenn sem spila undir Rafa segja svipaða sögu, þ.e. að hann sé besti tactical manager sem sé þarna úti en hann sé ekki nógu góður með einstaklingana.

  Mér finnst við vera með stjóra núna sem er nákvæmlega á hinni hliðinni. Rodgers kemur skemmtilega fram, er góður í samskiptum, heldur leikmönnum með sér og er virkilega klár með ungu strákana. Langflestir sem hafa unnið með Rodgers tala um hann sem frábæran mann sem virkilega gott sé að vinna með. Þetta má einnig sjá í viðtölum við Rodgers. Hann talar stöðugt um Character og resilience og determination og eitthvað svoleiðis dót en eftir að “tikitaka” umræðan dó þá talar hann sjaldnast um taktík og ef það er verið að tala um taktík við Rodgers þá er það yfirleitt vegna þess að hann klúðraði henni.

  Aftur og aftur finnst mér Rodgers klúðra taktísku uppleggi fyrir leiki. Fyrir tveim árum fann hann taktík sem virkaði og þá keyrði hann á henni, með Suárez og Sturridge í fararbroddi, út allt tímabilið. Síðan þá hefur verið algjör eyðimörk. Stundum kemur fyrir að hann rambar á þokkalega taktík en þá keyrir hann á henni aftur og aftur. Mér finnst það alltaf verða greinilegra að Rodgers er bara virkilega slakur á þessu sviði. Sem sagt frábær stjórnandi, leiðtogi, peoples person en þegar kemur að uppstillingu á liði til að finna göt í vörnum andstæðinga eða stoppa í göt hjá okkur sjálfum þá er ekkert að finna. Sem er miður.

 2. Sælir, ég smellti þessu inn í skýrslukommentin, en þetta á miklu frekar heima hér þannig að ég bara pósta þessu aftur… sorry með yfirganginn.

  Er með smá innlegg í umræðuna hér sem að mínu mati mætti alveg skoða nánar af þeim sem þekkja vel til.

  Ég er hvorki á Rodgers in eða out vagninum, hef frekar verið á því að gefa honum tækifæri til að móta sitt lið með sínum leikmönnum, en tel jafnframt að þetta sé síðasta tímabilið sem eðlilegt er að hann fái til að sanna sig og sína hugmyndafræði.

  Þá kemur að því sem ég hef mestar áhyggjur af… hvernig lið erum við?

  Við höfum í tíð Rodgers verið lið sem spilar til að vinna, halda boltanum, spila stutt á milli manna og pressa framarlega á vellinum. Flottur bolti oft á tíðum, skemmtilegir leikir en hefur veikleika sem við höfum séð of oft undanfarin ár. Ég var alveg til í þetta og taldi að með meiri samhæfingu leikmanna og reynslu myndi þetta skila okkur góðum árangri með miklu skemmtanagildi.

  Í upphafi þessa tímabils finnst mér hinsvegar Rodgers hafa sagt skilið við þessa hugmyndafræði og farið alveg yfir á hinn vænginn. Núna finnst mér uppleggið vera að vera lið sem tapar ekki, frekar en lið sem vinnur (svona Móra nálgun). Við liggjum aftar núna en áður, pressum miklu neðar á vellinum og beitum meira löngum sendingum fram völlinn.

  Áhyggjur mínar eru s.s. af þessari breytingu á hugmyndafræði, það er búið að vinna í 3 ár eftir hinni nálguninni og leikmenn sem keyptir hafa verið undanfarin ár taka mið af henna. Erum við í raun núna að byrja aftur uppá nýtt, þó við höfum sama stjóra, og eru þá ekki síðustu 3 ár í raun farin í súginn? Þarf ekki langan tíma til að slípa hópinn saman í þessari nýju nálgun og erum við þá ekki með ranga leikmenn til að spila þetta kerfi?

  Er ég kannski bara alveg í ruglinu með þessar vangaveltur?

 3. #2 blackstaff

  Nei þú ert ekki í ruglinu. Ég deili algjörlega þessari skoðun með þér. Ég átta mig engan vegin á því hvernig lið lfc er og hverskonar bolta þeir ætla sér að spila. Oft á tíðum finnst mér líka eins og leikmennirnir séu óvissir líka og kristallast slíkt í sóknarleiknum.

  Ég held að flestir séu sammála um að lfc sé amk topp 5 – 6 í þessari deild semsagt meðal efstu liða. Ég hinsvegar átta mig ekki alveg á því af hverju við erum stöðugt að breyta leikskipulagi og aðlaga okkur að andstæðingunum…..ætti þetta ekki að vera öfugt í 80% tilvika. Ég tel að í leikjum á móti bestu klúbbum í PL þá sé eðlilegt að fara með varfærnari hætti í leikina líkt og gert var á Emirates fyrir viku síðan með príðisgóðum árangri. Ég get til dæmis ekki komist yfir þá staðreynd að stjórinn breytti 2 – 3 um taktík í leiknum á móti Aston villa í bikarnum í vor.

 4. Sælir félagar.

  Nú er ég ekkert sérstaklega sleipur í ensku, getur einhver ykkar tekið það að sér að þýða útlenska textann neðst í þessari grein fyrir mig? Ég er rosalega spentur að sjá hvað vinur minn Rob Gutmann hefur að segja!

  Liverpool er alpha og omega – ALLT!

 5. Ég er sammála #1 Brendan er frábær man to man en taktíkin (hvaða taktík?) er í ruglinu hjá honum. Kannski þess vegna sem skipt var um þjálfaralið?

 6. #4

  Eins gott og það getur orðið!

  Þegar það fer svona, eins og ekkert skiptir máli. Eins og við skipta ekki máli. Og það er annar eon af svipuðum leikjum rétti út fyrir okkur, eins og þessi. Það er þegar það særir mest. Eins og við mátti spila allt kvöldið og aldrei gera það betra. Þetta er heimili okkar. Blóðug vígi okkar. Jafnvel þegar við erum skít við erum ekki þetta skít. Ég er enn reiður Palace skoraði 3 hér 3 leiki síðan. Og nú aftur. Þetta verður að stöðva. Anfield getur ekki fundið svona aftur. Ef við töpum Anfield við erum ekkert.

  Og þetta er ekki öfgafull viðbrögð. Það er hið gagnstæða. Það er góður. A Liverpool sem gerir ekki tækifæri á Anfield – ekki einn – er ekki Liverpool lið. Árið 2010 var það svona, en þá vorum við rúin. Við höfðum Poulsen og Konchesky og Cole. Þau kosta £ 6m ekki £ 60m.

  Það var rangt í dag á fimm mínútum. Á 25 mín. Á 75 mín. Allt rangt. No breidd. Engin þjónusta í fremri. Engin árásargirni. Engin svik. Ég er skæð á Firmino, gráta yfir Clyne og upp alla nóttina yfir Benteke.

  Gera þetta betur, Brendan, og það fljótt. ”

  🙂 🙂 🙂

 7. Sælir þjáningabræður,

  Nú er ég einn af þeim sem sat á mér eftir leikinn gegn West Ham. Búin að glugga í Tomkins og okkar eigin Magga (oftast er ég sammála báðum) ásamt að lesa ummælin eftir leik.

  Mér hefur fundist Liverpool FC lykta af “áhugamennsku” síðan Rodgers tók við. Það er í raun engin stefnufesta og oft á tíðum virðist Rodgers sjálfur ekki hafa trú á sínu eigin leikskipulagi. Svo er ljóst að þó menn segi að hann sé frábær man-manager þá er hann ekki að kveikja neina baráttuneista í liðinu. Leikirnir á móti Villa (í birkarnum), Palace (þar sem ég sat sjálfur við hliðarlínuna á Anfield), Stoke-skelfingin og núna West Ham leikurinn sína það allir svart á hvítu hversu andlausir leikmenn liðsins geta orðið undir hans stjórn. Því miður er það staðreynd að slíkum leikjum hefur farið fjölgandi undanfarið.

  Það sem Rodgers þarf að skapa hjá liðinu er stöðuleiki og staðfesta. Hann þarf að setja upp leikkerfi sem hann hefur trú á og er skapað skv. þeim gæðum sem eru í liðinu og þeim leikmönnum sem hann hefur jú að 90% fengið sjálfur til félagsins. Þetta þarf að vera leikkerfi sem er notað í 80% tilvika og leikmennirnir þekkja, skilja og geta útfært. Auðvitað geta menn komið með nokkrar útfærslur og smábreytingar, en í grunninn á þetta að vera skipulag sem menn þekkja. Að flakka úr 3 til 5 manna vörn 2-3 í leik gengur einfaldlega ekki. Spilandi mönnum í tíma og ótíma út í stöðum og þrjóskast við að halda sömu mönnum í liðinu þegar allir sjá að slíkt gengur einfaldlega ekki, er eitthvað sem verður að stöðva.

  Leikmannakaup og sölur/lán eru svo annar kapítuli sem ég held að engin nenni að rifja mikið upp. Allir þessir Alberto, Aspas, Illori og félagar ásamt auðvitað mönnum eins og Agger, Reina o.s.frv. Hins vegar þá finnst mér þessi skrípaleikur halda áfram þegar við lánuðum Markovic í fyrradag. Hvern hélt Rodgers eigilega að hann væri að fá í liðið? Næsta Cafu? Drengurinn hefur hreinlega aldrei fengið tækifæri til að sína hvað hann getur nema þá annað hvort í mýflugumynd eða þá út úr stöðu. Og hvað, fyrir 20 milljónir punda á þessum aldri? Menn verða að átta sig á því að fyrir slíka peninga ertu annað hvort að hugsa quick-fix, þe. leikmaður sem breytir fótboltaliði strax, eða jú þolinmæði til þess að framkalla eitthvað í ætt við heimsklassa eftir nokkur tímabil. Sama hvort það er, þá verða menn að gefa viðkomandi tækifæri því allir sjá jú hvers konar “potential” strákurinn býr yfir og við vitum allir að menn eiga mis-auðveldlega með að aðlagast deildinni. Þetta hefði átt að vera tímabilið hans Markovic til að springa út!

  Ég vildi losna við Rodgers í sumar einfaldlega vegna þess að mér fynnst hann ekki stefna neitt með liðið en þegar ljóst var að það var ekki uppi á teningnum ákvað ég að styðja 100% við bakið á honum. Það er þó kýrskýrt að hann er ekki að gera sér lífið auðvelt með úrslitunum undanfarið og hollingunni á liðinu. Sóknin er ósýnileg, vörnin hriplek og miðjan er í sköpunarþunglyndi.

  Hr. Rodgers, taktu þig saman í andlitinu, hættu að rugla í fjölmiðlum endalaust, búðu til kerfi sem hentar og kenndu leikmönnunum að spila það. Mótiveraðu svo leikmennina þína til að koma dýrvitlausir til leiks og spila eins og þetta sé þeirra síðasti leikur í treyjunni, við stuðningsmenn eigum ekkert minna skilið!

 8. Mikið ofboðslega er ég sammála uppleggi Kristjáns og þeim kommentum sem hér eru komin.

  Rót- og stefnuleysi eru orðin sem ég fell svolítið um þessa dagana og það finnst mér ekki sæma liðinu okkar. En það svosem vita flestir sem hafa lesið eftir mig að undanförnu og mér sýnist miklu betri pennar en ég fara yfir það hérna.

  Mér líður ekkert betur í dag en kl. 16:30 á laugardaginn satt að segja…

 9. Í fyrsta skipti síðan Rodgers kom þá tel ég mig vera meira á Brendan Out vagninum.
  Hann tapar taktísklega séð alltof oft, skiptir í gríð og erg um taktík ef ekkert virkar.. Síðan virkar ein taktík einu sinni þá er henni hent í hvern einasta leik með slöku gengi oftar en ekki.
  Er sammála að hann er frábær man-2-man þjálfari en hann er alltof veikur á öðrum hliðum starfsins og þarf annaðhvort að verða vikinn úr starfi eða fá aðstoðarmann sem er taktískur-maestro.
  Síðan þykir mér þvílikt misræmi í hans hugsunum um hvernig leikurinn skal spilast, eins og sagt er hér að ofan.. Hann var alltaf að spila sóknarbolta hér áður, hef ekki séð það þetta tímabil og margoft á því síðasta. Hvar er það? Kaupin eru oft ekki í samræmi við hans “Stefnu” þegar kemur að leikstíl liðsins. Þú kaupir ekki bara leikmenn af því þeir eru góðir og umturnar leikstíl liðsins svo þeir fitti inn.
  Maður kaupir leikmenn sem geta spilað inn í stíl liðsins og geta framkvæmt þarfir þjálfarans.
  Heldur gróft að segja að hann eigi að vera vikinn úr starfi, en hann þarf virkilega að ná góðum úrslitum í næstu leikjum annars þarf hann að víkja. Geri mér grein fyrir að við erum með 7 stig eftir 4 leiki.. sem er svo sem allt í lagi ef ekki væri fyrir að allir leikirnir nema fyrri hálfleikur Arsenal hafa verið ansi slæmir.

 10. Það er greinilegt að BR á lítla framtíð sem stjóri Liverpool miðað við hin ofsafengnu viðbrogð við þessu tapi á mót WH. ( viðbrögð sem mér finnst öfgafull og eitthvað sem menn hafi hreinlega beðið eftir með öndina í hálsinum )

  Það skiptir í raun ekki hvað hann gerir héðan í frá, nema að vinna nánast hvern einasta leik. Fyrri hálfleikur á móti Arsenal var eitt það besta sem ég hef séð lengi frá LIverpool. En málið er bara þegar menn eru komnir út á plankann þá er varla aftur snúið. Tvö þrjú töp í viðbót á næstu vikum og hann er búinn að vera kallinn.

  Spurning um að taka Gary Monk og Gomez yfir til okkar. ( kaldhæðni )

 11. #4.
  Hérna er gróf þýðing á Rob Gutman:

  “Þegar þetta gengur svona, eins og ekkert skipti máli. Eins og við skiptum engu máli. Og framunda eru árþúsund af samskonar spilamennsku. Það er það sem manni sárnar hvað mest.

  Líkt og við gætum leikið alla daga og nætur en næðum aldrei að verða betri. þetta er okkar heimili (Anfield) Okkar helvítis virki. jafnvel þegar við vorum með skítinn í buxunum vorum ekki með svona mikinn skít í buxunum. Ég er ennþá reiður yfir þessum 3 mörkum sem Palace skoruðu hér fyrir 3 leikjum. Og nú aftur 3. Þetta verður að taka enda. Anfield má ekki upplufa svona aftur. Ef við töpum Anfield erum við ekkert.

  Og þetta er ekki oftúlkun heldur einmitt öfugt. Þetta er af góðmennsku. Liverpool lið sem á ekki einu sinni eitt færi á Anfield – Ekki Eitt – er ekki Liverpool lið. “2010 var þetta svona en þá vorum við þunnstrípaðir að beini. Við höfðum Poulsen og konchesky og Cole. þeir kostuðu reyndar 6milljón pund en ekki 60milljón pund.

  Þetta var alltsaman rangt á fimmtu mínútu..og á 25mínútu og á 75 mínútu. Engin breidd. Engin þjónusta fram á við. Engin gredda. Engin kænska. Ég hef áhyggjur af Firmion, græt yfit Clyn og vaki alla nóttina vegna Benteke.

  Make this better, Brendan, and soon.“

  Ofangreint er ekki endilega skoðun þýðanda.
  :O)
  YNWA –

 12. Þetta er varla orðið spurning um að reka Rodgers strax. Það hefur verið viðurkennt frá því að leikjalistinn kom út að þetta yrði erfið byrjun. West Ham hafa verið nokkuð seigir undanfarið þar sem þeir kunna að pakka í vörn. Spili lið agaðan varnarleik getur það verið svolítið happdrætti að spila á móti þeim. En það er engin afsökun fyrir því hversu andlaus sóknarleikurinn hefur verið það sem af er þessu tímabili og menn eiga ekki að gera vona á sig á Anfield.

 13. Ég er svo 100% sammála þessu öllu saman og tek að auki undir með þeim mæta manni Paul Tomkins þegar hann segir: “Simply not good enough.”

  Leikir tapast. En að upplifa í þriðja sinn í síðustu sex deildarleikjum algjöra uppgjöf, algjört ráðaleysi, algert karakterleysi hlýtur að kveikja á öllum viðvörunarljósum.

  Það er búið að skipta um hálft byrjunar liðið, það er búið að skipta um 2/3 þjálfarateymisins. Það er búið að kaupa 15-16 leikmenn á einu ári! Samt eru sömu vandamálin að hrjá liðið. Nákvæmlega þau sömu!

  Menn draga alls kyns afsakanir á flot. Leikmenn að finna sig, óvanir í ensku deildinni og allt það. Þarf að gefa þeim meiri tíma o.s.frv. Var ekki West Ham með nokkra nýja leikmenn sem spiluðu eins og 100-leikja menn í Premier League? Var ekki West Ham að auki með verulega laskað lið?

  Ég hef verið Brendan Rodgers-maður frá fyrsta degi. Er það enn.

  Bjartsýniskallinn á hægri öxlinni langar að trúa því að hann geti snúið þessu til betri vegar. Raunsæiskallinn á vinstri öxlinni segir hins vegar: “Gleymdu því.”

  Hann er alveg að ná mér á sitt band.

 14. Frábærar fréttir, við vorum að krækja okkur í Taiwo Awoniyi, 18 ára á uppleið, fer beint í lán. Lánastofnunin Liverpool at is best….

 15. Sælir félagar

  Mikið ofboðslega er ég sammála því sem Maggi#7 segir. Það er auðvitað rétt sem Snorri#11 bendir á að þeð er ekki uppleggið að reka BR strax. það væri fásinna. Hitt er augljóst að ef allt það sem menn segja fyrir ofan Magga#7 þá eru dagar hans á Anfield taldir. Og ef allt það sem menn segja þar þá er best að kallinn fari sem fyrst því sama áframhald er ekkert nema kvöl og pína.

  Ég get ekkert annað en vonað að eyjólfur hressist og BR breyti viðhorfum sínum, uppleggi sínu, taktík sinni, uppstillingu o.s.frv. Það er að segja; að hann geri svo vel að sýna okkur að hann sé þess verður að vera stjóri LFC en víki ella.

  Að mæta til leiks á hemavelli með sama steingelda hugarfarið og hann endaði síðustu leiktíð á verður ekki liðið. Því í guðanna bænum taktu þér tak Brendan Rodgers og breyttu því sem þú átt að breyta og getur breytt og það strax. Þá eru góðir tímar framundan.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 16. Finnst algjör óþarfi að taka manninn af lífi, fólk gerir mistök á lífsleiðinni. Það verður bara að horfa fram á veginn.

 17. Ef ég sé sömu skelfilegu spilamennskuna eftir landsleikjahlé er ég hræddur um að ég tilli mér á #Rodgersout vagninn. Síðasti séns, síðasti.

 18. Ok, þessi svokallaði “RodgersOut” vagn farinn rúlla. Reyndar farinn vel af stað í lok síðasta tímabils. Ég var og er einn af þeim sem vilja gefa BR eitt tímabil til, þetta tímabil. Og hann verður gjöra svo vel að skila einhverju í hús, að lágmarki meistaradeildasæti.

  En þegar menn tala um Rodgers out, hvað vilja menn í staðinn? Jurgen Klopp segja flestir, örfáir nefna Ancelotti. Hverja fleiri?

  Mér leikur hinsvegar forvitni á að vita hvað Klopp myndi færa okkur? Ég veit að hér inni er Guderian manna fróðastur um þýska boltann og væntanlega Klopp einnig.

  Guderian…… ef þú lest þetta þá máttu endilega “henda” í einn pistil um meistara Jurgen Klopp.

  Með fyrirfram þökk

 19. Ja herna.

  Eins og þetta litur ut nuna að þa gæti þetta orðin baratta um 4.sætið við man.utd. Það lið mun na þvi sem er i minna rugli.
  Hreint otruglegt ef við naum ekki að nyta okkur það annað arið i röð.

  Magnað hversu mikið rugl er a þessum storu klubbum i dag og longball van garbage er að brillera i þessum leikmannamalum 🙂

  The mighty have fallen

 20. Getiði plís talað smá um United og panic kaupin þeirra í næsta podcasti? Þetta er farið að minna á Liverpool og Carroll hér um árið. Stuðningsmennirnir þeirra eru meira að segja farnir að heimta Van Gaal úr sjórasætinu.

 21. já það er vægast sagt fróðlegt að horfa upp á van gaal selja hálft united liðið. Nani, van Persie, Falcao, Di Maria, Rafael, Hernandez, Januzaj á láni og rúsinan í pylsuendanum De Gea. Allt leikmenn sem hafa spilað stóra rullu hjá þeim undanfarið. Og svo panic kaup á 19 ára frakka sem enginn hefur heyrt um á 30m !

  Held að liðið muni hreinilega hrynja í ár og braðfætur van Gaal gefa sig. Ég spáði þeim 4. sætinu fyrir tímabilið en ég held ég fari að endurskoða þá spá mína.

 22. Ef Man utd koma ekki með stór kaup á morgun þá er LVG alltof þrjóskur andskoti.
  Liðið er klárlega að fara aftur í gæðum á markvörðum enda DeGea einn af top 3 markvörðum heims á síðasta tímabili og hann nánast einn og sér kom þeim í meistaradeildina.
  Liðið vantar klárlega miðvörð, er ekki viss um að Blind höndli þetta enda var Gomez lýmdur á hann í síðasta leik þar sem Blind réð ekkert við hann enda hægara og ekki líklamlega sterkur(Benteke ætti að horfa á þennan leik og gera það sama).
  Rooney er þeira sóknarvopn og hefur litið skelfilega út í fyrstu 4 leikjunum og núna kemur 19 ára guti með pressu heimsins á sér.
  DiMaria sem mér finnst vera top 10 leikmaður í heiminum var látinn fara fyrir ungan Hollending sem virkar fín en ekki í DiMaria klassa.

  Ég veit að þetta er liverpool spjall en stundum er gaman að fylgjast með hvað okkar erkifjendur eru að gera.

  Ég hef enþá trú á Rodgers og strákunum. Ég held að þeir eiga eftir að eiga mjög solid tímabil í ár og gera harða atlögu að meistaradeildarsæti og komist langt í bikarkeppnum.

  Ég veit að maður er pínu djarftur en EF sturridge nær að spila 25+ leiki í deildinni þá held ég að hann og Benteke verða frábærir saman með Coutinho fyrir aftan þá. Einn stór og sterkur og einn fljótur og áræðinn markaskorari. Ég held að engu miðvarðapari hlakkar til að takast á við þá. Mörkinn munu koma og þegar það gerist þá held ég að liðið okkar tekur smá run. Við klárum erfiðustu útileikina strax í byrjun móts og var vitað að sú prófraun væri mjög erfið en ef við verðum eins solid úti og gegn Stoke og Arsenal þá held ég að eftir fyrstu 13 leikina þá verðum við ekki langt frá top 4 og svo förum við á svakalegt run.

  Ég var búinn að binda mínar vonir við að Man utd myndu lenda aftur í vandræðum í vetur og eftir að hafa horft á þeira leiki þá líta þeir ekkert betur út en við og tel ég það raunhæft að keppa við þá um 4.sætið.

 23. Þessa stundina eru forsvarsmenn FSG löðrandi sveittir með hjartaflökt og oföndun. Þeir eru að að vakna upp við lygilega martröð og fatta allt í einu að þeir hafa treyst BR fyrir lífi sínu og stilla reiknivélina til að reikna að klúbbuirnn hefur borgað ótrúllega marga tugi milljóna punda í leikmannakaup og fyrir hvað? Hvaða gæði? Það var vandræðalegt að sjá Hamrana vera okkur fremri á öllum sviðum á Anfield og ég hef aldrei, aldrei, aldrei séð jafn fáa í Kop stúkunni í leikslok á þeim rúmum fjóru áratugum sem ég hef fylgst með þessu liði sem ég elska til dauða en BR er að drepa smátt og smátt. Þetta var ekki bara eitthvað óvænt tap á heimavelli. Þetta var próf og við féllum á því og holningin á liðinu er skelifleg. Ég ætla ekki að afsaka tilfinningarushið en maður hefur verið þolinmóður lengi (ca 25 ár) og of góðu vanur frá gamalli tíð og man eftir Kevin Keagan á vinstri kantinum í svart/hvitu sjónvarpi og þegar King Kenny gerði flesta laugardaga að gleðidögum. Titlar og helst efsta sætið í deild var sjálfsögð krafa. En nú er hreinlega komið nóg. BR er búinn að fá bæði tíma og (mikla) peninga til að græja og gera og niðurstaðan: Afturför. Ef við töpum gegn United eftir landsleikjahléið má vera ljóst sama hvað Pollýönnurnar hérna segja að við verðum rétt fyrir ofan miðja deild næsta vor. Þá er alveg eins gott að fá einhvern til að stjórna til bráðabrigða þar til við vonandi fáum Klopp til að hefja uppbyggingarferli enn einu sinni. Mér er drullusama þótt ég sé skammaður hérna við svartsýnisraus. Púllarar eiga betra skilið. Þetta verkefni FSG og BR mistókst. Aftur. Og enn einu sinni. Guð minn almáttugur og Jesús. Takk Brendan en bless.

 24. ég vona að næsta podcast verði af lengri gerðinni…. Þarf á því að halda 🙂

 25. Rodgers þetta, Van Gaal hitt… Skiptir varla blautan hvaða ormur er þarna ef að liðið er gott… Ég sakna Suarez, við þurfum bara annan þannig, vinnuhesta með honum. Ferguson var alltaf að vinna með það, 1-2 world class leikmenn og vinnuhesta með því. fukking hell, Rodgers er samt ekki að fara að gera neitt… Ég sakna Suares; https://www.youtube.com/watch?v=y28vGgAV0KA

 26. #24 Svona myndbönd eiga að vera bönnuð hérna, það eru allir hrikalega litlir í sér og þetta lætur mann nánast fara grenja.

 27. Þótt að maður furði sig á láninu á Markovic sem mér fannst alls ekki slakur þá sjaldan hann fékk að spila þá er enn skrítnara hjá United að lána Januzai sem var að starta leiki fyrir þá í seinustu viku?

  En annars er Borini haldin á brott…gangi honum vel.

 28. Persónulega fannst mér skrítið að lána Markovic til Tyrklands frekar en að hann frái reynslu með ensku liði, ég held hann egi framtíð við Mercy, en sama er ekki hægt að segja um Borini, hann er örugglega drengur góður og ég vona að honum gangi vel en hann er bara einfaldlega ekki í þeim klassa sem nauðsinlegt ætti að vera til að spila fyrir Liverpool, jafnvel þó þessi klassi virðist hafa misst alla merkingu á seinni árum.

Liverpool 0 – West Ham 3

Gluggavakt – ekkert í gangi